Morgunblaðið - 15.01.1967, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR «5. JANÚAR 19C7,
r
mét
li
f SCMAR og allt fram í miðj
an desember var unnið að
lagningu vatnsleiðlu úr landi
Syðstu-Merkur til sjávar á
Krosssandi í Bakkalandi, en
vegalengdin er um 22,5 km.
Samkvæmt upplýsingum
Þórhalls Jónssonar, verk-
fræðings, sem unnið hefur að
þessari framkvæimd fyrir Vest
mannaeyjakaupstað er nú lok-
að við að leggja leiðsluna alla
leið, en eftir er að þrýstiprófa
% hluta hennar. Sagði Þór-
hallur að vonazt væri til að
unnt yrði að leggja leiðsluna
út til Eyja á næsta sumri, en
þó gæti það dregizt nokkuð,
þar eð enn væri ekki búið að
ganga frá kaupum á efni í
hana. Gæti því dregizt til árs-
Grímur Magnússon, Borgareyrum á dráttarvél, flytur rörin til Vestmannaeyinga er taka við.
fjlfar Brynjólfsson, Stóru-Mörk á skurðgröfu á vegum
Dofra Eysteinssonar, sem tók að sér skurðgröftinn.
sér gröft fyrir leiðslunni með
tveimur skurðgröfum.
Framkvæmd þessi, sem áætl
að er að kosti 13 milljónir,
hefur gengið vel, að því er
Þórhallur tjáði Mbl. og hafa
mennirnir unnið af miklum
dugnaði. Við verkið vinna
margir Vestmannaeyingar, en
einnig menn úr Landeyjunum
og undan Eyjafjöllum.
* >
Mynd þessi er tekin í kaffihléi af vinnuflokknum. (Ljósm. Torfi Haraldsson).
klaki fer úr jörðu. Verkið er
unnið á vegum Vestmanna-
eyjakaupstaðar undir verk-
stjóm Hávarðs Sigurðssonar,
en Dofri Eysteinsson tók að
Hávarður Sigurðsson,
verkstjóri.
» v'if* wpvf S"<*$í
Svipmynd af framkvæmdum
við vatnsveitu Vestmannaeyja
ins 1068 að vatnið kæmi til
Eyja.
Ekki er fulllokið að ganga
frá leiðslunni, sem lögð var
í sumar, við Markarfljótstorú
og Álana, en flokkurinn, sem
vann að verinu í sumar var
skipaður um 30 mönnum og
unnu þeir fram í miðjan des-
ember, er veður spilltust.
Framkvæmdir verða hafnar
aftur með vorinu, strax og
Ðyravörðurinn og
drengirnir
Hérmeð óskar Nýja Bíó að
taka fram eftirfarandi vegna
greinar Sverris Þórðarsonar í
Morgunblaðinu 10. þm. „Athuga-
semd að gefnu tilefni: Börn og
fullorðnir":
Sunnudaginn 8. þm. komu
meðal annarra fjórir ungir dreng
ir í Nýja Bíó rétt fyrir upphaf
barnasýningar. Þegar þeir voru
búnir að afhenda miðana sá dyra
vörður að ekki voru nema þrír
miðar. Benti hann drengjunum
á það vinsamlega — og hvorki
þá né síðar kom til nokkurra
átaka eða stympinga — að ekki
væri heimilit að fjórir færu inn
á aðeins þrjá miða. Einn drengj-
anna svaraði þá, að hann gæti
setið undir yngsta drengnum.
Dyravörður benti honuai á, að
þetta væri bannað. Ennfremur
sagði hann drengjunum, að mið-
ar væru enn fáanlegir að sýn-
ingunni, ef þeir vildu kaupa einn
til viðbótar. Þeir höfðu þó ekki
allir áhuga á þessu, svo dyra-
vörður lét drenginn, sem var
með þeiru yngsta, fram fyrir
dyrnar þar sem hann tafði fyrir
öðrum sem inn vildu komast. '
Dyravörðurinn sá, er hér var
komið, að drengirnir ætluðu
ekki að kaupa viðbótarmiða,
svo hann kallaði á einn sæta-
vísara bíósins og bað hana að
gæta dyranna, en fór á eftir
þeim og vildi bæta úr þessu
eftir mætti, en drengirnir sinntu
honum ekki og héldu á brott
við svo búið.
