Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967.
3
tekin eru til sýningar. Ég ætl-
aðist í rauninni ekki til þess, datt
það ekki í hug. Svo sýndi ég
þau Renedikt Árnasyni, sem ég
met mjög mikils. Og hann
híingdi til mán og sagði: —
Veiztu, ég held bara að þetta séu
leikrit! Síðan tók hvað vi'ð af
öðru. Einþáttungarnir voru þrír
og tveir þeirra voru valdir til
sýningar. Þeir eru engir smá-
karlar, sem valdir voru í hlut-
verkin, og þeir hafa kennt mér
mikið, eins og líka leikstjórinn.
Ég hefi verið á æfingum og
breytt textanum, fellt úr og ....
já, farið eftir öllum þeirra á-
bentdingum.
— í»að eru greinilega mistök
að gefa út leikrit áður en það
'er sett á svið, segir Matttháas
ennfremur. Hann kveðst hafa
skrifað leikrit, sem gefið var út
og talað um að setja seinna á
svið. En það sé mjög erfitt eins
og þáð er. Nú kveðst hann telja
að hann gæti gert úr því leikrit
með því að umskrifa það og
vinna það til uppsetningar með
fagmönnum.
Leikurinn er kannski miskunalaus
Á blaðamannafundinum í Lindarbæ. Guðlaugur Rósinkrans þjóðleikhússtjóri, höfundurinn
Matthías Johannessen, leikstjórinn Benedikt Árnason og leikararnir, Gisli Alfreðsson, Lárus
Pálsson og Valur Gíslason.
En leikrit á að vera ábending
Frá blaðamannafundi í Lindarbæ
Á SUNNUDAG frumsýnir Þjóð-
leikhúsið á litla sviðinu í Lind-
arbæ tvo einþáttunga eftir nýj-
an íslenzkan leikritahöfund,
Matthías Johannessen, skáld og
ritstjóra. Leikritin tvö heita
„Eins og þér sáið.....“ og „Jón
Jón gamli (Valur Gíslason)
gamli“. Sáu fréttamenn endir-
inn á þvi síðarnefnda á æfingu,
er þeir komu á blaðámannafund
til þjóðleikhússtjóra í Lindarbæ
í gær. Viðstaddir voru einnig
höfundurinn, leikstjórinn Bene-
dikt Árnason og Lárus Ingólfs-
son, er gert hefir leikmyndirnar.
Þarna á sviðinu voru leikar-
arnir þnír, sem fara með hlut-
verkin í báðum einþáttungunum,
þeir Valur Gíslason, sem leikur
Jón gam.la, Gísli Alfreðsson í
hlutverki Frissa og Lárus Páls-
son sem Karl, og kepptust þeir
Valur og Lárus við að segja svað-
ilfarasögur af sjómennskuárum
I sínum. — Þátturinn um Jón
gamla er aðallega mynd. >að er
eins konar uppgjör viðkomandi
persónu, sagði Matthías, er blaða
menn fóru á eftir að þýfga hann
um efnið. — Persónan er í raun-
inni kjarninn í iífinu og hana
reynir maður því að presentera.
Ekki eins og hún ætti að vera,
heldur eins og hún er. Það er
ekki hægt að þykja vænt um
manneskju — ekki einu sinni að
umlbera hana — án þess að skilja
bvernig hún er.
— Jú, þetta eru vissulega per-
sónur, sem ég hefi kynnzt. Jón
er líklega samibland úr 2—3, sem
ég hef þekkt og þótt mikið til
koma í neyð þeirra. Kannski er
ýmislegt óþægilegt sagt og ef til
viil er það svolítið miskunnar-
laust. En leikrit á að vera misk-
unnarlaust. Það á að vera ábend-
ing.
