Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 24
24 MORGVNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967. Lydia — Farðu í eitthvað utan yfir þig, sagði Rotschild við Lydiu. Hún sneri aftur inn í herberg- ið og kom svo fram í grárri kápu og með veskið sitt. — Komdu þá, sagði Rotschild. Sarbine stóð enn í ganginum, þar sem við höfðum skilið við hann. — A stöðina, svaraði Rots- child. — Hafið þér nokuð á móti því? Sarbine svaraði engu. Hann stóð þarna og konan hans líka, og maðurinn í stofunni sat kyrr þar sem hann hafði setið, og var að reykja vindling. Við geng um út úr ítíúðinni, hringdum á lyftuna og fórum niður og svo út á götuna, þegjandi. -— Þetta er ekki nema nokkrar húsaiengdir héðan, sagði Rots- child. — Við skulum bara ganga. — Já, víst skulum við ganga, samþykkti ég. Eftir E. V. Cunningham Rotschild tók upp vindil á ganginum og stakk honum upp í sig, en kveikti ekki í. Hann skaut sér í kryppu og gangur- inn hjá honum varð letilegur. Reiðin og leiðindin skinu út úr honum öllum, en kannski þagði hann, vegna þess, að hann vissi ekki, hvað hann átti að segja. Hvorugt okkar Lydiu sagði orð, og við gengum alla leið til stöðv arinnar þegjandi, og þegjandi eltum við Rotschild upp í skrif- stofuna hans. Hann benti okkur að setjast, settist svo sjálfur við skrifborðið, kveikti í vindlinum og horfði á mig, skuggalegur á svip. — Jæja, Harvey, sagði hann loksins. — Út með það! — Út með hvað? — Nú alla söguna. — Öll sagan er ekki annað : en það, að ég vildi ekki láta | myrða þessa stúlkukind. — Þvæla! sagði Rotsehild. — Ekkert annað en bölvuð þvæla. — Jseja, svona er það nú samt, hvort sem það er þvæla eða ekki. — En ef þú nú vildir segja mér, hvernig þú vissir, að þau ætluðu að myrða hana? — Það get ég ekki sagt þér. — Nú, það geturðu ekki? Þú hringdir mig upp með einhverja bölvaða reyfarasögu og dregur 18 mig alla leið í þetta hús, þeg- ar ég ætti að vera að éta heima hjá mér eins og kristinn borg- ari, og þú lætur mig sækja þessa dömu, og þegar ég bið þig um nánari greinargerð, þá þegirðu eins og þorskur. Nú stóð hann upp við skrifborðið og potaði í áttina til mín með vindlinum. Svo öskraði hann upp: — Nei, þú skalt, fjandinn hirði mig, fá að verða úti með alla söguna, Harvey eða ég skal flæma þig fcsS'ir® ««* "’k S. tssfr* og 9'Í»ond‘ all SET; [professionaT KRIS7JÁNSSON h.f. Ingólfsstrcsti 12 Símar: 12800 — 14878 Vanti yður skrifstofuvélar þá munið að vér höf- um á boðstólum hinar viðurkenndu sænsku FACIT OG ODHNER skrifstofuvélar, svo sem: KALKÚLATORA SAMLAGNINGARVÉLAR BÓKHALDSVÉLAR RITVÉLAR FJÖLRITARA BÚÐARKASSA Einnig F A C I T SKRIFSTOFUSTÓLA Eigin viðgerðarþjónusta. Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. Sisli c7. dofínsett u Vesturgötu 45. — Símar 12747 og 16647. Maður minn! Verðið skiptir hreint engu'máli. úr atvinnunni þinni, að mér heilum og lifandi. — Þá gerirðu það bara, sagði ég og yppti öxlum. — Og hvað svo um þig? hvæsti hann að Lydiu. — Hvað geturðu sagt þér til málsbóta? Lydia hristi bara höfuðið. — Ætluðu þau að drepa þig? — Það veit ég ekki, sagði Lydia. Hann hallaði sér aftur á bak í stólinn og starði á hana, með hálf opnum augum. — Segðu þetta aftur, sagði hann lágt. — Hvað? — Ég spurði, hvort þau hefðu ætlað að myrða þig. — Ég veit það ekki. — Hvað er orðið af málhreimn um