Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÚIÐ ’ Fimmtudagur 24 nóv. 1966 IZsitS'kvæzziszEi srelsslsssr SklgSŒsáS^es’Siariaasa-saff - Frá umræðum 7 samelnuðuþingi ALÞINGI Vegurinn um á hefffi annagjá Vc — sagbi forsætisrábherra 7 hingræbu 7 gær Á FUNDI sameinaðs þings í gær bar Gils Guðmundsson (K) fram fyrirspurn tii forsætisráð- herra um lóðaúthlutun I>ing- vallanefndar. Var fyrirspurnin svohljóðandi: 1. Hve mörgum lóðum undir sumarbústaði hefur Þingvalla- nefnd úthlutað úr landi jarð- anna Kárastaða og Gjábakka í Þingvallasveit? 2. Hvaða reglum hefur Þing- vallanefnd fylgt við ráðstöfun Icða þessara? 3. Með hvaða skilmálum eru lóðirnar af hendi látnar? 4. Hverjir hafa fengið um- ræddar lóðir? 5. Hver er tilgangur Þingvalla nefndar með lóðaúthlutun þess- ari? 6. Hefur Þingvallanefnd í hyggju að halda áfram úthlutun lóða á Þingvallasvæðinu? Gils Guðmundsson (K): Árið 1928 var að forgöngu Jónasar Jónssonar sett löggjöf um vernd un Þingvalla, og tók hún gildi 1930. Var sett Þingvallanefnd skipuð þremur þingmönnum, og sæi hún um framkvæmd lag- anna. Ekki mátti gera jarðrask á Þingvallasvæðinu nema með samþykki hennar. Hinsvegar tel ég, að nefndin hafi ekki staðið á verðinum sem skyldi, enda var í sumar út'hlutað lóðum á Þing- vallasvæðinu, og vakti það bæði undrun og mótmæli. Því leyfi ég mér að bera fram þessa fyrir- spurn um lóðaúthlutun Þing- vallanefndar, og vænti ég grein- argóðs svars við henni. Bjarni Benediktsson (S): Þó að þetta mál heyri að formi til undir forsætisráðherra, hefur ihann aldrei haft neitt með þessi mál að gera, þau hafa algjör- lega verið í höndum Þingvalla- nefndar. Allt frá upphafi hefur verið úthlutað lóðum á svæðinu, fyrst innan þjóðgarðsins og síð- an utan. Spurning væri, hvort ekki sé ástæða til að friða alla strandlengjuna með vatninu, en hins vegar er það algjörlega ó- framkvæmanlegt að friða alla Þingvallasveit. Þetta er kannski orðið of seint, vegna þeirrar byggðar, er myndazt hefur, en þar eiga fyrstu nefndirnar ein- hverja sök. Ég tel, að varlega eigi að fara í úthlutun lóða á þessu svæði. Varðandi fyrirspurn hv. þm. vil ég segja, að ég leitaði upp- lýsinga hjá nefndinni og veitti hún mér þessi svör: Á því níu ára tímabili, sem núv. nefnd hefur starfað hefur hún veitt 45 umsækjendum, þar af 29 í sumar leyfi á svæðinu austan og vestan Gjábakka, enda verði svæðið skipulagt og nátt- úruverndarráð fylgzt með úthlut un. 2. Aldrei hefur verið auglýst eftir umsóknum, en hins vegar hefur verið reynt að verða við óskum þeirra, er um sækja, og I eru umsóknir teknar fyrir eftir því, hvernig þær berast. 3. Helztu skilmálarnir eru: a) 2000 kr. leigugjald, en hins hins vegar fylgir ekki veiðileyfi í vatninu. b) leigusamningur gerður til 30 ára. c) 10 þús. kr. gjald, vegna skipulagningar og að byggt verði innan tveggja ára. Hús og aðrar byggingar verði háðar samþykki nefndar- innar. 4. Ég fékk skrá um þá menn, er hafa fengið lóðir á þessu svæði, en ég sé ekki ástæðu til að lesa hana hér, en hins vegar er hún ekkert launungarmál. 5. Tilgangurinn með lóðaút- hlutuninni er m. a. að afla fjár til viðhalds og létta þar með á fjárveitingavaldinu og eins hins að verða við óskum þeirra er um sækja. 