Morgunblaðið - 11.11.1966, Page 22
22
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 11. nóv. 1966
ÓJi Kristinn
Kallsson
NÚ gerist skammt stórra högga
á milli á götum höfuðborgarinn-
ar. Vart líður sá dagur, að ekki
berist sorgarfrétt af slysum og
voða, sem valda hörmum og
dauða.
Það var þó nær ómögulegt að
trúa því, að hann Óli væri dá-
inn, þegar fregnin kom. Hann
hafði kvatt okkur hress og glað-
ur fyrir fimm mínútum. Og svo
— nú var hann liðið lík, lemstr-
aður eftir bifreið ógæfumanns-
ins, sem ekið hafði á hann á
götunni.
Óli var okkur öllum svo kær,
dagegur aufúsugestur, léttúr í við
móti, prúðmannlegur og greið-
vikinn hversdagslega, en við
nánari kynni trúhneigður, góður
Og göfugur hugsandi maður, sem
alltaf kom fram til góðs og trúði
á sigur hins góða.
Hin síðustu ár hafði oft verið
erfitt í baráttu við sjúkleika og
raunir eiginkonu hans, sem raun
ar hafði valdið því, að hann varð
að kveðja sveitina sína, sem var
honum svo undurkær, og dvelja
hér í borginni oft einn og ein-
mana.
En hann kvartaði ekki og átt.i
oftast létta gamansemi í orðum
og framkomu til að eyða skugg-
um og lyfta undir annarra byrð-
ar.
Hann var Breiðfirðingur, fædd
ur í Fagradal á Skarðströnd
17. okt. 1910, einn þriggja sona
hjónanna Jóhönnu Sturlaugsdótt
ur og Halls Jónssonar, pósts, sem
þekktur var þar um slóðir fyrir
hreysti og dug í vetrarferðum.
Hann fluttist með foreldrum
sínum norður á Strandir en það
an í Geiradalinn. Kvæntist 1933
eftirlifandi konu, Jóhönnu Hall-
freðsdóttur frá Bakka í Geiradal
og hófu þau búskap að Litlu-
Brekku, og bjuggu þar í 26 ár,
eða til þess að þau fluttu hingað
Útför,
— Kveðja
suður 1939, þegar krafta þraut
við einyrkjastörfin, sem kröfðust
hvíldarlausra erfiðisdaga árið um
kring.
Hér £ Reykjavík starfaði Óli
lengst sem hestahirðir hjá „Fáki“
og gegndi því starfi af frábærri
árvekni og umhyggju. Hann unni
hestum og skildi þá vel eins og
vinur og bróðir. Þar þurfti eng-
in orð til. Hann átti jafnan góða
hesta sjálfur og kunni vel að
meta kosti gæðinganna. Og þeir
veittu honum líka ótal yndis-
stundir.
Óli var vinsæll maður og vel
gerður að öllu. Hann átti eina
dóttur Unni Guðbjörgu að nafni,
sem gift er Daníel Arnfinnssyni
frá Hlíð í Þorskafirðir Skal þeim
mæðgum Jóhönnu og Unni vott-
uð innileg samúð í þungri raun
og sárri sorg.
Það er eins og myrkrið hafi
magnazt og skammdegið náð
dýpri tökum við óvænta brott-
för hans. Nú heyrum við aldrai
framar glaðværa rödd hans og
fótatak. Það er svo undarlega
tómlegt. Við biðjum honum bless
unar á Guðsvegum. Vertu sæll,
við söknum þín.
Guðrún Hansdóttir.
Læfur til sín
heyru n ný
DITTA Bartok, ekkja Béla Bar-
tóks, sem hætti algerlega að
leika opinberlega er maður
hennar lézt, er nú farin að láta
til sín heyra til sín á ný og
mun m. a. leika þriðja píanó- I
konsert Bartóks fyrir belgíska
útvarpið einhvern tíma á næst- i
unni, undir stjórn landa síns,'
Tibors Serlys.
ARA GUÐMUNDSSONAR
skósmiðs frá Höfn í Hornafirði,
fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 12. nóv. og
hefst athöfnin kl. 10,30 f.h. — Athöfninni í kirkjunni
verður útvarpað.
Vandamenn.
Jarðarför systur okkar,
SIGRÍÐAR J. ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Neðri-Breiðadal, Önundarfirði,
sem andaðist að heimili sínu Laugavegi 99, hinn 4. þ.m.
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. nóvember
nk. kl. 3 síðdegis.
Systkini hinnar látnu.
Eiginmaður minn,
PÁLL J. HELGASON
tæknifræðingur, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
laugardaginn 12. nóvember kl. 14.
Inger Ilelgason.
Þakka sýnda samúð veena útfarar,
BÖDVAIÍS TÓMASSONAR
útgerðarmanns, Garði, Stokkseyri.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Hugheilar þakkir fyrir samúð og vináttu vegna fráfalls
STEFÁNS Ó. BJÖRNSSONAR
frá Laufási.
Kristín María Kristinsdóttir,
Edda Svava Stefájosdóttir, John S. Magnússcn,
Hafsteinn Þór Stefánsson, Halla Ólafsdóttir,
Jón Baldvin Stefánsson, Sif Aðalsteinsdóttir,
Aðalheiður Thorarensen,
V'ilborg Oddný Björnsdóttir,
Jón Sigurður’ Björnsson.
Japanskur flugþjónn og flugfreyja bera fram kræsingar um borð í co þotu frá Japan Airlines
Æ fieiri íslendingar
fara til
SL. ÞRIÐJUDAG kom hingað
til lands Yasunobo Matumoto
deildarstjóri Japan Airlines á
Norðurlöndum. Dvaldist hann
hér i tvo daga, ræddi við ferða-
málafólk og kynnti starfsemi
fyrirtækis síns. Deildarstjórinn
hélt fund með fréttamönnum og
ferðaskrifstofufólki á Hótel
Sögu og sýndi m.a. mjög fallega
mynd frá Japan.
