Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967. 11 mál, hefði það alltaf verið skoð un fræðsluyfir- valda borgarinn ar, að hér væri um mál að ræða, sem heyrði undir ríkið alveg eins og fræðsla í skólum. Haust- ið 1964 var Stefáni Ólafi Jóns- syni kennara falið að annast starfsfræðsluna, 1965 var hann settur til þess starfs að fullu og gegnir því nú með embættis- heiti námsstjóra Auður lagði áherzlu á, að fræðsluyfirvöld borgarinnar ættu að standa fast á því, að ríkið stæði undir kostn aði við starfsfræðsluna í>á gerði hún að umtalsefni þá gagnrýni sem fram kom á fund inum á skrifstofukostnað Iðn- skólans, og benti á að nemenda fjöldi Iðnskólans væri um 3000 á ári og kennsla færi fram í nám skeiðum. Segja mætti, að hér væri um marga skóla að ræða, og því ekki óeðlilegt þótt stjórnun- arkostnaður slíkrar stofnunar væri hærri en annarra skóla. Þá vakti Auður Auðuns at- hygli á því, að það sem fyrst og fremst hleypti upp rekstrar- kostnaði vistheimila á vegum 'borgarinnar væri launagreiðslur og nefndi sem dæmi vöggustof- una að Hlíðarenda en heildar- kostnaður hennar var árið 1966 3% millj. kr. en af þeirri upp- hæð voru 2 '/2 millj. launa- greiðslur. Úlfar Þórðarson (S). Úlfar vék í upphafi máls síns að afstöðu kommúnista til Borgarsjúkra- hússins og málflutningi þeirra við fyrri umræðu um fjárhags- áætlunina. Sagði hann, að þeir hefðu greinilega endurskoðað að nokkru afstöðu sína og nálgast staðreyndir. Rakti Úlfar síðan byggingarsögu sjúkrahússins í stórum dráttum, af því tilefni, að minnihlutaflokkarnir væru ætíð að narta í það mál og af vanþekkingu. Vorið 1954 hófust framkvæmd Ir við sjúkrahúsið. Það var á tímum fj árféstingarleyfa. Borg- arstjórn samþykkt þá nokkru áður einróma að hefja byggingar framkvæmdir og er því fyrir- hyggjuleysi, ef eitthvað hefur verið, á ábyrgð allra borgar- st j órnarf lokkanna. Fyrstu sex árin fær borgarstjórn fjárfest- ingarleyfi fyrir 3.7 millj. á ári. Á árunum 1961- 1964 voru veitt ar um 196 millj. króna til sjúkra hússins, árið 1965 um 50 millj. og 1966 um 60 millj. Ekki er hægt að álasa bygging arnefnd, sem starfaði á skömmtunartímum fyrir það, að fjárfestingarleyfin væru lág. Allar fjárfestingar- heimildir voru nýttar til fulln- ustu, en tölur sýna, að sjúkra- húsið var laust við að vera óska barn vinstri stjórnarinnar.. Að mínu mati hefur sjúkrahússmál- um ætíð verið heldur lítill skilningur sýndui, en þó hefur rofað til á síðustu árum þó mik- ið vanti enn. Þá kom fram í ræðu Úlfars, að sjúkrahúsnefndin hefði haft full samráð við yfirlækna sjúkra hússins eftir að þeir komu til sögunnar. Röntgendeildin, sem tekin var í notkun í vor, er þannig úr garði gerð, að leita má víða, ef finna á röntgendeild, sem stendur henni á sporði. Það er auðvelt að finna að, kasta steini að þeim aðilum, er byggja sjúkrahús, eins og Borg- arsjúkrahúsið. En menn skyldu hafa í huga, að það er byggt á tímamótum í læknisfræði. Þess vegna er allt er það varðar meira og minna háð breytingum. Venjuleg verkfæri til sjúkra- húsa hafa t.d. hækkað um 12% á ári hverju á erlendum mörkuð um. Ekki verður hjá því komizt, að finna grundvöll samstarfs ríkis og borgara um spítalamál. Þá verður ríkið að standa skil á sínum hluta byggingarkostnaðar Borgarsj úkrahússins. Björgvin