Morgunblaðið - 16.02.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.02.1967, Qupperneq 1
28 SÍÐUR OG HEIMDALLUR 54. árg. — 39. tbl. _____________________________FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967_______________________________Frentsmiðja Morgunblaðsins — Qeirðir á fyrsta degi kosninganna Ekkert lát er á hópgöngum rauðra varðliða. Þessi mynd var tekin í Nanking í gær þar sem um 60000 varðliðar fóru í hópgöngu um stræti borgarinnar og fordæmdu sovézku endurskoð- un.rsinnana. ROLEGRA IPEKING Meira raunsæi af hálfu Kínverja Peking, Moskvu og Tókíó, 15. febrúar — (NTB-AP) SAMBANDIÐ milli Sovétríkj- anna og Kína virðist nú vera komið á nýtt stig, sem einkenn- ist af raunsæi af- hálfu Kínverja. Árásir Kínverja á Moskvu eru nú aftur komnar meira yfir á stjórnmálasviðið. Stjórnmála- fréttaritarar í Peking benda á að mótmælaaðgerðunum fyrir fram an sovézka sendiráðið i Peking hafi nú alveg verið hætt og myndirnar af Sovétleiðtogunum hafi verið fjarlægðar af hliði sendiráðsbyggingarinnar. Þá til- kynnti kínverska utanrikisráðu- neytið sovézku sendiráðsstarfs- mönnunum á sunnudag, að þeir gætu nú að meira eða minna leyti tekið upp venjuleg störf sin á nýjan leik. Það var í byrj- un sl. viku að ráðuneytið ráð- lagði Rússununt að fara ekki út fyrir svæðið umhverfis sendi- ráðsbygginguna. Chen Yi utanríkisráðherra Kína sagði I hádegisverðarboði, sem sendinefnd frá Mauritaníu hélt í Peking í dag, að samband Kína og Sovétríkjanna væri við það að slitna, vegna fjandskapar Sovétleiðtoga í garð Kína. Út- varpið í Peking sagði að Yi hefði sagt, að er Kosygin var í heim- sókn í Bretlandi hefði hann reynt að hreinsa Sovétrikin af ábyrgðinni á versnandi sam- skipum landanna. Sagði Yi að ummæli Kosygins um menning- arbyltinguna og Mao Tse tung hefðu einkennzt af örvæntingu, sem benti til veikleika Sovétríkj anna. Yi sagði að samskipti land- anna hefðu farið stórum versn- andi, er Sovétmenn réðust á kín- verska stúdenta og diplómata í Moskvu. Sagði hann að ekkert gæti stöðvað hina miklu menn- ingarbyltingu né varpað skugga á kenningar hins mikla Mao. Veggspjöld rauðu varðliðana í Peking sögðu að Sinkiang á landamærum Kína og Sovétríkj anna væri fravarðarlinan gegn sovézku endurskoðunar- og heimsvaldasinnunum. Kínve ' a dagblaðið „The Hong K . 0 Star“ sagði í dag án þess að nefna heimildir, að kínverskur hershöfðingi væri nú staddur í Framhald á bls. 27. Nýju Delhi, 15. febrúar NTB-AP ÞAÐ voru langar biðraðir fyr- ir framan kjörstaðina í morg- um borgum og bæjum Indlands, þegar kjósendur um gjörvallt landið streymdu til kjörklefanna til þess að kjúsa til nýs þjóð- þings í morgun. Kosningarnar munu standa yfir í heila viku og gert er ráð fyrir, að úrslit þeirra verði þau, að Kongress- flokkurinn undir forystu frú Indira Gandhi forsætisráðherra muni halda meirihlutanum í þjóðþinginu, en tapa honum í nokkrum þingum hinna einstöku 17 sambandsríkja. Talsvert var um óeirðir á þess um fyrsta degi kosninganna og munu að minnsta kosti tveir menn hafa týnt lífi og all marg- ir særzt í árekstrum, sem urðu. Alls hafa um 250 millj. manns atkvæðisrétt og eru þetta því umfangsmestu lýðræðilegu kosn ingarnar, sem fram fara í heim- inum. Fyrstu kosningaúrslitanna er að vænta eftir 21. febrúar, þegar kosningunum er lokið alls staðar í landinu og talning get- ur hafizt. Helztu andstöðuflokkar Kon- gressflokksins eru tveir hægri flokkar, Swatantra-flokkurinn, sem er fylgjandi einkaframtaki í efnahagslifi landsins og hinn þjóðernissinnaði Jan Sangh- flokkur, sem