Morgunblaðið - 20.11.1966, Side 1

Morgunblaðið - 20.11.1966, Side 1
Sunnudagur 20. nóv. SIUITHSOIMIAIM James Smithson, Englendingurinn, sem með óvenjulegri erfða- skrá arfleiddi Bandaríki Norður-Ameríku að 550.000 dollurum — land sem hann hafði aldrei heimsótt — til að setja á laggir stofn- un til útbreiðslu mannlegrar þekkingat'. FERÐALANGI, sem leið á um Constutition Avenue í átt til Kapítól og er í námunda við hin miklu söfn við nefnda götu og lítur til hægri yfir breiðar grasskákir, verður vafalítið starsýnt á undarlega byggingu, rauðbrúna, í stíl tólftu aldar Normannakastala með níu turnspírum, en bygg- ing þessi gengur svolítið lengra fram í yztu grasskákina en aðr ar byggingar í sömu línu. J>etta er hin fyrsta bygging hinnar miklu Smithsonian- stofnunnar, sem hér verður lít- illega greint frá. James Smithson, upphafs- maður Smithsonianstofnunar- innar var Englendingur, sem kom aldrei í lifanda lífi til Ameríku. Sem óskilgetinn son- ur hertogans af Norðimbra- landi og Elísabetar Keate Macie, afkomenda Hinriks sjö- unda, erfði Smithson álitlega fjárupphæð aðallega frá móð- ur sinni. Smithson giftist aldrei. Hann arfleiddi bróðurson sinn að eignum sínum með því óvenjulega skilyrði, að ef bróð- ursonur hans létist án þess að láta eftir sig börn — þá skyldu eignir hans ganga til Banda- ríkja Norður-Ameríku, til að setja á laggir í Washington stofnun undir nafninu Smith- sonian, sem hefði þann tilgang að auka vöxt og útbreiðslu mannlegrar þekkingar. Smithson dó í Genúa á ítal- íu 1829. Sex árum síðar dó bróðursonur hans barnlaus, og Bandaríkin urðu erfingjar að verðmætum, sem námu rúm- lega hálfri milljón dollara og voru stór peningur í þá daga. Enginn veit raunverulega hvaða hvatir lágu á bak við þessa gjöf, en e.t.v. hefur þessi maður verið forvitri og álitið víst, að að að því kæmi, að nýi heimurinn tæki forustuna í vísindum og tækni. Ekki sízt vegna þess að stöðugar styrj- aldir herjuðu Evrópu, og hann hefir trúað því, að nýi heim- urinn bæri í skauti sér frið og framfaraþjóðfélag. Um eitt er þó vitað fyrir víst, hinn mikla áhuga Smithsons á vísindum. Hann hafði numið efna- og steinafræði og lokið prófi frá Oxford og var að auki meðlim- ur í helztu vísindafélöguni Englands. Hann fékkst við ýms- ar vísindalegar rannsóknir í lífi sínu, og liggja eftir hann niargar slíkar ritgerðir. Smith- sonite, sem sinktegund ein nefnist, er nefnd eftir honum. Dánargjöf Smithsons olli miklum deilum og umræðum í bandaríska þinginu, sem þurfti að samþykkja gjöfina formlega og lagalega. Þeir voru til, sem fannst það undir virðingu sjálfstæðrar þjóðar að taka við slíkri gjöf frá út- lendingi, en til allarar ham- ingju voru þeir í minnihluta. Það kom í hlut þáverandi forseta Bandaríkjanna, Andrew Stuart Davís; Eggjahrærarinn (1930). Jacksons, að veita gjöfinni við- töku til varðveizlu. Og átta ár- um seinna (1846) var svo sam- þykkt frumvarp í þinginu um að reisa byggingu yfir stofnun til útbreiðslu og vaxtar mann- legrar þekkingar. Nafntogað- asta vísindamanni Bandaríkj- anna á þeim tímum, Sir Joseph Henry, var falin stjórn stofn- unarinnar fyrstum manna, og lagði hann grundvöllinn að því, sem hún er í dag. Hann áleit, að safnið ætti að stuðla að þekkingu manna á öllum svið- um vísinda og lista. í dag á safnið yfir, 57 milljón- ir hluta, smáa og stóra, og kerfi það, sem það er rekið eftir, er eitt hið bezta í ver- öldinni. Undir Smithsonian heyra 12 stofnanir þ. á m. Ríkislistasafnið. Á milli Washington minnis- merkisins og Kapítól er 400 feta breitt svæði, sem nefnist „The Mall“, sem var hjarta borgarinnar á skipulagsupp- drætti Pierre L’ Enfant frá 1791. Á þessu svæði eru aðal- byggingar Smithsonianstofnun- arinnar, 7 talsins. Á þeim tíma, sem safnið hefur starfað, hefur það gefið út meira en 10.000 bækur, ævisögur og ritgerðir. Án efa mundi James Smithson vera ánægður, ef hann mætti líta yfir árangurinn af hinni merkilegu ákvörðun sinni! Kista með jarðneskum leif- um Smithsons er nú varðveitt í litlu herbergi við inngang hinnar tígulegu fyrstu Smith- sonian-byggingar, með brezka og ameríska fánann við hvora hlið. Eg mun hér aðeins stikla á stóru