Morgunblaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1967.
Sextugur;
Eiríkur Benedikz
sendiráðunautur
SÍÐASTLIÐINN sunnudag 'hinn
5. febrúar átti Eiríkur Benedikz,
sendiráðunautur við sendiráð
fslands í London, sextugsafmæli.
Eiríkur er sonur hins góðkunna
kaupmanns Benedikts Þórarins-
sonar, er lengi verzlaði hér á
Laugavegi, og seinni konu hans
Hansínu Eiríksdóttur frá Karls-
skála við Reyðarfjörð. Benedikt
var, eins og kunnugt er, einn af
helztu borgurum Reykjavíkur í
kaupmannastétt, en áhugamál
hans voru ekki eingöngu bundin
við verzlunarstörfin, því hann
var einhver hinn mesti bóka-
safnari, sem um getur, safnaði
íslenzkum bókum og blöðum og
allskonar ritum og kortum við-
víkjandi íslandi og íslendingum.
Safn þetta gaf hann Háskóla ís-
landi, þar sem það er nú varð-
veitt sérstaklega aðskilið frá
öðrum söfnum háskólans.
Eirikur Benedikz lauk stúdents
prófi hér í Reykjavík 1925 og
stundaði því næst tungumála-
nám, fyrst við Kaupmannahafn-
arháskóla, en hélt síðan áfram
námi sinu í Bretlandi, aðallega
við Leeds háskóla. Að loknu
námi kom Eiríkur heim til fs-
lands og fékkst næstu árin við
kennslustörf, einkum kennslu í
ensku við ýmsa skóla hér. Jafn-
framt var hann enskukennari
Ríkisútvarpsins í einn áratug
1932-1942. Á þessum árum
samdi hann kennslubækur í
ensku, til notkunar við kennsl-
una í útvarpinu, en margir aðrir
munu hafa haft þeirra góð not
líka.
Eiríkur var um tíma á þessum
árum starfsmaður í brezka
sendiráðinu hér í Reykjavík, en
árið 1942 réðist hann til starfa í
hina nýstofnuðu íslenzku utan-
ríkisþjónustu. Hann varð þá
sendiráðsritari í London, og hef-
ur starfað þar óslitið síðan.
Sendiráðunautur héfur hann
verið frá 1954. Eiríkur hefur ver-
ið sendiráðinu hinn ágætasti
liðsmaður. Enskuþekking hans
er frábær og ensku talar hann
sem innborinn maður. Þekking
hans á Bretum og brezkum hugs-
unarhætti er að sjálfsögðu mjög
mikil og kemur i góðar þarfir
í sambandi við störf sendiráðs-
ins. Eiríkur er ágætur starfsmað-
ur, vandaður og samvizkusamur.
Hann er mikið prúðmenni í
allri umgengni, en kýs fremur
að vinna störf sin í kyrrþey en
'hafa sig mikið í frammi.
Eiríkur er mikill bókamaður,
ekki síður en faðir hans var.
Hann er bókfróður í betra lagi
og á gott bókasafn, sem hann
nostrar um á sama hátt og faðir
hans var þekktur fyrir.
Vinir Eiríks hafa á honum
miklar mætur og hann er hvers
manns hugljúfi. Því munu marg-
ir hugsa hlýlega til hans og senda
honum beztu kveðjur og árnaðar
óskir á þessurn timamótum í ævi
hans. A. Kl. J.
Finnski hershöfðínginn Le
onard Grandell er látinn, 72
ára að aldri. Hann tók þátt
í öllum styrjöldum sem Finn
ar hafa átt í frá því lýst var
yfir sjálfstæði landsinss og
varð hershöfðingi árið 1942.
Að lokinni heimsstyjöidinni
varð hann fyrst forstjóri
málmverksmiðja ríkisins og
síðan forstjóri flugfélagsins
AERO (FINNARI).
Verndið heilsuna, sitjið rétt
„TAH SAD" SKRIFSTOFUSTÓLARNIR
komnir aftur. Úrval við allra hæfi. Sterkir, - þægilegir. -
ódýrir. — Einu sinni „Tan-sad ‘. — Alltaf „Tan-sad“.
ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF. — Ingólfsstræti 1A. - Sími 18370.
BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU —J<~ TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
inu var ofboðslegur enda
þótt blikksmiðurinn
hefði hvorki pott eða
pönnu að gera við þessa
stundina. Eftir hátíðleg-
ar kveðjur sagði kaup-
maðurinn blikksmiðnum
sömu söguna um eyrna-
veiki sína og hann hafði
sagt járnsmiðnum. Hann
kvaðst vera veikur og
læknirinn skipaði sér að
hafa kyrrð og næði — og
loks kvaðst hann reiðu-
búinn að borga blikk-
smiðnum rausnarlega
fyrir að flytja verkstæði
sitt á annan stað.