6. Þingvallanefnd hyggst halda áfrarn úthlutun lóða, enda sé fylgzt stranglega með því. Gils Guðmundsson (K): Ég veitti því m. a. athygli, að aldrei hefur verið auglýst eftir um- sóknum og valdi ég spyrja, hvort hafa eigi sama hátt á því. Ég tek undir orð ráðherra, að ekki sé liægt að friða alla Þingvalla- sveit, en hins vegar á að gefa strandlengjunni og næsta ná- grenni Þingvalla meiri gaum. Tel ég, að það verði að fara varlega í úthlutun lóða og vil í því sambandi minna á ummæli Jónasar Jónssonar en hann sagði er hann hafði forgöngu um frið- un Þingvalla að ef ekki yrði að gert, gæti útlit Þingvalla spillst. Emil Jónsson (A): Aðgerðir í sambandi við Þingvelli, hvort heldur þær eru til góðs eða ills, verður að skrifa á reikning Þingvallanefndar en ekki for- sætisráðherra, enda hefur nefnd in haft með meðferð málsins að gera frá upphafi. Það má deila um, hvað eigi að gera, en ég vil taka fram, að strax í upphafi var gerður hlutur, sem betur hefði verið ógerður, þ.e. úthlutun lóða innan þjóðgarðs. Núverandi nefnd hefur einungis veitt 10 lönd utan hins friðlýsta svæð- is. Farið var að úthluta lóðum, bæði í landi Gjábakka og Kára- staða áður en umráðaréttur nefndarinnar kom til. Því miður hefur sumarbústaðabyggð við vatnið orðið mjög óskipulögð, og óprýðir það vitanlega. Hins vegar eru sumarbústaðabyggð- irnar á þessum löndum svo til í hverfi frá sjálfum Þingvöll- um. Bjarni Benediktsson (S): Ég tel það fyllilega vera til athug- unar fyrir þingheim, hvort menn vildu gera ráðstafanir til að friða strandlengjuna kring- um Þingvallavatn, en það getur vel verið að það sé orðið of seint, vegna þess, hve byggð er orðin víða. En auðvitað voru mestu spjöllin unnin, þegar byggð var leyfð suður með vatn inu, en hins vegar vil ég viður- kenna það ómetanlega verk, sem gert var, er Þingvellir voru frið aðir og Jónas Jónsson, sem átti vissulega drýgstan þátt í því, mun hljóta verðuga viðurkenn- ingu fyrir. En í framhaldi af þessu, vil ég drepa á það, að friða þarf hinn forna þingstað mun betur en gert er, og hann hefur ekki verið friðaður meðan vegurinn liggur um Almannagjá. Það má segja, að það að hafa bílveg um Almannagjá er líkast því, sem Rómverjar þefðu bílveg um For um Romanum eða Grikkir um Akropolis. Þetta eru hrein helgi spjöll og ótrúlegt að þetta skuli hafa haldizt. Til viðbótar þessu kemur, að allir sem kunnugir eru á Þing- völlum, sjá að það er bein lífs- hætta að fara um veginn sér- staklega í stórum bílum, er jörðin skelfur undir en klettar hanga yiir. Nú er þingið búið að samþykkja að gera ráðstöf- un til að bæta úr þessu, með því að láta leggja þjóðveg uppi á vestari gjárbarminn og inn á Leirurnar. Ég tel, að þetta þing eigi bein línis að hlutast til um, að lokið verði þeirri vegagerð á næsta sumri, vegna þeirrar augljósu hættu, sem þarna er vegna grjót- hruns, og ekki síður vegna þess, að þegar menn eru að tala um að gæta helgi Þingvalla, eru mestu helgispjöllin látin við- gangast. Gylfi Þ. Gíslason (A): Ég vil taka undir ummæli forsætisráð- herra að þetta þing taki til at- hugunar, hvort stækka eigi hið friðaðasvæði. Vil ég jafnframt vekja athygli á því, að athugað verði, hvers eðlis sú friðun á að vera, sem gild lög segja um. Ný- lega hafa verið sett lög um nátt- úruverndun, en óljóst er, hvort núgildandi lög banna tiltekna nýrækt á hinum friðuðu svæð- um, og vil ég þar nefna sérstak- lega skógrækt. Persónulega tel ég, að ekki eigi að