Næst vissi dyravörðurinn það,
að faðir tveggja drengjanna —
greinarhöfundurinn, Sverrir
Þórðarson — kom á vettvang og
lét í Ijós óánægju sína vegna
þess, að drengjunum hefði ekki
verið hleypt inn. Dyravörður
benti honum á þær reglur, sem
hér gilda um þetta efni, og get-
ið verður hér á eftir, og rakti
fyrir honum málavexti ljóslega
og sannleikanum samkvæmt,
eins og hér er greint frá. Einnig
benti dyravörður Sverri á, að
ef hann teldi sig hafa lögmætar
kvartanir fram að færa, vildi
svo vel til, að forstjóri bíósins
væri einmitt nærstaddur í hús-
inu og hægt að ná tali af hon-
um vegna þessa umkvörtunar-
efnis. En Sverrir þáði ekki það
boð, kvaðst verða að hafa annan
hátt á þessum málarekstri, og
birtist sá háttur, sem hann vildi
heldur hafa, síðan almenningi í
Morgunblaðinu þann 10. þessa
mánaðar, eins og fyrr segir.
Almenningi til glöggvunar vill
stjórn Nýja Bíós benda á, að
samkvæmt brunamálasamþykkt
Reykjavíkur er óheimilt að leyfa
fólki að standa á göngum kvik-
myndahúsa eða láta fleiri en
einn troða sér í hvert sæti. Er
þetta gert til að draga sem
mest úr slysahættu — ef hér
yrði til dæmis jarðskjálfti — og
telur Nýja Bíó sér skylt að hlíta
settum reglum í þessu efni. Það
er ein af skyldum dyravarðar
að sjá um, að reglur þessar séu
ekki brotnar, enda slíkt hvorki
í þágu kvikmyndahúsa né gesta
þeirra.
Þeir mörgu, sem þekkja til
dyravarðar Nýja Bíós vegna
starfs hans um mörg undan-
farin ár, vita líka mætavel, að
hann er í senn gætinn maður
og góðgjarn.
Stjórn Nýja Bíós telur ekki
ástæðu til að orðlengja þetta
frekar, en vel hefði Sverrir Þórð
arson mátt hugleiða það, sem
skráð var löngu áður en Einar
Benediktsson orti hið alvöru-
þrungna kvæði sitt, er hann
vitnar í að menn skulu jafnan
„hafa það, er sannara reynist“.
Með þökk fyrir birtinguna.
Stjórn „Nýja bíós“.
★
Ég hef fengið að gera athuga-
semd við þetta greinarkorn for-
ráðamanna Nýja Bíós. Grein
mín var skrifuð eftir að hafa
rætt ítarlega um þetta mál við
drengina sem fóru í margnefnda
bíóferð. Frásögn þeirra veit ég
að ég má treysta og ástæðulaust
þessvegna að blanda Ara fróða
inn í málið, og vissulega óviðeig
andi af Nýja bíósmönnum því
hér stendur staðhæfing gegn
staðhæfingu: Framburður dyra-
varðarins eins annars vegar og
hinsvegar framburður drengj-
anna allra.
Ég vil benda á að greinina
skrifaði ég í ákveðnum tilgangl
— að gefnu tilefni —, og hún
bar það líka með sér. Það var
til að mótmæla hverskonar
hrottaskap og tillitsleysi, sern
svo mjög tíðkast að fullorðnir
hafi í frammi gagnvart börnum
og unglingum hér í borg. Ég hef
aldrei ætlazt til að starfsreglur
bíósins væru brotnar vegna
bræðranna, eins og virðist vaka
fyrir greinarhöfundum að draga
fram í dagsljósið.
Grein mín stendur því eftir
sem áður óhögguð.
Sverrir Þórðarson.
Mótmælir veiði-
heimild togara
NÝLEGA samþykkti bæjarstjóm
Siglufjarðar mótmæli gegn þvi
að togurunum yrði hleypt inn
fyrir fiskveiðitakmörkin og
voru mótmælin samþykkt sam-
hljóða.
Þá var samþykkt að skora &
viðkomandi aðila, að staðsetja
fyrirhugaða lýsisherzlustöð hér á-
Sigiufirði. — Fréttaritaii.