Morgunblaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1967.
17
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri:
VANDAMÁL FRYSTIHUSANNA
UTSTDANFARIÐ hefur borið á
góma, að nokkur vandi steðjaði
að frystihúsunum. Ef undanskild
ar eru fundarályktanir samtaka
frystihúsamanna og umræður á
Alþingi um verðstöðvunarlögin,
hefur furðu lítið verið um þessi
mál rætt opinberlega. Ef slíkt
hefur borið við, hefur það yfir-
Ieitt verið I léttari- tón og þá
bent á, að gróði þeirra hafi verið
svo mikill, að þau gætu auðve’.d-
lega tekið á sig nokkur áföll eða
þá, að hér væri aðallega skorti
á hráefni til vinnslunnar um að
kenna, en úr því væri auðvelt að
bæta með því að fækka þeim
verulega, enda væru frystihúsin
í landinu allt of mörg. Hins veg
ar er verðfallið á afurðunum af-
greitt með því, að allsendis
óvíst sé, hve miklu það raun-
verulega næmi og auk þess, þá
geti verðið hækkað aftur von
bráðar. Áður en vandi þessaiar
greinar útflutningsframleiðslunn
ar verður skýrður nánar, er rétt
að víkja nokkuð að þjóðhags-
legri þýðingu frystihúsanna og
afkomu þeirra undanfarið.
Þjóðhagsleg þýðing
frystihúsanna
Ekki skal fjölyrt um þetta, svo
mjög sem liggur í augum uppi,
hve snar þáttur frystihúsin eru
f atvinnulífinu um land allt. Eft-
irfarandi yfirlit sýnir hlutfall
frystra afurða af heildarútflutn-
ingi:
Heddarútfl. Frystar af- Hlut-
1000 kr. urðir 1000 kr. fall %
1960 2.204.723 865.333 38.2
1961 2.879.137 813.84>2 28.3
1962 3.018.8512 1.131.026 31.2
1963 4.046.308 1.270.426 31.4
1904 4.775.949 1.440.025 30.1
1905 5.558.880 1.607.173 28.9
Samkvæmt þessu nemur hlut-
ur frystiihúsanna um 30% af
heildarútflutningi, og hefur verð
mætið stöðugt farið hækkandi
frá árinu 1961. Hins vegar lækk
ar hlutfall þeirra nokkuð árið
1905, vegna mikillar aifkasta-
aukningar síldarflotans og síldar
verksmiðjanna. Hlutur frystihús
anna í heildarútflutningnum er
þó mun meiri en þessi tafla gef
ur til kynna, þar eð hlutdeild
þeirra i saltfisk- og skreiðarút-
flutningi er ekki meðtalin.
Beinar Iaunagreiðslur frysti-
húsanna munu nú nema yfir 500
milljónum á ári, og eru þá aðeins
taldar greiðslur til starfsfólks.
en ekki nein þjónustustörf við
iðnaðinn. Af þessari upphæð má
áætla, að kvenþjóðin vinni fyrir
um það bil 200 milljónum. Ekki
Tiggja fyrir upplýsingar um
hvern hlut unglir.ggpsír. séhT
vinna i frystiihúsum I skólafri-
um, eiga í þessum iaunagreiðsl-
um, en 'x ar mun um verulega
upphæð að ræða.
f frystihúsunum nýtist sjávar-
afli, sem vart yrði nýttur á ann-
an hátt og eru þar á meðal okk-
ar dýrustu og arðmestu fiskteg-
undir. Láta mun nærri, að efni
varan, sem frystihúsin fá til
vinnslu, tvöfaldist að verðmæti.
Þegar þau kaupa efnivöru fyrir
800 milljónir, skila þau gjaldeyr
istekjum, sem nema 1600 milljón
um.
ÞráH fyrir þær verðlækkanir,
sem nú hafa átt sér stað, eftir
óvenjulegar verðhækkanir und-
anfarin ár, má telja, að á fryst-
um vörum höfum við notið stöð
ugra verðlags, ef litið er yfir
lengra tímabil, en á flestum öðr
um útflutningsvörum okkar.
