Morgunblaðið - 15.01.1967, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.01.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1967. 31 — Kina Framh. af bls. 1. brotlegur við kommúnista flokk landsins. : Jafnframt segir frétta- stofan Nýja-Kína svo frá, að í hernum verði í framtíðinni I tekin upp sú stefna að rækta nýja manngerð, kommúniska manngerð. Málgagn hersins | hefur hvatt til herferðar gegn I þeim herforingjum, sem and- stæðir séu stefnu Mao Tze tungs. ' Fréttamenn blaðanna „Sanbei Shimbun" og „Yomiuri Shimb- un“ í Tokio senda báðir þær fregnir frá Peking, að nýjustu veggspjöldunum, sem þar hafi verið komið upp sé skýrt frá því, að Liu Shao-Chi hafi tekið i játningu sína eða „sjálfs gagn- rýni“ til baka og tilkynnt komm únistaflokknum kínverska, að I hann hafi komizt að annarri nið- j urstöðu en þeirri, er hann setti þar fram Hann telji sig ekki hafa brotið gegn flokknum, né orðið á mistök. Frétt þessi vekur að vonum eftirvæntingu meðal frétta- inanna. Flestir eru þeir þeirrar skoðunar, að varhugavert sé að taka trúanlegt allt, sem á þess- um veggspjöldum standi, — en þess er að gæta, að Liu Shao- chi, sem áður var talinn Mkleg- astur eftirmaður Mao Tze tungs hefur að undanförnu verið tal- inn einn helzti óvinur menning- arbyltingarinnar. Fylgjast menn með örlögum hans og valda- Stöðu af mikilli eftirvæntingu, tem kunnugt er lækkaði Liu í tign í ágúst sl., ofan í áttunda sæti á valdalistanum, en Lin Piao, landvarnarráðherra, hlaut hans sess næst Mao. ! „Sankei Shimbun" segir einnig frá því, að Rauðu varðliðarnir hafi náð útvarpsstöðinni í Pek- ing á sitt vald svo og skóla út- varpsins. Hafi þeir sent út orð- sendingu, þar sem segir, að út- varpið hafi um áramótin 1965 til 1966 sent frá sér andbylting- arsinnaða dagskrá og jafnframt eru forráðamenn útvarpsins sak- aðir um að fylgja borgaralegri stefnu, bæla niður hugsun Maos og reyna að hefta framgang menningarbyltingarinnar. Aðrar fréttir frá Tokio herma að þrír kunnir blaðamenn í Pek ing hafi tekið við starfi áróðurs- Stjiórans Tao Chus. Var frá þessu skýrt á veggspjöldum í gær en ekki á það minnzt, hvort Tao Chu hefði raunverulega verið vikið úr embætti. Tao Chu var til skamms tíma talinn fjórði mesti valdamaður í Kína, en fyrir nokkru tóku Rauðu varð- iiðarnir að halda því fram að hann væri handbendi Liu Shao Chis og Teng Hsiao pengs, aðal- Titara kommúnistaflokksins. í grein úr málgagni hersins, sem lesin var upp í Pekingút- varpinu í morgun var hvatt til atlögu gegn herforingjum, sem andstæðir séu Mao Tze tung. Sagði að þar væri „handfylli herforingja“, sem fylgdu kapi- taliskri stefnu andstæðri bylt- ingarstefnu Maos. Blaðið ségir, að ástandið 1 hernum verði óþolandi ef endur Skoðunarsinnar fái að hreiðra betur um sig í hernium og hvet- ur til harðrar baráttu fyrir þvi að losa herinn við þessi borgara legu endurskoðunaröfl. Telur það ekki vafa á, að þessir aðilar innan hersins muni beita öllum brögðum og ráðum til þess að halda stöðum sínum. I.oks skýrir fréttastofan Nýja Kína svo frá í dag, að í hernum verði í framtíðinni tekin upp sú stefna að rækta nýja manngerð. Hafi yfirstjórn hersins tekið þessa ákvörðun eftir lestur rita Mao Tze- tungs, þar sem segir eitthvað á þá Ieið, að þá hermenn séu komnir á það stig, að þeir geti senn stundað nám, tekið þátt í landbúnaðarvinnu og verksmiðjuvinnu, auk her- mennskunnar, verði herinn sem stór skóli, þar sem þjálf- uð verði ný manngerð „komm únisk manngerð." — Viefnam Framh. af bls. 1. hafa um 5000 borgarar orðið við áskorun Bandaríkjamanna um að taka eignir sínar