Morgunblaðið - 15.01.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 1«. JANUAR 1«OT. H Fiskverð IFX.ESTIR hafa látið sér vel líka, að í yfirnefnd skyldi nást sam- komulag um það milli odda- manns og fuUtrúa fiskseljenda, að verð á bolfiski skyldi haldast óbreytt, byggt á þeirri forsendu, að ríkisstjórnin hlutaðist til um, að fiskseljendur fengju þó 8% Shækkun og er þá ráðgert, að sú hækkun verði greidd úr ríkis- sjóði. Vitað er, að fiskkaupend- ur, og þá einkum eigendur hrað- írystihúsa, hafa sökum verðfalls afurðanna, ekki efni á því að greiða hækkun á fiskverðinu. iHins vegar var óhjákvæmilegt. ef tryggja átti útgerð báta, að Íiskverðið hækkaði að minnsta kosti sem næmi hækkunum á verðlagsuppbót kaupgjalds á sl. ári, svo að hlutur bátasjómanna á bolfiskveiðum versnaði ekki miðað við aðra. Hækkun til út- gerðarmanna er og eðlileg til örvunar útgerðar á bolfiskveið- ar. >ess vegna er atbeini ríkis- valdsins nú nauðsynlegur, þó að Séð yfir Reykjavik. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Þegar Gerhardsen talar hér um norskan iðnað þá á hann auð- sjáanlega fyrst og fremst við það, sem við köllum stóriðnað. Hann lætur sér ekki nægja eins og sumir málrófsmenn á Is- landi að bera vináttu til iðnaðar- ins á vörunum, heldur vill hann sýna vináttuna í verki. Einkan- lega er athyglisvert, að Ger- hardsen telur að Noregur mundi vera aftur úr í efnahag ef stór- iðnaður og verzlunarfloti væru þar ekki undirstöðuatvinnuveg- ir. Okkur íslendinga skortir báða þessa atvinnuvegi. Landbúnað- ur okkar er rekinn við mun erfiðari skilyrði en norskur landbúnaður, en fiskveiðarnar afla gjaldeyrisins sem þjóð- félagið þarf. í Noregi eru þær mun arðminni en þeir tveir undirstöðu atvinnuvegir, sem Gerhardsen talar um. Gerhardsen heldur áfram: Erlent íjármagn 1 iðnaðinn REYKJAVIKURBREF Laugardagur 14. jan. viðurkenna verði, að skökku Bkjóti við að hækka fiskverð innanlands, þegar verðlag á fisk- afurðum erlendis fer lækkandi. Hér lýsir sér hversu íslenzkir atvinnuvegir gefa misjafnan arð; ríkið verður að skerast í leikinn ■vo að algjör vandræði hljótist «kki af. bessi ráðstöfun léttir og mjög undir með hraðfrystihús- unum og öðrum eigendum fisk- vinnslustöðva. Vandi þeirra er raunar ekki leystur, ef verðfall verður slíkt sem horfur eru nú á. Framibúðarráðstafanir sökum Verðfalls eru þó ekki támabærar fyrr en öll þessi mál skýrast bet- ur en enn er orðið. Vilja vaxandi verðbólgu Athyglisvert er, hversu þau tvö blöð, sem venjulega þykjast vera allra andvígust vaxandi verðbólgu láta sér fátt finnast um ákvörðun fiskverðsins. Þjóð- viljinn hefur hafið beinar árásir gegn þessari ákvörðun og hamr- «r á því, að fiskverðið sé allt of iégt. Tíminn fer sér hægara, ;n Ihugarfarið leynir sér ekki Mið- vikudaginn 11. jan. birtir hann ( rammagrein viðtal, sem heitir: „Rætt við útvegsmenn um fisk- yerð“, og lýsir spurningin: „Leysa 8% nokkurn vanda?" ofur vel, hvað blaðamaðurinn vill fá fc-am. í viðtalinu segir m.a.: 1 „Fyrst hittum við Guðna Sig- tlrðsson, skipstjóra, í Verbúð 9 og spurðum hann um, hvaða áhrif hann teldi 8% ríkisstjórn- •rinnar hafa fyrir bátaútgerð- kta. H „Þetta skiptir akkúrat engu fnáli“, segir blaðamaðurinn eftir Guðna og greinir síðan frá rök- «tm hans fyrir þeirri