Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 20
20
MORGUNPTAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967.
Frá matsveina-
og veitingaþjónaskólaíiiim
Kvöldnámskeið fyrir matsveina á fiski- og flutn-
ingaskipum hefst þriðjudaginn 10. jan.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans mánudag-
inn 9. jan. kl. 7—8 e.h.
Nánari uppl. í síma 19675 og 17489.
Skólastjóri.
<?■ ~Bi
mímir
Fjölbreytt eg skemmtilegt tungumála-
nám. — Símar 1 000 4 og 2 16 55 (kl. 1—7).
malas::olrnim mmm
Hafnarstræti 15 og Brautarholti 4.
ÍBÚÐ í VESTURBORGINNI
Höfum til sölu ca. 160 ferm. 5—6 herb.
íbúð í tvíbýlishúsi í Vesturborginni. —
íbúðin selst tilbúin undir tréverk og hús-
ið fullfrágengið að utan, með hurðum og
tvöföldu gleri. — Stór bílskúr og sameign
í kjallara fylgir.
MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA,
Agnar Gútsafsson, hrl.,
Björn Pétursson,
F asteignaviðskipiti,
Austurstræti 14. — Símar 22870 og 21750.
Utan skrifstofutíma: 35455 og 33267.
ÞR
Dansnámskeið
Námskeið í gömlu dönsunum, byrjanda- og fram-
haldsflokkar, hefjast mánudaginn 9 .jan. og mið-
vikudaginn 11. jan. í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu. Einnig námskeið í þjóðdönsum. Innritun og
upplýsingar í síma félagsins 12507. Skírteinaaf-
hending fer fram að Fríkirkjuvegi 11, laugardaginn
7. jan. kl. 2—5 e.h.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
- MINNING
Framhald af bls. 18.
voru bernsku og æskustöðvar
Skúla og er mikils um vert, þeg-
ar saman fer kynstórar og góðar
ættir og gott uppeldi.
Ekki veit ég með vissu hvernig
á því stóð ,að Skúli gekk ekki
menntaveginn, svo góðum gáf-
um, sem hann var gæddur, elzti
sonurinn á efnuðu fyrirmanna-
heimili, bar nafn afa síns pró-
fastsins á Breiðabólstað og virt-
ist hafa öll skilyrði til að ganga
þá lifsleið. En þessu mun hann
hafa sjálfur ráðið og foreldrarn-
ir nógu vitrir til þess að láta
unga manninn sjálfráðan um val
á lífsstarfi. Að sjálfsögðu var
Skúli ákveðinn í að afla sér al-
ménnrar menntunar. Hann fór
16 ára gamall í Flensborgarskól-
ann, en hann var á þessum tím-
um helzta athvarf námfúsra
æskumanna og komu frá honum
margir framtakssamir menn, sem
hafa skilið eftir sig mörg heilla-
drjúg spor í íslenzku þjóðlífi.
Var Flensborgarskólinn hér sunn
anlands hliðstæður Möðruvalla-
skólanum norðanlands. Skúli
kom í Flensborg sama haust og
séra Magnús Helgason kom þang
að kennari í fyrsta sinn. Mun
þeirn Kiðjabergshjónum hafa þótt
gott, að hinn virðulegi vinur
þeirra gæfi hinum unga syni
þeirra gætur. Það mun hafa
verið létt verk. Skúli stundaði
nám í tvo vetur í Flensborg, en
haustið 1907 fór hann til Hvann-
eyrar til eins vetrar náms í
bændaskólanum þar,. en það
haust byrjaði Halldór Vilhjálms-
son skólastjórn. Að Hvanneyrar-
dvölinni lokinni fer hann haust-
ið 1908 til Danmerkur og stund-
ar nám í Dalum búnaðarskóla
á Fjóni líklega í tvo vetur, en
notaði vor og sumar til verk-
legs náms á dönskum Iherra-
garði, eins og dönsk stórbýli
voru kölluð á þeim árum. Hann
kemur svo heim vorið 1910 og
réðst þá starfsmaður Búnaðar-
sambands Suðurands, aðallega að
vorinu til og fram eftir sumri
og var aðalstarfið umferða-
plægingar, tilraunareitir í gras-
rækt og mæling jarðabóta. En
nú var í mörgu að snúast. Unga
fólkið var upptendrað af leiftr-
andi áhuga fyrir ungmennafélags
starfinu og eitt af mörgum áhuga
málum ungmennafélaganna voru
íþróttirnar. Til þess að ná ár-
angri þótti sjálfsagt að stofna
íþróttasamband. Eftir mikinn
undirbúning var íþróttasamband
ið Skarphéðinn stofnað haustið
1910, og Skúli kosinn í fyrstu
stjórn þess, en um sumarið 9. júlí
var fyrsta íþróttamót hins vænt-
anlega sambands haldið að Þjórs
ártúni. Á því íþróttamóti var
Skúli Gunlaugsson einn af átján
kappglímumönnum. Hann hafði
alla ævi lifandi áhuga á íþrótt-
um, las alla tíð íþróttafréttir dag
blaðanna af gaumgæfni og áhuga
á árangri unga fóiksins í íþrótt-
um.
