Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 3
, Fimmtuctagur 24 nóv. 1966 MORGUNSLAÐIÐ 3 etrarhjálpin teku r til starfa — Borgarhúar hvattlr til hfáfpar VETRARHJÁL.PIN í Reykjavík er tekin til starfa, sem eru í því fólgin, að safna peningum og öðru til handa bágstöddu fólki, efnalitlu og sem orðið hefur fyrir óhappi eða eignamissi við bruna. Munu skátar 12 desember n.k. byrja fjársöfnunina og heim sækja borgarbúa á tímabilinu frá kl. 5—8 á daginn, en nú sem fyrr treystir Vetrarhjálpin á velvilja þeirra. Mun fjársöfn- unin standa yfir í nokkra daga, en jafnframt er fólki bent á öðrum gjöfum á skrifstofu Vet- að tekið er á móti peningum og gjöfum á skrifstofu Vetrarhjálp- arinar að Laufásveg 41, í Far- fuglaheimilinu (sími 10766). Ofangreindar upplýsingar komu fram á fundi hjá stjórn Vetrar- hjálparinnar með fréttamönn- um. í stjórn Vetrarhjálpar eru séra Garðar Svavarsson, form. Þorkell Þórðarsson, yfirfram- færslustjóri, Kristján Þorvarðar- son, læknir og framkvstj. er Magnús Þorsteinsson. Jón Þórð- arson, ríkisendurskoðandi er Starfsmaður í Vetrarhjálpinni. Séra Garðar rakti £ stuttu máli sögu Vetrarhjálparinnar, sem rekja má allt til ársins 1918 er Spánska veikin herjaði um landið. í Reykjaví'k má segja, að annað hver maður hafi lagzt í veikinni og var þá matvæla- skortur mikill. Efndi þá Thor Jensen sem var með auðugri mönnum þá í Reykjavík til mat- gjafar í Miðbæjarbarnaskólanum. Upp úr því tók góðgerðarstofn- unin Samverjinn til starfa. Var form. stofnunarinhar Sig- urbjörn Á. Gíslason. Siðan stofn- aði hann ásamt fleirum Elliheim ilið Grund og mun reynsla hans í starfi. Samverjans hafa sannað honum að brýn þörf var á heim- ili fyrir aldrað fátækt fólk. Arf- taki Samverjans var Vetrar- hjálpin, sem gegnir samskonar hlutverki. Hefur hún nú starfað í yfir 30 ár. Þó velmegun sé í landinu, eru þeir samt margir, sem þurfa hjálp ar með, sagði séra Garðar að lokum. Framkvæmdastjóri Vetrar- hjálpar, Magnús Þorsteinsson greindi frá starfsemi nefndar- innar í ár. Fyrir síðustu jól bárust Vetrarhjálpinni alls 857 beiðnir um aðstoð, þar af voru nýjar beiðnir 219. Alls voru gefnar út 584 matarávísanir og 637 ávísanir á nýjan faitnað. Auk þessa voru gefnar út nokkr- ar ávísanir á eldsneyti. Ennfrem ur veitti Vetrarhjálþin fatnað til 67 vistmanna á vistheimilum í Reykjavík eða námunda við hana. Alls munu því um 3—4000 y 30. ÞING ASf samþykkti í gær tillögu meirihluta Verka- lýðs- og atvinnumálanefndar um kjaramál með 244 atkvæðum gegn 64. Fram kom einnig til- laga minnihluta nefndarinnar borin fram af Sverri Hermanns syni, Guðjóni Sv. Sigurðssyni og Pétri Guðfinnssyni, en hún var manns hafa notið Vetrarhjálpar innar um síðustu jól. Fjársöfnun skáta var þá 276.000 kr., en í allt var safnað um 438.000 kr. Hefur borgarsjóður á undan- förnum árum gefið til Vetrar- hjálparinnar árlega 300.000 kr. Yfir matrarúthlutina hefur Vetrarhjálpin haldið nákvæma skrá. Samkvæmt henni skiptast jólaglaðningarnir þannig: 119 til einstaklinga, 207 til hjóna með allt að 11 börn á framfæri sínu og 258 til einstæðra mæðra er voru með allt að 11 börn á framfæri sínu. Það er athyglis- vert að af 219 nýjum beiðnum komu 112 frá einstæðum mæðr- um. Þar var því aukningin rúm-’ lega 40%. Vetrarhjálpin hefur það höfuð sjónarmið að veita sérhverjum þeim er til hennar leitar og er aðstoðar þurfi, einhverja úr- lausn. Hún styrkir einstaklinga, hjón sem einstæðar mæður, karla sem konur. Nú sem fyr treystjr Vetrar- hjálpin á velvilja borgarbúa, þegar hún byrjar fjársöfnun að þessu sinni. r dregin til baka. Tillagan, sem samþykkt var er svohljóðandi: „Þróun verðlagsmála hefur, frá því að síðasta þing A.S.