Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐI0
Fimmtudagur 24. nov. 199C
Útgefandi:
Fr amkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglvsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
7.00 eintakið.
RAFMA GNSMÁL
ÁRBÆJARHVERFIS
ið unndanförnu hafa orðið
nokkur blaðaskrif vegna
rafmagnsmála Árbæj ar-
hverfis og einn íbúi þess
hverfis hefur sent blöðunum
bréf, þar sem sagt er að
heimilistæki liggi undir
skemmdum vegna of lítillar
raforku.
Af hálfu borgaryfirvalda
hefur rækilega verið bent á
þá staðreynd að Rafmagns-
veita Reykjavíkur hefur ekki
komizt til þess að leggja jarð-
strengi að nokkrum húsum í
þessu hverfi vegna þess að
lóðarskilmálum um frágang
lóða hefur ekki verið full-
nægt og moldarhaugar standa
á mörgum lóðum óhreyfðir. í
viðtali sem Morgunblaðið
átti við forsvarsmenn Raf-
magnsveitu Reykjavíkur kom
ennfremur fram, að enginn
íbúi Árbæjarhverfis hefur
gengið frá fullgildum um-
sóknum um heimtaugar, en
það er auðvitað frumskilyrði
þess að rafmagn verði lagt í
húsin.
Kjarni þessa máls er auð-
vitað sá, að nokkrir borgarar
Reykjavíkur hafa gert með
sér viðskipti, en frá þeim við-
skiptum hefur ekki verið
gengið nægilega tryggilega
þannig að ágreiningur virðist
vera milli kaupenda og selj-
enda um það hvor aðilin skuli
standa straum af kostnaði við
frágang lóðanna sem hér um
ræðir.
Kaupendur hafa í þessum
tilvikum ekki gætt þess nægi-
lega vel að hafa allt á hreinu
gagnvart seljendum húsa á
þessum lóðum.
í þessu sambandí skal tekið
fram að þegar rætt er um
þátt seljenda í þessu máli á
það einnig við um byggingar
samvinnufélög og einstakl-
inga, sem hér eiga hlut að
máli.
Hér er því fyrst og fremst
um deiluefni að ræða milli
kaupenda og seljenda, en
ekki milli íbúa Árbæjar-
hverfis og borgaryfirvalda en
það er hins vegar ljóst að
borgaryfirvöld hafa heimild
til þess að láta lagfæra lóðir
þessar á kostnað lóðarhafa,
"svo að hægt sé að ganga frá
eðlilegum raflögnum í húsin.
Hins vegar liggur það
einnig ljóst fyrir að skrifstofu
borgarverkfræðings eru nokk
ur takmörk sett í þessum efn-
um og gefa verður lóðarhöf-
um hæfilegan tíma til að
ganga frá lóðum þessum á
sómasamlegan hátt, en verði
UTAN ÚR HEIMI
ÞRIÐJI DÓMURINN UM
1STALIN - L0KADÓMUR?
það ekki gert hljóta borgar-
yfirvöld að grípa til sinna
ráða.
Það er því ekki við
borgaryfirvöld að sakast
í þessum efnum. Raf-
magnsveita Reykjavíkur hef-
ur þegar komið upp spenni-
stöðvum í þessum hverfum,
öll tæki eru komin í þær, og
spennistöðvarnar tengdar við
háspennukerfið, byrjað er að
leggja jarðstrengi á þeim lóð-
um, sem þegar hefur verið
gengið frá, enda þótt það sé
auðvitað óhagkvæmt fyrir
Rafmagnsveituna að taka
ekki verkið fyrir í heild. Af
hálfu borgaryfirvalda hefur
því ekki staðið á neinu í þessu
sambandí, en hins vegar hef-
ur ágreiningsefni milli kaup-
enda og seljenda í Árbæjar-
hverfi orðið til þess að valda
kaupendum óþægindum, en
þar er auðvitað um mál að
ræða sem kaupendur og selj-
endur verða að gera út um
sín á miilá.
KOSNINGAUR-
SLITIN í DAN-
MÖRKU
ITrslit dönsku þingkosning-
^ anna komu að nokkru
leyti á óvart. Að vísu hafði
verið gert ráð fyrir því að
Jafnaðarmenn töpuðu. Sú
varð og raunin á. Þeir biðu
mikinn ósigur, töpuðu 7 þing-
sætum og fá nú 69 þingsæti í
stað 7*6. En tveir stærstu
borgaraflokkarnir, íhalds-
flokkurinn og Vinstri flokk-
urinn, töpuðu einnig. Tap
þeirra var að vísu ekki eins
mikið og Jafnaðarmanna. í-
haldsmenn töpuðu 2 þingsæt-
um og Vinstri flokkurinn 1.
