Morgunblaðið - 13.12.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.12.1966, Qupperneq 1
 í 1 I 32 siður Nelly Sachs og Samúel Jósef Agnou Nóbelsverðlaunahátíðin í Stokkhólm sl. laugardag Meðalaldur verðlaunahafanna óvenju hár að þessu sinni EINS og skýrt var frá í frétt- um á sunnudag í Mbl., voru Nóbelsverðlaun í bókmennt- um, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði, afhent í Kon- serthuset í Stokkhólmi sl. laugardag, við hátíðlega at- höfn. Aðalræðuna flutti prófess- or Ulf von Eulern, formaður stjórnar Nóbelsstofnunarinn- ar. Mesta athygli við afhend- ingu verðlaunanna að þessu sínni vakti nærvera rithöfund anna tveggja, Nelly Sachs og Samúels Jósefs Agnon. Báðir eru höfundarnir Gyðingar, og var það Dr. Anders Öster- lin, formaður Nóbelsnefndar sænsku akademiunnar, sem flutti ræðu um þau. Neily Sachs, sem er fædd i Þýzkalandi, en býr nú í Sví- þjóð, mætti tii athafnarinnar klædd bláum kjól, og bar hálsmen til skrauts. Agnon, sem býr í ísraei, bar hefðbundinn höfuðbúnað Gyðingatrúarmanna. Það var Gustaf Adolf, kon- ungur, sem varðlaunin af- henti, nú í 16. sinn. Er Sachs og Agnon þökk- uðu þann heiður, sem þeim hefði verið sýndur, kvað við mikið lófakiapp. Segja frétta- ritarar, að þeim tveimur hafi verið betur fagnað en öðrum þeim, sem nú veittu verðlaun um móttöku. Tveir Bandaríkjamenn deildu verðlaunum í læknis- fræði að þessu sinni. Eru það þeir Peyton Rous og Charles B. Huggins. Voru þeir kynnt- ir af Georg Klein, prófessor. Ira Walier, prófessor kynnti eðlisfræðiverðlauna- hafann, Frakkann Alfred Kastler, og prófessor Inga Fischer-Hjalmars Bandaríkja- manninn Robert S. Mulliken, sem hlaut nú efnafræðiverð- launin. Það vakti nokkra athygli, hve hár meðalaldur verðlauna hafanna er að þessu sinni. Sachs er 75 ára, Agnon 78, Rous 87 (einn þeirra elztu, sem verðlaunin hafa hlotið), Mulliken 69, Huggins 66 og Kastler 64. Ofsóknir aukast enn í Peking - 1 ooo.ooo manns á fundi i gær, sem erlendir fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir Prag, Peking, 12. desember AP — NTB PRÉTTASTOFAN C.T.K., í Tékkóslóvakíu, sagði í dag, að í morgun hefðu hópar Rauðliða farið um stræti Peking, höfuð- borgar Alþýðulýðveldisins Kina, borið skilti, þar sem lýst er sigri Rauðliða yfir Peng Chen, fyrrum borgarstjóra, og hrópað slagorð. C.T.K. segir, að á einu skiltinu hafi mátt sjá mynd af borgar- stjóranum fyrrverandi, þar sem hann, í líki snáks, situr fastur í hendi Rauðliða. Annað . skilti sýndi Peng Chen skríðandi á jörðinni fyrir framan þrjá varð- liða. Ýmsir fleiri, nafntogaðir menn eru sagðir hafa verið á þeirri mynd, m.a. Uo Huei Ching fyrrum yfirmaður aðalstöðva hersins, og Lu Ting Yi, sem fyrrum var yfirmaður áróðurs- deildar kínverska kommúnista- flokksins. NTB-frétt í dag, frá Peking, segir, að erlendum fréttaritur- um, sem ekki hafa fengið sér- stöik skilríki, haifi í dag verið meinaður aðgangur að miklum fjöldafundi, sem Rauðliðar efndu tö í höfuðborginni. Mun fund- urinn fyTst og fremst hafa snúizt um Peng Chen. Pundurinn stóð í sex stundir, og var haldinn á stænsta íþrótta- velli í Peking. Pundinn sóttu um 100.000 manns. öflugur vörður var um völlinn, meðan fundur- inn stóð. Um helgina var víða komið fyrir sikiltum, þar sem borgar- stjóranum fyrrverandi er borið á brýn að hafa svikið málstað kín verskra kommúnista. Peng Cíhen var einn ráðamesti maður í Kína þar til hann var settur frá starfi, í júní sL Kröfðust Rauðliðar þess, að Pemg Chen yrði látinnn mæta á „opinberum ákærufundi", þar sem hann játaði á sig að hafa gerzt sekur um að vinna gegn málstað Mao Tse