Morgunblaðið - 20.11.1966, Page 8

Morgunblaðið - 20.11.1966, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. nóv. 1966 ERASMUS FRÁ ROTTERDAM eftir prófessor Jóhann Hannesson Erasmus frá Rotterdam. Eftir málverki Holbeins, sem geymt er í Louvre-safninu í Farís. HUGVÍSINDAMENN 0g aðrir húmanistar um víða veröld minnast um þessar mundir eins síns mesta menntabróður, sem uþpi hefir verið, Erasmusar frá Rotterdam. Almennt er talið að hann hafi fæðzt þann 28. októ- ber 1466 í Gouda skammt frá Rotterdam, en þó er hvorki örugg vissa fyrir fæðingarári né stað. Faðir Erasmusar var prestur í Rotterdam og hét Rogerius, allvel menntaður maður, en hollenzkt nafn Eras- musar var Geert Geertz. Hann var að miklu leyti alinn upp af móður sinni. Níu ára gamall komst hann í ágætan latínu- skóla í Deventer, en þann skóla starfrsektu trúaðir leikmenn kaþólskir, „bræður samfélags- lífsins". í þessum skóla kynnt- ist Erasmus hugsvísindum og nýrri gerð af guðrækni leik- manna moderna devotio. Að loknu námi í Deventer fór hann í klausturskóla í Her- togenbosch, en um vistina þar segir hann að þar hafi hann ekki dvalist í þrjú úr, heldur „týnt þar þrem árum af ævi sinni“. Bertrand Russell segir’ að Erasmus hafi verið óskilgetinn og að hann hafi diktað ýmis- legt um uppruna sinn, en hvað sem því kann að líða, virðist svo sem hann hafi misst báða foreldra sína um svipað leyti, og orðið fyrir því óláni að fá svindlara að fjárhaldsmanni, er stal arfi hans og kom hon- um inn á klausturlífsbrautina til að komast hjá allri ábyrgð á drengnum. Og svo fór að Erasmus gekk í klaustur Agústíninga kórherranna 1 Steyn í Hollandi, ekki af löng- un, heldur af sárri fátækt. Þar hlaut Erasmus prestmenntun og var vígður árið 1492. Frá kennurum sínum fékk Erasmus jafnan bezta vitnis- burð fyrir_ skarpskyggni og næmleika. Ári eftir vigslu sína fékk hann tilboð frá biskupin- um í Cambrai að gerast ritari hans, og lauk þar með klaustur vistinni án þess að Erasmus þyrfti að rjúfa tengslin við klausturreglu sína. Biskup veitti Erasmusi að ári liðnu leyfi til að halda til Par- ísar og sækja Svartaskúla. Hafði sá skóli lengi verið „auga og heili Evrópu“, en eftir daga Gersons (d. 1429), hins mikilhæfa kanzlara, varð Svartiskóli miðstöð þrætu- speki Tómista og Scótista, er nefndust „fornmenn", og fylktu liði gegn Ockhamistum, sem kallaðir voru nýhyggjumenn, módernistar. B. Russell segir að þeir hafi allir samið frið árið 1482 til að fylkja liði gegn húmanistum (fornmenntavin- um), sem þá voru farnir að láta til sín taka í París utan vé- banda Háskólans. Erasmus lét oft skop sitt og háð bitna á oflæti þrætuspekinganna, en i París sat hann á sér til að móðga ekki hið lærða lið. En á bak við þá auðmýkt hans bjó löngun til að ávinna sér dokt- orsnafnbót við Svartaskóla. Eftir fyrstu Parísardvölina tók Erasmus að ferðast á miili landa og helztu menningar- miðstöðva. Hann var um stund í Köln 1496, þá í Hollandi, en hvarf svo aftur til Parísar og lifði á því að, kenna ungum Martin Luther. Eftir málverki Kranachas. aðalsmönnum frá Englandi. Leiddi það til þess að hann fór til Englands, sennilega síðla árs 1499 og