Morgunblaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1»67. 5 ,Þetta veður var með mesta móti' sagði Djurhuus, skipstjóri „VIÐ vorum 16 tímum lengur en vanalega frá Færeyjum‘% sagði Oscar Djurhus, skip- stjóri á Krónprins Friðriki í viðtali- við Morgunblaðið í gær. „Annars hreppir maður slæm veður á hverjum vetri. Það er bara eðiilegt, en þetta veður var með versta móti. Djurhus sagði, að veður hefði verið gott frá Höfn til Færeyja, en þá hefði farið að hvessa. Mestur hefði veður- ofsinn verið á sunnudag, en þá kiomst hann allt upp í 11 vindstig, þegar verst lét. Var veðrið verst á leiðinni milli Eyja og Reykjaness og var Krónprinsinn 10 tíma frá Eyj- um. Ekki urðu neinar skemmd- ir á vörum né farþegum, og sagði Djurhus, að Krónprins- inn væri gott sjóskip og mesta happafleyta og hefði ekki enn sem komið væri orðið fyrir neinum áföllum sem nokkru næmi. Farþegar voru 268. Voru það þrír Þjóðverjar og einn Dani, en afgangurinn Færey- ingar, og er það stærsti hópur Færeyinga, sem siglt hefur með Krónprinsinum. Fær- eyingarnir koma hingað til að vinna, bæði á skipum og í landL Oscar Djurhus ; Nýlega var undirritaður samn ■ ingur í Moskvu um heimild ; fyrir Norðurlandaflugfélagið ; SAS til að fljúga yfir sovézk ; landssvæði á flugleiðunum til | fran og Bangkok með viðkomu ! i Tashkent og Tiflis. Einnig l........................... vonast SAS til að geta hafið flug til Tokíó í haust yfir Sí- beríu, með viðkomu í Moskvu. Með þessum nýja samningi styttist flugtíminn til Tokíó úr 18 klukkustundum í 10!á, og til Bangkok úr 16 í 814 klst. Meðfylgjandi mynd var tekin í Moskvu við undirskrift satnn inganna. Er myndin frá Foto- khronika Tass, og tekin 27. janúar í flugmálaráðuneytinu. - HVASSVIÐRI Framhald af bls. 32. hefðu brotnað neins staðar á landinu. Að vísu hefði orðið sambandslaust við Laugarvatn á tímabili, en það væri aftur kom- ið í lag, og sambandslaust væri á Súðavík, en þar hefðu síma- línur snúizt saman á nokkrum stöðum. Ennfremur væri það vitað að samband hefði slitnað á innansveitalínum á nokkrum stöðum, en ekki væri hægt að gera sér grein fyrir hv>e mikil brögð vasru að þvi. Sögðu starfsmennirnir að skemmdirnar hefðu orðið mun minni, en á- horfðist. ★ Þakplötur fuku Talsverð brögð voru einnig að því, að þakplötur fykju af húsum í Reykjavík í verstu hryðjunum. T. d. var slökkviliðið beðið um að senda stigaslökkvi- bifreið að húsi við Bergþórugötu til þess að negla niður þakplöt- ur, sem voru þar að fjúka af þakinu, ag gátu orðið hættuleg- ar vegfarendum og rúðum í hús- um í nágrenninu. Slökkviliðið treysti sér þó ekki til þess að missa einn af bilum sinum í þetta ef eldsvoði kæmi upp á meðan, og var því fenginn kranabifreið með lyftanlegum viðgerðarpalli. Var í ökuferð með lögreglunni AÐFAR.ANÓTT laugardagsins var sendiferðabifreið stolið, þar sem hún stóð við Shell-bensín- söluna á Miklubraut. Var þar ölvaður maður að verki, og lauk ökuferð hans með þeim hætti, að hann ók á liósastaur á Grens ásveg. Ætlaði hinn ölvaði að hlaupast á brott, en manni sem harna var nálæeur tók«t að hlauna hann unpi, og afhenti hann lögreglunni. Forsaga þessa atburðar var næsta brosleg og er hún sem hér segir. ökumaður sendiferðabif- reiðarinnar hafði fengið sér öku ferð þetta kvöld, og átti hann leið um Miklubrautina. Er hann kom á móts við Shell-stöðina sá hann þar lögreglubifreið, sem stóð við stöðina, og þekkti hann lögreglumennina. Hann ók því inn á stöðina til þeirra, fór í löggubílinn til þess að spjalla við þá. Varð það úr að hann fór með lögreglunni í smá ökuferð, og þegar þeir voru komnir í Löngu- - KOSYGIN Framhald af bls. 1. ver og horfa á kinattspyrnuleik. Nokkrir flóttamen.n frá balt- nesku ilöndunum, sem voru inn- dimuð í Sovétríkin í heimsstyrj- öldinni siðarL hafa haidið móó- mælaf.undi fyrir utan Clarid.ges- hótelið, þair