Í. var háð, enn mótast af hröð- um veröbólguvexti, stórfelldum hækkunum neyzluvöruverðlags og husnæðiskostnaðar, ásamt beinum og óbeinum sköttum og hækkaðri álagningu milliliða. Við þessi skilyrði hefur verka lýðshreyfingunni orðið næsta erfitt inn vik um að ná fram verulegum raunhæfum hækkun um á launum og öðrum kjara- bótum, þrátt fyrir síhækkandi verðlag útflutningsafurða og vaxandi þjóðartekjur. Nokkuð hefur þó áunnizt í þessum efn- um, einkanlega með samnings- gerðum sumarið 1965, þegar vinnuvika fékkst stytt í 44 klst. og mikilvægar úrbætur fengust í húsnæðismálum við hlið beinn ar grunnkaupshækkunar, og enn fremur styttingu í 40 lukku- stunda vinnuviku í áföngum í samningum bókagerðarmanna á sl. hausti. En ennþá hafa reynzt mark- lítil fyrirheit og yfiriýsingar vald hafa um stöðvun verðbólgunn- ar eins og eftir samningana 1964. Með tilliti til reynslu undan- farinna ára og núverandi ástands' í efnahagsmálum telur þingið eftirtalin verkefni brýnust úr- lausnar, til þess að náð verði því markmiði, að árlegar raun- hæfar kjarabætur geti átt sér stað með auknum kaupmætti launa og styttingu vinnutíma: 1. A3 allur rekstrargrundvöll- ur útflutningsatvinnuvega og iðnaðar verði endurskoðaður og fullnagjandi ráðstafanir gerðar til þess að þessar atvinnugrein- ar geti starfað með eðlilegum hætti, þrátt fvrir tímabundnar óhagstæðar verðsveiflur á mörk uðum. 2. Að fjárfestingarfiármagni verði í stórauknum mæli beint að markvissri og skipulegri hag- ræðingu 1 rekstri fyrirtækja htíf uðatvinnuveganna, svo að tryggð verði sem hagkvæmust nýting vinnuafls og ýélvæðingar. 3. Að tekið verði upp raunhæf ara verðlagseftirlit og spornað við áframhaldandi ofvexti i verzl uninni og annarri milliliðastarf- semi. 4. Að sparnaðar verði verði gætt í ríkisrekstrinum og skatta stefnan sveigð frá verðhækkun- arsköttum og nefsköttum. Skattaeftirlit verði aukið og hert, og staðgreiðslukerfi skatta Dómari í lög- heimilismálum SrGURÐUR Grímsson, borgar- fógeti, hefur frá 14. þ.m., sam- kvæmt sérstakri umboðsskrá, verið skipaður dómari til þess að farg með og kveða upp úr- skurði í málum vegna ágrein- ings um lögheimili manna, sem dveljast í Reykjavík en telja lög- heimili sitt í öðlrum sveitar- félögum. komið á hið bráðasta. Þingið tel ur að skattbyrðin hvíli óeðlilega þungt á launþegum, en fyrir- tæki og hvers konar milliliða- starfsemi beri óeðlilega lítinn hluta skattabyrðinnar. 5. Að húsnæðislánakerfið verði endurskoðað frá grunni með lengingu lána í 30-42 ár að markmiði, afnámi vísitölu- bindingar og lágum vöxtum. Þingið telur að samningarnir frá 1965 um 1250 íbúðir, þar sem allt að 80% verð fullgerðrar íbúðar ér lánað til lengri tíma, sé mikilvægt skref í rétta átt. og að kerfi þetta þurfi að auka, og ná til landsins alls. 6. Að ríkið hafi forustu fyrir skipulegri uppbyggingu og end urskipulagnir.gu atvinnulífsins um land allt og tryggi atvinnu- legt bvgðarjafnvægi. 7. Þingið felur væntanlegri sambandsstjórn að athuga og vinna að því að tekin sé í notk- un hið fyrsta nýr vísitolugrund- völlur er mæli réttar raunveru- legar sveiflur á verðlagi, og geri stjórnarvöldum óhægra tun vik, að greiða niður einstaka verðlagsliði, sem verkuðu til skekkingar á innbyrðis hlutfalli milli frarcíærslukostnaðar og kaupgjalds. Með framangreindum hætti telur þingið, að fullkomlega sé unnt að skapa traustan grund- völl fyrir þeim kjarabótum til handa vinnustéttunum, sem nú eru jafn brýnar og áður og sem verkalýðshreyfingunni