Morgunblaðið - 16.02.1967, Page 4

Morgunblaðið - 16.02.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. £,50 á ekinn km. SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftirlokonsimi 40381 *” 1-44-44 \mium Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílnleigun Ingólfsstræti 11. Hagstaett leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 13. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. IM/uujœp' RAUOARÁRSTIG 31 SIMI 22022 BÍLALEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 PÁSKAFERDIR 1967 RHODOS 16 DAGAR . 19. MARZ • Trúarjátning Lesandi skrifar: „í*ar sem mjög hefur verið rætt um trúarleg efni í dálkum Velvakanda upp á síðkastið, og ennfremur að talsverður styr hefur staðið um kennslubæk- ur fyrir börn, langar mig að leggja orð í belg. Ég hef hér fyrir framan mig litla bók, á titilblaði stendur: Biblíusögur fyrir barnaskóla, seinna hefti. Steingrímur Bene diktsson og Þórður Kristjánsson tóku saman. Bókin er gefin út af ríkisútgáfu námsbóka 1966. Á bls. 4 er trúarjátning með skrautlegu letri, en einhvern- veginn gat ég og get ekki sætt mig við það orðalag sem þar er notað. Þar stendur að Jesús Kristur hafi verið „píndur und ir Pontiusi Pílatusi“, en í nið- urlagi er talað um „upprisu holdsins“. Þegar ég var tekin í krist- inna. manna tölu var okkur kenrtt að segja að Kristur héfði verið „píndur á dögurh Pontí- usar Pílatusar" og okkur var innrætt að trúa á „upprisu dauðra", og kemur það vel heima við það sem öðru fólki sem ég hef rætt þetta mál við, var kennt á unga aldri. Þar á meðal er kona á níræðisaldri, stálminnug og vel ern, en- lang amma hennar kenndi henni trú arjátningu. Ég er að vísu ekki guðfræð- ingur, en mun hafa uppfræðslu ■um kristinfræði vel í meðallagi. Get þó hvergi séð eða fundið heimildir fyrir því að Kristur hafi verið píndur undir téðum Pílatusi. Og því spyr ég: Hvenær var trúarjátningunni breytt, og af hverjum? Og hvað an kemur þeim mönnum heim- ild til að breyta þeirri játningu sem flestir kristnir íslendingar hafa gefið á kirkjugólfi í viður vist safnaða öld fram af öld? Trauðla hafa prestar kennt hana ranga um langa tíð. En hvað er rétt í þessu efni? Svari þeir sem vita. Stefán L. Pálsson, Akranesi“. • Þrír hópar Guðrún Jacobsen, skrifar: „Herra Velvakandi. í þætti yðar í gær, 7. febrúar, var athyglisverður pistill eftir Úlf Ragnarsson, lækni. Hann skorar á þá, sem þora, að skjóta á Golíat-andstyggðina, sem grasserar í nútímaþjóðfélagi: Fyllirí, barsmíð, sálsýki og mis þyrmingar. Það er nú meira, hvað áfeng ið þarf að líða fyrir syndir mannanna þessa síðustu og verstu tíma. Aldrei er bílræf- illinn lammn, þegar stjórnandi hans ekur á mann og drepur hann. Það er nú einu sinni stað- reynd, að sumir menn éta sjálf- um sér til vansa og aðrir hella einhverju oní sig öðrum til ó- þæginda eða tjóns. Fólkinu, sem dreypir á áfengi má skipta í tvo hópa. Annar hópurinn er annað hvort sára- fámennur eða svo hæverskur, að hann lætur lítið á sér bera undir vissum kringumstæðum. Hinn hópurinn er fjölmennari. Meðlimir hans þora ekki fyrir sitt auma líf að vera einir með sjálfum sér, enda ekki von. Þeir yrðu blátt áfram myrkfælnir. Þessi hópur er ekki aðeins snauður af hugsunum heldur líka af tillitssemi og sómatil- finningu. Það er hvorki hægt að líkja honum við svín eða hænsni — það væri móðgun við þessar tvær dýrategundir. Oftast endar svo hópurinn vöku líf sitt um nætur með því að öskra — og væri vissulega hægt að fyrirgefa hljóðin, ef þau væru skóluð sem slík. Milli