Morgunblaðið - 16.02.1967, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967,
Tíu flytjast til Ástralíu
HÉR á landi hefur. að undan-
förnu dvalizt fulltrúi úr utan-
ríkisþjónustu Ástral,íu, og hefur
hann veitt fólki, sem áhuga hef-
ur haft á að gerast innflytjendur
til Ástralíu, aðstoð og fyrir-
greiðslu. Mbl. hafði í gær tal af
þessum manni, sem heitir
Murray.
Murray sagði að það væri mun
ódýrara að flytjast til Ástralíu,
en til annarra landa og þó nokk-
ur fjöldi fólks, hefði komið að
máli við sig til að fá upplýsing-
ar. Hins vegar væri ávallt mikill
munur á fjölda þeirra, sem kæmi
og spyrði, og hinna, sem flytt-
ust.
Mbl. vill benda á, að her-
skylda er í Ástralíu og í því sam
bandi má geta þess, að ástralskir
hermenn berjast nú í Vietnam.
Aðspurður um fjölda þeirra,
er ætluðu að flytjast frá íslandi
til Ástralíu, sagði Murray ekkert
geta sagt, en eftir fáeinar vikur
myndi fyrsti hópurinn fara utan,
fjórar fjölskyldur, samtals 10
manns. Þetta fólk færi til Perth,
borgar á vesturströnd Ástralíu
— og sagði Murray að Perth
væri einhver dásamlegasta borg
í allri álfunni.
Murray sagði að eftir síðasta
stríð hefðu innflytjendur til
Ástralíu verið 2 milljónir og
hefðu þessir innflytjendur fætt
af sér 800 þúsund börn. Á þessu
ári er búizt við að tala inn-
flytjenda nái því að verða 150
þúsund manns. Töluverð útgáfu
starfsemi á bókum á tungumál-
um innflytjendanna er rekin í
Ástralíu og á síðastliðhu ári voru
gefnar út 10 bækur á 10 mis-
munandi tungumálum, þ. á. m.
dönsku, sænsku, norsku og
finnsku.
Þær íslenzku fjölskyldur, sem
fara nú í næsta mánuði töluðu
við sendiráðið hér í Reykjavík
fyrir fimm árum og sagði
Murray, að hann byggist ekki
við að það fólk, sem talað hefði
við hann nú, færi fyrr en að
nokkrum árum liðnum.
Tillaga Úlfars Þórðarssonar;
Slökkviliðið hafi frosk-
mann í þjónustu sinni
Þorkell Grimsson og iieiri losa kisturnar varlega.
NoSikrar kistur komu upp
í bæjjarfógefagarðínum
ÚLFAR Þórðarson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, hefur
borið fram tillögu í borgarstjórn
um að Slökkviliðið hafi til að-
stoðar og reiðu sérþjálfaðan
froskmann. Tillaga þessi kemur
til umræðu á borgarstjórnar-
fundi í dag.
Tillagan er svohljóðandi:
„Borgarstjórn felur slökkvi-
liðsstjóra að athuga, hvort unnt
muni að koma þeirri skipan á,
að slökkviliðið hafi 'afnan til að-
stoðar mann, sérþjálfaðan í köf-
un (froskmann) og kanna jáfn-
framt hvern kostnað slíkt hefði
í för með sér.“
í SUÐAUSTURHORNI Bæjar-
fógetagarðsins var komið niður
á 5—6 líkkistur, er grafinn var
skurður að hinni nýju Land-
símabyggingu. Eru þær í út-
jaðri hins gamla kirkjugarðs og
kemur staðsetning þeirra heim
við teikninguna, sem gerð hefur
verið af þeim garði.
Borgarfulltrúar Sjálfstœðisflokksins leggja til athugun á:
Breyttu fyrirkomulagi
sjúkra- og slysaflutninga
Á FUNDI borgarstjórnar
Reykjavíkur í dag, kemur til
Skemmtifundur
i
Jöklamanna
Jöklarannsóknarfélag íslands
heldur skemmtifund í Domus
Medica laugardagskvöldið 18.
febrúar. Þar talar Guðmundur
Sigvaldason um fúla hveri og
fjallapríl, frásögn frá ferðalagi
í Bandaríkjunum og sýnir mynd-
ir með. Sigurður Þórarinsson
flytur erindi, „Litið til fjalla um
veröld alla“. Dansað verður til
kl. eitt.
umræSn tillaga frá borgar-
fulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins þess efnis að athugað
verði hvort breyta þarf fyr-
irkomulagi sjúkra- og slysa-
flutninga í borginni með hlið
sjón af væntanlegum flutn-
ingi Slysavarðstofunnar í
húsnæði Borgarspítalans.
Tillaga borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins er svohljóðandi:
„Borgarstjórn felur borgar-
lækni, slökkviliðsstjóra og full-
trúa frá Rauða Krossi íslands að
athuga fyrirkomulag við sjúkra-
og slysaflutninga hér í borg og
gera, ef þurfa þykir, tillögur um
breytingar, með hliðsjón af
væntanlegum flutniragi Slysavarð
stofunnar i húsnæði Borgar-
spítalans, svo og gera áæltun
um- kostnað við slíka breytingu."
