Morgunblaðið - 20.11.1966, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. nóv. 1966
Ódýrt — Ódýrt
Drengja terylenebuxur.
Verð frá kr. 395,00.
Siggabúð
Njálsgötu 49.
Já? Nei?
Hvenær?
Þúsundir kvenna um heim alian nota nú C. D.
INDICATOR, svissneskt reikningstæki, sem reiknar
nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði,
sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi
60 landa ráðleggja C. D. INDICATOR fyrir heilbrigt
og farsælt hjónaband, jafnt ef barnaeigna er
óskað sem við takmarkanir þeirra.
Vinsamlega sendið eftirfarandi afkiippu — ásamt
svarfrímerki (kr. 10,00) — og vér sendum yður að
kostnaðarlausu upplýsingar vorar. — Ódýrt.
— Auðvelt í notkun. íslenzkur leiðarvísir.
C. D. INDICATOR, Pósthólf 314, vík.
Sendið mér upplýsingar yður um C. D. INDICATOR.
Nafn: .........................................
Heimili: .......................................
- Sólveig Eggerz
Framhald af bls. 3
maðurinn minn hefur samt á-
kveðnar skoðanir á þessu.
Þessi heitir svo Sumarnótt.
Þarna er sumartunglið út í
endanum, kolgrænt, og þarna
eru rauðir fuglar. Hreiðurgerð
er líka nér. Mínir fuglar eru
allt öðruvísi en aðrir fuglar.
Ég hef alltaf haft gaman af
dýrum og mér þykir vænt
um fugla, eins og hann Stubb
skítalabba. Hann er nú ógnar-
sóði samt.
Sú næsta heitir Rosabaugur
í kringum tunglið, meira að
segja margir rosabaugar utan
úna blóðhlaupið tungl.
Draumur eða dauði kalla ég
þessa. Draumurinn byrpar að
rúlla fyrir mér áður en ég
sofna. Ég vil hafa minn draum
bjartan, en það er máski ósk-
hyggja, svo sem eins og í
þessari háu og löngu mynd,
sem ég kalla Koma þeir aftur?
Koma þeir aftur?
Xarlmennimir fóru að heim
an til aðdrátta, sumir þeirra
urðu úti eða drukknuðu á
ferðalaginu og komu ekki aft
ur. Gamla konan á myndinni
er búin að reyna það að missa
þá í sjóinn, en í augum hinna
er aðeins spurn, ekkert annað
að gera en bíða og vona til
guðs og biðja, og það er máski
mest um vert.
Heimþrá, heitir þessi konú
mynd. Vinkona min var er-
lendis henni leiddist, það var
langt í bæinn. Mér fannst ég
geta set mig í spor hennar.
Stjórnlaus ást, nefni ég þá
næstu. Sonurinn er búinn að
festa stjórnlausa ást á ein-
hverri konu. Fjölskyldan er
alveg eyðilögð yfir þessuni
syni, sem virðist vera búinn
að missa vitglóruna. Kannski
það sé líka eiginmaðurinn. Og
í framhaldi af þessari er svo
myndin Konurán. Þar eru ís-
lenzkir víkingar að ná sér í
konur. Þeir gera strandhögg
á ókunnugri strönd. Karlmenn
irnir koma eins og skruggur,
eins og þrumur úr heiðskíru
lofti, hremma og klófesta.
Þetta er rétt eins og í Gerplu.
Konurnar bíða og eru hræðsl
an uppmáluð, kannski líka ei-
SPYRJIÐ EFTIR LEVrS STA-PBEST BUXUM.
FYRIRLIGGANDI í ÖLLUM STÆRÐUM OG FJÖLBREYTTU LITAVALL
LEVIS STRAUSS. UPPHAFSMENN NÝTÍZKU VINNUFATNAÐAR.
EINKAUMBOÐSALI FYRlR LEVIS STRAUSS & CO.
VDNN(UFATAGEDR© SSD.ANIDS %
IflirS STft-PREST HEFUR
VARANLEG BUXNABROT
HVER VAR AÐ TALA UM
VARANLEG BUXNABROT?
lítið spenntar. Konur eru allt
af veikar fyrir ævintýrum.
Og nú ertu bráðum búinn
að sjá alveg nóg, en hér er
samt ein í viðbót, sem ég
kalla Smalarnir og þokan.
Ég hugsa mér þessa þoku
upp á Miðdalsheiði, en þar
eigum við sumarbústað, sem
við nefnum Himnaríki, og þar
er himneskt að lifa allar stund
ir, en það hlýtur að vera
smölum mikil reynsla að vill
ast í heiðaþokunni, og ekki
vildi ég vera í sporunum
þeirra“.