byggir á erfða- venjum hindúismans, en einnig kommúnistaflokkurinn. Vegna matarskorts og hækk- andi verðlags verða kosningarn- ar nú hinar erfiðustu fyrir Kon- gressflokkinn frá því að Ind- land hlaut sjálfstæði, en flokk- urinn nýtur ekki lengur forystu hins sterka leiðtoga Jawaharlal Nehru, en hann bar í mörg ár ægishjálm yfir indverska stjórn- málamenn. Beztu brezku leikararnir London, 15. febrúar — AP MIClHAEL Caine var í dag kjör inn bezti kvikmyndaleikari og Vanessa Redgave bezta leikkona Bretlands á leiksviði af brezka fjölleikaklúbbnum. Caine hlaut þennan heiður vegna hlutverks síns í myndinni „Alfie“ og ungfrú Redgave fyrir frammistöðu sína í „The Prime of Miss Jean Bordie". Virginia McKenna var kjörin bezta kvikmyndaleikkonan fyrir leik sinn í „Born free“ og David Warner bezti leiksviðsleikarinn i fyrir leik sinn í „Hamlet". Sukarno ekki af baki dottinn Jakarta, 15. febrúar AP. SÚKARNÓ Indónesíuforseti hef- ur ákveðið að berjast þar til yfir lýkur fyrir völdum sínum, að því er áreiðanlegar heimildir í Ja- karta hermdu í dag. Súkarnó neitaði í gærkveldi að verða við kröfum yfirmanna hersins um að láta af völdum. Talsmaður herstjórnarinnar sagði i dag, að forsetanum yrðu ekki gefin fleiri tækifæri til að láta af em- bætti með sæmd. Sagði talsmaðurinn, að Su- harto hershöfðingi, valdamesti maður landsins í dag, myndi hlýða á allar skynsamlegar kröf ur Súkarnó, en hann myndi ekki ræða við hann í forsetahöllinni aftur. Næsta skrefið í baráttunni gegn Súkarnó er, að ráðgjafa- þing landsins tekur málið til með ferðar í næsta mánuði. Suharto hershöfðingi hefur nú reynt að koma forsetanum frá völdum í rúmt ár, en hinar miklu vin- sældir forsetans víðsvegar í Indónesíu hafa hindrað að það tækist. Vatnið, sem Mao synti í. Frakkar vilja við- j hollara en mgólk halda HATO Háðkvœði eftir Evtusénko um Rauðu varðliðana París, 15. febr. NTB. FRAKKLAND hefur tekið já- kvæða afstöðu gagnvart því að halda áfram samvinnunni innan Atlantshafsbandalagsins eftir 1969, en það ár verður banda- lagið tuttugu ára. Var frá þessu skýrt á fundi Nato í París i dag. Fastaráð Nato hóf fund sinn í París í morgun og voru þar fyrst og fremst til umræðu fram tíðarverkefni bandalagsins með tilliti til þróunarinnar í alþjóða- málum. Sendinefndir allra ríkj- anna — einnig sendinefnd Frakk lands — létu í ljós jákvæða af- stöðu gagnvart þörfinni um að halda áfram samstarfinu í Nato eftir árið 1969, en eftir það ár hafa einstök meðlimaríki heimild til þess að ganga úr bandalaginu með eins árs fyrir- vara. Þrátt fyrir það að de Gaulle hefur tekið Frakkland undan hinni sameiginlegu hernaðaryfir stjórn Nato, er litið svo á banda- lagið í París, að það sé mjög mikilvægt fyrir afstöðu austurs og vesturs. Moskvu, 15. febrúar — NTB H IN U umdeilda sovézka skáldi, Évgenv Évtusénko, tókst í dag að keppa við all- ar fréttirnar frá Kina og Viet nam. í öllum strætisvögnum og neðanjarðarlestum sátu sovétborgarar og lásu tvö ádeilukvæði eftir hann um Rauðu varðliðana í Kína. Kvæðin birtust í bókmennta- tímaritinu „Literaturnaja Gaz eta“ og seldist það að þessu sinni upp á fáeinum klukku- stundum. í öðru kvæðinu, sem nefnist „Ganga Rauðu varð- liðanna", er sólin ásökuð um tvískinnung, sökum þess að hún skín einnig yfir Ameriku, og þess vegna ætti hún að vera í fangelsi. Þá segir, að snjórinn sé vafalaust Hvítur varðliði og að skáldið Homer hafi ekki bara verið líkam- Framhald á bls. 27. Évgení Évtusénko Þingkosningar hafnar í Indlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.