sem Kosygin m.un dvelija, og fcrafizt frjáisræðis heimalanda sinna. Mótmælaað- gerðirnar fóru friðsamlega fram, en lögreglan fjarlægði sipjöld frá ihóteiinu með ás.fcorunum um frelsi til handa baitnesku iönd- unum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þá færðu flóttamennirn ir fiulitrúum Wilsons í Downing Street, bænarskrá, þar sem for- siætisráðherrann var beðinm um að flá Kosygin til að láta lausa baltneska fanga, sem hafðir eru í haldi í rússneskum fangaþúð- um. Þá var sovézki forsætisráð- herrann 'be’ðinn urn að skipa herj um sínum brott frá baltnesku 'löndunum og leyfa þar frjálsar kosn.ingar, hugsanafrelsi og trú- arbragöafreltfi. hlíðina heyrðu þeir tilkynnt í talstöðinni. að ölvaður maður hafði ekið á ljósastaur á Grensás vegi. Ákveðið var að umrædd lög- reglubifreið færi á staðinn, og var ekið inn eftir Miklubraut. En þegar hún ók framhjá Shell- stöðinni sá eigandi sendiferða- bifreiðarinnar. að bifreið hans var horfin. Tók hann að gruna margt. enda kom það líka í ljós, þegar á áreksturstað kom — þar var sendiferðabifreiðin stór- skemmd eftir áreksturinn við staurinn. - IÞROTTIR Framhald af bls. 31. marka forskot Fram þar til 10 mín. voru eftir að jafnað er 17:17. Hófst nú spennandi og sí harðn andi barátta. Fram var ætið und an til að skora en Danir jöfnuðu og er 3 mín. voru eftir var stað- an 19:19. Hófst nú mikið taugastríð og höfðu Framarar tvívegis tæki- færi til að halda jafnteflinu, en reyndu skot, annað vonlaust, og Danir hófu sókn og á síðustu sekúndunum tókst þeim að tryggja sér sigurinn. — Hrein heppni. Framarar sýndu mjög góðan leik og það var fyrir eigin fum og „skort á greind“, sem þeir ekki héldu jöfnu eða jafnvel unnu — og hefði sá sigur vérið allsætur fyrir Reykjavíkurmeist arana. Nú voru skotin nákvæm- ari og betri. ef Ingólfur er und- anskilinn. Ungu mennirnir. Sig- urbergur og Pétur Böðvarsson komu mjög á óvart og sköpuðu hreiniega þennan árangur fyrir Fram. Gunnlaugur átti sérlega góðan fyrri hálfleik en öllum á óvart sat hann meiri hluta síðari hálfleiks á hvildarbekk. í stað- inn voru aðrir látnir þjarka og misheppnast sendingu á sendingu ofan svo ekki sé talað um mark- skotin. Fram gæti mikið lært af danska liðinu i kænlegum „vinnubrogðum" og mundi þá árangur liðsins verða allur ann- ar. Danska liðið sýndi góðan leik og enn sem fyrr voru það mark- verðirnir Arno Norsk Jensen og Steen Sörensen. sem heiðurinn áttu af þægilegum úrslitum, jafn framt frábærum leik Gaard og Krustrup sem og Gert Andersen í vörninni, þó ævinlega léki hann gróflega og varð öðru sinni að víkja af velli fyrir orðbragð við dómarann. Dómari var Karl Jóhannsson og dæmdi vel þar til á síðustu mínútunum að hitinn varð sv« mikill að hann fékk ekki alls- kostar við ráðið. Markhæstur hjá Fram var Gunnlaugur 7, Gylfi Jóh. 4, Sig urbergur 3. Hjá Dönum Krustrup með 7 (4 víti), Max Nielsen ^ Gaard 3. — A. St. Með kremi og rjómasúkkulaðihúð. Auk þess 4 tegundir af ískökum. V. Sigurðsson & Snæbjörnsson hf. Meredith & Drew Ltd., London, þekktustu kex bakarar Bretlands síðan 1830 M&D-kexið er óviðjafnaulegt að gæðum og verði. Fjölbreyttast úrval. Cream Crackers (te-kex), Rich Harvest Digestive (heilhveitj og hafrakex). Family Favourites og Cmwn Assorted Creams (blandað kex), Royal Orange Creams, Bitter Lemon Creams, Jam Creams og Coconut Creams (krem kex), Fig Roli (fíkju-kex), Rich Highland SUorties (skozkt-kexV Ginger Fing- ers (piparkökur), Granny’s Cookies (síróp-kexV, Garibaldi og'Fruit Shortcake (kúrennu-kex), Chet » Speciais (osta-kex), Plain'Cliocolate VVholemeal, Milk Cliocolate Wholmeal, Choeolate Orange, Tliins, Milk Chocolate Elevenses og Chocmeal (súkk ulaði-kex) o. fl. o. fl. * Heildsölubirgðir: l SICUKi & i/EBJÖRNSSUN HF. Símar: 13425 og 16475.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.