fullyrð- ingu. >ar segir m.a.: „Ef eitthvert vit hefði verið ( þessu þá hefðu bara áhafn- Érnar — fyrir utan bátana sjáifa *— þurft að fá helmingi hærri upphæð en ríkisstjórnin ætlar uú að veita áhöfn og báti, eða •2%“. ; Flestir mundu halda, að helm- Ingi hærri upphæð en 8 væru h6 en ekki 82 eins og Tíminn hef- ur eftir útgerðarmanninum Guðna. Samkvæmt reikningi lians mundu útgjöldin af þessu kafa orðið töluvert á fimmta fcundrað milljónir króna. Sjá •llir hver geta ríkissjóðs mundi bafa verið til þess að inna slíka greiðslu af höndum án nýrra •tórkostlegra skatta. Slíkar tUögur hefðu hlotið að leiða til fcesa að auka mjög á verðbólgu þróunina 1 landinu. >ví að það •r rétt, sem Tknkm hefur eftir ónafngreindum útgerðarmanni: „— >ó að ríkisstjórnin borgi þessar uppbætur, þá er ekki um hækkun á fiskverði að ræða frá kaupendum — — — Og sjálf- sagt ná stjórnarvöldin þessu af okkur aftur seinna á einhvern hátt“. Auðvitað borgar allur almenn- ingur þetta að lokum. >etta er flutningur á tekjum borgar- anna tii útvegsmanna og sjó- manna í því skyni, að þeirra hag- ur verði sambærilegur við aðra. Verulega á unnizt Menn urðu fyrir vonbrigðum út af því, að ekki tókust samn- kigar um löndunarrétt hinna stóru flugvéla Loftleiða á Norð- urlöndum. Af skýrslu samgöngu- málaráðuneytisins er auðsætt, að íslenzk stjórnarvöld hafa mjög lagt sig fram um að greiða fyrir Loftleiðum, enda hefur enginn, sem til þekkir dregið það í efa. >að sýnir einungis inn- ræti Tímans, að hann skuli ekki geta stillt sig um að reyna að asnaspark í ríkisstjórnina í því- Mku milliríkjamáli. Eftir að hafa athugað þessa skýrsiu hljóta menn hinsvegar að spyrja sjálfa sig, hverjar séu hinar eiginlegu orsakir þess að samkomulag tókst ekki. Eftir viðræðurnar í nóvember höfðu menn hugboð um, að hægt væri að fá löndunar réttinn ef munur á far^jöldum yrði ekki meiri en 7%. Akvörð- unin um að halda skyldi fund samgönguimálaráðherranna hlaut að byggjast á því, að þann mun mætti eitthvað auka. En aldrei var hægt að búast við, að slíkt kæmi fram nema af hálfu Loft- leiða væri þar komið á móti svo einhverju næmi. Hver sé sá minnsti munur, sem Loftleiðir telja sér fært að fallast á, hljóta forsvarsmenn félagsins að segja til um. Hér er um að ræða hags- muni, sem íhuga ber án allra öfgá. í sjónvarpsviðtaU Ingólfs Jónssonar kom fram, að hann taldi, að hægt hefði verið að ná samnmgum um 9% mun. Ef svo er, þá verður að játa, að verulega hefur á unnizt fná því, að ihin löndin héldu því fram, að munurinn mætti ekki vera meiri en 3—‘5%. Jafn hagur beg<íja aðila 1 desembermánuði urðu í Noregi miklar umræður um þá ákvörðun Stórþingsins, að tvær álbræðslur, sem norska ríkið átti að mestum hluta, skyldu verða sameign norska rikisins og kanadísks álhrings, Alcan, sem svo er nefndur, gegn því að norska ríkið yrði einn af aðal- hluthöfunum — en þó hvergi nærri að hálfu — í hirru kana- díska álfyrirtæki. Gagnrýni gegn þessu var einkum haldið uppi af hálfu Socialistisk Foike- parti, SF, hinum hálf kommún- iska vinstri sósíalistaflokki í Noregi og af nokkrum hluta Mið- flokksins, hins gamla bænda- flokks. Að lokum greiddu þó einungis atkvæði gegn samning- um hinir tveir þingmenn SCF og einn miðflokksmaður. SÍF menn- irnir þóttust þó ekki vera alveg