leyfa ræktun trjágróðurs, sem ekki hefur vax- ið þar, á Þingvöllum. Á FUNDI sameinaðs þings í gær flutíi Oddur Andrésson (S) fram söguræðu fyrir þáltill., er hann flytur ásamt Gunnari Gíslasyni (S) um að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að undir- búa og leggja fyrir næsta Al- þingi frv. til laga um öryrkja- heimili og endurhæfingarstöðv- ar. f greinargerð þáltill. segir, að mikið hafi verið gert til að hjálpa sjúkum til sjálfsbjargar hin síðari ár, m.a. með því að reisa endurhæfingarstöðvar. End urþjálfun hafi verið stunduð hér á landi í smáum stíl af ýmsum aðilum, en hins vegar sé ekki til neitt heildarskipulag um slíka hluti, þótt þau skipti miklu máli fyrir þjóðina. Oddur Andrésson (S): Ég er þess fullviss, að öllum háttv. alþingismönnum er ljós nauðsyn framgangs þess máls, er þingsályktunartillaga sú, sem hér er til umræðu, fjallar um. Um það eru ekki skiptar skoðanir, að það er bæði mann- úðar- og menn- ingaratriði að búa sem bezt að þeim stóra hópi einstaklinga í þjóðfélaginu, er býr við ýmis- konar orkuskerð ingu andlega eða líkamlega. Sá hópur stækkar ört, vegna hinna óeðlilega hröðu breytinga nær allra þátta þjóðlífsins. Áhugi almennings er vissulega mjög vakandi fyir að bæta hag Á FUNDI sameinaðs þings í gær flutti Halldór Ásgrímsson (F) tölu fyrir þáltill., er hann flytur þremur öðrum Framsóknar- mönnum um kosningu milli- þinganefndar til að gera tillög- ur um endurnýjun strandferða- skipanna og skipulagningu strandferða. Sagði þm, m. a. að nauðsyn- legt væri að halda uppi strand- íerðum, en núverandi ríkisstjórn virtist ekki skilja það fullkom- lega, a.m.k. sýndi stuðningur hennar við Skipaútgerðina það ekki. Ríkisstjórnin hafi ekkert gert til að bæta rekstrarafstöðu útgerðarinnar, en hafi selt tvö skip hennar, og í staðinn hafi hún aðeins tekið eitt skip á leigu til sex mánaða, sem alls ekki geti talizt nein lausn, ekki sízt þar sem skipið geti alls. ekki siglt til eins margra hafna og gömlu skipin. Að vísu hafi stjórn in sett nefnd í málið, en ekkert hafi heyrzt frá henni. Þá sagði ræðumaður, að þótt stjórnin hafi nú skipað nefnd til að kanna kaup á tveimur nýjum skipum, þá sé það eingöngu að kenna ótta við þessa tillögu, sem hér væri til umræðu. Magnús Jónsson (S): Ríkis- stjórnin setti tvo menn til að- stoðar forstjóra Skip&útgerðar- innar til að kanna og finna leiðir til úrbóta á rekstri út- gerðarinnar. Stefnan hefur verið að reyna að reka útgerðina með hagsýni og tryggja viðhlítandi þjónustu. Þessi tillaga gerir hvorki til né frá um lausn þessa olnbogabarna lífshamingjunnar; það sýna hin mörgu félagssam- tök til styrktar tiltekinna ör- yrkjahópa, má þar til nefna: Sjálfsbjörg, Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra, Blindravinafé- lagið, Samband ísl. berklasjúkl- ing, Geðverndarfélagið, o.fl. o.fl. Á vegum þessarar félaga hefur verið unnið að endurhæfingu um árabil með góðum árangri. Heildarlöggjöf um þessi mál á ekki að draga úr tilvistarþörf slíkra félaga eða veikja starfsað- stöðu þeirra, heldur þvert á móti að styrkja starfsgrundvöll þeirra og tryggja, að allir, sem þess þurfa, fái notið sömu að- stöðu til endurhæfingar. Rétt þykir mér að tilfæra hér hvernig Oddur Ólafsson, yfir- læknir á Reykjalundi gerir grein fyrir, hva’ð felst í hugtakinu „Endurhæfing“ í 20. árg. tíma- ritsins Reykjalundur. „Endurhæfing er að verulegu leyti skipulagning og áætlunar- gerð um framtíð einstaklings, sem vegna slyss, sjúkdóma eða meðfædds örkumls, hefur minni möguleika á að sjá sér og sínum farborða en heill þjóðfélagsþegn, en þar sem þó eru möguleikar á umbótum, ef samræmdar lækn- isfræðilegar og félagslegar að- gerðir koma til.