Morgunblaðið - 15.01.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.01.1967, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐTÐ, SUNNUDAGUR U5. JANÚAR 1967. „Það er ddýrara að gera ekki neitt“ Samtal við Hfagnús Sígurðsson, skólastióra um happdrætti Hjálparsjóðs æskufólks „MEGINHL.UXVERK Hjálp- arsjóðs æskufólks er að fyrir byggja að börn séu skemmd, hvort sem það nú er vegna drykkjuskapar aðstandenda eða munaðarleysis. Fólk talar um, að slíkar ráðstafanir séu dýrar, en óhætt er að full- yrða það, að dýrarar reynist að gera ekki neitt, blessuð- um börnunum tii bjargar", sagði Magnús Sigurðsson skólastjóri í samtali við blaða mann Morgunblaðsins á dög- unum, þegar við inntum hann eftir starfi Hjálparsjóðsins, eg sérstaklega í tilefni þess, að dregið verður í happdrætti sjóðsins hinn 2. febrúar n.k. „Ástæðanna til afbrota hjá börnum og unglingum, er oftast nær að leita hjá öðr- um en börnunum sj álfum, og brýn nauðsyn er því á, að nema þær ástæður burtu. Fólkið, sem við hjálpum, er á öUum aldri og ástæðurnar fyiir hjálpinni eru einkan- lega þrjár: 1) Vanræksla í uppeldi, 2) Munaðarleysi, 3) Börn eru nauðstödd. Við erum svo gjörn á að telja það sparnað að gera ekki neitt til hjálpar þessum börn- um og unglingum, sem líða neyð af ýmsum orsökum, en sannleikurinn er oftast, já, nær alltaf sá, að dýrara reynist það fyrir þjóðfélagið að fá þessa unglinga til meðferðar, þegar þeir eru komnir út á glapstigu, einmitt vegna þess, að ekkert var gert í tíma til að fyrirbyggja slíka þróun. Hjálparsjóður Æskufóliks er upphaflega stofnaður af ágóða af sýningum kvikmyndarinn- Magnús Sigurðsson skóla- stjóri. ar: Úr dagbók lífsins og gjafa- fé, og var það árið 1962. Fyrsta styrkveiting úr sjóðn um var árið 1964, og síðan árlega. Og margar sögur er hægt að segja frá því fólki, sem notið hefur hjálpar hans, hvernig hægt hefur verið að hjáilpa því úr örbirgð og vandræðum til manndóms. Sögur af börnum, sem voru hrædd, einstæð í stórum heimi, þörfnuðust vissulega hjálpar, eru margar til, og sumar hörmulegar, og víst má telja, að þau börn, sem sjóðurinn hefur hjálpað, myndu ella hafa farið á mis við gott atlæti, jafnvel lent á glapstigum“. Magnús rakti fyrir ökkuf nokkrar þessara sagna, og kom þá berlega í ljós, að sjóð urinn hefur verið svo lán- samur, að geta stundum veitt hjálp á hættunnar stund. „Sjóðurinn er í vörzlu bisk- upsskrifstofunnar, og er hann nú að upphæð um 1.3 milljón ir króna. Stjóm sjóðsins skipa nú þessir þrír menn: Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari, Gunnar Guðmundsson, skóla stjóri og Magnús Sigurðsson, skólastjóri. En svo við víkjum máli Okkar að happdrættinu sjálfu, sem dregið verðiur í hinn 2. febrúar, má geta þess, að í því eru 200 vinningar, falleg- ar innrammaðar myndir eftir skólabörn í 4 skólum í Reykja vík, Laugalækjarskóla, Laug- -arnesskóla, Miðbæjarskóla og Hlíðaskóla. Bömin máluðu þessar myndir með glöðu geði, og gáfu þær fúsliega í þessu augnamiði. Með þessu hafa börnin hjálpað til að hjálpa þeim börnum, sem eru Þrjár vinningsmyndanna i Happdrætti Hjálparsjóðs æskufólks. Myndirnar eru gerðar eftir börn í 4 skóium borgarinnar. Islandssaga ■ nýrri útgáfu JTÝLEGA er komin út í nýrri út- fáfu hjá Ríkisútgáfu námsbóka rtandssaga, 1. hefti, eftir Jónas Jonsson. Kristján J. Gunnarsson sá um þessa útgáfu og breytti m. a. efn- iaröðun bókarinnar. Halldór Pét- wsson hefur myndskreytt hana með uim 70 teikningum úr efni Islandssögunnar, en auk þess eru 1 bókinni teikningar eftir W. G. Collingwood og E. Dayes auk margra ljósmynda. Setningu annaðist Ríkisprent- •miðjan Gutenberg, en Litbrá hf prentaði. Höfundur bókarinnar fylgir þessari útgáfu úr hlaði með nokrum orðum, þar sem hann segir m. a. : „Þessi bók á sína sögu. $g hafði, þegar hún var orðfærð, umsjón með kennsluæfingum í Kennaraskólanum. Þar voru 20 börn, piltar og stúlkur 10 til 14 ára. >au voru ósamstæð um ald- nr, þroska og