kynntist þar kunn- um áhrifamönnum. Meðal þeirra voru þeir John Colet, guðfræðikennari og Tómas More (en Útópíu hans höfum vér minnzt áður á þessu ári), og hafði Tómas mikil áhrif á hann. Þá hóf Erasmus að auka við grískuþekkingu sína og helga sig ritstörfum. Flest rit hans eru hvorki eiginleg guð- fræði né heimspeki, heldur er efni þeirra eins konar raunhæf lífsspeki og uppeldisfræði, með miklu ívafi af guðfræði- legum og heimspekilegum hug- myndum. Upp úr aldamótunum var Er- asmus hjá ýmsum vinum sín- um í þrem löndum til skiptis, Englandi, Frakklandi og Hollandi, en hélt árið 1506 til Ítalíu og var þar um þriggja ára skeið, tók doktorspróf í guðfræði og Jrynntist ýmsum helztu lærdómsmönnum ítal- íu. Hvarf hann svo aftur til Eng lands og tók saman „I-Irós heimskunnar" á leiðinni þang- að, en það er sú bók sem B. Russell segir að sé hin eina af bókum hans, sem lesin er enn í dag. Þó virðist önnur bók Erasmusar vera kunnari vest- an hafs en þessi. 1 Englandi var Erasmus að þessu sinni til 1514 og kenndi þá grísku vi ðháskólann í Cam bridge. Þá flutti hann sig til Basel og var þar mikinn hluta þess, sem eftir var ævinnar, enda eignaðist hann þar góðan vin, sem gaf út bækur hans. Þó var hann í Louvain árin 1516-21 og má vera að hann hafi ætlað að setjast þar að, en hann hvarf þaðan, m a. vegna árekstra við Thómistana, sem flestir voru munkar. En svo mjög hafði Erasmus dregið dár að munkum og munkdómi að mörgum klaustramönnum var 1 nöp við hann fyrir þá sök. Þá lenti Erasmus í frægri guð- fræðilegri deilu við Lúther. Sagt er að framan af hafi hann verið hlynntur Lúther og talið að hann væri aðeins sekur um tvær „villur“: „Að ráðast á kór- ónu páfa og búka munkanna". Sagnfræðingar álíta að það hafi einkum verið til að þóknast tveim þjóðhöfðingjum, er báðir höfðu veitt Erasmusi fjárstyrk, að hann greip pennan til að deila á Lúther með bókinni um frjálsan vilja (1524), og að hann hafi verið í talsverðum vafa um hvort hann ætti að láta úr því verða. En þjóðhöfð ingjarnir voru þeir Henrik VIII Bretakonungur og Kari V. keisari. Bók Erasmusar gegn Lúther gerir litið annað en að verja þá venjulegu hálf- pelagiönsku rómversku kirkju kenningu gegn Lúther, sem heldur fram guðfræði Páls postula og Ágústínusar kirkju- föður. Lúther svaraði Erasmusi í harðvítugu riti, „De servo arbitrio", um þrælbundinn vilja, árið eftir að Erasmus reit sína bók. Telja margir Lútherfræðingar að kjarna guð fræði Lúthers sé að finna í þessarri bók. Gegn henni samdi Erasmus annað rit, veiga lítið, og svaraði Lúther því aldrei. Það gefur auga leið að sumir dómar þessarra miklu manna um hvorn annan eru of harðir. En hins vegar lætur Lút her álit sitt í ljós áf mikilli samúð, þar sem hann líkir Er- asmusi við Móse, sem horfði inn í fyrirheitna landið að loknu sínu mikla ævistarfi, en andaðist án þess að komast inn í það. Eftir deiluna við Lúther færðist Erasmus aftur nær fylgi við páfadóminn. En alla tíð vildi hann að rómverska kirkjan framkvæmdi víðtæka siðbót í mörgum greinum inn- an sinna vébanda. Og í Basel bjó nú Erasmus frá 1521 í ná- býli við forleggjara sinn og vin, Johan Frobenius (Froben). Þótt