Morgunblaðið - 16.02.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
HVÖT 30 ÁRA
C j álf stæðiskvennafélagið
^ Hvöt átti í gær þrítugs
afmæli. Það var stofnað 15.
febr. 1937 og voru stofnendur
félagsins um þrjú hundruð
konur. Þetta var fyrsta kven-
félagið, sem stofnað var inn-
an Sjálfstæðisflokksins. Má
því segja, að Hvöt hafi unnið
mikið og merkilegt brautryðj
endastarf, því síðan hafa ver-
ið stofnuð félög Sjálfstæðis-
kvenna um land allt. Hafa
þau unnið Sjálfstæðisflokkn-
um og stefnu hans ómetan-
legt gagn.
Margar ágætar konur hafa
starfað innan vébanda Hvat-
ar og í forustuliði félagsins.
Engum er gert rangt til, þótt
sérstaklega sé getið frk.
Maríu Maack, sem var einn
af stofnendum félagsins og
hefur verið í stjórn þess alla
trð síðan. Formennsku í félag
inu hefur hún gegnt samtals
í 12 ár.
Þáttur konunnar í stjórn-
málabaráttunni verður stöð-
ugt meiri í nútíma þjóðfélagi.
Sá tími ei löngu liðinn aðóvið
urkvæmilegt sé talið, að kon
ur taki þátt í þjóðmálabar-
áittu og skipi opinberar stöð-
ur og embætti. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur haft sér-
staklega góðan skilning á
gildi þess framlags, sem kon-
an hefur lagt af mörkum til
þjóðmálabaráttunnar. Þess
vegna hefur hann jafnan haft
konur í framboði til þings og
bæjarstjórna og lengstum
hina síðari áratugi hafa kon-
ur setið á þingi innan þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins.
Á þessu kjörtímabili á aðeins
ein kona sæti á Aliþingi, frú
Auður Auðuns, sem einnig er
forseti borgarstjórnar Reykja
víkur. Hefur hún jafnan skip-
að sæti sitt með prýði og ver-
ið kynsystrum sínum til
sóma, hvort heldur hefur ver
ið á Alþingi eða í borgar-
stjórn höfuðborgarinnar.
Hvatarkonur hafa haft for-
ystu um stofnun sjálfstæðis-
félaga víðsvegar um landið.
Margar af forustukonum
félagsins hafa verið óþreyt-
andi í ferðalögum um landið
og stuðningi við stefnu og
baráttu Sjálfstæðisflokksins
í hinum ýmsu kjördæmum.
Fyrir þetta á Sjálfstæðis-
flokkurinn konunum miklar
þa'kkir að gjalda. — Hvöt er
stórt og vaxandi félag, sem
skipað er ágætlega starfs-
hæfum og dugandi konum,
ungum sem eldri.
Morgunblaðið þakkar Sjálf
stæðiskvennafélaginu Hvöt
mikið og gott starf á liðnum
tíma um leið og það árnar
félaginu al'lrar blessunar í
framtíðinni.
LÍFEYRISSJÓÐUR
TOGARA-
SJÓMANNA
Détur Sigurðsson hefur flutt
*■ á Alþingi frumvarp um
breytingu á lögum um Lífeyr
issjóð togarasjómanna og und
irmanna á forskipum og er
meginefni þess, að félögum
sjómanna er heimilt að
tryggja starfsmenn sína í
þessum lífeyrissjóði og jafn-
framt er útgerð farskipa, varð
skipa og togara heimilt að
tryggja skipverja sína, þótt
þeir séu ekki lögskráðir, ef
þeir starfa við skip hennar,
sem er í viðgerð, flokkunar-
viðgerð eða að öðrum störf-
um í þágu útgerðar. Þá er
sjómönnum, sem stunda nám
í sjómannafræðum slasast
eða veikjast ennfremur heim
ilt, samkv. frumvarpi Péturs
Sigurðssonar, að kaupa sér
réttindi í sjóðnum fyrir þann
tíma, sem úr hefur fallið af
þessum sökum.