íhaldsmenn höfðu hins vegar
verið mjög kokhraustir fyrir
kosningar og gert sér von um
mikinn ávinning. Sú von
þeirra brást gersamlega. Hins
vegar hafði verið gert ráð
fyrir að Vinstri flokkurinn
myndi tapa einhverju. For-
mannaskipti höfðu nýlega
orðið í flokknum. Erik Erik-
sen, hinn vinsæli og virti leið-
togi flokksins, lét nú af for-
ystu hans, en við tók Paul
Hartling, skólameistari. Tap
Vinstri flokksins varð þó til-
tölulega lítið.
Sigurvegari dönsku kosn-
inganna er tvímælalaust SF-
flokkur Axels Larsen. Hann
tvöfaldaði þingfylgi sitt, fékk
GREIN sú, sem hér fer á
eftir, er rituð af fréttaritara
„The New York Times“, Pet-
er Grose, og birtist hún fyrir
skömmu þar í formi ritstjórn-
argreinar.
Höfundur segir svo: (grein-
in er rituð í Moskvu)
Fregnirnar frá Peking um
„menningarbyltinguna”, og
hryðjuverk Rauðliða halda
áfram að vekja hér athygli,
einkum þó í ljósi liðinna at-
burða.
„Hafa Kínverjar ekkert af
okkur lært?“ spurði kennari
einn.
„Komum við eins fárán-
lega fyrir sjónir hér áður?“
spurði annar Sovétborgari.
í*að, sem þessir tveir spyrj-
endur höfðu í huga, var minn
ingin um valdatíma Stalíns,
þ.e. ákveðinn árafjölda,
1948-1052, er tilbeiðslan á
Stalín einræðisherra var meg
inverkefni þeirra, sem létu til
sín heyra á opinberum vett-
vangi í Sovétríkjunum. í>á
hlupu um sjálfskipaðir að-
dáendur, á nákvæmlega sama
hátt og nú á sér stað í Kína;
menn sem höfðu það jaf n-
frarnt að verkefni að leggja
augu og eyru að frávikum
starfsfélaganna og vina
sinna frá „Mnu“ Stalíns.
Er málgagn sovézka komm-
únistaflokksins, „Pravda“,
sagði frá því nýlega, að Rauð
liðar hefðu barið til óböta
kínverskan verkamann, vegna
þess, að mynd sú af Mao-Tse
tung, er hann bar, var í brotn
um rarnma, þá minntist Sovét
borgari einn, er verið hafði í
fangabúðum, saumakonu
einnar.
„Dag einn var hún að sníða
í pappír, og vantaði auka-
pappír fyrir hálskragann“,
sagði hann, „Hún greip til
dagblaðs, en þegar hún sat og
klippti það, þá rákust skæri
hennar í mynd af Sttalín. Ein-
hver varð vitni að þessum at-
burði og konunni var varpað
í fangelsi".
Þeir eru fáir, ef nokkrir,
sem sjá eftir ofsóknartíma-
bili Stalíns. Síðustu aðgerðir
Rauðliða eru bezta vörnin
gegn því, að slíkir tímar
komi á ný.
Hins vegar þykir ýmsum,
að eftir valdatíma Krúsjeffs,
þá hafi komið í ljós, að frá-
hvarfið frá Stalínismanum
hafi verið of mikið; að flokk-
urinn hafi um of linað tökin.
Nafn Stalíns hefur orðið eins
konar lykilorð í munni
þeirra, sem íhaldssamastir
eru í flokksröðunum.
Frá sögulegu sjónarmiði var
fráhvarfið óheppilegt, því að
af sjálfu sér leiddi, að líta
varð fram hjá þeim manni,
sem réð Sovétríkjunum í þrjá
áratugi, ætti ekki að stíga
skref, sem haft gæti slæm
áhrif framvegis.
Þessi hætta kom fram í
bréfi, sem 25 menntamenn —
vísindamenn, rithöfundar og
listamenn — rituðu Leonid
Breshnev, sovézka flokksleið-
toganum, sl. vor. Það, sem
sagt er vera efni bréfsins, hef
ur nýlega borizt til Vestur-
landa.
„Við erum þeirrar skoðun-
ar, að ekki eigi að gera neina
tilraun til þess að hvítþvo
Stalín á nýjan leik. Slíkt feV-
ur í sér hættu, og getur skap-
að ringulreið í sovézku
þjóðfélagi“, sögðu mennta-
mennirnir. „Við, eins og allir
Sovétborgarar, hugsum um
unga fólkið, höfum áhyggjur
af því. Engar skýringar eða
greinar geta fengið fólk til
þess að trúa á Stalín að nýju;
slíkar tilraunir munu þvert á
móti skapa upplausn og
reiði“.