Og aðspurður um hinn ein-
þáttunginn, „Eins og þér sáið../‘,
sagði höfundur aðeins að hann
væri situasijón, sem honum hefði
dottið í hug einu sifcni, er hann
átti leið fram bjá gamla kirkju-
garðinum. — Ég fór allit í einu
að brosa og sagði við sjálfan
mig: Helvíti væri gaman að gera
svolítið at. Hugmyndinni skaut
upp. Kannski bara af því ég er
svolítið stríðinn.
En Valur Gíslason skýrði efni
þáttarins þannig: — Þetta er
intenmezzo yfir jarðarflör, sem
ekki hefur gerzt en gæti gerzt.
Einn kirkjugesta sér jarðarför-
ina þannig. Þetta er famtasía.
Hinn einþáttungurinn er í mjög
hefðbundnum stál. Og báðir
liggja þeir beint fyrir á yfir-
borðinu. Ekki nein krossgáta að
skilja þá.
Ur einþáttungnum Jón gamli.
sem Jón gamli og Lárus sem
Það er heillandi starf að vinna
að leikriti, sagði Matthías. Og
ex hann var spurður að því hvort
hann mundi þá ekki halda áfram
og skrifa íleiri leikrit, sagði
hann að ef til vill sé þetta eins
og að fara út í á, af þvá haldið
er áð þar sé vað á henni. Svo
sé maður allt í einu kominn út
í hylinn. Kannski bjargi maður
sér og kannski ekki. En aldrei
Gísli í hlutverki Frissa, Valur
Karl.
2#o herbergja íbúð
á 3. hæð við Hraunbæ, herbergi fylgir
í kjallara. Laus til íbúðar.
— Þið verðið að gera ykkur
grein fyrir að þetta er tilraun af
minni hálfu, enda er þetta til-
raunaleikhús, sagði Matthías.
Mér hefur þótt mjög skemmti-
legt að fá að gera hana. Þetta
eru fyrstu leikritin eftir mig, sem
mundi maður þó leggja aftur út
í, ef vitað væri að ekkert vað
væri þarna að finna. — En þetta
'hefur verið skemmtilegt og ekki
lofa ég að skrifa ekki aftur leik-
rit
E. Pá.
3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Hraun-
bæ, gott herbergi fylgir í kjallara. —
Glæsileg íbúð.
Einbýlishús í Kópavogi, 3 herb., eldhús
og bað. Stór lóð.
HÖFUM KAUPENDUR
að 2ja—6 herbergja íbúðum og ein-
býlishúsum. Einnig iðnaðarhúsnæði,
helzt á 1. hæð, mikil útborgun.
1 Síml 21735 SKIP & FASTEIGNIR Eftir lokun. 36329
Austurstraeti 18 III haeð
Nýtt útgerðarfé-
lag á Vopnafirði
Vopnafirði, 4. jan.
STOFNAÐ var hér útgerðarfé-
lagið Tangi h.f., og eru eigend-
ur þess Síldarverksimiðja Vopna
fjarðar (Vopnafjarðarhreppur)
og Tryggvi Gunnarsson, skip-
stjóri, Akureyri. Tilgangur félags
ins er að afla hráefnis fyrir verk
smiðjuna og söltunarstöðvar. í
stjórn eru Sigurjón Þorbergsson,
Tryggvi Gunnarsson og Sveinn
Sigurðsson. Framkivæmdastjóri
er Sigurjón Þorbergsson.
Félagið var formlega stofnað
15. des. 1©65.
Verið er að smáða nýtt skip
í Flekkefjord í Noregi, rúmlega
300 smálestir, sem afhent verður
í janúarlok. Skipið heitir Brett-
ingur NS 50. Skipstjóri á skip-
inu verður Tryggvi Gunnarsson,
en hann er frá Brettingsstöðum.
Á gamlárskrvöld voru undirrit
aðir samningar um kaup á
Kristjáni Valgeir GK 475 og
verður skipið afihent útgerðar-
félaginu Tangi 20. janúar.
— Ragnar.