“ Endurhæfingu er venjulega skipt í þrjá megin þætti: 1. læknisfræðilega endurhæf- ingu. 2. félagslega endurhæfingu 3. atvinnuendurhæfingu“ Þarna þurfa því til að korna máls. Það hefur þegar verið skipuð nefnd til að kanna rekstr argrundvöll útgerðar, og hefur hún nú lokið störfum og er skýrslu að vænta innan skamms. í fjárlögum hefur þegar verið mörkuð stefna en þar er heim- ilað að verja andvirði seldu skip anna til endurbóta og kaupa á nýjum skipum, enda er nauð- synlegt að endurnýja flotann, þar eð hann svarar ekki lengur kröfum tímans. Einnig þarf að bæta aðstöðuna við Reykjavík- urhöfn, en þar er aðstaðan mjög slæm, og var hallinn á vöruaf- greiðslu um 7 millj. á síðasta ári. Varðandi skipasöluna vil ég segja það, að ástæðan til að Heklan var frekar seld en Es a er sú, að vafamál er, hvort nokk ur möguleiki er til að selja Esjuna, en hins vegar þótti ekki rétt að sleppa svo hagkvæmu tækifæri til sölu á Heklu, enda fékkst mjög skaplegt verð, miðað við söluverð svo gamalla skipa. Leiguskipið Blikur er mun hagkvæmara en bæði þessi skip. Stefnan er ekki að rýra út- gerðina, heldur reka hana með hagkværrvira móti. Skipaútgerð- in hefur átt sífellt erfiðari af- stöðu, enda aukast mjög fólks- og vöruflutningar með öðrum tækjum, flugvélum og bifreið- um. Auk þess hafa skipaferðir annarra skipafélaga aukizt. Halldór Ásgrímsson tók aftur stuttlega til máls, og var málinu síðan ví.'iað til fjárhagsnefndar. þrír aðilar, læknir, félagsfræð- ingur og endurhæfingarsérfræð- ingur. Auk þess þarf sérþekk- ing þessara aðila að vera mjög margbreytileg, eftir því, hverj- ar orsakir örorkunnar eru. Þó að velmegun og öll fjárhag3 leg afkoma fjöldans hér á landi sé svo jöfn og góð, að hún hef- ur aldrei betri verið, verður ekkx hægt að tala um velferðarríki hér, fyrr en vel hefur verið séð fyrir heimilismálum öryrkja og aðstöðu til enurhæfingar. Endurhæfing er kostnaðarsöm, svo sem öll hliðstæð þjónusta, en hún er líka ábatasöm. Því til sönnunar get ég tilfært, að tal- ið er að hver rúmlegusjúklingur á sjúkrahúsi krefjist eins hjúkr- unarliða, svo að hver sjúkling- ur eða öryrki, sem endurhæfing kemur á ról, sparar vinnukraft. Ef svo vel tekst, að starfsorka náist, er ágóðinn enn meiri. Þó er sá ágóðinn mestur, sem aldrei verður í tölum talinn, því að með endurnýjaðri orku kemur trú á lífið og möguleikar til lífs hamingju. Á hinum Norðurlöndunum öll- um hafa verið sett merk lög um þessi mál og má vel vera, að hægt sé að styðjast verulega við þau, við undirbúning þessa máls hér. Undirbúningsvinna við lagasetningu sem þessa er mikil og hlýtur að taka nokkurn tíma, en þörfin er brýn. Þessvegna vænti ég þess, að málið hljóti afgreiðslu hér á Alþingi og hæsfc virt ríkisstjórn tryggi því áfram- haldandi brautargengi. Umræðu var frestað og málinu vísað til allsherjarnefndar. • • • •• lOT i • • ® © r. enaurnæíingarstðdvar Þ'mgsályktunartillaga tveggja Sjálfstæbismanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.