Lífeyrissjóður togarasjó-
manna var settur á stofn ár-
ið 1956 og var þá stigið stórt
skref í félagslegum umbótum
fyrir sjómenn. Árið 1962 var
lögum um hann breytt á þann
veg, að undirmenn á farskip-
um, sem höfðu um nokkurt
árabil haft samninga um líf-
eyrissjóðsgreiðslur útgerðar-
manna, fengu aðild að lífeyr-
issjóði togarasjómanna og hef
ur þessi breyting orðið sjóðn-
um til styrktar og eflingar og
er hann nú annar stærsti líf-
eyrissjóður landsins, eignir
hans nema yfir 70 milljónum
króna.
Frumvarp Péturs Sigurðs-
sonar stefnir að því að bæta
úr þeim annmörkum, sem í
Ijós hafa komið á lögunum,
en samikv. þeim eiga einungis
lögskráðir sjómenn aði'ld að
sjóðnum. Virðist hér vera um
sjálfsagt réttlætismál að
ræða og er þess að vænta að
frumvarp þetta nái fram að
ganga á Alþingi.
Lífeyrissjóður togarasjó-
manna er nú orðin öflug stofn
un, en æskilegt væri, að aðr-
ir sjómenn en togarasjómenn
og undirmenn á farskipum
eigi aðild að þessum sjóði og
er nú raunar talið Mklegt, að
sú lausn sé í sjónmáli.
ÞÓRARINN B.
ÞORLÁKSSON
T gær voru 100 ár liðin frá
-*■ fæðingu eins frumherja
Draugar í stjórnmálum
S-Vietnam
þess að gera öndunum erfið-
ara að ferðast, því að þeir
gætu villzt þar sem aru,i,lr’ ,
legsteinn var til að merkjajjfcBHfc
gröfina.
LÍK bræðranna Ngo Dinh
Diem, fyrrv. forseta S-Viet-
nam og hins valdamikla Ngo
Dinh Nhu, liggja í ómerktum
gröfum í kirkjugarði í Saigon,
sem minnir á að dulspeki hef-
ur enn mikil áhrif á stjóm-
mál hjá hinum hjátrúafullu
íbúum S-Vietnam og veldur
því að lík bræðranna hafa
ekki fengið fastan dvalarstað
enn sem komið er.
Diem bræðurnir voru hrakt
ir frá völdum og myrtir í upp
reisnarvikunni blóðugu í
nóvember 1963. Lík þeirra
voru undir öflugum verði í
sjúkrahúsi í tvo daga áður en
þau voru grafin I aðalstöðv-
um hersins nálægt Saigonflug
velli.
Þó að bræðumir, sem höfðu
stjórnað landinu með járn-
hendi í 8 ár væru dauðir,
sögðu spámenn að spillingar-
áhrifa þeirra gætti enn í
stjórnmálum landsins. Ngu-
yen Huu Co, varnarmálaráð-
herra, sem rekinn var frá em-
bætti í sl. mánuði var einkar
sannfærður um þetta. Hann
trúði samráðherrum sínum,
að hann hefði sannreynt að
andar þeirra bræðra hefðu
valdið ágreiningnum og rugl-
ingnum á stjórnmálasviðinu
1964 og 1965.
1 augum Vietnambúa hefur
gröfin mikið trúarlegt gildi og
hefur að þeirra áliti mikil
áhrif á anda hinna framliðnu
og hamingju eftirlifandi ætt-
ingja. Co spurði spámennina
ráða, sem lesa framtíðina úr
handfylli af mold, sem þeir
henda upp í loftið. Þeir sögðu
að sálir bræðranna væru
ánægðar í gröfum sínum og
það þýddi að þeir gætu hald-
ið áfram að skapa ringulreið
á stjórnmálasviðinu.