Guðmundsson (A) sagði fulltrúa Alþýðuflokksins ekki flytja breytingartillögur við fjárhagsáætlunina, en æski- legt væri, að hægt yrði að auka framlög til skólabygginga, íþróttamannvirkja og íbúðabygg inga. Slíkt væri þó ekki kleift nú vegna verðstöðvunarstefn- unnar. Björgvin flutti breytingartil- lögu við tillögu Alþbl. um íbúða- byggingar, sem fól í sér, að þær skyldu einnig ætlaðar ungu fólki. Bragi Hannesson (S): Borgar- fulltrúar Alþýbl. bera fram till. um hækkun aðstöðugjalda og væntanlega er það þeirra inn- legg í það að bæta aðstöðu at- vinnuveganna. Ég lýsi mig and- vígan þessari till. vegna þess, að ég álít, að þetta verði át- vinnuvegunum til byrði eins og nú er og einmitt út frá því sjón- armiði líka, að ég er hræddur um, að þessi till. geti orðið iðnaðinum til erfiðleika, en eins og kunn- ugt er, veitir hann flestum borgarbúum atvinnu, af atvinnu vegum þeim, sem eru í borg- inni. Vegna till. þeirrar, sem hér liggur fyrir frá borgarfltr. Alþb um hitaveitumál, má minna á umr. þær, sem áttu sér stað i borgarstjórn í byrjun nóvember um Hitaveituna í tilefni af till. Guðmundar Vigíússonar borgar- ftr. Skýrt var frá því, að Reykja víkurborg hefði gerzt aðili að samstarfi sveitarfélaganna í ná- grenninu um að láta bora 8 hol- ur og þar af 2 í Reykjavík í rannsóknarskyni. Er nú fengið loforð frá jarðhitasjóði fyrir 20% af áætluðum heildarkostn- aði. Jafnframt má á það minna, að í framkvæmda- og fjáröflun- aráætlun Reykjavikurborgar 1967-1970, eru áætlaðar 32 millj. kr. í boranir og virkjun á heitu vatni. Eins og rætt hefur verið áður um í borgarstjórn, gekk ver að afla lánsfjár til Hitaveit- unnar á þessu ári, en ætlað hafði verið, en samtals nemur lánsfjáhhæðm á árinu um 55 millj. kr. Þar af er sænskt lán 20 millj. kr, enskt lán 25 millj. Framhald á bls. 12 Verzluiiarhúsnæði - Miðhorg Verzlunarhúsnæði óskast til leigu. Kaup gætu komið til greina. Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „8332“. DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ! Nýtt námskeið er að hefjast. — Innritun hafin. Meðal annars fjallar námskeiðið um: Öðlast öryggi og sjálfstraust. Beita sannfæringakraftinúm. >}?- Muna nöfn. Fljóta og auðvelda aðferð til að halda ræðu. Halda áhyggjum í skef jum og draga úr kvíða. -sjý Þjálfa hæfileika sína, að umgangast fólk. Losna úr viðjum vanafestunnar. -jk Komast lengra í sínu starfi og afla meiri tekna. Dale Carnegie námskeiðið hófst í Bandaríkjunum 1912. Starfar nú um allan heim og hafa yfir 1.000.000 karla og kvenna útskrifazt. Hringið í síma 3-0216 og leitið frekari upplýsmga. KONRÁÐ ADOLPHSSON. P.O. Box 82. — Reykjavík. TIL LEIGU verzlunarpláss fyrir kjöt- og ný- lenduvörur, einnig getur fylgt sérpláss fyrir brauðsölu, flskbúð eða kvöldsölubúð. Upplýslngar í sínia 14501 og 15444 r r Fimmtudag 5. ]an. kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu VÖRÐUR HVÖT SPILUÐ FÉLAGSVIST Sœtamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstœðisflokksins á venjulegum skrifstofutíma Húsið opnað kl. 20 Lokað kl. 20.30 HEIMDALLUR ÓÐINN Clœsileg spilaverðlaun Happdrœtti ÁVARP Dr. Bjarni Benediktsson fors€L..sráðherra Skemmtiþáttur 2 þekktir leiku.ur flytja Dans Dr. Bjarni Benediktsson Skemmtinefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.