Þetta á ekki sízt rót sína að
rekja til þess, að frystar vörur
eru eina framleiðsla okkar, sem
við að talsverðu leyti, höfum
unnið upp sjálfstæðan og óháð-
an markað fyrir í þeim skilningi
að framleiðslan er seld undir
okkar vörumerkjum til neytand
ans af okkar eigin fyrirtækjum
erlendis. Fullyrða má, að sú verð
lækkun sem nú gengur yfir,
hefði orðið miklu alvarlegri og
afdrifaríkari, ef við sjálf hefðum
ekki átt vinnslu- og dreifingar-
kerfi erlendis. Hér má svo bæta
við, að sem bein og óbein afleið-
ing af þessari markaðsuppbygg-
ingu blasir við sú staðreynd, að
á Bandaríkjamarkaðnum, þar
sem við seljum frystar afurðir á
jafnréttisgrundvelli, að því er
innflutningstolla varðar við aðr-
ar þjóðir, þá selst íslenzkur fisk
ur á hverjum tima á hærra
verði, en innfluttur fiskur frá
nokkru öðru landi.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á megin atriðum í sambandi við
þjóðhagslega þýðingu frystiiðn-
aðarins. Þó virðist mega álykta,
að enn sem komið er, höfum við
ekki marga vænlegri kosti um
nýtingu hráefnis og vinnuafls til
betri lífskjara, en að fullvinna í
enn ríkari mæli þann sjávarafla
sem berst á land.
Afkoma frystihúsanna
Þar eð framleiðsla frystihús-
anna er nær öll flutt úr landi,
eru fyrirliggjandi nákvæmar
upplýsingar um magn og verð-
mæti framleiðslu þeirra í heild.
f aðalatriðum hafa frystihúsin
skipzt á milli tveggja sölusam-
taka, sem árlega safna og gefa
út markvíslegar tölulegar upp-
lýsingar um starfsemina t.d.
framleiðslumagn og verðmæti
hvers frystihúss auk fjölþættra
skýrslna, er markaðina varða.
Síðustu ár hafa sölusamtökin
einnig safnað reikningum nokk-
urra frystihúsa og unnið úr þeim
með sérstakri hliðsjón af aðal-
þætti starfseminnar, sem er fryst
ingin. f þeim yfirlitum kemur
og greinilega fram hlutfall kostn
aðarliðanna og verðbólguþróun
þeirra.
Loks hefur Efnahagsstofnunin
safnað ársreikningum allflestra
frystihúsa á landinu fyrir árin
1964 og 1965 og samið heildar
yfirlit yfir rekstrarafkomu
þeirra.
Ekki er vitað að fyrir liggi til
svarandi tölulegar upplýsingar
um neinn annan þátt atvinnu-
lífsins, en slik gögn gætu orðið
til nokkurs fróðleiks við saman-
burð og mat á afköstum, aðstöðu
og arðgjöf mismunandi atvinnu-
greina.
Til að fullkomna þessa mynd
um fjárhag og rekstur frystihús-
anna, vantar þó í aðalatriðum
þrennt:
a) Heildaryfirlit yfir fjárfest-v
ÍRgú í byggingum og vélum
annarsvegar og lánsfjár-
magn og eigið fjármagn
hins vegar.
b) Ahrif vinnslumagns og
lengri vinnslutíma á ein-
staka kostnaðarliði.
c) Samanburð einstakra kostn
aðarliða milli fyrirtækja.
Niðurstöður heildaryfirlit.s
Efnahagsstofnunarinnar um af-
komu frystihúsanna sýna, að ár-
ið 1964 hafa öll frysti'hús á land-
inu, en þau eru um 90 alls, tæp-
ar 38 milljónir í tekjuafgang,
eða arð af eigin fé, sem svarar
til tæpjega 2V2% af heildar-
veltu. Árið ,1965 verða tilsvar-
andi upphæðir tæpar 52 milljón-
ir í hagnað, eða um 2%% af
heildarveltu. Þetta munu vera
hagstæðustu ár, sem frystihús-
in hafa notið um árabil, en hætt
er þó við, að hluthöfum í al-
menningshlutafélagi þætti arður
inn lítill, þegar búið væri að
greiða útsvör og skatta.