þess sem þessi lýður öskrar, klæmist hann, slæst eða raskar heimilisfriði. Og við heimskan lýð er ekk- ert hægt að gera. Hann er von- laus, þótt tekið sé af honum brennivínið eða honum kennt að drekka það eftir sálfræðileg- um kúnstum bandarískra há- skóla. Það á bara að aflífa hann. Nú, nú. Úlfur Ragnarsson kveðst ekki hafa farið í bíó í heilt ár, en þá gubbaði hann. Ég hef ekki séð fullorðins- sýningu í bíói í sjö ár — og ekkert gubbað. Þó varð mér stundum óglatt, þegar ég leit útstillingar kvikmyndahúsana hér í Austurstræti — myndir af heimskulegum vöðvafjöllum og ógreindarlegum kynþokkadís- um berrassa sig út á heims- frægð og heimilispeninga. Það sama er á boðstólum í bókum, tímaritum og leikritum. — Þau fjalla um kynfýsn, öfugugga- hátt, pyntingar og morð. Þetta er eitthvað sem nefnist nýir ism ar, stílar eða framúrstefnur í bókmenntum og öðrum listgrein um. Svo furða menntamenn sig á ólifnaði og ört vaxandi glæpa- hneigð almennings. Og er nú svo komið að mann- fólkinu má skipta í þrjá hópa, og kemur brennivínið þar hvergi nærri. Einn hópurinn gengur fram hjá særðum og hungruðum flæk ingsketti á veginum og gerir ekki neitt. - Annar hópurinn gengur líka fram hjá honum — en heimtar að hann sé skotinn. Þriðji hópurinn stúderar kött inn í krók og kring, labbar svo heim til sín — og skrifar ádeilu- verk á hina hópana tvo. Guðrún Jacobsen". • Jurtafæða Lesandi skrifar : „Mig langar til að færa Nátt úrulækningafélagi Reykjavíkur þakkir fyrir það framtak að hafa sett upp matstofu, í vist- legum húsakynnum í gamla Hót el Skjaldbreið. Síðan matstofan á Skálholtsstíg hætti störfum, hefir ekki verið völ á opinber- um matsölustað, þar sem fyrst og fremst er lögð áherzla á neyzlu mjólkur og jurtafæðis, svo og ávaxta. Þeir sem vilja við og við hvíla magann frá hin um venjulega þunga mat, hafa því ekki átt í nein hús að venda, fyrr en nú. Það halda margir að mjólkur- og jurtafæði sé dýrt, og varð ég því mjög undrandi, þegar ég komst að raun um, að þarna er hægt að fá góðar og vel úti- látnar máltíðir og einstaka mat arskammta, fyrir mjög lágt verð. Matargestur á Matstofu NLFR“. • Borðfánar 1 á Hótel Sögu Lesandi skrifar: „Einn er sá veitingastaður hér í borg sem ég hefi öðrum fremur ánægju af að sækja, en það er „Grillið" .á Hótel Sögu. Á þeim stað er sérlega lipur afgreiðsla Qg yfirleitt er þar af bragðs gott kaffi á boðstólum, sem gestir njóta á sérstakan hátt, ekki hvað sízt sökum skemmtilegs umhverfis og fag urs útsýnis. Eitt af því sem mér finnst prýða „Grillið" eru hinir fjöl- breyttu þjóðfánar sem setja mikinn svip á borð þessa vist- lega salar. Þetta gerir staðinn því ánægjulegri til að bjóða með sér þangað erlendum kunn ingjum. Fyrir fáum kvöldum vorum við nokkrir íslendingar þarna samankomnir ásamt tveimur vinum okkar frá Jórdaníu. Til þess að gera dvöl okkar ánægju legri þá óskuðum við eftir því við einn þjóninn að fá Jórdan- íufánann á borðið til okkar. Þjónninn tók málaleitun okkar mjög vinsamlega, en kom aftur að vörmu spori og kvað þenn- an fána því miður ekki vera í eigu hótelsins. Við óskuð- um þá eftir fána frá einhverju öðru arabisku landi, en það var sama sagan. Það fyrirfannst eng inn fáni frá þeim ágætu lönd- um. Okkur datt í hug að ef til vill v i stjórnendum Hótel Sögu á einhven hátt í nöp við Arabalöndin þar eð þeir virtust hafa þama flesta aðra þjóðfána, fremur en fána þess- ara landa. Sl. haust hafði hótelstjóri frá Jerúsalem nokkurra daga dvöl á Hótel Sögu. Hann hafði orð á þessu sama er við drukkum eitt sinn