Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
259. tbl. — Föstudagur 11. nóvember 1966
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
Dóms Hæstaréttar að
vænta í næstu viku
IVfunnlegum málflutningi
lauk i gær
Kaupmannahöfn, 10. nóv.
Frá Birni Jóhanssyni.
HÆSTIRÉTTUR Danmerkur
tók Handritamálið til dóms kl.
9.20 í morgun. Þá var lokið
munnlegum málflutningi, sem
hófst sl. mánudag. Ekki er vitað
með vissu, hvenær dómur hæsta
réttar fellur, en talið er að það
Vl ði í síðari hluta næstu viku.
Rétturinn var settur kl. 9 í
morgun, og flutti þá Paul
Schmith, ríkislögmaður, sem
flytur málið fyrir danska
menntamálaráðuneytið, síðari
ræðu sína. Tók hún aðeins 20
mínútur. Að því búnu lýsti
Aage Lorenzen, forseti réttarins
yfir því, að málið yrði nú tekið
til dóms. Hurfu þá allir úr saln-
um, nema dómararnir 13. Um
leið og dyrunum hafði verið
læst, hófu þeir atkvæðagreiðslu
um það, hvort lögin um afhend
ingu handritanna séu brot gegn
stjórnarskránni eða ekki.
Paul Schmith hóf lokaræðu
sína með því að svara ýmsum
athugasemdum Gunnars Christ-
rups frá deginum áður. Mót-
mælti hann þeirri fullyrðingu
Christrups, að stjérn Árnasafns
hefði ekki verið veittar upplý's-
ingar um málið, fyrr en það
kom fram í þjóðþinginu. Þvert
á móti hefði stjórn safnsins
fylgzt með framvindu málsins í
gegnum ritara sinn. Að vísu
skipti þetta ekki máli, því að
hér væri um að ræða lög frá
1965, en safnstjórnin hefði haft
fulla vitneskju um málið í nokk
ur ár, því að sams konar lög
hefðu verið samþykkt árið 1961.
Þá minntist Schmith á þá full
yrðingu Christrups, að íslend-
ingar litu ekki svo á að safninu
væri skipt, heldur væri um að
ræða flutning eignaréttarins til
íslands. Kvaðst Schmith verða
að ganga út frá því sem sjálf-
sögðum hlut að á íslandi teldu
menn það gilda, sem lögin segðu
fyrir um og samningur ríkis-
stjórnanna. Ríkislögmaðurinn
Framhald á bls. 31
Nýtt stjómarfrv. á Alþingi:
Togarar fái verðjöfnunar-
gjald á olíu endurgreitt
RIKISSTJORNIN hefur lagt I
fram á Alþingi frumvarp sem
Maður fannst
lútinn
LÝST var eftir manni í há ,
degisútvarpinu í gær. Var
hann 52 ára gamall hafnar-
verkamaður og hafði ekki
spurzt til hans í einn sólar-
hring.
Maðurinn fannst um kl. 1
eftir hádegi í gær í gamla
kirkjugarðinum við Suður-
götu. Var hann þá iátinn.
Bkki er unnt að kunngera
nafn mannsins þar eð ekki
hefur náðst til allra ættingjaí
hans. /
gerir ráð fyrir því að togur-
um verði endurgreitt verð-
jöfnunargjald af þeirri olíu,
sem þeir kaupa. Er þetta lið-
ur í viðleitni ríkisstjórnarinn-
ar til þess að bæta hag togara
útgerðarinnar í landinu og
skapa henni rekstursgrund-
völl.
Verðjöfnun á olíum og benzíni
hefur verið framkvæmd síðan
1953, samkvæm-t lögum nr. 34
18. febr. 1953. Þegar hún hófst,
voru togarar gerðir út frá mörg-
um stöðum í öllum landshlutum.
Nú er aðstaðan hins vegar breytt.
Togaraútgerð er nú nær ein-
göngu starfrækt frá Reykjavík,
Hafnarfirði og Akureyri. Afkoma
togaranna er svo sem alkunnugt
er mjög slæm. Þá hefur og orðið
sú breyting, að neyzla þeirra
olíutegunda (gasolí-u og fuelolía),
sem togara-rnir nota, hefur auk-
izt mjög hjá öðrum aðilum (t. d.
síldarverksmiðjum), sem hafa
betri afkomumöguleika. Verð-
jöfnunargjald á fuelolíu er nú
kr. 130.00 per tonn, en á gasolíu
16.5 aurar pr. ltr.
; í nótt komu Hannes Hafstein
> og Víðir II inn til Raufar-
; hafnar ineð síld, og var í gær-
• kvöidi allt tilbúið hjá sölt-
: unarstöðvunum Óðni hf. og
■ Norðursíld hf. til að taka á
; móti síldinni. Þetta er í
■ fyrsta sinn, sem síld er sölt-
: uð á Raufarhöfn í nóvem-
« ber. Saltað verður inni, þar
: scm byggt var yfir allar sölt-
■ unarstöðvarnar á Raufarhöfn
: í sumar. Þá verður sildin
■ geymd í upphituðu húsi hjá
: Óðni h.f., en útbúnaður til
■ þess var gerður á sl. hausti.
: Vonast var eftir fleiri bát-
■ um með söltunarsíld til Rauf-
: arhafnar í nótt.