í lýsingu minni á öllu því merkilega, er sjá má þarna samankomið frá flestum þekkj anlegum sviðum vísinda og tækni, enda náði ég aðeins að yfirfara slíkt lauslega — því það þarf mánuði til að grann- skoða slíkt safn til nokkurrar hlítar, en ég hafði aðeins fáa daga til umráða, enda vav meg- intilgangur farar minnar ekki sá að skoða söfn, þótt ég gerði það eftir beztu getu, og að sjálf sögðu lagði ég ánerzlu á mynd- listina. En það var erfitt að rífa sig burt frá öllum bessum fjársjóðum, sérstaklega heíði ég viljað skoða hið merkilega steinasafn betur — því einmitt í steininum er leyndardómur margra litasamsetninga falin. En ljóst má vera, að hér er af djúpum brunni að ausa til al- hliða fróðleiks á sviðum fækni, vísinda og lista með 57 milljón hluti fyrir augunum, og það má vera dauður maður, sem ekki finnur eitthvað þar innan um, er hann hefur bæði gleði og ánægju af. Þarna má sjá hinar fyrstu flugvélar og hinar síðustu nýj- ungar í geimvísindum. Eld- flaugar margskonar, og allt þar á milli. Hin litla flugvél Lind- bergs, sean hann flaug yfir Atl- andshaf forðum, er þarna hang andi á lofti og hrífst maður ósjálfrátt engu minna af afreki hans en nýjustu afrekum geim fara. Trúlega búa geimfararar í dag við meira öryggi en þessir ofurhugar fyrri tíma. Flugvél Wright-bræðra er hér einnig varðveitt og margra annarra. Sögu flugsins og geimvisind- anna eru gerð góð skil — skip- anna ekki síður, en þarna er aragrúi stórra skipslíkana gerð af mikilli nákvæmni og list- fengi. Ekki má gleyma eim- lestunum og sögu þeirra eða plógum, né spunavélinni. Læknavísindum er skipað veg- legt rúm, þar sem áherzlan er lögð á hið nýjasta á því sviði. Við sjáum einnig, hvernig tann læknar fyrri alda fóru að sjúkl ingum sínum og jafnframt, hve mjög píningartækin hafa fullkomnazt! Mikið safn hverskonar dýra, uppsettra, má sjá í sínu eðli- lega umhverfi í nokkurskonar glerbásum, og er þar allt svo raunverulegt og vel gert, að furðu gegnir. Bakgrunnurinn, sem átti að vera sjálf náttúran með máluðum fjöllum, trjám, ársprænum, fljótum, til sam- ræmis og sannra hughrifa, var á við sæmilegustu landslags- málverk í vissum skilningi, laus við hégómlegheit og ó- væmin. Þarna má sjá frum- byggja (Indíána) í sínu dag- lega umhverfi við störf eða veiðar, kofa þeirra og tjöld, og var það stórfróðlegt. Ekki síð- 'ur að sjá heilu húsin hinna hvítu frumbyggja. Það virðist undarlegt og kemur á mann, að sjá kjóla forsetafrúnna, er þær báru daginn, sem bænd- urnir voru settir í embættið, og þótt þeir kunni að vera merk heimild um klæðnað og tízku fyrri tíma, verður skoð- andanum sennilega oft frekar hugsað um allar þær mismun- andi tilfinningar, er innan þeirra bærðust, en þá sjálfa! Líkan má nefna af stærsta blá- hval, sem vitað er til að veidd- ur hafi verið, en hann vó 135 tonn, veiddist í suður Atlantshafi, og tók það starfs- menn safnsins rúm 2 ár að full- gera líkanið, sem er úr fíber- gleri. Risastór fíll uppsettur er á miðju gólfi í sal einum, og segja upplýsingar að húðin ein vegi 2 tonn en fíllinn allur 12. Fuglasafnið er fjölbreytt og merkilegt og einnig fiskasafn- ið, en þar koma krabbar og skeldýr mikið við sögú. Din- osaurar eru þarna í fjölmörgum afbrigðum, m. a. hinn risastóri Diplodocus, 80 fet að lengd, og fer þá heldur um skoðend- ur, er þeir sjá þessa risaskepnu. Þá má sjá hljóðfæri frá ýms- um tímum og mikið, margt og merkilegt af list frummanna, en er ég var mitt í þessu, var timi minn orðinn svo naumur, að ég varð að fara hlaupandi yfir og velti því fyrir mér, hvort þetta tæki í raun og veru nokkurn enda. Átti ég ekki von á, að svona yfirþyrmandi mikið væri að sjá í Washington, enda næsta ófróður um söfn I Bandaríkjunum fyrir komu mína þangað — nema vitan- lega myndlistarsöfn, en þar var um enn auðugri garð að gresja en ég hélt — nöfn segja ekki alltaf svo mikið, og oft hefur öllu minna verið að sjá á söfn- um, er ég hefi heim- sótt, en ferðapésar hermdu Vonandi gefs.t mér tækifæri til að fara yfir þetta allt aftur og þá í ró og næði. Nokkrir dagar eru á við heilsvetrar skólasetu fyrir athugulan skoð- Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.