Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24 nóv. 1966
. 'i r'Vi |r ipi~ >jr i ií i rliiiii#' j ? rr||jS&Tíi3»^in ~ •
Eric Ambler:
Kvíðvæniegt feröaíag
— Ég kem nú að því. Það sem
þér eigið að gera, er að fara úr
káétunni yðar án þess að no-kk-
ur sjái, og koma yður yfir í
næstu, auðu káetuna. Þér hafið
númer fimm. Farið inn í númer
fjögur. Það er sú næsta. Bíðið
þar. Þar verður yður alveg ó-
hætt. Þér verðið búinn að gefa
þjóninum skilding. Ef honum
verður hugsað til yðar aftur,
heldur hann bara, að þér séuð
kominn í land. Ef hann verður
spurður um yður, fer hann áreið
anlega ekki að gá í auðu káet-
unum. Herrarnir Möller og Ban
at fara áreiðanlega að gá að yð-
ur. Þér verðið búinn að sam-
þykkja að fara með þeim. En
þeir verða að fara í land til að
bíða yðar. En þá verðum við
komnir þangað og getum farið
að hafast eitthvað að.
— Hafast að?
Kuwetli brosti harðneskju-
lega. Við höfum tvo menn fyrir
hvern einn, sem þeir hafa. Ég
held varla, að þeir fari að
reyna að stöðva okkur. Er yður
nú alveg ljóst, hvað þér þurfið
að gera?
— Já, fullkomlega.
— Svo er eitt smáatriði. Möll-
er mun spyrja yður, hvort þér
séuð búinn að gefa yður fram
við mig. Þér játið því auðvitað.
Hann mun spyrja yður, hvað ég
hafði sagt. Þér segið honum, að
ég hafi boðizt til að fylgja yður
sjálfur til Parísar, en þegar þér
heimtuðuð að fara til brezka
ræðismannsins, þá hafði ég naft
í hótunum við yður.
— Hótunum?
— Já, hótunum. Kuwetli brosti
aftur, en litlu augun höfðu kipr-
azt dálítið saman. — Ef þér hefð
uð snúizt öðruvísi við mér., hefði
orðið nauðsynlegt að hafa í hót-
unum.
— Með hverju? spurði Graham
önugur. — Dauða? En það hefði
verið hrein vitfirring, finnst yð-
ur ekki?
Kuwetli brosti enn. — Nei,
ekki með dauða heldur með
kæru fyrir að hafa þegið mútur
af óvininum til þess að rugla
fyrir stríðsundirbúningi Tyrkja.
Þér sjáið, hr. Graham, að það
er mér alveg eins mikilvægt að
þér komizt til Englands eins og
það er Möller, að þér komizt
þangað ekki.
Graham starði á hann. — Ég
skil. Og þetta er hógværleg
ábending um, að hótunin standi
í gildi, ef ég skyldi láta telja
mér trú um, að tilboð Möllers
sé, eftir allt saman, aðgengi-
legt. Er það meiningin með
þessu?
Hann var greinilega móðgað-
ur. Kuwetli rétti úr sér. — Ég
er Tyrki, hr. Graham, og elska
landið mitt. Ég barðist fyrir
frelsi þess. Getið þér ímyndað
yður, að ég láti einn mann eyði-
leggja allt, sem við höfum unn-
ið til gagns? Ég er reiðubúinn
til að fórna lífinu fyrir Tyrk-
land. Og er það þá undarlegt,
að ég skuli ekki hika við að
framkvæma hvimleið verk?
Hann hafði sett sig í stelling-
ar. Hann var hlægilegur, en ein-
mitt vegna þess, hve orð hans
voru svo ólík allri persónu hans,
urðu þau einmitt fyrir þá sök
áhrifameiri. Graham var alveg
afvopnaður. Hann glotti. — Nei,
það er ekkert skrítið. Þér getið
verið alveg óhræddur. Ég skal
fara nákvæmlega eftir fyrirskip
unum yðar. En ef hann skyldi
spyrja, hvenær þessi fuadur
okkar hafi orðið?
