Morgunblaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1#67.
25
Staðsetning
neðansjávar-
tækja
SAMKVÆMT upplýsingum sem
Landhelgisgæzlunni hafa borizt
hefur kanadiska rannsóknaskip-
ið Hudson, sem er við hafrann-
sóknir djúpt út af Vestfjörðum
lagt út neðansjávartækjum til
rannsókna sem munu verða til
13. marz nk., á eftirtöldum stöð-
um.
61, 54 N og 29, 00 V
65, 55 N og 28, 41 V
65, 52 N Og 28, 29 V
65, 49 N Og 28, 15 V
65, 43 N Og 28, 00 V
65, 40 N Og 27, 48 V
- VANDAMAL
Framlhald af bls. 17
ar til 160—170 milljóna tekju-
lækkunar fyrir frystihúsin. Eng
an veginn er enn séð fyrir enda
verðlækkananna og benda allar
líkur til, að þær eigi eftir að
verða enn víðtækarL
Þegar haft er í huga fyrirsjá-
anleg léleg afkoma árið 1966,
hækkandi vinnslukostnaður á yf
Irstandandi ári, sífellt minnk-
andi hráefni, samdráttur í mörk
uðum fyrir frysta síld og loks
mikið verðfall afurðanna, þá er
engin furða, þótt frystihúsa-
menn séu uggandi um hag sinna
fyrirtækja.
Ef ekki verður gripið til rót-
tækra gagnráðstafana nú þegar
til leiðréttingar á rekstrargrund
velli frystihúsanna, munu þau
hvert af öðru neyðast til að
stöðva framleiðsluna til óbætan-
legs 'tjóns á mörkuðunum fyrir
frystar vörur og þá raunar einn-
Jg fyrir fleiri greinar útflutn-
ingsins.
Mikil aukning á farþega-
og vöruflutningum Fl
VERULEG aukning varð á far-
þega- og vöruflutningum með vél
um Flugfélags íslands á síðasta
ári. Í áætlunarflugi milli landa
urðu farþegar 48.604, sem er rúm
lega þrettán prósent aukning frá
árinu áður. Póstflutningar námu
148,5 lestum sem er 8,5% aukn-
ing.
Vöruflutningar milli landa juk
ust verulegá, námu 613,6 lestum
sem er 40,3% aukning. í áætlun
arflugi innanlands urðu farþeg-
ar 111.052, sem er 20% aukning.
Póstflutningar námu 350,8 lest-
um, sem er 98,3% aukning. Vöru
flutningar námu 1924,7 lestum
sem er tæplega 50% aukning. —*
Auk þess voru farnar allmargar
leiguferðir og með þeim fóru
7904 farþegar. Samanlögð far-
þegatala með flugvélum félagsins
á árinu 1966 er því 167.560, sem
er rúmlega 22% aukning frá
árinu 1965.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
Staurar í einn Fossvogsgrunnanna reknir niður. (Ljósm. Sv.
Þorm.).
Stöplar reknir
niður i jörðina
Starfsstulku
vantar strax til afgreiðslustarfa í Kaffistofuna
Austurstræti 4. — Vaktavinna.
Upplýsingar milli kl. 5 og 7, ekki í síma.
FYRIR skömmu hófust fram-
kvæmdir við húsbyggingar í
Fossvogshverfinu nýja. Komið
hefur í ljós að dýpi hefur reynzt
töluvert við sumar hinna nýju
gatna og hafa menn þvi gripið
tii þess ráðs að reka niður í jarð-
veginn strengjasteypustaura,
sem húsin verða síðan reist á.
Mbl. hafði tal af Jóni Bergs-
syni, verkfræðingi og spurði hann
um þetta mál og sagði hann, að
um 20 grunnar væru svo djúpir
að nota þyrfti þessa stöplaað-
ferð. Stöplarnir eru reknir nið-
ur með 700 kg. falllhaimri og eru
notaðir við verkið tveir kranar.
I húsgrunninn, sem myndin er
af fóru t.d. að sögn Jóns 33
staurar og munu þeir kosta rekn
ir í jörðina um 100 þúsund krón-
ur.
Jón Bergsson, verkfræðingur
sagðL að dýpst væri á fast við
götumar Haðaland, Helluland
og Hjallaland og ennfremur Væri
nokkuð djúpt við Grundarland,
Goðland og Geitland. Alls tók
það tvo og hálfan dag að reka
þessa 33 staura, sem áður er get-
ið, niður í jörðina.
Húsbyggjendur
Franileiðsla á gólfplötum úr strengja-
steypu fyrir fjölsbýlishús mun hefjast
innan 3—4 mán. Plöturnar verða fram-
leiddar í tveimur breiddum, 1.20 m og 1.50
m. Lengd verður allt 8 m í einu lagi. Plöt-
urnar verða frágengnar að neðan, tilbún-
ar undir málningu. Verð um 500 kr. á ferm.
Pantanir óskast tilkynntar sem fyrst.
Byggingariðjan hf.
Sími 36660.
Egill Benediktsson
oddviti, sextugur
#0 ÁRA er f dag Egill Bene-
diktsson, oddviti, Þórisdal í
Lóni. Egill er fæddur að Bjarna
nesi i Nesjahreppi, sonur hjón-
anna Kristínar Jónsdóttur og
»éra Benedikts Eyjólfssonar,
eóknarprests í Bamaitesi. Barn-
ungur missti hann föður sinn
enn móðir hans, Kristín, giftist
aftur Stefáni Jónssyni, Hlíð í
Lóni, og á Hlíð er hann alinn
upp.
Egill er kvæntur Guðfinnu
Sigurmimdsdóttur frá Svínhól-
um eiga þau fjögur böm á lífi.
Egill hefur gegnt oddvitastörf-
um fyrir sveit sina í tuttugu
ár. Nokkur seinustu árin hefur
hann átt við mikla vanheilsu
að stríða. Enn á síðastliðnu
eumri leitaði hann sér lækninga
í Edinborg og virðist sú aðgerð
hafa borið góðan árangur.
Gunnar Snjólfsson.
VANDERVELL
Vélalegur
Dodge
Chevrolet, flestar tegundir
Bedford, disel
Ford, enskur.
Ford Taunus
GMC
Bedford, di'd
Thames Trader
BMC — Austin Gipsy
De Soto
Chrysler
Buick
Mercedes Benz, flestar teg.
Gaz ’59.
Pobeda
Opel, flestar gerðir
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphine
Þ. Jónsson & Co.
Brautarholti 6
Sími 15362 og 19215.
Hverfisgötu 42.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl. fer fram nauð-
ungaruppboð að Síðumúla 17, hér í borg, fimmtu-
daginn 16. febrúar 1967, kl. 2V2 síðdegis og verður
þar selt, kolsýrurafsuðuvél, punktsuðuvél, 3 raf-
suðuvélar og borvélar, talið eign Runtalofna hf.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
HEIMDALLUR
FUS
Jóhann Hafstein
RABBFUNDUR.
Fimmtudaginn 9. febr.
efnir Heimdallur til rabb-
fundar í Himinbjörgum,
félagsheimili Heimdallar.
Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra, rabbar við
Heimdallarfélaga um
FRAMKVÆMDAVALD OG
STJÚRNSÝSLU RÍKISINS
Á það skal bent, að rabbfundarformið er einstaklega lipurt til
skoðanaskipta. Rabbfundurinn hefst kl. 20.30.
Ath. Áður hefur verið auglýst, að rabbfundurinn yrði þriðjudaginn 7. febr^
en vegna spilakvölds sjálfstæðisfélagan na í Reykjavík er honum frestað til
fimmtudags.