Afkoman árið 1906 byggist á
áætlun. Ef miðað er við óbreytt
vinnslumagn frá árinu 1965, og
annars vegar þær verðhækkanir
á mörkuðunum, sem enn haida
áfram á sl. ári frá árinu 1965, en
hins vegar launa- og kostnaðar-
hækkanir, sem orðið hafa hér á
árinu, þá nemur heildartap
frystihúsanna 51 milljón, eða
nær sömu upphæð og heildar-
hagnaður ársins 1905. Svarar
þetta til % hluta lágmarksaf-
skrifta. Hvað getur valdið því,
að þótt gengið sé út frá óbreyftu
vinnslumagni og þrátt fyrir veru
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson
lega verðhækkun afurðanna er
nemur 6—7%, sem þýðir tekju-
aukningu um 8%—9% vegna
lækkunar útflutningsgjalda, þá
snýst dæmið alveg við? Á þessu
er sú einfalda skýring, að hrá-
efnisverð hækkar um 16%, eða
sem svarar megin hluta tekju-
hækkunarinnar. Þar við bætist
um 22% launahækkun, sem jafn
gildir um 15% hækkun alls
kostnaðar annars en hráefnis.
Við þessari óheillavænlegu þró-
un vöruðu samtök frystihúsanna
þegar á sl. sumri, enda var þá
séð, að verðhækkanir afurðanna
höfðu stöðvazt.
Það sem nú skiptir megin
máli er áætluð afkoma á yfir-
standandi ári. Ef miðað er við
áætlaða afkomu ársins 1966 og
enn haldið óbreyttu hráefnis-
magni ársins 1965, má áætla
heildartap frystihúsanna 96
milljónir án þess að taka tillit
til þeirra verðlækkana á erlend
um mörkuðum, sem nú þegar er
vitað um. Þá er og gengið út
frá, að engar kauphækkanir eigi
sér stað á árinu. Þrátt fyrir verð
stöðvun í lok sl. árs, verður með
allaunakostnaður frystihúsanna
um 7%% hærri á þessu ári en
hann var á árinu 1966. Þegar
hér við bgétSst ftækkamr’ ým-
issa kostnaðarliða, svarar heild-
arhækkun gjaldanna til 2%% af
heildartekjum. Verðhækkun á
erlendum mörkuðum hefði því
þurft að nema 2%% til þess að
vega á móti þeim tilkostnaðar-
hækkunum, sem frystihúsin
verða að greiða á þessu ári um-
fram sl. ár.
Þróun markaðsverða
og framleiðslukostnaður
Eins og vikið er að í upphafi
þessarar greinar, hefur næsta
lítið verið rætt um þessi mál op-
inberlega. Þetta ei ekki sizt sam
tökum frystihúsamanna að
kenna.
Skýringin á þögn þeirra er sú,
að vegna samkeppnisaðstöðu á
mörkuðunum er talið óbeppilegt
að ræða þessi mál opinberlega,
enda er allur samanburður hér
flókinn vegna mismunandi þró-
unar á verðlagi margvíslegra
fisktegunda og vinnslu- eða
pökkunaraðferða. Hér gildir því
allt öðru máli, en um „standard"
vöru eins og t.d. lýsi og mjöl,
sem í aðal-atriðum seljast á
þekktu heimsmarkaðsverði á
hverjum tíma.
Ef miðað er við framleiðsluár
má telja að verðhækkanir und-
anfarinna ára hafi orðið:
frá 1962—1963 6— 7%
— 1963—1964 5— 6%
_ 1964—1965 13—14%
— 1965—1966 6— 7%
Þessar miklu verðlhækkanir,
samfara byltingu á þessum ár-
um í hagræðingar og framleiðslu
málum frvstihúsanna, hafa yfir-
leitt gert þeim kleift að taka á
sig þær stórfelldu kaup- og til-
kostnaðarhækkanir sem orðið
hafa hér undanfarin ár.