— Þá segið þér honum satí frá
því. Það er aðeins hugsanlegt, að
einhver hafði séð yður fara inn
í káetuna mína. Þér getið sagt,
að ég hafi beðið yður um það,
að ég hafi skilið eftir miða 1
yðar káetu. En þér verðið líka
að muna, að við megum ekki
sjást í neinu einkasamtali hér
eftir. Og bezt, að við tölum ekki
neitt saman. Og enda höfum við
ekkert meira hvor við annan að
segja. Við höfum gengið frá
þessu öllu. En þó er aðeins eftir
eitt atriði óhaggað. Frú Gall-
indo?
— Hvað um hana?
— Hún á trúnað yður að
nokkru leyti. Hver er afstaða
hennar?
— Hún heldur, að allt sé kom-
ið í lag. Hann roðnaði. — Ég
sagði henni að við skyldum
verða samferða til Parísar.
— Og síðan?
— Hún heldur, að ég ætli að
vera með henni nokkurn tíma
þar.
— En þér létuð yður auðvitað
ekki detta það í hug. Nú var
hann orðinn eins og kennari að
atyrða lærisvein.
Graham hikaði. — Nei, lík-
lega hef ég það ekki, sagði hann
dræmt. — Yður að segja hef ég
haft ánægju af að tala um að
fara til Parísar. Þegar maður á
dauðann yfirvofandi...........
— En nú, þegar þér búizt
ekki lengur við dauða yðar, er
það orðið breytt, eða hvað?
— Já, það er orðið breytt.
Jæja, var það nú orðið svo mjög
breytt? Hann var hreint ekki
viss um það.
Kuwetli strauk á sér hökuna.
— En hinsvegar gæti það verið
hættulegt að segja henni, að yð-
ur hafi snúizt hugur, sagði hann
hugsi. — Hún gæti orðið laus-
mál — eða reið. Þér skuluð ekk-
ert segja við hana. Fari hún eitt
hvað að tala um París, skuluð
þér láta eins og allt sé óbreytt.
Þér getið sagt við hana, að þér
hafið erindi að reka í Genúa
eftir að skipið er lent þar, en að
þér skuluð hitta hana í lest-
inni. Það kemur í veg fyrir, að
hún fari neitt að leita að yður,
áður en hún gengur á land. Er-
uð þér með?
— — Já, fullkomlega.
— Hún er falleg, hélt Ku-
wetli áfram, hugsi. — Það er
leitt, að þér skulið vera í svona
áríðandi erindum. Nú, en
36
kannski gætuð þér skroppið til
Parísar, þegar erindi yðar er
lokið. Hann brosti, eins og kenn
ari, sem er að lofa sætindum x
verðlaun fyrir góða hegðun.
— Já, það gæti ég sennilega.
En er það svo nokkuð fleira?
Kuwetli leit á hann, undir-
furðulega. — Nei, það er víst
allt upptalið. Nema hvað ég verð
að ámlnna yður um að halda
áfram að vera jafn viðutan og
þér hafið verið alla leiðina frá
Pireus. Það væri leitt ef Möller
færi að gruna eitthvað vegna
breyttrar framkomu yðar.
— Framkomu? Jú, ég skil.
Hann stóð upp og varð hissa, er
hann varð þess var, að hann var
linur í hnjánum. Hann sagði. —
Ég hef oft verið að velta því
fyrir mér, hvernig dauðadæmd-
um manni er innanbrjósts, þeg-
ar honum er sagt, að hann hafi
verið náðaður. En nú veit ég
það.
Kuwetli brosti með verndar-
svip. — Yður líður prýðilega, er
ekki svo?