Japan
Matumoto sagði að nokkrir
íslendingar hefðu farið tii Jap-
an á undanförnum árum og
hefðu slíkar ferðir færst í auk-
anna samfara mikilli viðskipta-
aukningu landanna. í þessum
mánuði hefur flugfélagið flug á
Atlantshafsleiðinni og fljúga þá
vélar þess á nær öllum flugleið-
um heims. Flugfloti Japan
Airlines er nú 35 vélar þar af
Ur Hrunamannahreppi
Hvítárholti, 6. nóv.
VETUR hefur nú að þessu sinni
gengið í garð. Enn sem komið
er hefur hann þó lítt látið bera
á sínu margrómaða veldi. Tíð
hefur hér sem annarsstaðar í
haust verið með afbrigðum stillt
og þurrviðrasöm. Mátti því bú-
ast við að vatnsleysi færi að
gera vart við sig á bæjum.
Vatnsieysið var mikið síðastlið-
inn vetur, það gerðu hin óvenju
legu og langvarandi frost. Nú
hafa hér verið á mörgum bæj-
um lagðar nýjar vatnsleiðslur,
sumar um langan veg.
Grasbrestur var víða hér á
túnum, svo að heyfengur mun
vera yfir allar sveitina mun
minni en í fyrra. Hinsvegar var
nýting heyja góð.
Sauðfjárslátrun er nú hér
lokið en nautgripaslátrun stend-
ur enn yfir á Selfossi, en mun
langt komið. Tölur um fjölda
sláturfjár liggja enn ekki fyrir,
en fallþungi dilka var mun
minni en í fyrra, þetta 1—2 kg
lægri á bæ þótt á stöku stað
hafi hann ekki hrapað og hjá
örfáum meiri. Hins vegar munu
ær hafa verið með meira móti
tvílembdar í vor.
Kartöfluuppskera brást víða á
bæjum því nær alveg og fóður-
kál spratt misjafnlega.
Laxveiði brást að heita mátti
því nær alveg í þeim 3 ám, sem
að sveitinni liggja. Sagt hefur
verið frá því í blöðum, að veiði
bæði í Þjórsá og Ölfusá hafi
verið góð í sumar, heldur yfir
meðallag. En svo undarlega
hefur þó brugðið við, að það
virðist sem göngurnar hafi ekki
náð að komast lengra en upp
fyrir Hestfjall. Hver orsökin
muni vera, er ekki gott að
segja. En laxinn er furðulegur
og óútreiknanlegur í háttum sín
um og líklega er það rétt sem
maður einn sagði, að ekkert yrði
gaman að veiða hann, ef viss
veiði væri alltaf fyrir hendi. A1
varlegra mál er þó það. að fisk-
ur hefur ekki komið hér í ár í
haust, svo að engin klakveiði
mun verða í þetta sinn. Teija
menn, að orsökin sé V3tnsþurrð
ánna, þótt eitthvað geti fleira
valdið. En góð má tíðin verða
til þess að veiði verði stunduð
héðan af.
— S. Sig
Innilega þökkum við ykkur öllum, er hafið sýnt okkur
hlyiiug í tilefni af hátíðisdegi okkar, þann 25. okt. sl.
Fjölskyldan Saurbæ, Vatnsdal.
Innilega þakka ég öllum vinum mínum, sem gáfu
mér gjafir og sendu mér hlýjar árnaðaróskir á sjötugs-
afmæli mínu, 3. nóvember. — Guð blessi ykkur öll.
Guðný Þórarinsdóttir
frá Rafnseyri.
30 þotur.
Árið 1961 hófust á vegum
Japan Airlines flugferðir til
Evrópu yfir Norðurpólinn og eru
nú flognar 5 slíkar ferðir viku-
lega, en á flugleiðinni eru notað-
ar þotur af gerðinni DC-8.
Matumoto sagði að flugfélagið
legði áherzlu á að gera flugferð-
irnar sem heimilislegastar og
eru flugfreyjurnar klæddar skv.
japönskum venjum og framreidd
ir eru japanskir og vestrænir
réttir.
Flugfar frá fslandi til Tokíó
og til baka kostar nú um 60 þús
ísl. kr. en umboðsmenn Japan
Airlines á íslandi er Flugfélag
Islands.
BÍLAR
1967 Volkswagen 1600 Fast-
back, nýr og óskráður. Út-
borgun kr. 100 þús.
1966 Volvo Amazon 2ja dyra,
ekinn 5 þ. km. Útborgun
100 þús. kr.
1966 Volkswagen 1300,
kr. 130 þús.
1965 Saab, ekinn 27 þús. km.
1964 Opel Reckord, ekinn 27
þús. km.
1964 Mercedes Benz 190,
ekinn 40 þús. km. nýinnfl.
1963 Renault R-8, hvítur. Má
greiðast með víxlum.
1964 Rambler Clasic. Skipti
möguleg. Verð kr. 170 þus.
1961 Opel Caravan, útborgun
50 þús.
1960 Moskvitch station, ný-
klæddur innan. Uppgerð
vél, útv., toppgr., snjód. —
kr. 45 þús.
Sendiferðabíll Ford ’56, með
2ja ára stöðvarplássi og
mæli.
Land Rover ’62 til ’66.
Jeppar, gamlir og nýir.
Vörubílar, sendibílar.
Nú er hagstæðast að
kaupa bil.
Ingólfsstræti 11.
Símar 19181 - 11325.