Morgunblaðið - 20.11.1966, Síða 7
Sunnudagur 20. nðv. tOW
MORGUNBLAÐIÐ
7
— Héraðsfundur
Framhald af bls. 6
rétt að leggia þa niöur, en taka
n\ a í not.Ju.m. i
II. Frumvarp til laga um skip-
un prestakalla og prófastsdæma.
Framsögumaður í þessu aðal-
máli fundaiins var séra Pétur
Ingjaldsson Rakti hann og
skýrði frumvarpið, eins og það
var lagt fyrir síðustu presta-,
síefnu, en síðan þær breytingar,
sem þar voru gerðar á því.
Lagði hann áherzlu á það, að
frumvarpiö hefði að mestu verið
fellt á Suðurlandi og Breiða- j
firði, en að mestu látið halda'
sér óbreytt á Vestfjörðum, Norð- ‘
urlandi og Austurlandi. Þetta
taldi hann ósamræmi í meðferð
xnálsins.
Miklar umræður urðu um
málið. M. a. kom það fram, að
næsta óviðeigandi væri, þegar
prestakall væri lagt undir annað
prestakall þá íæri ekki prests-j
kosning fram fyrr en presta-
skipti færu næst fram.
í lok umræðna var eftirfar-
andi tillaga samþykkt:
,.Héraðst'undur Húnavatns-
profastsdæmis haldinn að i
Blönduósi 11. september, telur
dálítið varhugavert að fækka
verulega pvestaköllum í strjál-
býlinu. Hins vegar telur fundur-
jnn eðiilegt. að prestum sé fjölg-
að í þéttbv.'mu samfara allmik-
illi fjölgun þjóðarinnar, og ekki
um að sakast, þótt það kosti1
ríkið aukin fjárframlög til
kirkjumála. Hvað snerti Húna-
vatnsprófastdæmi sérstaklega,
er fundurion ekki andvigur því,
að Breiðabólstaðar- og Tjarnar-
görðum í viðunanlegt horf, væri
prestakall vorði sameinuð. Verði
þá prestssetrið á Breiðabólsstað.
Einnig telur fundurinn eðlilegra
að orðalag prestakallanefndar
verði notað um flutning prests-
seturs í Þingeyraprestakalli
þannig, að kirkjustjórninni sé
heimilt að flvtja prestssetrið frá
Steinnesi til Blönduóss".
III. Þá hófust umræður um
erfiðleika þá, sem víða eru á því
að fá organista við kirkjur. Voru
í því sambnndi nefnd dæmi, sem
sýna, að ekki er nógu vel haldið
á þessum inálum af hálfu þeirra,
sem til þess eru settir og laun-
aðir af rílcr.u. Pram kom eftir-
farandi tillaga og samþykkt:
„Hérðasfundur Húnavatns-
prófastsdæmis, haldinn á Blöndu
ósi 11. september 1966 ályktar,
að víða urn land séu erfiðleikar
í sambandi við vöntun á organ-
istum við kirkjur og stafi það
m. a. af því að þeir, sem vildu
mennta sig til organista og söng-
stjórnarstaría, hafi ekki næga
möguleika nú tíl þess að hafa
lífsframfæri af slíkri menntun.
Fundurinn skorar því á kirkju-
þing og alþing að setja lög um
nýtt embætti, sem heitið gæti
héraðssöngstjóri. Verksvið hans
verði m. a að annast tón- og
söngmenntun æskufólks í skól-
um, kennsla í kirkjusöng,
stjórn kirkjukóra, þjálfun og
stjórn annara kóra eftir því sem
ástæður leyfa. Umdæmi héraðs-
söngstjóra ákvarði biskupsem-
bættið og yfirstjórn fræðslumála
í samvinnu. Laun hans greiðist
úr ríkisstjóði og að nokkru frá
þeim aðilum, sem hann starfar
fyrir“.
IV. Samþvkkt var einróma
eftirfarandi tillaga:
„Hérðasfundur Húnavatns-
prófastsdæmís haldinn á Blöndu-
ósi 11. septeinber 1966 biður vin-
samlegast úlvarpsráð að sjá svo
um, að þáttur útvarpsins „Barna
líminn", sem undanfarin ár hef-
ur verið útvarpað á sunnudög-
um, hefjist eða endi með barna-
guðsþjónu«tu“.
V. Á það var minnt, að eigi
væru nema 15 ár þai til 1000 ár
væru liðin frá því að biskup
settist að á Lækjarmóti í Víði-
dal og krií,tniboð var hafið hér
á landi. Einlægur áhugi kom
fram á funiinum um það, að
þessa merkjsatburðar þyrfti að
minnast á viðeigandi hátt á sín-
um tíma.