Tvö atriði má færa fram
gegn þessari skoðun. í fyrsta
lagi skoðanir og stefnu
þeirra manna, sem tókst að
koma á réttarhöldunum yfir
Sinjavskí og Daniel á sl.
nú 20 þingsæti í stað 10 áður.
Róttæki vinstri flokkurinn
vann einnig nokkuð á, fékk
nú 13 þingsæti í stað 10 áður.
„Liberalt Sentrum11, klofn-
ingsflokkur úr Vinstri flokkn
um, fékk nú 4 þingmenn
kjörna en hafði 2 á síðasta
þingú
Gera má ráð fyrir að afleið-
ing þessara kosningaúrslita
verði sú, að minnihlutastjórn
Jafnaðarmanna kunni að sitja
áfram. Aðstaða Jafnaðar-
manna verður að vísu engan
veginn ánægjuleg eða styrk.
Þeir eiga nú líf stjórnar sinn-
ar komið undir hálfkommún-
ískum flokki Axels Larsens,
sem í áratugi var leiðtogi
danskra kommúnista, en
stofnaði eins og kunnugt er
nýjan flokk fyrir nokkrum
árum eftir að hafa verið rek-
inn úr kommúnistaflokknum.
Ótrúlegt er þó, að Jens Otto
Krag bjóði Axel Larsen og
flokki hans sæti í ríkisstjórn
Danmerkur. Hins vegar
hljóta áhrif Axels Larsens
mjög að aukast á stjórnar-
stefnuna. Má segja að það sé
mikið áfall fyrir danska Jafn-
aðarmenn, og raunar mjög ó-
heillavænlegt fyrir dönsk
stjórnmál og stjórnarfar.
vetri. Hér virðist nú hafa
verið urn einangrað fyrir-
brigði og ný-Stalínisma að
ræða, einangraðra en margir
töldu áður.
'Hitt atriðið er hægt að rök-
styðja, með nokkrum sanni.
Sovétríkin eiga hálfrar aldar
afmæli á næsta ári. Skuli
hafa flokks-„línuna“ til
marks, þá hefur „vafasamur”
maður (Krúsjéff) ráðið í 10
ár, „valdabrjálaður vitfirring
ur“ (Stalín) ráðið í 30 ár. Það
er því erfitt að benda unga
fólkinu á, hvar leita skuli
fortíðarinnar.
Breshnev og lið hans telur
það vafalaust verkefni sitt að
endurreisa „sögulegt gildi“
Stalíns, án þess þó að ýta und
ir Stalínisma, þ.e. að hvetja
ný-Stalínista.
Nú virðist málið horfa öðru
vísi við en á sl. vori, er
menntamennirnir komu með
viðvörun sína. Zhukov, mar-
skálkur, er nú að gefa út end-
urminningar sínar, sem veikja
mikla athygli, einkum fyrir
það, hvernig þar er fjallað
um þátt Stalíns í heimsstyrj-
öldinni.
Sögur þær, sem fjölluðu
um þennan þátt, og gefnar
voru út á valdatíma Krúsj-
éffs, lögðu áherzlu á skyssur
Stalíns. Zhukov hælir hins
vegar Stalín fyrir ýmsar vit-
urlegar ráðstafanir.
Nú fyrir skömmu vék
Breshnev vinsamlega að Stal-
ín, þótt þá hafi hann aðeins
tekið sér nafn hans í munn
öðru sinni frá valdatöku
sinni. Þetta átti sér stað á
fundi í Georgíu, sem var
heimaríki Stalíns. Breshnev
hefði varla hjá því komizt að
nefna nafn leiðtogans þar. Þó
voru ummælin aðallega sögu
legs eðlis, og fjölluðu um
fyrstu árin eftir byltinguna.
Það, sem nú er að gerast í
þessum efnum, stendur í sam
bandi við atburðina í Kína.
Kremlverjar gagnrýna fram-
komu kínverskra kommún-
ista, og framferði leiðtoga
þeirra. Kínverjar minnast
hins vegar daga Stalíns í Sov
étríkjunum. Því kann svo að
fara, að sögulegar umsagnir
um Stalín taki loks á sig rétt-
an svip, og verði aðeins sögu-
legs eðlis, ekkert annað.
Kyrrt í Togo
Lome, Togo, 22. nóv.
NTB—AP.
■jc ALLT er nú með kyrrum
kjörum í Togo eftir hina mis-
heppnuðu byltingartilraun, sem
þar var gerð og vinnur Nicolas
Grunitsky, forseti að því að
tryggja völd sín.
Forsetinn tilkynnti í dag, að
allir forystumenn byltingar-
manna hefðu verið teknir hönd-
um og hann ætti vísan stuðning
hersins. Að því er segir í NTB
frétt hefur Nœ Kutuklui þó
ekki verið handtekinn, en talið
er víst, að byltingarmenn hafi
ætlazt til að hann tæki við
forsetavöldunum.