Morgunblaðið - 15.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1&67. ÚR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavík Þeim tveimur línUbátum, sem róa frá Reykjavik, gaf aldrei á sjó alla vikuna. Einn bátur hefur lagt ýsunet ®g aflar vel, 3—4% lest í 10 net, eem hann vitjar um í einu, en alls ér hann með 24 net 1 sjó. Hann gat farið í netin alla vik- una, þótt veðrið væri oft slæmt. Þetta er allt stór og góð ýsa, sem öll fer í bæinn. Báturinn er Víkingur, 36 lestir, íkipstjóri Guðjón Halldórsson, .Vestfirðingur. Mb Örn var eini báturinn, sem kom með síld til Reykjavíkur að austan í vikunni, 260 lestir, sem allt fór í frystingu. Nokkrir bát- ar komu með suðurlandssíld til Grindavíkur og Þorlákshafnar. tem var ekið til Reykjavíkur til Vinnslu. Enginn togari kom til Reykja- víkur í vikunni til löndunar þar. Hins vegar komu nokkrir togarar við á leið með afla sinn á erlend- an markað. Einnig komu nökkr- ir togarar úr söluferðum og tóku is. Afli hefur heldur verið að glæðast hjá togurunum, margir verið að fá 150—200 lestir í túr. Er þetta heldur betra en var í fyrra á sama tíma. 10 togarar stunda nú veiðar frá Reykjavík, 2 eru á milli gangna «ins og er, 3 togarar stunda nú veiðar frá Akureyri, 3 frá Hafn- Wfirði og 1 frá Akranesi. Alls eru því 17 togarar, sem nú eru að veiðum. Þessir togarar og bátar seldu afla sinn erlendis sl. viku: Sur- prise 43 lestir af fiski DM 55.317 og 164 lestix af síld DM 84.369, Gísli Árni 156 lestir af síld DU 84.291, Þorsteinn 122 lestir af síld DM 66.940, Röðull 90 lest- ir, af fiski £ 9.562, Harðbakur 134 lestir af fiski £ 18.217, Neptunus 104 lestir af fiski £ 9.907, og Víkingur 196 lestir af fiski £ 18.556. Þrír íslenzkir togarar munu 6elja í næstu viku í Bretlandi. .Vestmannaeyjar Um 20 bátar róa nú með línu frá Eyjum. Afli var tregur síð- ustu viku, enda leiðindasjóveður. Trollbátar gátu lítið verið að. Janúar er venjulega dauður tími hjá trollbátunum bæði vegna lít- ils afla og oft ógæfta. Töluverð löndun var á síld framan af vikunni, bæði að aust- an og af heimamiðum, oft um 1000 lestir á dag. 30—40 bátar munu stunda netaveiðar, sem byrja vart fyrr en í febrúarlok eða marzbyrjun. Keflavík Róið var 3 daga vikunnar, og var afli mjög rýr, 2—5 lestir í róðri, og er það með því léleg- esta, sem verið hefur í haust og vetur. Akranes Sjóveður voru slæm síðari hluta vikunnar og ekki róið nema 3 daga. Aflinn hjá línu- bátunum komst niður í 3% lest, en var flesta dagana 6—8 lestir. Höfrungur kom með 60 lestir «ð suðurlandssdld frá Eyjum, og fóru 20 lestir í frystingu, hitt í bræðslu. Sandgerði 12 bátar róa nú með línu. Afli er jafntregur og áður, ef ekki enn rýrari. Algengasti afli er 2%—4 lestir. Hjá togbátunum er nauðatregt, enda sjaldan næði. Allir síldarbátarnir eru fyrir ■ustan. Esbjerg bregst Sú var tíðin, að íslenzku togar- ■rnir sigldu með hvern saltfisk- farminn á fætur öðrum til Es- bjerg og seldu hann þar fyrir ágætt verð. Fiskurinn var fluttur í járnbrautarlest til Ítalíu. ís- lendingar eru fyrir löngu hættir að veiða fisk í salt, og var ein aðalorsökin sú, hve illa gekk að manna togarana, en é saltfisk- veiðar þarf miklu fleiri menn. En Færeyingar héldu áfram að veiða fisk í salt á sínum stóru togurum, sem ekkert gefa eftir þeim beztu