VI. Prófastur flutti fundaslita-
ræðu, þar sem hann þakkaði öll-
um þeim, sem að messu og fund-
arstörfum hefðu starfað. Gat
hann þess, að þetta væri síðasti
héraðsfundur, sem hann stjórn-
aði, þar eð hann, aldurs vegna,
léti af störfum á næsta ári. Fund
inum lauk með Dæn.
Séra Pétur Ingjaldsson flutti
þá prófasti þakkir fundarins, en
minntist jafnframt að nokkru
starfa hans sem prófasts, sem
hann sagði að verið hefðu hin
farsælustu.
Að fundi loknum sátu fundar-
menn kvöliverðarboð prófasts-
hjónanna, frú Oiinu Benedikts-
dóttur og séra Þorsteins B
Gíslasonar, að Hótel Blönduós.
Margt kemur við sögu í þessum endurminn-
ingum Þórarins, bæði menn og málefni, en
hann hefur kynnzt aragrúa af fólki, allt frá
uppvaxtarárum sínum í Reykjavík og fram
á þennan dag, enda starf hans stuðlað að
því, að svo hefur hlotið að verða. Fáir menn
eru skemmtilegri í viðkynningu og samtali
en Þórarinn Guðmundsson, enda er hann
léttur í lund og spaugsamur, og fyndni hans
og orðheppni er alkunn meðal vina hans og
þeirra, sem kynnzt hafa honum að nokkru
ráði. Jafnframt er hann manna alúðlegastur
í viðmóti. En þó að tal hans sé
tíðum blandið glettni, er hann
alvörumaður undir niðri með
góðvild til alls og allra.
Aialfundur Vöku
Friðrik Sophusson endurkjörinn formaður
SI. þriðjudagskvöld var hald-
inn að llútel Sögu aðalfundur
Vuku félags lýðræðissinnaðra
síúdenta í Iláskúla íslands. A
fundinum koni fram einhugur WgÉuMjm
í.indarmanna að hefja stórfellda
s l rlagsmálum stúdenta og
Alþingi um námslán og náms- 1
Dagskrá f..ntlí., in, ^ var: 1.
skyrsia frafarandi stjornar, 2. .
endurskoðaðir reikningar lagðir ,
fram, 3. lagabreytingar, 4. kosn bvi, sð samræma lög félagsins
ing stjórnar og annarra embættis hreyttu skipulagi yfirstjórnar
manna 5. önnur mái.
félagsmála. Breytingarnar fela1
einnig í sér fjölgun stjórnar- j
manna, breytta verkaskiptingu
stjórnarinnar og sjö manna kjör
deildarráð. Hlutu tillögurnar sam
þykki fundarins.
Því næst var gengið til embætt
ismannakjörs. Eftirtaldir stúdent
ar voru kjöi'nir í stjórn Vöku
fyrir starfsárið 1966—67. F°r-
maður; Friðrik Sophusson, stud.
juris, meðstjórnendur: Ármann j
Sveinsson, stud. juris, Bjarni
Lúðviksson, stud. juris, Gylfi Þór
Magnússon, stud. oecon, Ingólfur
Hjartafson, stud. juris, Jóhannes
M. Gunnarsson, stud. med., Júlí
us S. Olafsson, stud. oecon., og
Leifur Dungal, stud. med. Endur-
skoðendur voru kjörnir þeir
Eggert Hauksson, stud. oecon., og
Þráinn Þorvaldsson, stud. oecon.
til tíu ára í senn. Var Ármann
Sveinsson, stud. juris, kjörinn
til þess starfs.
Kjörnir voru fimm af sjö kjör
deildarráðsmönnum: Brynjólfur
Kjartansson, stud. juris, Guðjón
Magnússon, stud. med., Sigurður
Sigurðarson, stud. theol., Georg
Ölafsson, stud, oecon., og Hjört-
ur Hannesson, stud. polyt.
Að embættismannakjöri loknu
voru tekin fyrir önnur mál. Páll
Bragi Kristjónsson og Friðrik
Sophusson ræddu ítarlega um
kosningarnar til stjórnar Stú-
dentafélags Háskóla íslands nú
í haust.
Formaður félagsins flutti svo-
hljóðandi tillögu til ályktunar
vegna frumvarps ríkisstjórnar-
innar um námslán og námsstyrki
og var hún samþykkt samhljóða:
„Aðalfundur Vöku, félags lýð
ræðissinnaðra stúdenta haldinn
að Hótel Sögu þriðjudaginn 15.
nóv. 1966 fagnar þeirri stefnu,
er fram kemur í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar til laga um
námslán og námsslyrki. Fund-
urinn telur sérstaklega mikils-
vex't:
1. Að íslenzkir námsmenn er-
lendis og þeir sem nám stunda
við Háskóla íslands, njóti sömu
réttinda til opinberrar aðstoðar
samkvæmt frumvarpinu.