Það var líkt- á komið
með blikksmiðnum og
járasmiðnum, hann gat
rétt dregið fram lífið.
Þess vegna tók hann glað
ur tilboði kaupmannsins,
það var sannarlega gott
að fá peninga fyrir það
eitt að flytja úr stað.
Kaupmaðurinn sneri
nú glaður heim og hrós-
aði sigri. Loksins gæti
hann hlotið hvíld og frið
frá öllum þessum ærandi
hávaða.
Um sólarlag lokuðu
smiðirnir verkstæðum
sinum og héldu hvor á
annars fund til að segia
tíðindin. Þeir mættust a
miðri leið. Báðir voru
þeir heimskir en hjarta-
góðir og vildu gjarnan
gera kaupmanninum til
geðs og fá peningana,
sem hann bauð þeim. Eft
ir að þeir höfðu rætt
málið fram og aftur,
sagði jármmiðu'inn,
Yang Pu:
„Mér dettur í hug,
hvernig við getum gert
heiðraðan kaupmannmn
ánægðan með því að
fara að óskum hans og
jafnframt unnið til pen-
inganna.“
„Hvaða leið er til
þess, virðulegi meistari’"
spurði blikksmiðurinn
Yang Chu.
„Einfalt, mjög einfalt!
Kaupmaðurinn vill, að
við flytjum á annan
stað og hann er reiðu-
búinn að borga okkur vel
fyrir það. Það er bezt að
ég flytji í þitt í hús. en
þú flytur í mitt í staðinn.
Þá tökum við okkur báð
ir upp eins og kaupmað-
urinn bað okkur að gera
og fáum svo peningana,
sem hann lofaði okkur.“
Þar sem hvorugur
þeirra hafði mikið að
fiytja, tók það ekki lang
an tíma að skipta um bú
staði. Að svo búnu héldu
þeir báðir á fund kaup-
mannsins.
„Ég hef flutt með allt
mitt hafurtask,“ sagði
Yang Pu, járnsmiðurinn.
„Og ég hefi farið að
dæmi hans“, sagði Yang
Chu, blikksmiðurinn,
„og nú erum við hér
komnir til að sækja pen-
ingana sem þér, mikils-
virti kaupmaður, hétuð
okkur."
„Fyrst þið hafið báðir
orðið við bón minm‘,
sagði kaupmaðurinn,
skuluð þið einnig fá þá
peninga, sem ykkur var
lofað. Hérna eru þeir",
og hann taldi upphæðina
hvorum þeirra um sig.
Síðan kvödddust beir
með mestu virktum, allir
mjög ánægðir.
Morguninn eftir vakn
aði kaupmaðurinn eld-
snemma við sama ær-
andi hávaðann og venju-
lega. Öskureiður flýtti
hann sér á fætur og
hljóp niður á götuhornið
tii hægri, þar sem verk-
stæði járnsmiðsins hafði
verið. Þar hitti hain
blikksmiðinn fyrir, hamr
andi og glamrandi af
meiri krafti en nokkru
sinni fyrr.
„Hvað eruð þér að
gera hér?“ hrópaði kaup
maðurinn.
„Ég flutti eins og ég
sagði háæruverðug.un
kaupmanninum, og fór
úr hinum enda götunn-
ar og hingað."
Kaupmaðurinn hljóp
nú yfir á hitt götuhorn-
ið, þangað sem blikksmið
urinn hafði verið. Og
þar var járnsmiðurinn
að verki og lamdi steðj-
ann með slíkum ógnarlát
um, að nægt hefði til að
vekja dauðann mann.
„Hvað eruð þér að að-
hafast hér?“ hrópaði
kaupmaðurinn, viti sínu
fjær.
„Ég flutti eins og æru-
verður kauþmaðurinn
bað mig að gera“, svar-
aði járnsmiðurinn, „og
fór úr hinum enda göt-
unnar og hingað."
Og hvað gat kaupmað-
urinn svo sem sagt og
hvað gat hann gert?
Hann minntist spakmæl-
is, sem hann hafði heyrt
af vörum viturs manns:
„Auðveldara er að reka
litla fingurinn gegn um
harðan stein, en að gera
heimskingjanum hina
einföldustu hluti skiljan
lega."