Eftir þennan úrskirð voru
líkin grafin upp með sam-
þykki herforingjaráðsins og
flutt í kirkjugarð Saigonborg
ar og lögð í grafirnar, sem
teknar höfðu verið fyrir þá
morgunin, sem þeir voru
hraktir frá völdum. Spámenn
irnir álitu að sálir þeirra yrðu
ekki eins ánægðar á þessum
stað. Til vonar og vara voru
engir legsteinar settir udd t.ii
Þessar ráðstafanir gátu þó
ekki bjargað Co varnarmála-
ráðherra. Meðlimir hershöfð-
ingjaráðsins settu hann af,
meðan han var á ferðalagi er-
lendis. í dag eru aðeins 2 af
12 hershöfðingjum, sem
steyptu Diem, enn við völd.
Hjátrúarfullir Vietnambúar
líta á valdamissi hersivöfðingj
anna, sem sönnun fyrir ofbeld
iseðli Diems og að taka verði
tillit til anda hins látna for-
seta.
Grafir Diem-bræðranna.
íslenzkrar málaralistar, Þór-
arins B. Þorlákssonar. Af því
tilefni hefur Listasafn íslands
efnt til yfirlitssýningar á
verkum hans í húsakynnum
Listasafnsins og eru 133 mál-
verk á sýningunni, hið elzta
frá 1890, hið yngsta frá 1924.
í ritgerð um listamanninn,
sem dr. Selma Jónsdóttir
skrifar í myndskreytta sýn-
ingarskrá skýrir hún m.a. frá
för og dvöl Þórarins við list-
nám erlendis, en hann nam
fyrst á listaháskólanum í
Kaupmannahöfn og síðar á
einkaskóla þar og segir dr.
Selma í ritgerð sinni: „Bak
við þessa ráðbreytni Þórar-
ins hlýtur að hafa búið
óvenju sterk ástríða til list-
sköpunar, þar sem listamað-
urinn lagði álitlegar framtíð
arhorfur að veði fyrir hug-
sjónir, sem vafalítið hafa
virzt fjarstæða í augum
flestra samtímamanna hans
.... Þórarinn gaf okkur eitt-
hvað nýtt: íslenzkt landslag
fyrst málað og séð af íslenzk-
um listamanni og er augljós
skyldleiki milli Þórarins og
samtíðarmanns hans, Stein-
gríms Thorsteinssonar, þeir
hafa skynjað landið á sama
hátt, þetta sama „idyll“,
sömu litir, sami hugblær
nokkrum söknuði blandinn
.....íslenzk skáld 19. aldar
sungu fegurð íslenzkrar nátt-
úru inn í okkar þjóðarsál, en
Þórarinn B. Þorláksson var
fyrstur íslenzkra málara til
að sýna okkur þessa sömu
fegurð í málverkinú*.
Stokkhólmi, 15. feb. — NTB
ÍBÚARNIR í Nynæshamn rétt
fyrir sunnan Stokkhólm bjuggu
sig í dag undir það að snúast
gegn innrás rottuskara, sem vof-
ir yfirbænum. í skaranum eru
mörg þúsund rottur og sækjast
þær eftir að komast í hrúgu af
skemmdum eplum, sem nú á að
hylja mold og síðan rottueitri
í þeirri von, að þannig megi af-
stýra rottuplágunni.
Hammaguir, Alsír, 15. feb.
FRAKKAR skutu í dag upp
gerfihnetti, sem nota á í því
skyni að geta kortlagt jörðina
nákvæmar en áður. Gervihnett-
inum „Diadem 11“ var skotið á
loft fró Hammaguirstöðinni i
Alsír og tókst flugskotið veL
Bendir allt að svo komnu til
þess, að hnötturinn muni fara
á rétta braut. Svipaður gervi-
hnöttur, seg skotið var á loft 1
sl. viku, fór á braut lægra en
ráðgert hafði verið og mistókst
því sú tilraun að nokkru leyti.