All mörg frystihús hafa þó orð
ið undir í þessari hörðu sam
keppni og hætt rekstri. Má nú
kaupa frystihús um land allt fyr
ir lítið fé miðað við aðrar eign-
ir, ef togarar eru undanskildir.
Sem dæmi um kostnaðarhækk
anir má nefna að launahækkun
frá 1964 til 1965 nemur 16%, sem
jafngildir um 10% hækkun fram
leiðslukostnaðar, annars en hrá-
efnis. Frá 1965 til 1966 verður
launahækkun 22%, sem þýðir
hækkun framleiðslukostnaðar
um 15%. Á tímabilinu 1. júní
1962 til 1 september 1966 hækk
ar taxtakaup kvenfólks í fisk-
vinnu um 96%% til 130% eftir
tegund vinnu og starfsaldri. Á
árunum 1963 til 1966 munu kaup
hækkanir í frystihúsunum nema
70% til 80%, eða sem svarar um
50% hækkunar framleiðslukostn
aðar, án hráefnis.
Óhætt er að fuljyrða, að þess-
ar kauphækkanir og þar af leið
andi kostnaðarhækkanir fara
langt fram úr því, sem átt hefur
sér stað í þeim löndum, sem við
keppum við á heimsmarkaðin
um.
Bein afleiðing þessara kostnað
arhækkana er einnig, að útgerð
in býr við mun lægra fiskverð
en eðlilegt má teljast. f því sam
bandi er rétt að minnast á atriði,
sem oft virðist gæta nokkurs mis
skilnings um í umræðum manna
meðal, en það eru greiðslur
frystihúsanna á hráefni umfram
auglýst lágmarksverð. Þessum
greiðslum má í aðalatriðum
skipta í tvo flokka. Annars veg-
ar eru greiðslur, sem ákveðnar
eru, þegar afkoma frystihússins
fyrir árið liggur fyrir og sýni-
legt er, að tekjuafgangur leyfir
þær. Þessar greiðslur má yfir-
leitt telja heppilegar, þar sem
saman fer geta frystihússins og
ótvíræð þörf útgerðarinnar. Hins
vegar eru þær greiðslur, sem
stafa af efnivöruskorti, sérstak-
lega á þeim tímum árs, þegar
lítið berst að til vinnslu. Þessar
greiðslur eru einnig eðlilegar
þegar þær verða til þess að
örva hráefnisöflun, þar sem
betra er fyrir frystihúsið að
hafa eitthvað upp í fastan kostn
að fen ekkert.
Á þeim stöðum, þar sem meg-
inhluti framleiðslunnar fer fram,
munu frystihús hér nú orðið
fyllilega standast samanburð
a vélakost og vinnsluafköst
við samsvarandi fyrirtæki er-
lendis. Þau standa þó miklu ver
að vigi að ýmsu leyti, t.d. að því
er varðar mikið efnismagn á
mjög skömmum tíma, en síðan
skort á verkefnum mikinn hluta
ársins. Hér þarf að verða gjör-
breyting á, sem krefst nýrra að-
ferða og fjárfestingar, bæði i
veiðiflotanum og frystihúsunum
sjálfum.
Verðlækkanir
Sú hagstæða verðlagsþróun,
sem hér hefur verið lýst náði
hámarki um mitt sl. ár. Þá kornu
fram merki þess, að framboð á
fiski og fiskbirgðir framleiðslu-
þjóða væru orðnar meiri en
markaðirnir gætu tekið á móti.
Síðan má segja, að verðlækkan-
irnar hafi smám saman færzt I
aukana. Hér verða ekki raktar
orsakir þessara lækkana, né þró
un þeirra á einstökum mörkuð-
um.