á ýmsu gengi í borginni, þokaðist siðbót mótmæienda þar áfram, og Basel eignaðist sinn eigin siðbótarmonn, Oecolumpadíus. Hann var á yngri árum skólabróðir Mel- anchtons og góðvinur æ síðan, en jafnframt samverkamaður Erasmusar að fyrstu og annarri útgáfu Nt. á grísku, sem frægt er orðið. En þótt Oecolompad- íus væri maður trúrækinn að kaþólskum sið, gerðist hann sið bótarmaður, þótt hægur væri og mildur. Átökin út af siðbót- inni í Basel leiddu til bylting- ar árið 1529, og hefði Oecolum- padius sennilega týnt lifi ef borgarráðið hefði ekki vernd- að hann. En siðbótarmenn sigruðu og hann tryggði sigur þeirra þaðan í frá. Leizt nú Erasmusi ekki lengur á ástand ið í borginni er svo var komið kunningja hans og samverka- manni, yfirgaf Basel sama ár og hélt til Freiburg im Breis- gau, sem var rammkaþólsk há- skólaborg. Þar vann hann síð- ustu árin að útgáfu málvísinda verka og siðbótarrita. En þó átti það fyrir honum að liggja að bera beinin i Basel. f þeirri borg dó hann þann 12. júlí 1536 og var þá í ferð til að heimsækja vin sinn Frobenius, sem gaf út bækur hans. Nokkur orð um ritstörf Erasmusar. Það voru rit Erasmusar og útgáfur á fornritum, sem öfl- uðu honum svo mikillar frægð ar að hann var kallaður „lampi Evrópu“ á sínum tíma. Á út- gáfur hans af Nýja Testament inu hefir þegar verið minnzt. Kom hin fyrri í febrúar 1516. Gríska textanum fylgdi ný latn esk þýðing, sem Erasmus gerði, all-ólík Yúlgata, en hún var 'sú opinberlega viðurkenn.’a kirkjubiblía rómversku ki-kj- unnar og er enn. Þá útskýrði Erasmus ýmsa torskilda ritn- ingarstaði og gerði grein fynr ýmsum sögulegum aðstæðum postulatímans. Var þessi starr- semi grundvallandi fyrir verlc siðbótarmanna, fyrir biblíuvís- indin og biblíulega guðfræði, en sú fræðigrein varð einmnt til á siðbótaröldinni. — Til- gangur Erasmusar var sá, að kirkjuleg siðbót gkyldi byggð á Nt., og að siðgæði manna skyldi umbætt út frá því, því þar væri að finna þá réttu frumheimild. En kjörorð húm- anistanna var: Ad fontes — að lindunum, þ.e. frumheimildun- um. Þá gaf Erasmus einnig út rit kirkjufeðranna og grundvall- aði þar með kirkjufeðrafræð- ina (patristik). Einkum var hann vel lesinn í ritum Hieron ymusar kirkjuföður, en hann gaf einnig út verk annarra kirkj ufeðra, Órigenesar, Ágúst ínusar o. fl. Þá gaf hann einn- ig út skýringar Laurentíusar Valla við Nt., en hann var sá atkvæðamesti al ítölsku forn- menntavinum, d. 1457. Erasmus var hreinasti snill- ingur á latneska tungu og mik ill grískumaður, en svo segir i heimildum að hann hafi horfið frá því að læra hebrezku. Þau rit sem fyrst gerðu hann fræg- an, fjölluðu um uppeldismál og málfræði. „Adagia“ kom út þeg- ar árið 1500, „Enchiridion militis Christiani", þ.e. handbók handa kristnum stríðsmanni, kom úr árið 1502. „Parabolar- nm liber“ telst fremsta húman- iska verk hans, og fjallar það um málshætti og dæmi. Að því verki vann hann í Feneyjum, en bókin kom ekki út fyrr en nokkru eftir dvöl hans á Ítalíu. Christiani hominis institutum Framhald á bls. 10 '1 - Wl Borgin Basel. Tréskurðarmynd frá 1493, eftir Diirer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.