íslenzku. En nú hefur komið babb í bátinn. Italía er hætt að kaupa saltfisk, sem fer um Esbjerghöfn, og hefur þetta valdið miklum erfiðleikum, ekki einungis færeyskri togaraútgerð, heldur líka í Esbjerg. Er kennt um ósamkomulagi ítalskra fisk- kaupmanna innbyrðis. Fiskverðið í EBE í Rómarsáttmála Efnahags- bandalags Evrópu, sem oft er nefndur í fréttum, er gert ráð fyr- ir, að sama lágmanksverð sé í öll um EBE-löndunum á fiski af sömu gæðum. Reynist ekki unnt að selja fyrir lágmarksverðið, er ætlazt til, að fiskurinn sé tekinn af markaðnum og væntanlega hagnýttur á einhvern sérstakan hátt. Kannast þeir við þetta, sem selt hafa togarafisk í Þýzkalandi, fiskinn undir vissu lágmarks- þar sem ekki er leyft að selja verði. Fjármagnið til að halda lág- marksverðinu, á að koma frá sjóði, sem aðildarríkin leggja fé L Fróðlegt væri að vita, hvort þessi ákvæði þýddu það, að sama lágmarksverð væri á fiski á ís- landi og t. d. í Þýzkalandi, ef ís- land væri aðildarríki að EBE, þótt Island sé svona fjarri fisk- mörkuðum Evrópu og hinum að- ildarríkjunum. Meginstefna EBE er, sem kunn ugt er, að vernda aðildarlöndin með háum innflutningstollum, en afnema alla innbyrðis tolla. Perú herðir eftirlitið Frá 1. janúar verður allur út- flutningur á fiskimjöli frá Perú háður leyfisveitingum. Frionor austur fyrir tjald Sölumiðstöð þeirra Norðmanna á frosnum fiski, Frionor, ráðgerir að setja upp fiskbúð í miðri Prag í Tékkóslóvakíu og selja þar frosinn fisk. Norðmenn með 27% aukningu. Norðmenn veiddu 2,6 millj. lesta af fiski á sl. ári að verð- mæti 7,8 milljarða króna upp úr sjó. Þetta er sjálfsagt einir 15 milljarðar króna af fullunninni vöru. Þetta er mun meira en heildarverðmæti alls útflutn- ings íslendinga. Útflutningur ís- lendinga á sl. ári getur reynzt um 6 milljarðar króna. Norðmenn og vetrarsíldveiðarnar Norski síldveiðiflotinn er nú tilbúinn að sigla á miðin, þegar vart verður við síldina. Finn De- vold spáir, að síldin verði að þessu sinni seinna á ferðinni en vanalega, jafnvel ekki fyrr en um miðjan febrúar. Venjulega byrjar veiðin upp úr miðjum janúar. Þá spáir Devold lítilli veiði í vetur við Norður-Noreg. Við þé, sem gerast óiþolininóðir að bíða eftir síldinni, segir Finn Devold, að það geti sjálfsagt heppnazt að sækja síldina þang- að, sem hún er núna, 100 mílur austur af Dalatanga, en hann trúi því ekki, að neinn hætti á það um þetta leyti árs. Eftir þeirri reynslu, sem hann hafi eftir margar ferðir á þessum slóðum, megi gera ráð fyrir tveimur fárviðrum í janú- ar og febrúar. Og í fárviðri er sannarlega ekki neinn leikur að vera á hafinu með hálfa eða fulla lestina af síld, jafnvel þótt á hinum fullkomnustu síldarskip- um sé. Tveir fundir Landssamband islenzkra út- vegsmanna og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna héldu sinn fundinn hvort í vikunni til að ræða vanda mál útvegsmanna og frystihúsa- eigenda. Á fundi LÍÚ var skýrt frá ákvörðun yfirnefndar um óbreytt fiskverð irá 1966 og fyrirheiti ríkisstjórnarinnar um að greiða 8% uppbætur á það úr ríkis- sjóði. Sr. Jón Auðuns dómprófastur Samhyggð * Samráð hafði verið haft við framkvæmdaráð LÍÚ, á meðan málið var til meðferðar í yfir- nefnd og hjá ríkisstjórninni, og hafði framkvæmdaráð fallizt á þessi málalok fyrir sitt