saman kaffi í „Grill- inu“. Nú er það von okkar að hótel ið ráði bót á þessari vöntun hið bráðasta svo að það fái ekki það orð á sig frá sumum erlendum gestum, að þeim finn ist þeirra fánar hjá settir á hinu glæsilega hóteli. E. K- • Hægri — vinstri Ófrjótt þras fram og til baka um „stórmálið“, hvort vikja skuli til hægri eða vinstri á vegum, virðist ætla að verða eitt af eilífðarmálun- um hér í dálkum Velvakanda, líkt og hin einu og sönnu ei- lífðarmál. Málið var eiginlega löngu afgreitt í þessum dálk- um, — að ekki sé nú talað um lögiega og endanlega af- greiðslu Alþingis, svo að ill- skiljanlegt er, af hverju það blossar nú upp aftur. Ætlast menn til þess, að Alþingi breyti ákvörðun sinni? Hefur nokkuð nýtt komið fram, sem geti réttlætt það? Um þessar mundi er Velvak andi að drukkna í bréfum fólks, sem ýmist mælir með hægrihandaraikistri eða gégn, og verður nú ekki fleira birt af þeirn að sinni. Þegar málið Var til umræðu hér í fyrra skiptið, gerðust sumir all-stórorðir. Minnir mig, að jafnvel hafl verið sagt, að vegir landsins mundu fljóta í blóði! Skyldum við ekki hafa frétt af því, ef svo hefði orðið í þeifti löndum, sem hafa breytt y^ir til haegri- handaraiksturs á umliðnum áratugum? Einnig nú hefur borið á því, að andstæðingar breytingarinnar eigi erfitt með að ræða þessi mál ofstækis- laust. Og hvaðan kemur þeim heimild eða boð til þess að tala „í nafni alþjóðar“? Það, sem hér á að gerast, er einfaldlega hið sama og ann- ars staðar hefur verið að ger- ast og á að gerast ( t. d. í Sví- þjóð). Að þessu leyti a. m. k. verðum við að semja okkur að háttum annarra þjóða, og allt tal um, að ísland sé svo ein- angruð eyja, að breyting sé óþörf, er hreinlega út í hött. Menn virðast hengja sig aftan í þá hugmynd, að aldrei verði mikið um það, að erlendir menn, sem hingað komi, taki bíla sína með, né heldur að ís- lendingar hafi bíla sína með til útlanda. Jafnvel þótt svo væri, virðast menn gleyma því, að ae algengara verður, að ferða- menn leigi sér bíla, þegar þeir eru á ferð erlendis. Einkabíla sína skilja menn eftir heima, en byrja á því að taka sér bíl á leigu, um leið og þeir koma til landsins, sem ferðast á um. Vitað er, að slíkt færist mjög mikið í vöxt meðal Íslendinga, sem erlendis ferðast, að ekki sé talað um útlendinga, sem hingað koma. Hættan felst einmitt í því, að gerólíkar umferðarreglur gildi í hinum ýmsu löndum heims, þegar allar samgöngur eru orðnar greiðari og ferða- lög erlendis ru ekki lengur foréttindi efnafólks, heldur sjálfsagður þáttur í orlofi og sumarleyfum alls almennings. Sér það hver maður í hendi sér, hve mismunandi umferð- arreglur eru þegar orðnar stórhættulegar, og þær eiga áreiðanlega ftir að verða enn hættulegri, þegar viðskipti þjóða aukast enn meira, eins og augljóst er að þær gera. Þróunin stefnir greinilega í þá átt, að allar þjóðir heims taki upp hægrihandarakstur, enda er sú regla á góðum vegi með að verða algild. Þeir, sem halda, að alls konar útúrboru- háttur og sérvizka eigi skylt við frumleg þjóðlegheit, sem nauðsynleg séu til þess að að- greina okkur frá öðrum þjóð- um í heimi framtíðarinnar, verða að gera svo vel að finna upp á einhverju hættuminna „séreinkenni" til þess að halda í. — Allt nöldur og nudd um ákveðinn hlut er líka þýðing- arlaust úr þessu. Bezt að auglýsa í l\lorgunblaðinu -7- NOREGUR 9 DAGAR . 21. MARZ L0N00N 8 DAGAR . 25. MARZ FEROASKRIFSTOFAN LÖ N D & LE i-Ð I.R H F. ADAtSTSATI • BITKÍAVlR $|MA« ýílll J0Í00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.