Graham hristi höfuðið. — Nei,
mér líður hreint ekki vel. Ég
er lasinn og þreyttur, og ég get
ekki að mér gert að halda, að
þetta hljóti að vera misskiln-
ingur.
— Misskilningur? Um það er
ejtki að ræða. Þér þurfið engar
áhyggjur að hafa. Þetta fer allt
vel. Farið þér nú að hátta vin-
ur, og í fyrramálið líður yður
betur. Misskilningur, þó þó.
Kuwetli hló.
10. kafli
Það fór eins og Kuwetli hafði
spáð, að Graham leið betur um
morguninn. Hann settist upp í
kojunni, drakk kaffið sitt, og
fannst hann vera fullkomlega
fleygur og fær. Þessi veikindi,
sem að honum höfðu gengið,
voru bötnuð. Hann var orðinn
fullkomlega eins og hann átti
að sér. Hann hafði verið bjáni
að vera yfirleitt að gera sér nein
ar áhyggjur. Hann hefði mátt
vita, að allt mundi verða í lagi.
Jafnvel á ófriðartímum voru
menn eins og hann ekki skotnir
á götunni. Slíkt og þvílíkt skeðx
blátt áfram ekki. Aðeins ungl-
ingssálir þeirra Banats og Möll-
ers gátu látið sér detta slíkt í
hug. Hann var alls ókvíðinn.
Hann var meira að segja orðinn
betri í hendinni. Um nóttina
GsflonaráMsffln breytasl slfeltt t fitum
og aiunztrum. pvt tæðuc tizkau bverjjj
sinni
Eitl breytist tð eRltt, vOruvönðDn verlo
wiiðjunnar og gæði fstenzku ullarinnar
«llt betta ftefUr hjálpað tiP að gera Gefj-
— Þeir eru auralitlir fangaverðirnir hér.
hafði bindið losnað og tekið með
sér rýjuna, sem lá niðri í sárun
um, og nú gat hann sett á sig
fyrirferðaminni umbúðir og fest
þær með heftiplástri. Honum
fannst breytingin eftirtektar-
verð. Ekki einusinni meðvitund
in um erfiðleikana, sem hann
átti fyrir höndum á þessum degi,
gat dregið úr kjarki hans.
Það fyrsta, sem hann þurfti
að gæta að, var framkoman við
Möller. Eins og Kuwetli hafði
bent honum á, gæti hann orðið
að bíða alveg til kvölds áður en
Möller færi að grennslast eftir
því, hvort fiskurinn hefði bitið
á agnið. Það þýddi aftur, að
hann sjálfur — Graham — yrði
að sitja tvisvar til borðs með
þeim Möller og Banat, án þess
að láta á neinu bera. Og það var
ekkert skemmtileg tilhugsun.
Hann fór að hugsa um, hvort
ekki væri betra að snúa sér til
Möllers strax. Það væri að
minnsta kosti miklu meir sann-
færandi, ef fórnardýrið kæmi
að fyrra bragði. Eða yrði það
kannski minna sannfærandi?
Ætti fiskurinn enn að vera að
sprikla þegar línan væri dregin
inn? Sýnilegt var, að það fannst
Kuwetli. Gott og vel. Hann
skyldi fara nákvæmlega eftir
fyrirmælum Kuwetlis. Spurn-
ingin um það, hvernig hann ætti
að haga sér við matborðið varð
að bíða þangað til að því kæmi.
En hvað snerti sjálft viðtalið við
Möller, hafði hann ýmsar hug-
myndir um, hvernig hann ætti
að gera það nógu sannfærandi.
Möller skyldi ekki fá að .segja
sjálfur upp alla skilmálana. En
honum til mestu undrunar fann
hann, að aðal-áhyggjuefnið var
það, hvernig hann ætti að snú-
ast við Josette.
Hann sagði við sjálfan sig, að
sér færist skammarlega við hana.