2. að gert er ráð fyrir jafn-
greiðslukei'fi (annuitet) við
endurgreiðslu lúna.
3. Að veita skuli fé til kandi-
data, sem leggja stund á fram
haldsnám til lokaprófs.
Hinsvegar bendir fundurinn á
brýna nauðsyn þess að fjárfram
lög úr ríkissjóði verði aukin að
miklum mun, til að þessar breyt
ingar nái tilætluðum árangri“.
Friðrik Sophusson flutti
skýrslu fráfarandi stjórnar. Aðal
fund hélt félagið 1. nóv. 1965.
Þá voru eftirtaldir menn kosnir
í stjórn félagsins: Friðrik Sophus
son, formaður Björn Bjarnason
varaformaður, og ritstjóri, Þrá- |
inn Þorvaldsson, gjaldkeri Sigurð
ur Sigurðsson ritari og með- !
stjórnendur þeir Már Gunnars-
son, Kristján Sigurðsson og Ól-
axur Jónsson. Rakti formaður
skipulagsbreytingar þær, er orðið
hafa á stjórn félags- og hags-
munmála stúdenta. Þá drap for-
maður á sjónvarpsmálið svo-
nefnda og aðild Vöku að því.
Kom fram að ekkert pólitískt
félag háskólastúdenta tók afstöðu
í því máli. Hins vegar var aðild
Vöku óbein með þátttöku fjöl-
margra Vökumanna.
A starfsárinu hélt félagið
nokkra fræðslu- og kynningar-
fundi, þar á meðal þrjá fulltrúa
ráðsfundi. Á árinu komu út þrjú I
Vökublöð, og fjölritað kosninga !
blað. Var þetta 29. árgangur blað
sinj. |
Fráfarandi gjaldkeri, Þráinn
Þorvaldsson, stud. oecon. las og i
skýrði reikninga félagsins og>
voru þeir samþykktir samhíjóða. j
Formaður fylgdi úr hlaði laga- |
breytingatillögum, sem miða að ,
Þing IMiilm- og skipa-
smáðasambands íslands
2. ÞING Málm- og skipasmiða-
sambands íslands var haldið í
Reykjavík dagana 22. og 23.
október.
Þingforseti var kjörinn Sigur-
gestur Guðjónsson frá Félagi bif-
vélavirkja. 1. varaforseti var
kjörinn Halldór Arason frá
Sveinafélagi járniðnaðarmanna á
Akureyri og 2. varaforseti Ás-
geir Hafliðason frá Járniðnaðar-
mannafélagi Árnessýslu á Sel-
fossi.
Ritarar þingsins voru Tryggvi
Benediktsson frá Félagi járniðn-
aðarmanna og Helgi Arnlaugsson
frá Sveinafélagi skipasmíða.
Á þinginu áttu sæti 39 fulltrú-
ar frá 9 sambandsfélögum.
Formaður sambandsins, Snorri
Jónsson, flutti skýrslu miðstjórn-
ar og Helgi Arnlaugsson, gjald-
keri þess, las og skýrði reikn-
inga sambandsins.
Að því loknu fóru fram um-
ræður um skýrslur miðstjórnar
og reikningana.
Tvö félög voru tekin í sam-
bandið: Málm- og skipasmiða-
félag Neskaupstaðar og Málm- og
skipasmiðadeild Iðnsveinafélags
Keflavíkur. í sambandsstjórn
voru kjörnir:
Miðstjórn: Formaður Snorri
Jónsson, varaformaður Guðjón
Jónsson, ritari Sigurgestur Guð-
jónsson, vararitari Gunnar Ad-
ólfsson, gjaldkeri Helgi Arn-
laugsson, meðstjórnendur Hann-
es Alfonsson og Tryggvi Bene-
diktsson.
I sambandsstjórn auk mið-
stjórnar: Halldór Arason, Akur-
eyri, Haraldur Sigurðsson, Vest-
mannaeyjum, Ásgeir Hafliðason,
Selfossi, Árni Björn Árnason,
Akureyri, Jóhann Zóega, Nes-
kaupstað, Guðmundur Sigurðs-
son, Keflavík, Árni Magnússon,
Akureyri og Guðmundur Hall-
dórsson, Selfossi. Varamenn í
miðstjórn: Theódór Óskarsson,
Karl Árnason, Hörður Jóhanns-
son.
Varamenn í sambandsstjórn:
Jón Þorgilsson, Vestmannaeyj-
um, Halldór Pálsson, Keflavík,
Sigurður Björnsson, Neskaupstað
og Normann Hansen, Akureyri.
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON
STROKIÐ
UM
STRENGI