Skúli starfaði hjá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands þangað til
Nýju jarðræktarlögin gengu í
gildi 1923, mældi jarðabætur
síðast það ár. Árið 1924 gerast
merk þáttaskil í lífi Skúla Gunn-
laugssonar, þá gerist hann bóndi
í Bræðratungu. Tildrög að því
má rekja til konungskomunnar
1907. í þeirri för var Sven
Poulsen, lögfræðingur, fréttarit-
ari Berlings og fengu þeir Dan-
irnir áhuga fyrir stórbúsikap á
íslenzku höfuðbóli. Nokkrum ár-
um seinna stofnaði Svend Poul-
sen hlutafélag og keypti Bræðra
tungu ásamt fimm hjáleigum.
1916 kemur Poulsen til íslands
til að skoða höfuðbólið og var
þá Skúli ráðinn fylgdarmaður
hans. í þessari 5 daga ferð varð
þeim vel til vina danska ritstjór-
anum og Skúla, sem entist með-
an báðir lifðu. Árið 1922 bauð
Poulsen Skúla til nokkurra mán-
aðar dvalar í Danmörku, til að
kynnast dönskum landbúnaði, en
til þess lágu þau drög, að 1921,
er Kristján X kom til íslands,
var Poulsen fréttaritari Berlings
í annað sinn, en Skúli var einnig
í fylgdarliði konungs af íslands
hálfu, og samdist þá svo á milli
þeirra ,að Skúli tæki Bræðra-
tungu og færi að búa þar, sem
varð eins og áður er getið 1924.
Síðan hefur Skúli búið þar óslit-
ið til æviloka í 42 ár með mesta
sóma, búið þar á íslenzka vísu,
en ekki danska, eins og Poulsen
hinn danski, ritstjóri Berlings
hefur sennilega hugsað sér. Var
Poulsen lítilsháttar með í bú-
skapnum fyrstu 7 árin, en hætti
þá, þegar stórbúskapardraumar
hans voru að engu orðnir, seldi
hann íslenzka ríkinu Bræðra-
tungutorfuna alla 1936. Þannig
endaði þetta islenzk-danska bú-
skaparævintýri. Síðustu árin hef
ur Sveinn sonur Skúla haft ábúð
á hálfri jörðinni og búið að
nokkru leyti félagsbúi með föður
sínurn.
Þegar Skúli kom í Bræðra-
tungu, varð hann vitanlega að
segja skilið við þau trúnaðar-
störf, sem fallið hödðu í hans
hlut í æskusveit hans, Gríms-
nesi. Þar var hann meðal annars
í hreppsnefnd og þótti mjög fá-
títt, að ungur búlaus maður væri
kosinn í hreppsnefnd. Þá var
hann ungur kosinn í stjórn bún-
aðarfélags hreppsins, gekkst
fyrir stofnun búfjárræktarfélaga
bæði í nautgriparækt og hrossa-
rækt og var góður liðsmaður í
ungmennafélaginu.
Má vera, að hann hafi haft
fleiri störf með höndum þótt
mér sé það ekki kunnugt.
Þótt ég telji, að Tungnamenn
taki jafnan vel á móti aðkomu-
mönnum, fór það svo að fyrstu
árin voru Skúla ekki falin trún-
aðarstörf. Það myndaðist því
eins konar félagsleg eyða í lífi
hans og mun honum hafa þótt
alltómlegt og var ekiki að undra,
slíkur félagshyggjumaður sem
hann var. En þetta átti eftir að
breytast. Árið 1928 er merkisár
í lífi hans, að því leyti, að þá
er hann, með nokkurra vikna og
mánaða millibili kosinn í hverja
trúnaðarstöðuna eftir aðra. Fyrst
um vorið er hann kosinn í
hreppsnefnd og gegndi því starfi
þangað til á síðastliðnu vori, að
hann baðst undan endurkosningu
og var oddviti í 20 ár. Seinna um
vorið var hann kosinn í sýslu-
nefnd, kosinn í stjórn Búnaðar-
félags Biskupstungna og naut-
griparæktarfélagsins, sem hann
var lengi formaður fyrir og um
haustið kosinn deildarstjóri I
Biskupstungnadeild Sláturfélags
Suðurlands og var hann einnig
endurskoðandi þess síðan 1950.