með sér og flytja sig í skjól að baki banda rísku víglínunnar. Snemma í gærmorgun gerði sveit frá Vieoong raunverulega sjálfsmorðárás á bandaríska her- stöð í Quan Tin héraðinu. Búnir sprengjum réðust skæruliðarnir á bandarísku hermennina í skjóli fallbyssuskothríðar. Árás þeirra var hrundið og biðu þeir mikið tjón, en tjón Bandaríkjamanna var lítilvæg. í gær gerðu banda- rískar flugvélar árásir á 62 báta meðfram strönd N-Vietnam og sökktu 34 þeirra. Bandarísk orrutuþota af gerð inni Super-Sabre var í gær skot- in niður um 60 'km. suðaustur af Saigon, að því er bandarískur talsmaður skýrði frá. Flugmanns ins er saknað. Þá sökk bandarísk ur tundurduflaslæðari 1 fljótinu Long Tay fyrir suðaustan Sai- gon, etfir að hafa lent í árekstri við norskt skip. Þriggja af sjö manna áhöfn tundurduflaslæðar- ans er saknað. Málgagn kommúnistaflokksins í Norður-Vietnam, Nhan Dan, lýsti því yfir í dag, að styrjöld- in í Suður-Vietnam yrði enn þá heiftúðugri á þessu ári, en það hefði einungis í för með sér, að Bandaríkjamenn myndu þeim mun fyrr bíða fullkominn ósigur. Samkvæmt frásögn blaðsins, sem fréttastofa Norður-Vietnams skírsotar til, hefði Vietcong-hreyf ingin fellt eða sært 370.000 her- menn óvinanna, þar af 108.000 Bandaríkjamenn. Þetta sýndi, að jafnvel 400.000 manna herlið Bandarikjamanna gæti ekki megnað að bæta aðstöðu þeirra og að þeir gætu eklki með nein- um hætti komizt hjá því að bíða algjöran ósigur. Flýgur aftur á Framh. af bls. 5. alla vélina og lakka hana? — Ég gæti trúað að það tæki um 100 klst. Vélin verð- ur sem ný þegar þessu er lok- ið, en allt sem ekki er í full- komnu lagi verður endurnýj- að. — Þeir sögðu okkur að þú kynnir góða sögu af vélinni. — Já, hún er kannski ekki svo vitlaus. Þannig var að ég var að vinna hérna úti á flug velli fyrir mörgum árum í talsverðu roki. Skammt frá mér var maður, Gunnar Pálmason, að því er mig minnir að gera við bílinn sinn. Allt í einu heyri ég ein- hvern hávaða, og er ég leit upp sá ég Ká-zetuna hanga í loftinu fyrir ofan bílinn, en, flugmaðurinn hafði opnað hurðina og vildi ræða lands- ins gagn og nauðsynjar við hinn, en lítið varð úr sam- ræðunum, því að Gunnar tók eðlilega til fótanna. Ég held að flugmaðurinn hafi verið Rúnar Guðbjartsson, sem núna flýgur fyrir Flugfélag Islands. Við spyrjum nú hve marga km. vélin hafi lagt að baki og iþeir segja að Runólfur geymi loggbókina. Eftir nokkra útreikninga og sam- lagningu kemur í ljós að hún hefur verið í loftinu í 1900 klst. og 5 mínútur og er það lauslega útreiknað, miðað við 160 km. flughraða á klst. um 290000 km. — Runólfur, hvernig skipt ið þið notkun vélarinnar ykk au í milli? — Á þvi hafa engin vand- kvæði verið. Við erum svo sjaldan heima allir í einu og ef að svo hittist á, tölum við okkur saman um það. Ómar fer t.d. oft á skíði upp í Kerlingarfjöll á vélinni og svo förum við oft í veiðitúra einn eða tveir saman. Það má lenda vélinni svo til alls staðar. í sumar fór ég t.d. á henni í sel austur á Landeyja sand og notaði þá 8 metra í lendingu og 20 í flugtak og var þó með kærustuna mína og 80 kg. sel innanborðs. Og í sumar fórum ég og kær astan mín í 10 daga sumar- frí á vélinni og ferðuðumst um landið þvert og endilangt. Það er alveg ómetanlegt að eiga svona tæki. Við snúum okkur nú að Ómári, sem er að yfirfara hreyfilinn gaumgæfilega og spyrjum hann hvað það kosti að eiga svona flugvél. — Það er ekki dýrt. Ég gæti trúað að í þessi 3 ár sem við höfum átt hana, höfurn við lagt í hana rúmar 10000 kr. á ári. Tryggingarnar kosta um 7000 kr. á ári og henzín og olía um 70 kr. á