leyti. Fulltrúi sjómanna hafði einnig samþykkt þessa lausn. Fundurinn féllst einróma á gerðir fulltrúa síns í yfirnefnd- inni. Mönnum þótti þó miður, að ekki skyldi fást 10% verðupp- bót eins og þingmannanefndin hafði lagt til, enda þörfin mikil. Þessum sunnudegi lætur helgi- siðabókin fylgja einhverjar þær fegurstu lifsreglur, sem finnast í bréfum Páls, og þótt víðar í helgiritum væri leitað. Þeim lýk- ur svo: „Fagnið með fagnendum. Grát- ið með grátendum": Gleðjist með þeim, sem eru glaðir, skiljið þeirra fögnuð og fagnið yfir velgengni þeirra. Grátið með þeim, sem gráta, reynið að skilja þeirra'harm og gjöra hann að harmi yðar. Fisklöndun í Grindavík. En þótt ríkisstjórnin væri öll af vilja gerð til þess að ganga lengra til móts við útgerðarmenn en þessi 8% og skyldi vel þörf þeirra fyrir meiri úppbætur, treysti hún sér ekki til þess að ganga lengra, til þess að raska ekki jafnvægi í hinum viðkvæmu verðlagsmálum. Á fundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna var skýrt frá því, að fulltrúar S.H. og SÍS hefðu rætt við forsætisráðherra og sj ávarútvegsmálaráðherra ásamt efnahagsmálaráðunaut ríkisstjórn arinnar um vandamál frystihús- anna. Fóru þær viðræður fram í fullri vinsemd og skilningi. Varð samkomulag um að skiþa nefnd til að reyna að leysa að- steðjandi vanda frystihúsanna vegna stóraukins rekstrarkostn- aðar á sl. ári og mikils verðfalls á frosnum fiski. Á fundinum voru samþykktar nokkrar tillögur, sem áður hafa birzt í blöðunum. Var fundinum siðan frestað, þar til nefndin hefði_ lokið störfum. Báðir þessir fundir voru fjöl- sóttir, sem sýndi vel, hve skór- inn kreppir nú að útvegsmönn- um og frystihúsaeigendum. Lífskjörin Allir viðurkenna, að lífskjörin hafa farið batnandi undanfarið, þótt ekki sé jafnhátt haft um það alls staðar. Hvarvetna hlýtur að vera stefnt að því öðru frem- ur að bæta lífskjör almennings, þótt menn kunni að greina á um leiðirnar. Nokkur undanfarin ár hefur seinna árið alltaf verið því fyrra betra. Framleiðsla þjóðarinnar hefur aukizt jafnt og þétt og út- flutningurinn að sama skapi. Fólksfjölgun hefur verið með því meira sem gerist hjá hmum vest- rænu þjóðum. En sl. ár tó'ku útflutningsvörur landsmanna að falla á erlendum markaði. Þetta átti bæði við um síldarafurðir, lýsi og mjöl, og frosinn fisk, en þetta eru ein- hverjar mikilvægustu vörurnar í útflutningi landsmanna. Þetta var því mikið áfall, sem á eftir að segja til sín í þjóðarbúskapn- um á mörgum sviðum. Hér er ekki um neinar smá- upphæðir að ræða, því að lýsið og mjölið féll í verði um % og frosni fiskurinn um %. Enn sem komið er hefur hann þó ekki all- ur fallið svo mikið. Hættan vofir þó yfir og eins yfir saltfiskinum, eftir því sem siðustu fréttir herma. Síldarlýsi og mjöl var flutt út sl. ár fyrir um 2000 millj króna og freðfiskur fyrir um 1250 millj. króna, svo af því má nokkuð ráða, hvað hér er um að ræða. Ríkisstjórnin hefur brugðizt við vanda útflutningsframleiðsl- unnar með því að gera tilraun til að stöðva verðhækkanir og greiða útflutningsuppbætur. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert, en haggar ekki þeirri stað- reynd, að þegar minna fæst fyr- ir útflutningsafurðirnar, hefur kakan minnkað, sem skipta skal milli landsmanna. Enginn segir neitt, þegar lífs- kjörin fara batnandi, en viðbúið er, að kurr gerði fljótt vart við sig, ef það. væri á hinn veginn. Það má vel vera, að menn beri sig illa, þegar meiri eftirspurn Framhald á bls. 19 Af hverju verður fæsluni mönnum þetta kleift? Vegna þess, að fæstir eru menu til að lifa fyrir nokkuð annað og meira en sín einkasjónarmið, sína hagsmuni, sinn geðþótta, sínar nautnir, sína gleði. Undir þessu oki hefir mann- kynið búið frá örófi alda. Og þó benda okkur yfir þetta, yfir þessa skefjalausu einkahyggju allir miklir menn, guðmenni, sjáendur og skáld. Hinn merkilegi „Mýstiker" og hið mikla skáld, Walt Whitman, sagði: „Þegar ég sé þjáningu hins þjáða manns, þanf ég ekki að spyrja um líðun hans og hag. Ég verð sjálfur að hinum þjáða manni“. Mikið verða allar varajátning- ar lítilfjörlegar, allur klerkdóm- ur snauður, allar kreddur fá- tæklegar, allur messuskrúði gagn laus, allir helgisiðir fölir, allur helgisöngur hjáróma hjá slíku — kærleikslifi. Enda er hér Krists^ lífið sjálft á ferð. < Fágætt er það. Já, vafalausl það. Og þó þekkir enginn mað- ur mannshjartað. Þú ekki hjarta þitt, hvað þá annarra manna. E* óhugsandi, að Guð sjái meira a$ þessu kærleikslífi, þegar hann horfir inn í hjörtu mannanna, ea flestir hyggja? Mér verður stundum að hugsa, að raunar væri lífið óþolandi með öllu, ef það væri jafn snautt að kærleiksgöfgi og jafn auðugt að andstyggð og syndapredikarar og afturhvarfspostular hafa viljað vera láta. Hvað mætti Guð hugsa unv sköpunarverk sitt, ef mannlífið, mannshjartað, væri eins fullt aí andstyggð og kirkjukenningin um gjörspillt manneðli staðhæi* ir? 1 sköpunarsögu Gamla testa- mentisins segir, að þegar Guð hafi litið yfir verk sitt að aflok- inni sköpun heimsins, hafi hon- ' um þótt það „harla gott“. Ég trúi því, að verk hans hafi raunverulega verið „harla gott** og að hann hafi vitað, hvað hann var að gera. Ég trúi því, að hann hafi ekki skapað syndlausa mann veru, heldur mannveru, sem vaf ófullkomin og breyzk en átti sé* og á stórkostlega möguleika. Þannig trúi ég því, að á bak við syndina, veikleikann, yfirsjón- irnar, gönuhlaupin, sé dýpra ráð staðfest og æðri markmið en menn hafa komið auga á enn að fullu. Ég felli mig betur við þá trú en hina, að satan hafi 1 höggormslíki smeygt syndinni inn í mannlífið, án þess Guð hafi fengið rönd við reist. Ég held að fyrstu foreldra* okkar á jörðu hafi verið ennþá » miklu fjær því en við, að eiga þá samhyggð, sem postulinn boð- ar í þeim orðum Rómv. bréfsins, sem þessum sunnudegi fylgja. „Fagnið með fagnendum,‘, gjör- ið gleði annarra að gleði yðar. „Grátið með grátendum", — ekki svo, að menn eigi að úthella táraflóði með öðrum yfir því, sem ekki er táravert. Néi, ep leggið þá stund á samhyggðina, sem er grunntónn alls, sem Kristur kenndi og enginn hefir lifað eins og hann. Ég er ekki viss um það, að nokkur geti eignast þetta dýra hnoss, þetta mikla verðmæti, ef vafurlogar ódauðleikavissunnar leika ekki um hugarheim hans * allan. í því Ijósi lærir maðurinn að skynja skuld sína við Guð og skuldina við aðra menn. Þína skuld greiðir enginn fyrir þig. En getur þú greitt hana með öðru en góðvild, samúð, sam- hyggð með öðrum mönnum? Þekkir þú aðra leið? Ekki get ég bent þér á hana?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.