Hann var deildarstjóri Kaupfé-
lags Árnesinga frá stofnun þess,
lengi í varastjórn og í stjórn þess
síðustu 6 ár ævinnar. Þá átti
hann sæti í skólanefnd héraðs-
skólans á Laugarvatni um all-
margra ára s’keið.
Sem oddviti hafði hann yfirum
sjón með öllum meiriháttar fram
kvæmdum í sveitinni, þótt ýms-
ir aðrir menn sæju um dagleg
störf við þessar framkvæmdir,
svo sem réttabyggingu, barna-
skóla, félagsheimili og ýmsar
smærri byggingar.
Öll hin margháttuðu störf sín
leysti Skúli af höndum með
hinni mestu prýði og einstakri
trúmennsku og alúð. Er vand-
fundinn jafningi hans í ósér-
hlífni og samvizkusemi. Honum
var félagshyggja í blóð borin og
hafði hinn fyllsta skining á því,
að menningarmál sveitanna og
reyndar megin þorra þjóðarinn-
ar, verður að leysa á félagsleg-
uim grundvelli.
Skúli Gunnlaugsson var víð-
sýnn hugsjónamaður, þótt hann
hefði ekki hávaðasamar orðræð-
ur um slíkt. Er enn ógetið eins
þáttar í lífi hans frá æskuárun-
um. Á þeim árum var Gestur
á Hæli mjög umsvifami'kill mað-
ur, sem færðist mikið í fang, var
umtalaður og umdeildur eins og
allir hugsjóna- og athafnamenn,
sem sjá gegn um holt og hæðir
framtíðarinnar. Þeir Gestur og
Skúli voru miklir vinir og fé-
lagar o£ var Gestur nokkru eldri,
Skúli hreifst af djörfung hans,
framsýni og athafnasemi. Hann
verzlaði með láð og lög eins og
aðrir með smávægilegan varning.
— Á þessum árum fór mikil og
sterk alda um Suðurland, og
sjálfsagt víðar, að kaupa upp
vatnsorku. Útlend auðfélög buðu
bændum gull fyrir fossa og fúð-
ir. Þetta þótti Gesti allillt og
vildi koma í veg fyrir, að vatns-
aflið íslenzka yrði eign útlendra
auðhringa. Þeir félagar Gestur
og Skúli brugðu hart við og
stofnuðu fossafélag, hlutafélagið
Sleipnir. Gerðust margir merkis
bændur í Árnesþingi hluthafar
í þessu félagi, aðallega þeir, sem.
bjuggu meðfram Hvítá, því sú
á var aðalkeppikefli félagsins.
Heimsstyrjöldin fyrri breytti
mörgu og Gestur dó 191®, og
langt fjárhasglegt erfiðleikatíma
bil með heimskreppu og íslenzka
kreppu, sem gekk af mörgum
hugsjónum dauðum.
Útlendu fossafélögin lögðust
fram á lappir sínar og seldu
íslenzka ríkinu öll sín vatnsrétt-
nidi í Þjórsá fyrir 6—7 herbergja
íbúðarverð nú á dögum. Þann
kaupsamning gerði Hermann
Jónasson í raforkumálaráðherra-
tíð hans. Það var þvi ekfki að
undra þótt þetta litla íslenzka
fossafélag yrði að leggja upp
laupana. En gaman var að ævin
týrinu, hugsjónunum og kjarkin
um. Gestur á Hæli átti frum-
kvæði og framkvæmd að stjórn-
málasamtökunum „Óháðir bænd-
ur“, sem buðu fram lista við
landskjörið 1916 og komu manni
að. Mér er vel kunnugt, að Skúli
var með í ráðum, þegar til þess-
ara samtaka var stofnað, þótt
hans væri minna getið, enda gat
hann alla tíð vel unnt öðrum
að standa í sviðsljósinu. Þessi
samtök urðu grundvöllurinn sem
Framsóknarflokkurinn var stofn
aður á.
Ljúft er mér að minnast hinna
mörgu og margvíslegu starfa,
sem við Skúli áttum saman um
46 ára skeið. Fórnfýsi hans í
starfi á sviði félagsmála var
eiginlega engin takmörk sett.
Þegar hann vann að þeim nauð-
synjamálum, gleymdi hann með
öllu tíma og fjármunum í eigin
þágu. Það var andleg heilsubót
að vinna með honum að þessum
málum.
Skúli Gunnlaugsson var frá-
bærlega vinsæll maður. Góðvild
hans og tillitssemi til alls og
allra var einstök. Það var ekki
utanað láerð lexía, til að sýnast
Framhald á bls. 27.