Að svo mæltu bauð lista-
konan upp á kaffi, og með
þvi, að góðum og gömlum ís-
lenzkum sið, og Stubbur skíta
labbi sezt á höfuð gesta, og
það fór líkt og rafstraumfcr
um mann, en ostamir og kök
urnar fengu þann hroll fljót
lega úr manni, og við eyddum
kvöldinu í skemmtilegt rabb
við þessi elskulegu hjón.
Fr. S.
Fréttabréf
Mykjum 2. nóvember.
í HAUST hefur verið hin ágæt-
asta tíð, þurrviðrasöm og oftast
hægviðri. Nokkurt frost í október
af og til, en tekið úr á milli og
er jörð nú um það að vera klaka-
laus. Aðeins hefur snjóað til
fjalla tvisvar eða þrisvar sinnum
en tekið fljótt af aftur, þannig
að í dag er allt mórautt upp í
efstu fjallabrúnir. Sauðfjárslátr-
un er nýlokið hér og var tala
sláturfjárs hærri en nokkru sinni
áður. Veldur því að tvílembingar
voru með alflesta móti, og líka
hitt að lambaásetningur verður
með minnsta mó-ti í vetur, því
heyfengur er víða fyrir neðan
meðallag. Fé hefur reynzt með
rýrasta móti í haust og munar
víða um og yfir einu kg á meðal-
vigt frá því í fyrra, sem að vísu
var gott ár, þannig að bóndi,
sem leggur inn jafnmörg lömb í
haust og fyrrahaust, stendur nú
eftir með svipaða krónutölu og
þá. Þ. e. a. s. rýrnunin hirðir þá
verðhækkun, sem varð í haust.
Auk þess mun svo sláturleyfis-
höfum vera fyrii-skipað að halda
eftir tveimur krónum á hvert kg
dilkakjöts í einhverskonar inn-
vigtunargjald, bg er það ágæt
uppbót á það sem á undan er
gengið í þeim efnum. Miklu var
slátrað af kúm í sumar og miklu
er óslátrað ennþá og mun kúm
fækka hér, og þá fyrst og fremst
fyrir það að þeim fækkar stöð-
ugt, sem framleiða mjólk. Kart-
öfluuppskeran varð mjög léleg
í haust og munu ýmsir, sem hafa
selt kartöflur á undanförnum ár-
um ekki verða sjálfum sér nægir
í þeim efnum. Heyfengur varð
viða með minna móti í sumar,
þó misjafnt sé, en nýting varð
góð, og trúlega eru heyin góð.
.... í heild stendur Iangt að baki
úr Hoitum
undanfarinna ára, en þau hafa
líka verið mjög góð. í stuttu
máli má lýsa þeim þannig —■
eftir langan vetur kom Iítið vor
og síðan stutt sumar en gott
haust.
Ennþá vantar margt fé af
fjalli af Landmannaafrétti þó
búið sé að gera þrjár leitir. Trú-
lega er eitthvað af því komið
níður á Rangárvelli, þótt það sé
ekki komið til byggða. Nokkrar
kindur hafa komið fram úti-
gengnar í haust, þrátt fyrir mjög
harðann vetur í fyrra. Mjög mik-
ill straumur ferðafólks var um
Landmannaafrétt á sumrinu og
fram eftir öllu hausti, og getur
það í sumum tilfellum átt þátt
£ að styggja féð £ burtu, einkan-
lega þegar liður á sumar.
Hér hafa tæplega sézt grágæsir
£ háust, ekki heldur rjúpa, enda
aldrei mikið um hana hér. Aftur
á móti voru álftahjón með þrjá
unga á svokallaðri Pulutjörn 1
allt sumar og fram á haust, en
þá hirtu einhverjir skotglaðir
náungar tvo þeirra og er það
ekki £ fyrsta skipti sem það er
gert. Annars voru álftarungar
óvenju seinþroskaðir i sumar, og
um fjallferðir síðari hluta sept-
ember, voru þeir víða á afrétt-
inum ófleygir og hálfstálpaðir.
Margháttaðar framkvæmdir
hafa verið hér viðsvegar. Mikið
hefur verið ræst fram af mýrum
i sumar, bæði í Holtum og Landi,
og er unnið að þeim framkvæmd
um enn, enda þörfin brýn og
mikið verkefni óleyst. Nokkurt
land hefur verið brotið til rækt-
unar, en byggingar með minnsta
móti hér um sveitir.
Og svo er kominn vetur, eig-
inlega ætti hann að verða góður,
það væri nokkur uppbót á síð-
ustu misserin.
M.G.
Oezt að auglýsa í Morgunblaðinu
metsölubók
úrs'us