Ein megin orsök aukins fram-
boðs er þó markviss aukning
margra fiskveiðiþjóða í nýjum
skipastól til bolfiskveiða, þar
sem beitt er nýrri tækni við
veiðarnar og vinnslu aflans.
Þessi þróun hefur að mestu far-
ið framhjá okkur enn sem kom-
ið er.
Um sl. áramót eru þegar fram
komnar verðlækkanir frá meðal
verði ársins 1966, sem nema
milli 11% og 12% eða sem svar-
Framhald á bls. 25
Athugasemd frá Verðlags
ráði sjávarútvegsins
í FRÉTT frá Útvegsbændafélagi
V estmannaey ja, sem birtist i
dagblöðunum í gær segir svo í
uppháfi fréttarinnar:
„Útvegislbændafélag Vest-
mannaeyja lýsir megnri óánægju
á þeim drætti, er varð um ný-
gerða verðákvörðun á ftölfiski,
og teAwTað ef neglur hefðu ver-
ið haldnar, átti verðákvör'ðunin
að liggja fyrir 10. desemiber sl.“.
í viðtalsþætti Ólafis Ragnas
Grimssonar, hagfræðings í Ríkis
útvarpinu í gærkvöldi, voru við-
höfð ummæli sama efnis af
Hilmari Rósmundssyni, útgerðar
manni í Vestmannaeyjum.
f tiiefni af framangreindu'm
ummælum, vi'll stjórn Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins taka fram
eftirfarandi: í 8. gr. reglugerðar
um Verðlagsráð sjáva rútvegsins
frá 31. október 1962 segir svo:
„Verðagsráð (fiskideild) skal
leitast við að ná samkomulagi
um lágmarksverð fisktegunda
fyrir eitt ár í senn, og skal þá
hafa lokfð verðákvörðunuim sin-
um fyrir 10. desember ár hvert.
Náist ekki einróma samikomulag
í verðlagsráði um verð fyihr til-
skilinn tíma, skal viísa ágrein-
ingsatriðum til yfirnefndar þeg-
ar í stað. Yfirnefndin skal hafa
fellt fullnaðarúnskurð um á-
greiningsatriði og tilkynnit fisk-
verð eigi síðar en 31. desemher
ár hvert.“.
Fyrrgneint ákvæði um að
fiskideil 1 Verðalgsráðs skuli
ljúka verðákvörðun eigi síðar
en 10. desemiber, er sett til þess
að yfirnefnd, ef hún fjallar um
málið, skuli hafa nóg'-n tírna tiil
starfa og ákvörðunar fiskverðs
eigi síðar en 31. desemlber ár
hvertj Siðer, Véroiagsráð hóf
störf í desemíber 1961, hefir þa’ð
ával'lt komið í hlut yfirnefndar
að ákveða bolfiskverðið.
Þannig náðist ekki samkomu-
lag í Verðlagsráði um lágmarks-
verð á bolfiski árið 1967. Verð-
ákvörðuninni var því vísað til
úrskurðar yfirnefndar á fundi
ráðsins þann 9. desemiber sl., í
samræmi við framangreind
reglugerðarákvæði.
Vegna yfirgripsm'ikil'lar könn-
unar á rekstursafkomu fiski-
báta, frystihúsa og annarra fisk-
verkunarstöðva, svo og mark-
aðskönn.unar erlendis, lauk yfir-
nefndin ekki störfum fyrr en
þann 8. janúar, er úrskurður var
kveðinn upp um lágmarksverð
á bolfiski. Sjávarútvegsmála-
ráðuneytið hafði fyrir áramót
veitt yfirnefndinni frest til 8.
janúar til uppkvaðningar úr-
skurðar um fiskverðið.
Af framansögðu er það Ij'óst,
að fullyrðinigar í áðurgreinduim
ommælum, um >r^t á settum
reglum, eru ekki á rökum reist-
ar“.
Reykjavík, 3. febrúar 1967,
f. h. stiórnar Verðlagisráðs
sjávarútvegsins,
Sveinn Finnsson.