á móti samningnum, heldur töldu, að betur þyrfti að athuga, hvort ekki væri hægt að ná hagkvæmari samningum við önnur álfyrirtæki. Um þetta mál var haldinn lokaður þingfundur í norska Stórþinginu hinn 13. des. og birti Arbeiderbladet hinn 22. des., eftir að málið var orðið opinbert, ræðu, sem Einar Ger- hardsen, fyrrverandi forsætisráð- herra hélt á hinum lokaða fundi. í ræðu sinni sagði Gerhardsen m.a.: „SF. ætti einnig að vera ljóst, að ekki er hugsanlegt, að ná samningi þess eðlis, sem hér er um að ræða, án þess, að ákveðnir norskir hagsmunir verði að víkja til hags fyrir félagið, sem samn- ingur er gerður við. Spurningin er, hvort sá ávinningur, sem Noregur fær að sínu leyti, vegur á móti því, sem afsala verður. Góður samvinnusamningur verð- ur að gefa báðum aðilurn jafna hagsmuni. Einungis ef svo er, þá er verjanlegt að gera hann og líklegt að hann haldist." >essi orð hins margreynda verkalýðsforingja Norðmanna eiga við um flesta samninga- gerð og flytja töluvert annan boðskap en sumir svokallaðir vinstri menn á íslandi eru að reyna að fá menn hér til að fall- ast á. Getum harmað þróunina, en ekki stöðvað hana Um þau viðhorf, sem leiddu til samningsgerðarinnar við Alcan segir Gerhardsen: „Á býsna harðhentan mát.a var vakin athygli okkar á þróun í heiminum, sem við höfum raunar lengi séð, en haldið að ekki næði til okkar. Við heyrum mjög oft, að heimurinn sé einn, en við erum lítt fúsir til þess að laga okkur eftir því í afstöðu okkar og verkum. Við heyrum harla oft, að heimurinn sé einn, að Noregur sé hluti af heiminum, sem við lifum í. Og við getum ekki horfið úr honum, jafnvel þó að eitthvað gerist, sem okkur líkar ekki. í slíku máli sem þessu og við eigum nú að taka afstöðu til er að sjálfsögðu mögu legt að hafa ólíkar skoðanir og leggja ólíkt mat á. Enginn veit neitt ákveðið um framtíðina, sem við erum á leið inn í“. Síðar segir Gerhardsen: „Sú ákvörðun, sem við eigum nú að taka, er að minni skoðun engin flokkspólitísk ákvörðun. >að er ákvörðun, sem hefur þýðingu fyrir þjóðarheildina. >egar ég hef sagt þetta, þá vil ég gjarna bæta því við, að það er sérstaklega erfitt fyrir Verka- mannaflokkinn að fallast á þá skipan, sem nú er stungið upp á, líka vegna þess að með þessu á að gera hreint ríkisfyrirtæki að blönduðu ríkis- og einka- fyrirtæki. Að svo miklu leyr.i sem við höfum verið í vafa, þá er það tillitið til verkamannanna, sem sker úr. Hér er um að ræða 3 þúsund verkamenn og starfs- menn í tveimur nýtízku iðnaðar- fcyggðum, sem hafa risið upp í Árdal og Sunndalsdalseyri kringum álbræðslurnar tvær. Fyrir þessi byggðarlög mundi það vera eyðileggjandi, ef verk- smiðjurnar yrðu undir í sam- keppni og neyddust tU að hætta rekstri Sameiningarhneigðin innan áliðnaðarins er ekki ný en virð- ist vera að aukast. Svipað sýnist stefna í stáliðnaðinum. Maður getur vel harmað slíka þróun, jafnvel þó að hún leiði til meiri framleiðslu og ódýrari fram- leiðsluvöru. Við getum harmað þróunina en við getum ekki stöðvað hana. Og þá verðum við að laga okkur eftir atvik- unum eins og þau raunverulega eru“. Af hverju er Noregur ekki af tur úr? Síðar í ræðu sinni segir Ger- hardsen: ,íg get annars ekki alveg losað mig frá grun um það, að sumir miðflokksþingmennimir séu háðir því