tungs, þjóðar- leiðtoga. Ekki er neitt vitað um, hvar borgarstjórinn er nú niður kom- inn. Fréttamenn í Peking telja vafalítið, að ofsóknir þær, sem nú hafa hafizt gegn Peng Ohen, séu enn einn liðurinn í þekn ár- ásum, sem Rauðliðar hafa gert á einstaka menn í landinu, þeirra á meðal Lki Shao-Chi, forseta landsins. Sikv. fréttum frá frönsfou frétta stofunni A.F.P. í dag, þá viður- kendi Pekingútvarpið í fyrsta sinn í dag, að komið hefði til átaka miUi Rauðliða og fólks, sem neitaði enn að leggja „borg- I aralega siði“ á hilluna. Lögreglumorð- ingjar dæmdir — hlutu ævi- Iungo lung- elsisvist London, lfi. des. (AJP). MENNIRNIR þrír, sem á- cærðir voru fyrir morð á þrernur lögreglumönnum í London hinn 1&. ágúst s.l., voru í dag sekir fundnir og dœmdir til ævilangrar fangels isvistar. Dauðarefsing hefúr verið afnumin í Bretlandi, og tdutu morðingjarnir þrír því Framhald af bls. 31 Chen-Yi ræðir „bandulug“ Bandnríhjonnn og USSR — Segir Kinverja reiðubúna til Kafbátafloti EBE-land- anna og Stdra-Bretlands ? 7/7/. samþykkf á fundi V-Evrópubandal. styrjaldar Rio de Janeiro, 12. des. AP. OHEN-Yi, utanríkisráðherra Alþýðulýðveldisins Kína, sagði í viðtali við blaðið „Jornal do Brasil“ í gær, að beiðni ráðamanna í N-Viet- nam myndi verða talin næg ástæða til þess að senda kín- verska hermenn til Vietnam. Ráðherrann, sem var stórorð Túbingen, 12. desember «— NTB. Skoðanaikönnun, sem Wiekert- stofnunin v-þýzka hefur gengizt fyrir að undanförnu, sýnir, að BÖgn ytfinmanna sitotfnunarinnar, að 86% V-Þjóðverja óiski etftir bættri samlbúð frið Sovétrílkin. ur í viðtalinu, lýsti því m.a. yfir, að Kínverjar væru nú svo öflugum kjarnorkuvopn- um búnir, að þeir myndu geta gereytt borgum á borð við New York og Chicago. í»á sakaði Chen-Yi Banda- ríkin og Sovétrikin um að hafa gengið í bandalag, „hei- lagt bandalag", eins og hann netfndi það. Væri tilgangurinn „eyðilegging kínversku þjóð- arinnar". Sagði hann Sovét- ríkin vilja ráðast gegn Kína úr norðri, Bandaríkjamenn úr suðri. „Sovétríkin hafa mik- inn her við norðurlandamæri Kína“, sagði Chen-Yi. „Við óttumst ekki árás þessara aðila“, sagði hann enn fremur. „Við erum reiðubún- ir til að berjast, og við erum vissir um að vinna lokasig- ur“. París, 12. des. — NTB. FULLTRÚAR mcðlimaríkja Efna hagsbandalags Evrópu og Stóra- Bretlands lögðu í dag til í Par- ís, að löndin sjö tækju höndum saman við að koma á fót kaf- bátaflota, búnum venjulegum vopnum. Skyldu bátarnir þó bún ir kjarnorkuaflvélum. Tillaga þessi kom fram við setningu fjögurra daga fundar V-Evrópubandalagsins. Var hún samþykkt með 46 atkvæðum gegn 11. Þrír fulltrúar sátu hjá. Það voru einkum fulltrúar brezka Verkamannaflokksins, sem beittu sér gegn samþykkt tillögunnar. Jellicoe, lávarður, einn brezku fulltrúanna, kom fram með til- lögu þessa. Á megintilgangur flotans nýja, skv. því, sem Jelli- ooe sagði, að vera sú að eyði- leggja kafbáta og skip, komi til hernaðarátaka. Sagði Jellicoe, er hann mælti fyrir tillögunni, að næðist samkomulag 4 ríkja eða fleira um að koma flotanum á fót, mætti reikna með því, að hægt væri að taka fyrstu kafbát ana í notkun um 1970. Það kom fram af ummælum þýzka ráðherrans Carlo Scmid í dag, að v-þýzka stjórnin er mjög hlynnt hugmyndinni um slíkan kafbátaflota. Var ekki ann að að ráða af ummæhi.m Schmid en V-iÞjóðverjar væru mjög hlynntir nánam samstarfi Efnahagsbandalagsins og Bret- lands á sviði efnahagsmála. Stjórn Wilsons, forsætisráðíherra Breta, hefur nýlega gefið í skyn að hún muni beita sér fyrir að- ild Breta að EBE á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.