STAKSTLI\Ali
Að moka snjó
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn
hafa að undanförnu verið að fár-
ast yfir því að ekki hafi nægi-
lega vel verið staðið að snjó-
mokstri í borginni í því tíðarfari,
sem hér hefur verið undanfarnar
vikur. f því sambandi er rétt að
vekja athygli á því, að ekki er
annað kunnugt en að aliar götur
bæjarins hafi verið færar á þess-
um umhleypingatíma og að
þannig hafi verið unnið að snjó-
mokstrinum á vegum borgarinn-
ar, að menn hafi komizt leiðar
sinnar eftir vild. En í þessum
efnum hlýtur jafnan að vera
mikil spurning hversu miklu
fjármagni af peningum skatt-
borgara skuli varið til snjó-
moksturs. Eins og menn vita er
ekki eirahlítt að moka snjóinn,
þegar hann er kominn, hann á
það til að koma aftur og þá
kannski enn meiri en áður. Borg-
aryfirvöldin hljóta fyrst og
fremst að stefna að þvi að halda
götum bæjarins færum, þegar
mikið snjóar, en ekki virðist á-
stæða til þess að eyða allt of
miklum fjármunum til slikra
hluta umfram það, sem brýnt er.
Urræði
F ramsóknarflokksiiis
— Nýir skattar
Tíminn gerir að umtalsefni f
forystugrein í gær vandamál
hluta bátaútvegsins og frystihús-
anna á komandi vetrarvertíð og
vekur athygli á, að norska þing-
ið hafi samþykkt fyrir jólin að
verja 720 millj. ísl. kr. til ýmissa
verðuppbóta í þágu útgerðarinn-
ar. Skýrir hlaðið frá þessu á
þann veg, að ekki verður annað
séð en að Framsóknarmenn telji
hér komna lausnina á þeim vanda
málum, sem við er að etja hér
á landi á þessu sviði og verður
því að líta á þetta sem fyrstu
vísbendinguna um stefnu Fram-
sóknarflokksins í málefnum út-
gerðar og frystihúsa. Það eru
sem sagt úrræði Framsóknar-
flokksins að leggja skuli á stór-
felldar skattaálögur tU þess að
leysa þennan vanda. Nú hefur
forsætisráðherra gert þessi mál
ýtarlega að umtalsefni, hæði á
Alþingi fyrir jólin og einnig nú
um áramótin og fer þvi ekki á
milli mála, að ríkisstjórnin vinn-
ur nú að lausn þeirra vanda-
mála, sem hér um ræðir. Um það
skal ekkert sagt hvort erfiðleik-
ar þessara atvinnuvega reynist
svo miklir að leggja verði þeim
verulegt fé úr rikissjóði, sem
ekki yrði gert á annan hátt en
með auknum skattaálögum, en
vissulega er það rétt stefna, að
leita allra annarra ráða áður en
til slíks kemur, ekki sizt þar sem
fyrir liggur að vandamál frysti-
húsa, minni báta og togara eru
mjög samofin og byggjast, að þvi
er frystihúsin varðar fyrst og
fremst á efnivöruskorti og að því
er togara og minni báta varðar á
fiskleysi og skorti á fiskimiðum.
Uppbygging
hóskólamenntunai
Vísir ræðir skólamálin í for-
ystugrein í gær og segir:
„Næstu stóru skrefin eru heild
arendurskoðun skólakerfisins og
áætlun um uppbyggingu háskóla
menntunar á íslandi. Þessi mál
hafa um nokkurt skeið verið í
höndum nefnda og sérfræðinga
og verða líklega svo enn um
tíma, því þau þarfnast gaumgæfi
Iegrar athugunar. Tillögum þess
ara nefnda er beðið af mikilli
eftirvæntingu, enda hefur greini
lega vaknað nokkuð aimennur
áhugi hcr á umbótum á þessu
sviði. Þá hafa kennarar og aðrir
skólamenn hvatt til, að endur-
skoðuninni verði flýtt sem kost-
ur er.“