ber að fylkja sér um og beita öllu afli sínu og ánrifavaldi til að ná fram, þ.e.a.s. styttingu vinnutím ans án skerðingar tekna og aukn ingu kaupmáttar vinnulauna, með það að rnarkmiði að núver- andi tekjur náist með dagvinnu einni. Þingið bendir á, að sú aukn- ing, sem orðið hefur á síðustu árum á kaupmætti ráðstöfunar tekna verkafólks byggist að rniklu leyti á lengdum vinnu- tima og ósamningsbundnum greiðslum, en aðeins að hluta á hækkunum samningsbundins kaups og umsaminni styttingu dagvinnutíma. Sú nætta vofir því yfir, að sam dráttur í atvinnulífinu geti leitt til mjög stófelldrar tekjuskerð- ingar og snöggrar lækkunar á lífskjörum vinnustéttanna. Telur þingið því höfuðnauð- syn, að verkalýðshreyfingin reyni eftir megni að tryggja nú- verandi raungildi heildartekna, Framhald á bls. 27 STAKSTtllR Tvenns konar kjarabarátta DAGBLAÐIÐ Vísir birti sL þriðjudag athyglisverða forystu- grein, þar sem drepið var á mis- munandi aðferðir í kjarabaráttu verkalýðssamtakanna í Bret- landi og Þýzkalandi. Þar segir meðai annars: „Verkalýðsfélög- in í Bretlandi hafa verið sérlega ágeng í kjarakröfum sínum og óbilgjörn í verkföllum síðustu 2 áratugina. Verkföll hafa verið mjög tíð, og oft hafa tiltölulega fámennir starfshópar Iamað heilar atvinnugreinar, smávægi- legustu atriði hafa leitt til skyndi verkfalla og skemmdarstarfsemi. Dæmigert brezkt verkfall var hið fræga sjómannaverkfall, sem stöðvaði um langan tíma stærsta kaupskipaflota heims, og setti efnahagskerfi Bretlands á annan endan. Kröfugerðin hefur ekki verið rniðuð við greiðsiugetu fyrirtækjanna og þau hafa orð- ið að þola margar blóðtökur í formi verkfalla og ofspenntra kjarasamninga. Þess vegna hefur brezkt atvinnulíf smám saman látið af forystu sinni í Evrópu og dregist aftur úr. Framleiðsla og framleiðni í Bretlandi er nú minni en í fremstu iðnaðarlönd- um Evrópu. Árangur verkalýðs- hreyfingarinnar af öllu sínu brambolti hefur orðið sá, að brezkar alþýðustéttir eru ver launaðar en almennt gerist hjá iðnaðarþjóðum Evrópu. V estur-Þýzkaland Verkalýðsfélögin í Þýzkalandi hafa verið sérstaklega hófsöm í kröfugerð sinni síðasta áratug- inn. Verkalýðsfélögin hafa skip- að sér saman í heildarsamtök, sem sjá um samningagerð. Þýzku verkalýðssamtökin hafa forðazt eins og heitan eldinn að lenda í verkföllum, þau hafa farið friðsamlegar brautir, hafa frekar gefið eftir en áð valda fyrirtækjum fjárhagstjóni, með beitingu verkfallsvopns- ins. í fyrstu leiddi þetta til þess að þýzkir verkamenn fengu minni kauphækkanir en brezkir starfsbræður þeirra, um leið efldust fyrirtækin mjög og söfn- uðu sjóðum, þannig að þau gátu þanið út starfsemi sína og fært rekstur sinn í sem fulikomnast nútímahorf. Þetta leiddi fljót- lega til þess að þau gátu borgað miklu hærri laun en þau hefðu annars getað. Kjör þýzkrar al- þýðu fóru batnandi með hverju árinu, og nú er svo komið, að þau eru mun betri en í Bret- landi. Hin hófsama stefna þýzku samtakanna hefur verið miðuð við greiðslugetu fyrirtækjanna á hverjum tíma, og hún hefuy gefið sérlega góða raun, þegar litið er til langs tíma. * Islenzka verkalýðshreyíingin Fyrir fáum árum var stefna íslenzkra verkalýðsfélaga svipuð hinni brezku. Síðustu árin liefur hún þróazt dálítið í átt til hinn- ar þýzku. Kjarasamningarnir 1964 og 1965 voru í formi heildh arsamninga, og að nokkru mið- að við greiðslugetu fyrirtækj- anna. Vonandi ber íslenzk: verkalýðshreyfing gæfu til að halda áfram á þessari braut, at- vinnulífi landsins og kjörum al- þýðu til efiingar“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.