í gær var verið að taka kist-
urnar upp, því þær þarf að flytja
burt, vegna byggingarinnar. Og
fylgdust tveir menn frá þjóð-
minjasafninu með því, þeir Gísli
Gestsson og Þorkell Grímsson.
Kisturnar eru allar mjög heil-
ar og því líklegt að þær séu frá
29 stunda nám í
lögregluskólan-
um
LÖGREGLUSKÓLINN var
settrur í gærdag, og sækja 29 lög-
reglumenn skólann, víðs vegar
að af landinu. Hér er um að
ræða framhaldsnámskeið, og
hafa flestir þeirra sem nú stunda
nám, verið í lögreglunni um
tveggja ára skeið. Skólanum lýk
i ur í maímánuði n.k.
síðustu árum kirkjugarðsins, sem
þarna var. Síðast var grafið í
honum árið 1836, og kisturnar
því líklega frá því öðru hvoru
megin við aldamótin 1800. En
ekkert er vitað hverjir voru
grafnir þarná.
Ekki var búið að ákveða hvert
kisturnar yrðu fluttar, en taiað
um að próf. Jón Steffensen
mundi sennilega fá beinin tii
athugunar fyrst vegna mann-
fræðirannsókna sinna.
Wilson og Brown ■ Bonn
Rœða þar inngöngu Bretlands í EBE
*• •*. ♦*. •*♦ ♦*. ♦*. •*. .*. .*» ♦*• •*• ♦*. •*♦•*• ♦*• ♦*♦ ♦*♦ ♦$» ♦*♦ ♦*♦ ♦*• •*• ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*•«
t..
UM hádaginn var A-stinn-
ingskaldi eða allhvasst með
skúrum við Suðurströndina,
en norðan og vestanlands var
gola eða kaldi og víða létt-
skýjað. Hiti var 2—6 stig á
láglendi, hlýjast á Galtarvita.
v v v v v V V V V V V *♦* *•* v v V V V V V V *♦*'
Á Kili var hiti við frostmark.
Lægðin suðaustur af Græn-
landsodda var nærri kyrr-
stæð, en sú sem er á kortinu
vestur af írlandi var á hreyf-
ingu norður.
» ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ »J, .*. •*♦ ♦*. ♦*» .*♦ ♦*♦ •*♦ ♦*. .*• ♦ .*♦ •*• ♦*♦ ♦*• *|» «J
Bonn, 16. febrúar — NTB —
HAROLD Wilson forsætisráff-
herra Breta lagffi á þaff ríka
áherzlu í viffræffum sinum við
Kurt Georg Kiesinger kanzlara
V-Þýzkalands í dag, að full al-
vara ríki að baki þeim ásetn-
ingi Breta aff taka á allan hátt
þátt í starfsemi Efnahagsbanda-
lags Evrópu, ef þeir fá inngöngu
‘í þaff.
Þeir Wilson og Kiesinger
* ræddu ásamt utanrikisráðherr-
•;• um sínum, þeim George Brown
X og Willy Brandt 1 fjóra og hálfa
••• klukkust. samfleytt eingöngu um
•> atriði varðandi hugsanlega inn-
% göngu Breta í Efnahagsbanda-
•:• lagið, en þeir Wilson og Brown
Ý komu til Bonn á þriðjudag til
X viðræðna við vestur-þýzka ráða-
❖ menn.
*:*
X Talsmaður vestur-þýzku stjórn
X arinnar, Karl Gúother von Hase
•!• sagði, er fyrsta hluta viðræðn-
$ anna var lokið, að Wilson hefði
*:‘ rutt úr vegi ýmsum misskilningi
•:• sem sprottið hefði af ummælum
% sem Brown utanríkisráðherra
••• hafði viðhaft nýlega um Oder-
X Neisse línuna svonefndu sem
’:* endanleg landamæri milli Þýzka
•*• lands og Póllands. Brezka stjóm
Ý in hefði ekki breytt afstöðu sinni
X varðandi Austur-Þýzkalands og
það væri skoðun Breta, að end-
anleg ákvörðun um landamærin
yrði að bíða, unz friðarsamning-
ar við Þýzkaland yrðu tímabær-
ir.
Lnnar ðrbiter III.
sendir myndir
Pasadena, Kalíforníu,
15. febrúar NTB.
BANDARÍSKA tunglflaugin
Lunar Orbiter III, sendi í dag
mikinn fjölda ljósmynda af yfir-
borði tunglsins til jarðar. Tals-
maður geimrannsóknarstöðvar-
innar í Pasadena sagði að gæði
myndana væru frábær og að öll
tæki hefðu starfað skv. áætlun.
Það var móttökustöð í Madrid,
sem tók á móti fyrstu myndun-
um, en síðar í dag átti önnur
j stöð í Kalíforníu að hefja mót-
töku. Þrjár ljósmyndavélar eru
i um borð í tunglflauginni.
Sverrir Júlíusson
Axel Jónsson
Aðalfundur Fulltrúa-
ráðsins í Kjósarsýslu
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Kjósar-
sýslu verður haldinn í kvöld 16.
febrúar í Hlégarði, Mosfellssveit,
og hefst kl. 20,30.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa munu alþingismennirnir
Sverrir Júlíusson og Axel Jóns-
son flytja ræður.