; Myndin sýnir byggingar-
: framkvæmdir hjá Óðni hf. í
■ september si.
Sterkt Akureyraröl
fyrir útlendinga
Nýir gosdrykkir fyrir íslenoinga
á markaðinn
Tillaga tveggja þingmanna Sjálfstœðisflokksins:
Athugun á loftpúöaskipum
til samgðngubóta
— Hugmynd um slíkt skip milli
Vestmannaeyja og lands
TVEIR þingmenn Sjálfstæðis
flokksins, þeir Guðlaugur
Gíslason og Sigurður Óli Ól-
afsson, hafa lagt fram á Al-
þingi þingsályktunartillögu
um að rannsakað verði hvort
Siglufjörður, 10. nóv.
SÍLDARFLUTNINGASKIP S.R.
Haförninn losaði 1100 tonn síld-
ar af Austfjarðarmiðum í gær-
kvöldi. Gekk yfirleitt vel að
losa skipið þrátt fyrir mikið
frost framan af. Skipið heldur
héðan á miðnætti í nótt á sömu
slóðir.
Ágætis veður er á Siglufirði
í dag og frostleysa.
— Steingrímur.
svonefnd loftpúðaskip henti
íslenzkum aðstæðum.
í greinargerð tillögunn-ar kem-
ur fram, að Vestmannaeyingar
hafa áð undanförnu athugað
þetta mál, sem hugs-anlega sam-
göngubót milli lands og eyja, en
loftpúðaskip þurfa engin hafnar-
mannvirki til þess að athafna sig
við.
Talið er að það skip, sem
henta mundi Vestmannaeyingum,
muni kosta um 110 þúsund sterl-
ingspund og flytja 38 farþega
eða tvær fólksbifreiðir af venju-
legri stærð ásamt farþeg-um
þeírra.
f Bretl-andi hafa verið gerðar
víðtækar tilraunir með loftpúða-
skip og bafa þær borið svo góð-
an árangur, að þau hafa þegar
verið tekin í notkun, t. d. í Nor-
egi, Danmörku, Skotlandi og vfð-
ar og einnig eru þau í förum
yfir Ermarsundið.
Akureyri, 10. nóv.
NÝJA ölið frá SANA kemur á
markaðinn um næstu mánaðar-
mót, eftir því sem Eystetnn
Árnason framkvæmdastjóri verk
smiðjunnar skýrði frá í dag.
Lagt var í um miðjan septem-
ber, en lögurinn þarf um tveggja
mánaða geymslntímau
Langt er komið að setja niður
nauðsynlegar vélar og er stefnt
að því, að öl til neyzlu innan-
lands verði tilbúið til sölu um
rnánaðarmóti nóv. — des. Það
verður 2.22% að styrkleika, þ. e.
telst óáfengt.
Sterkt öl (4.6%) mun svo
koma á makaðinn fyrir jól, en
það verður eingöngu framleitt
til útflutnings. Það á að verða
jafngott beztu erlendu öltegund-
um, t. d. Carlsberg Guldhals.
Mikill áhugi er á kaupum á
þessu öli hjá þeim íslenzku
aðiljum, sem það mega kaupa,
svo sem skipafélögum, flugfé-
lögum og sendiráðum. Góðar
horfur eru einnig á sölu á er-
lendum markaði.
Framhald á bls. 31
Fjórir tepptust
SVO sem skýrt var frá í blað-
inu í gær fóru fjórir menn af
Skarðsströnd á bát út í Akurey
í Gilsfirði að huga að kindum
þar. Er þeir voru komnir að
eynni varð vélarbilun í bátnum
og þar eð engar árar voru í hon
um urðu þeir að láta fyrirberast
í auðu ibúðarhúsi á eynni nokkra
stund en kveiktu áður bál á
eynni, sem sást úr Króksfjarðar
nesi.
Reynt var að fara mönnunum
til aðstoðar frá Hvallátri, en þar
var háfjara og ekki hægt að
koma bát á flot. Var þá haft sam
band við Stykkishólm og voru
mennirnir fjórir sóttir þaðan
eftir nokkrar klukkustundir heil
ir á húfi og hinir hressustu.
Svíar keyptu ekki
Íslandssíld af Rússum
FRÁ því var skýrt í norska ekki affermda eina einustu
blaðinu „Norges Handels- og tunnu. Sænsku niðursuðuverk
Sjöfartstidende“ 9. nóvember smiðjurnar töldu gæði síldar-
sl., að sænskar niðursuðu- innar ekki nógu mikil.
verksmiðjur í Lysekil hafi Síldin var lögð allt of þétt
ekki viljað kaupa Íslandssíld niður. f hverri tunnu voru 400
af Rússum sökum rangrar síldar, en eðlileg niðurlagning
niðurlagningar síldarinnar. — eru 300 fyrir sjósaltaða vöru.
Fréttaritari norska blaðsins í „Svetlyn" hélt því á fimmtu-
Gautaborg skýrir frá þessum daginn áleiðis til Kúbu og
tíðindum orðrétt þannig: mun losa síldina í Havana, til
„Rússneska verksmiðjuskip- mikillar ánægju fyrir íslend-
ið „Svetlyn", sem kom inn til inga, sem selja hingað nálega
Lysekil til þess að losa 1820 alla þá Íslandssíld, sem Svíar
tunnur af Íslandssíld fékk borða“.