Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 5
Fimmtucfagur 24. nóv. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM V • _!_:_ Þýzk sálumessa Brahms í kvöld og á laugardag Talið frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar, Sigurðu r Þóroddsson, form. Fílharmóníu kórsins og dr. Róbert A. Ottósson. — Ritari kórsins er Skúli Möller. f KVÖLD, fimmtudag, 24. nóv- ember, og laugardaginn 26. nóv- ember kl. 3, verður þýzk sálu- messa Rrahms flutt af Sinfóníu- hljómsveit íslands og Söngsveit- inni Fílharmóníu. Stjórnandi er dr. Róbert A. Ottósson. Einsöngv arar, Hanna Bjarnadóttir og Guðmundur Jónsson. Á fundi með fréttamönnum nýlega gat Gunnar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sinfóníu hljómsveitarinnar, þess m.a. að nú í nokkur ár hefði það verið mestur tónlistaviðburður borgar innar, þegar Sinfóníuhljómsveit íslands og Söngsveitin Fílharm- ónía, ásamt leiðandi einsöngvur um þjóðarinnar hafa flutt eitt- hvert stórvirki tónbókmennt- anna. Menn rekur eflaust minni til þegar þessir aðilar fluttu 9. sinfóníu Beethovens mörgum sinnum í fyrra fyrir fullu húsi í Háskólabíói. í nóvember 1961 var þýzk sálumessa Brahms flutt. Einsnögvarar voru Hanna Bjarnadóttir og Guðmundur Jónsson. Þá heyrðust strax radd- ir, sem óskuðu þess, að ekki liði langur tími þangað til verk þetta yrði aftur tekið fyrir. Nú á fimmtudag fær fólk þessa ósk sína uppfyllta. Mun Söngsveitin Fílharmónia, Sinfóníuhljómsveit íslands, Hanna Bjarnadóttir, Guðmundur Jónsson og dr. Ró- bert A. Ottósson flytja þetta verk. Verður flutningurinn síð- w an endurtekinn laugardaginn 26. nóvember klukkan 3 fyrir þá, sem ekki hafa áskriftarskírteini á tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar í vetur. En þess má geta að á reglulega tónleika hjá Sinfóníu hljómsveitinni hafa allir miðar selzt til áskrifenda að 12 frá- teknum. Sinfóníuhljómsveitin hefur í haust haldið 17 tónleika, 5 reglu lega, 6 barnatónleika, 2 ungl- ingatónleika, 2 sunnudagstón- leika, og alltaf við ágæta að- sókn. Að lokum sagði Gunnar Guð- mundsson að dr. Róbert A. Ottós son hafi verið atorkumikill þjálE ari kórsins frá byrjun, og að honum væri að þakka sú mikils- virta staða, sem kórinn skipaði í íslenzku tónlistarlífi. Dr. Róbert A. Ottósson sagði að þýzka sálumessan eftir Brahms væri eitt fallegasta konsert- og hljómlistarverk, sem sa-mið hefur verið, og dýrt kveðið eins og allt hjá Brahms. Var sálumessan frumflutt í Leipzig árið 1869, og varð brátt víðfræg. Staða Brahms í þýzku tónlistarlífi seinustu aldir var að þakka þessu verki meir en nokkru öðru. f Söngsveitinni Fíiharmóníu eru nú um 115 söngmenní allt áhugamenn. Um 300 söngmenn hafa verið í kórnum frá upp- hafi. Næsta verk sem kórinn flytur er Missa Solemnis eftir Beethoven, sem flutt verður 27. apríl undir stjórn Bohdan Wod- iczko. Styrkveitíngor A.F.S. ó íslondi EINS og undanfa-rin ár gengs-t Amerioan Field Ser-vice félags- skapurinn fyrir styrkveitingu tíl ársdv-alar á bandarískum heim- ilum. Styrkir þessir eru veitti-r unigling-um á aldrinum 16—18 ára. Styrkþ-eg-a-r munu stunda nám við bandaríska gagnfræða- skóla og dv-elja hjá bandarísk- um -fjölskyldum. Allar nán-ari upplýsingar varð andi styrk þennan munu veittar á skrifstofu A.F.S. á íslandi, Sil-la og Valda húsinu, Austur- stræti 17, 4. h-æð, miðvikudaga og föstudaga milli kl. 4.30—6.30. Sími 2-34-90. (Fréttatilkynning frá A.F.S. i íslandi). ¥rii kærðnr fyrir londráð London 22. nóv. — AP. DAVID Frost, kunnur brezku-r sjónvarpsmaður, skýrði frá þvl í dag, að Ian Smith, forsætis- ráðherra Rhódesíu, hefði þegið boð um að koma til London og koma fram í sjónvarpsviðtali einhverntímann á næstunni. —- í dag lýstu brezkir embættis- menn því yfir, að kæmi Smith til Bretlands yrði hann ákærð- ur fyrir landráð. Við getum tekið vel með farna bíla tii sýnis og sölu !■! C/TIS CC f\ HJ U C í syningarsal okkar. — Hjá okkur geta kaupendur ^ V C I N N tlsSLi^Uri tl.i • skoðað bílana hreina og vel útlítandi, í rúmgóðum UMBOÐIÐ Sýningarsalurinn Laugavegi 105. Sími 22466. húskynnum. — Eílarnir eru tryggðir í okkar um- sjá. — Skoðið bílaúrvalið. — Gerið góð bílakaup. sa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.