Hún hafði verið honum góð —
á sinn hátt — já, hún hefði ekki
getað betri verið. Það var eng-
in afsökun að segja, að hetmi
hefði farizt illa í sambandi við
skammbyssuna hans José. Það
hafði verið ósanngjarnt af hon-
um að fara fram á, að hún stæli
byssunni, því að ef út í það var
farið, þá var José nú félagi henn
ar. Nú gæti hann ekki einusinni
gefið henni þessa handtösku
með þúsundfrankaseðlinum i,
nema með því að skilja það eftir
handa henni á leiðinni gegn um
París, og alltaf var það hugsan-
legt, að hún færi alls ekki í
Hotel des Belges. Það var engin
afsökun að segja, að hún bæri
sig eftir því, sem í boði væri.
Hún hafði ekkert verið að breiða
yfir það sjálf, og hann hafði sam
þykkt það með þögninni. Hann
var að fara skammarlega með
hana, sagði hann aftur við sjálf-
an sig. Hann var að reyna að af-
saka tilfinningar sínar gagn-
vart henni, en það tókst ekki
betur en vel. Hann var hálf-
ringlaður.
Hann sá hana ekki næst fyrr
en rétt fyrir hádegisverðinn, og
þá var hún með José.
Þetta var bölvaður dagur.
Himinninn var þungbúinn og
það blés ískaldur norðaustan-
vindur og ekki laust við snjó—
komu. Hann hafði verið mest-
allan morguninn í salnum og
lesið gömul hefti af „L ’Illu-
stration", sem hann hafði fund-
ið þar. Kuwetli hafði séð hann
og séð gegn um hann. Hann
hafði við engan talað nema
Beronelli-mægðinin, sem höfðu
tekið ólundarlega undir kveðju
hans, og svo Matishjónin, sem,
höfðu svarað með því að kinka
kolli kuldalega. Honum hafði
fundizt það nauðsynlegt að út-
skýra fyrir hjónunum, að ókurt-
eisi hans, kvöldinu áður, hefði
stafað af því, að honum hefði
verið illt. Þau tóku afsökunina
gilda, en fóru þó eitthvað hjá
sér, og honum hafði dottið í
hug, að þau kysu heldur þegj-
andi fjandskap en afsökun. Mað
urinn hafði einkum verið eitt-
hvað skrítinn, rétt eins og hann
fyndi sjálfan sig hlægilegan af
einhverjum ástæðum. Þau höfðu
bráðlega ákveðið að fara út að
ganga á þilfarinu. Og nokkrum
mínútum seinna sá hann út um
gluggann, að þau voru á gangi
með Kuwetli. Eina manneskjan
úti á þilfarinu, auk þeirra, hafði
verið sú armenska hans Möllers,
sem pataði í allar áttir, og
reyndi að halda því fram, að sjó
fælni hennar væri ekki annað
en ímyndunin hjá „manninum“
sínum. Skömmu eftir klukkan
tólf hafði Graham sótt frakk-
ann sinn niður í káetuna sína
og ákveðið að ganga fyrst sér til
hressingar og fá sér síðan sterk-
an viskí og sóda.
Hann var á leiðinni í salinn
aftur þegar hann mætti Josette
og Jo-sé.
José stanzaði bölvandi og
greip til lina hattarins, sem
vindurinn ætlaði að feykja af
kollinum á honum.
Josette leit beint í augu
Grahams og brosti í'byggilegau
— José er aftur orðinn vondur.
f gærkvöldi var hann að spila
og tapaði. Það var þessi litli
Grikki, hann Mavrodopoulos.
Rósailmurinn var ofsterkur fyr-
ir kalífornisku „stjúpuna".
— Hann er enginn Grikki,
sagði José fýlulega. Hann bæði
talar og þefjar eins og geit. fif
hann er Grikki, skal ég .... Og
hann bætti við því, sem hanu
ætlaði að gera.
— En hann kann að minnsta
kosti að halda á spilum, góði
minn.