flugstund. Viðhald og eftirlit framkvæmum við nær allt sjálfir. — Að lokum Ómar, hver finnst þér munurinn á að fljúga svona rellu og stórri farþegaflugvél? — Það er ekki gott að lýsa því. Það er mikil tilbreytri og skemmtun að fljúga svona vél en eins og Englendingur- inn segir: „You fly by the seat of your pants“. Og við kveðjum þessa Sannreynið með DATO á öil hvít gerfiefni Skyrtur, gardínur, undirföt ofl. halda sínum hvíta lit, jafnvel það sem er orðið gult hvítnar aftur, ef þvegið er með DATO. ágætu flugmenn eftir að hafa hlustað á óteljandi sögur af flugi og flugferðum, sem væri efni í margra síðna frá- sögn. — Íhj. Utan úr heimi Framh. af bls. 16. um 1 kosningunum. Banda- ríkjamenn eiga það Edwin O. Reischauer, fyrrum sendi- herra sínum í Japan, að þakka, að þeir skilja betur aðstöðu Bandarikjamanna en flestar aðrar Asíuþjóðir. Þótt meirihluti þjóðarinar sé and- vígur styrjöldinni eru menn það yfirleitt sem friðarsinn- ar, — ekki af stjórnmálaleg- um ástæðum. Við fyrrgreind vandamál Satos bætast nokkur atriði, sem fyrirrennarar hans þurftu aldrei að hafa áhyggj- ur af, — þ.e.a.s. vaxandi reykjarþokuna (smog) í borg unum, of mikið álag á opin- berum samgöngutækjum, háa húsaleigu og geysilega verð- hækkun á lóðum og landL Þessi vandamál voru tæp- ast til fyrir nokkrum árum. En Japan er að verða þjóð borgarbúa, mannaflið leitar utan úr sveitunum í borgim- ar, þar sem það sækir í iðn- aðinn og skrifstofu- og verzl- unarstörf. Lífið í borgunum er að verða erfiðara og erfið ara og óánægja margra mun eflaust koma fram í kosning- unum. En þrátt fyrir alla þessa upp- talningu, búast flestir stjórn- málasérfræðingar við, að flokkur Satos fari með sigur í kosningunum. Hann hefur nú 278 sæti í neðri deild þingsins af 486 þingsætum. Sosialistar eru næstir með 141 þingsæti og er búizt við, að þeir fái í mesta lagi 220. Vissulega gæti það þó gerzt, að stjórnarandstöðuflokikarn- ir næðu samanlagt meirihluta — maður skyldi aldrei segja aldrei, en það er harla ólík- legt. Sá flokkur andstöðunn- ar, sem fylgzt verður með af mestum áhuga, er Komeito flokkurinn (sem þýðir „flokk ur, sem berzt fyrir hreinni stjórn“). Er það flokkur Búdd hista, sem þegar hefur 32 þingfulltrúa og kynni hugs- anlega að fá tuttugu til við- bótar. — Varnarliðið Framh. af bls. 32. inga og varnarliðsins. Kvað hann það sér sérstaka ánægju, að honum hefði verið falið að sæma Weymouth heiðursmerki fyrir sín vel unnu störf á ís- landi. Að lokum bauð hann Stone aðmirál velkominn til starfa fyrir NATO, og óskaði honum heilla í hinu nýja starfL Strax að athöfninni lokinni steig Weymouth og fjölskylda hans um borð í flugvél, sem beið þeirra og fluttu vestur um haf, en hann tekur nú að sér yfir- stjórn kafbátavarna flota á Kyrrahafi. Stone aðmíráll og kona hans höfðu eftir athöfnina í gær boð inni fyrir gestL Turin, Ítalíu, 14. jan. NTB. • Sex hakakrossar og hatursyrði í garð Gyðinga voru í gærkveldi máluð á veggi skólahúss eins og verksmiðjuhúss í iðnaðarborginni Turin á Norður-Ítalíu. Skólinn, sem um ræðir, er kallaður eftir Gino Segro, ítölskum vísinda- manni af Gyðingaættum og eig- andi umræddrar verksmiðju er Gyðingur. Notið BEMIX til þess að rykbinda, einnig I slitlag á góllf, bryggj- BEMIX ætti ávallt að nota á steinsteypt þök sprungin, tröjppuhorn brotin eða pússningin laus? Forðið þá frekari akemmdum og gierið ekkL og hrindir frá sér vatnL BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORG HVERFISGÖTU 76 s F S(Mi 12017 Einkaumiboð: STRANDBERG, hieildverzlun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.