undirbúning og var kennt í lítilli kjallarastofu. Sam- búðin var góð, en vandhæfi að bæta úr þörfum ósamstæðra nemend? íslandssagan var erfið náms- grein. >ar var notuð kennsluibók, sem miðuð var við próflestur. Börnin sögðust ekki ráða við efnið og báðu mig að segja sér sögu um efnið. Ég sá, að börnin höfðu rétt að mæla. En ég var ekki sagnfræð- Bræðurnir frá Vestmannaeyjum, Gísli og Arnþór, leika á hijóðfæri sín. hjálparþurfi. Auðvitað eru myndirnar misjafnar að gæð- uin, en ekki er ólítolegt, að innan þessa stóra hóps, leyn- ist eittíhvað af „Kjarvölum“ framtíðarinnar, og kynni þá að vera nokkurs virði að eiga mynd frá bernsku þess mál- ara. Sala á miðunum hefur yfirleitt gengið vel, og nú er aðeins eftir lokaspretturinn. Síðastliðið sumar ferðaðist ég um stóran hluta landsins, sýndi úrval af myndunum, ásamt tvíburabræðrunium úr Vestmannaeyjum, Arnþóri og Gísla Helgasonum, sem léku ýmiss lög á hljóðfæri, og sum lögin höfðu þeir samið sjálf- ir. Okkur var mjög vel tekið, og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim, sem greitt hafa götu okfcar á þess- um ferðum, en við ferðuð- umst um Vesturland frá Snæ fellsnesi og suður. Suður- landsundirlendi og Norður- -land. Hvergi var okkur gert að greiða húsaleigu fyrir sam komur, og á tveim stöðum, þar sem við þurftum að gista á hótelum, fengum við ekki að greiða uppihald og gist- ingu. Allt þetta ber að þakka, og það er sannarlega upp- örfun í starfi að finna þenn- an hlýhug fólksins. Margar góðar gjafir hafa auk þess borizt sjóðnum frá einstakl- ingum, og nú rétt fyrir jólin barst mér t.d. 8.000.00 krón- ur frá manni, sem ekki vill láta nafn síns getið. Um þessar mundir bostar sjóðurinn 3 börn á skóla, en alls hafa 20—30 börn notið styrktar úr sjóðnum á þess- um árum. Og nú er ekkert etftir ann- að en að hvetja fólk til að kaupa happdrættismiða sjóðs ins, og vonandi seljaist mið- arnir upp, en gefin voru út 24000 miðar, og kostar hver miði 50 krónur. Farið verður með miðana í hús, en auik þess verða þeir seldir á göt- um hér í Reykjavík, um leið og sýning á myndunum, hefst í glugga Morgunblaðsins þann 18. þessa mánaðar. >á eru miðarnir einnig til sölu í verzluninni Grettis- götu 26. Ég held, að engum geti blandast hugur um, sem nofckuð kynnir sér þessi mál, að hlutverk sjóðsins er mik- ið þjóðþrifamál, og einskon- ar slysavarnir og ætti skilið stuðning sem allra flesta, og það er einmitt meiningin með þessu happdrætti, að gefa sem flestum kost á því að vera með í þessu starfi, leggja hönd á plóginn til heilla fyrir æskulýð íslands“. Og við göngum með Magn- úsi niður í kjallara Hlíða- skóla, þar sem í óðaönn er verið að innramma þessar fallegu myndir og búa þær undir það að verða augna- yndi fólks, eftir að dregið hefur verið í happdrættinu þann 2. febrúar næst kom- andi. Ekki er að efa, að salan gengur vel. fslendingar eru þek'ktir fyrir það að styðja góð málefni af rausn, og vafa laust verður hér rösklega tekið undir, svo að miðarnir seljist og hverfi eins og dögg fyrir sólu. — Fr. S. ingúr, heldur kennari. Ég las bækur um menn og málefni og breytti efninu í söguform. >að líkaði börnunum betur en bókin. Síðan ri-taði ég kaflana og gaf þá út. Á nokkrum árum urðu sögu. þættirnir vinsælir í barnaskólum um allt land. Ýmsir voru óánægðir, einkum eftir að lands- próf kom til sögunnar, en börnio Framihald á bls. 14 VERKSMIÐJUÚTSALAN Seljuru næstu daga, ýmsar vörur á ótrúlega lágu verði. M. a. má nefna dragtir, herrafrakka, herrabuxur, drengjabuxur. Mikið af efnisbútum í úlpur, buxur og pils. Sérstaka athygli viljum við vekja á Hollenzkum teryleneefnum, sem við munum selja á kostn- aðarverði. Getum við sniðið og selt til- legg í buxur og pils úr þeim efnum. Einnig saumað eftir númer um, sé þess óskað. KJæðagerð, Ytra-Kirkjusandi, sími 33542 — (Hús Júpíters og Marz) Gengið inn í portið frá Laugalæk.____________

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.