þínum? Og hvar er fábjána- svipurinn. Lydia yppti öxlum. — Ég vil fá svar. Ertu frá Texas eða ekki? — Nei, ég er ekki frá Texas, svaraði Lydia. — Viltu þá ekki gera nánari grein fyrir þér. — Ég hef ekkert að gera grein fyrir, sagði Lydia. — Ef ég vil tala með suðrænum hreim, hef ég fullan rétt á því. Og ef ég vil segja, að ég sé frá Texas, þá á ég líka rétt á því. Ég er engin lög að brjóta. Hann leit af henni og á mig og síðan aftur á hana. — Þú getur sjálfsagt platað marga, Harvey, en bara ekki mig. — Ég er ekki með neinar til- raunir í þá átt, lautinant. Því er þér óhætt að trúa. Og heldur ekki er ég vitlaus. Ég borðaði í kvöld með honum Jack Finney, leikstjóranum. Hann sagði mér, að Gorman hefði verið vinur sinn og Gorman hefði sagt sér, að hann væri í lífshættu af völd um Sarbines. — Hvenær sagði Gorman hon um það? — 1 gær .... eða á mánudag- inn. — Svo að af því hefur þú ályktað, að Sarbine mundi myrða hana. Þú er lygari, Har- vey! — Nei, það máttu ekki kalla mig, Hreintekki. Hann sneri sér snöggt að Lydiu og spurði hana, hvernig hún hefði getað orðið við málið riðin. — Stalstu kannski men- inu? hreytti hann út úr sér. Nei, það gerði ég ekki. — Ég spyr enn: Hvað höfðu Sarbinehjónin við þig að at- huga? — Það veit ég ekki. — Hversvegna læstirðu að þér? — Af því að hann hr. Krim hérna hringdi til mín og sagði mér að fara inn til mín og af- læsa að mér. — Til hvers ættirðu að fara eftir öllu, sem Krim segir þér?, spurði Rotschild, fullur tor- tryggni. Af því að ég treysti honum. — Hvað segirðu? — Ég treysti honum. — Þú treystir Harvey Krim. Rotchild kinkaði kolli. — Já, aldeilis. Jæja, einhver verður víst að gera það. Líklega þarf einhversstaðar í heiminum að vera til einhver fábjáni, sem treystir Harvey Krim! — Nú er nóg komið, lautinantl sagði ég. — Jæja? Finnst þér nóg kom- ið? Og hvað ætlarðu að gera, til þess að það verði nóg, Har- vey? Ætlarðu að gefa mér einn á hann: Það þætti mér gaman. Ekkert meira gaman! Gerðu svo vel, Harvey! Reyndu. — Æ, hættu nú þessu, iautin- ant. — Jæja, segðu mér nú eitt! hreytti hann úr sér við Lydiu. — Reyndu þau að brjótast inn til þín, eftir að þú varst búin að aflæsa að þér? — Þau reyndu að opna hurð- ina. En ekki að brjóta hana. — Ætlaxðu þangað aftur £ kvöld? — Nei, ekki býst ég við því, sagði Lydia. — Hvar get ég fundið þig, ef á þarf að halda? — Það geturðu fengið að vita hjá mér, sagði ég. — Hjá þér?? Gott og vel, Harvey — þú ert búinn að plata mig og hafa gaman af. Næst kemur að mér. Snáfið þið nú burt, bæði tvö! Þegar við komum út á götuna, sagði ég við Lydiu: — Ef þér er sama þó að ég nefni það, þá ert þú vægast sagt einkennileg- ur krakki. — Af því að ég treysti þér? Gerir það kannski enginn annar? — Það er eftir því, sem það er tekið. Treystirðu mér raun- verulega. — Já, ætli ekki það. En hver* vegna er þessum lögreglumanni svona illa við þig? — Þetta liggur sumpart í upp- laginu, og sumpart e'r það vegna þess, að ég er ekkert sérlega elskuleg persóna. — Nei, það ertu víst ekki, svaraði hún. — En ætluðu þau virkilega að myrða mig? — Það er náttúrlega getgáta mín. Þú sást ferðakistuna, sem þau sóttu niður í kjallara. Það er tilgáta mín, að þau hafi ætlað að setja líkið af þér í hana. Þér finnst það sjálfsagt bjánaleg til- gáta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.