Morgunblaðið - 13.12.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.12.1966, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. des. 1966 Smásöludreifendur á öli og gosdrykkjum á Akranesi, í Reykja- vík og nágrenni, svo og á Suðurnesjum, sem óska að fá: THULE - lagerol THULE - maltöl og SANA — gosdrykkir af fyrstu sendingum, sem berast frá Akureyri, eru hér með beðnir um að leggja inn pantanir sínar í dag og á morgun í síma 40-7-40, 40-9-10 og 24611. SANA umboðið í Reykjavík ZANUSSh Hver einasta húsmóðir, sem sér ZANUSSI kæliskáp hrífst af hinni rómuðu ítölsku stílfegurð. Þær sem hafa reynt ZANUSSI kæli- skápa þekkja kostina. Komið og kynnið yður hina sérstáklega hagkvæmu greiðsluskilmála. Bergsætt eftir Guðna Jónsson — mikið rit komið út ÚT er komið mikið ritverk um Bergsætt eftir Guðna Jónsson, prófessor, og er það í þremur bindum. Bergsætt er ein af kuim ustu ættum landsins og sagði Guðni Jónsson við Morgunblað- ið, að hér væri um að ræða niðja tal Bergs hreppstjóra Sturlaugs- sonar í Brattsholti, en afkomend ur hans væru nú dreifðir um allt land og skiptu þúsundum. Margir þeirra eru þjóðkunnir. Hér er um að ræða aðra út- gáfu og ea- hún aukin og endur- samin. Til að gefa nokkra hug- mynd um stærð ritsafns þessa má geta þess, að öll bindin þrjú eru um 1634 bls. að stærð. í fyrsta bindinu er formáli fyr ir verkinu eftir Guðna Jónsson, Alheimsdrottningin — af Bergsætt. en þar næst kemur Bergsþáttur Áður en hefur Bergs ætt er Á«- tal Bergs í Brattsholti (f. 1683) og Heimildaskrá. Mikil fjölgun í formálanum segir m.a. að Bergsætt sé upprunnin úr Ár- nesþingL Þar um slóðir er hún mjög fjölmenn enn í dag, en á 19. öld fóru greinar hennar að kvíslast víðs vegar um landið, en einkum þó um nágrannahér- uðin. Þá er þess getið að ekki verði í framtíðinni hlaupið að því að rekja ættina, því á hverju ári bætast hundruð manna við sem eiga til Bergs hreppstjóra að telja. 1932 voru 5135 Bergs ætt- ar, en nú eru þeir 162i51, ef ná- kvæmlega et talið. í nafna- skránni er getið 30 þús. íslend- inga. Kvenleg fegurð og Þá segir ennfremur í formál- anum: „Fróðlegt hefði verið hér að lokum að benda á einhver ákvæðin ættareinkenni Bergs- ættar. En slíkt er hægara sagt en gert, og betra að hætta sér ekki langt í því efni að órannsökuðu Hann er af Bergsætt — Páll ísólfsson. máli. í venjulegum skilningí eru ættareinkenni í fyrsta lagi eig- inleikar, andlegir eða líkamlegir sem eru sameiginlegir tiltölu- lega mörgum einstaMingum sömu ættar. Frá því sjónarmiði má sennilega telja tónlistarhæfi- leika ættareinkenni í Bergsætt, þar eð þeir koma ótvírætt fram í mörgum greinum ættarinnar. Á sömu forsendum má sennilega telja kvenlegá fegurð til ættar- einkenna í Bergsætt, og ber þvl naumast að líta á það sem til- viljun, að fyrsta og eina íslenzka stúlkan, sem kjörin hefur verið alheimsfegurðardrottning, er af þeirri ætt.. Glöggur maður og nákunnugur komst svo að orði um fjölmenna grein ættarinnar, að í henni væru gáfumenn og Guðni Jónsson smiðir, og víst er um það, a3 svo virðist sem hagleikur sé þar ættgengur." Ekki þarf að vitna frekar 1 formálsorð höfundar til að sjá að hér er um hina merkustu ætt að ræða, Viðvíkjandi þvi sem segir um tónlistarhæfileik- ana má til gamans geta þess, að tónskáldin Sigfús Einarsson og dr. Páll ísólfsson eru af Bergs- ætt. Loksins fáanleg hér á landi LEKTKA kertin eru alger nýjung í bílaiðnaðinum. Mynda þau stjörnuneista, sem veitir mikið betri nýtingu eldsneytis, meiri vélarorku og betri gangsetningu. LEKTRA kertin endast yfir 75000 km. Kristinn Cuðnason hf. Klapparstíg 27. — Laugavegi 168. Símar 12314 — 21965 — 22675.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.