að þeir hafa rót- gróið vantraust á iðnaði sem atvinnugrein. >etta viðhorf hef ég aldrei getað skilið. Ég get skil ið, að landibúnaðurin sé sá at- vinnuvegur, sem stendur næst hjarta þeirra, en svo skynsamir menn sem þeir eru, hljóta þeir að vita, að Noregur getur ekki lifað af landbúnaðinum einum. Iðnaðurinn er ásamt verzlunar- flotanum okkar mikilvægasti atvinnuvegur. >að eru þessir atvinnuvegir, sem gera það að verkum, að Noregur er ekki aft- ur úr í efnahag. Ef aðrir at- vinnuvegir og efnahagur í Nor- egi eiga að blóimgast, þá verður iðnaður og verzlunarflotinn og e.t.v, sérstaklega iðnaðurinn stöðugt að auka afköst sín. Þess vegna verðum við að hafa já- kvæða afstöðu til iðnaðarins, vandaméila hans og úrlausnar- efna“. „Við getum víst án efa verið á einu máli um að æskilegt væri, að allur iðnaður í landinu væri í höndum Norðmanna sjálfra, ef hann þá fengi staðist í sí- harðnandi allþjóðlegri sam- keppni. En slíkt er því miður einungis rómantískur óskadraum ur. í öllum löndum hins frjálsa heims — einnig þeim stærstu og efnuðustu — er meira eða minna af erlendu fjármagni bundið í iðnaðinum. Alcan eitt hefur verksmiðjur í 27 löndum, þar með talin Bandaríkin, Stóra- Bretland og Vestur-Oýzkaland. Alcan hefur tekið upp samvinnu við vestur-þýzkt fyrirtæki, sem er ríkiseign — stærsta álvöls- unarverksmiðja í Vestur-Evrópu — og í upphafi á að hafa fram- leiðslugetu, er nemur 180 þús. tonnum á ári. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, byggist þessi samvinna á sömu meginreglum og samkomulagið milli Alcan og ÁiSV (hin um- ræddu norsku fyrirtæki.) >að er ekki einungis Noregur, og ekki bara smáríkin, sem gera slíka samninga um samvinnu". Atvinnan skiftir mestu Gerhadsen lýkur máli sínu á þessa leið: ,Þetta er heldur ekki neitt nýtt fyrirbæri í Noregi. Flest hinna stóru iðnfyrirtækja eru að öllu eða einhverju leyti í hönd- um erlendra aðila. Við getum heldur ekki haldið því fram að við höfum haft slæma reynslu í þessu efni. >að er að minnsta kosti ekki álit þeirra, sem búa i þeim iðnaðarbyggðum, sem risið hafa upp umhverfis slíkan iðn- rekstur — í Odda, Sauda, Höy- anger, Eydehavn og Mosjöen, svo að einhver þeirra séu nefnd. Nú rísa upp samskonar iðnaðar- bygðir í Husnes, Karmöy og Lista. >au sveitarfélög, sem hér eiga hlut að máli, una því mjög vel að þessi iðnaður setjist að hjá þeim, og venjulega spyrja þau ekki að þvi hvort það sé út- lent eða norskt fjármagn, sem stendur á bak við þennan iðn- að. Einnig i Osló og öðrum borg- um landsins starfa stór fyrir- tæki, sem að einhverju eða öllu leyti byggjast á erlendu fjár- magni. Leyfið mér aðeins að nefna fyrirtæki eins og Elektrisk Bureau og Standard. Venjulega hugsar enginn út í það, eða verður á neinn hátt var við það að hinir raunverulegu eigendur þessara fyrirtækja eru ekki norskir. >ví er að vísu þannig varið að ÁSV verður nú að skipta ágóðanum með sér og erlendu fyrirtæki. Eri sjálfur iðnrekstur- inn verður eftir sem áður í Nor- egi. Norskir starfsmenn og sér- fræðingar hafa áfram sína at- vinnu og taka sín laun hjá þess- um fyrirtækjum, og sveitafélög- in og ríkið halda áfram sínum skattatekjum. >etta eru stað- reyndir sem ekki er hægt að ganga fram hjá“-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.