Morgunblaðið - 16.02.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1967.
Sögulegt
sumarfrí
r eftir Stephen
Ransome
— Að þvHí er við bezt vitum,
voru ekki nema tveir karlmenn
mjög nákomnir Evvie — Brad
og Dick — og Dick var í verzl-
unarferð í Báltimore þegar
Evvie hvarf. Brad hefur aftur á
móti enga fjarverusönnun. Og
annað er ennþá verra: við vit-
um, að Evvie ætlaði að fara að
ganga hart að honum, þe*ta
kvöld.
Glenda svaraði enn engu, en
horfði bara á mig yfir röndina á
glasinu, en ef til vill hefur andar
dráttur hennar verið orðinn eitt
hvað tíðari,
— í>ú sagðir okkur, hvernig
þú fyrir tilviljun hefðir séð þeg-
ar bún kom út úr vinnustofunni
hans Brads. Þegar hún kom það-
an út, gekk hún áleiðis til ár-
innar í myrkrinu, og þá hefur
hún ekki átt langt eftir óiifað —
kannski *vo sem klukkus*und.
Sennilega ert þú síðasta mann-
eskjan, sem sá Evvie lifandi —
ef frá er talinn morðinginn.
Glenda hélt áfram að vera
furðu róleg á svipinn. En innst
með sjálfri sér hlýtur hún að
hafa verið í vandræðum. Þetta
vissi ég — og ég var hranaleg-
ur við hana af ásettu ráði.
— Þú sagðir okkur ekki alla
söguna, Glenda. Ég á þar við
þessa komu hennar Evvie í
vinnustofuna hans Brads. Þú
leynir einhverju.
Hún hreyfði sig ekki, en horfði
bara á mig.
— Eitthvað, sem gæti komið
Brad alvarlega í vandræði, hélt
ég áfram. Og það getur verið
hættulegt Mig grunaði þetta
strax og það gerir lögregluna
líka, þegar hún fer að spyrja þig
spjörunum úr. Og það eitt út af
fyrir sig, getur vakið grun á
Brad. Lögreglan heldur auðvitað
að þú sért að ljúga til þess að
hlífa honum, og gengur þá hart
að þér og þá kemur allur sann-
leikurinn í Ijós.
Glenda leit ofurlítið upp. —
Loíum henni það. Hún mundi
aldrei láta undan. Jafnvel ekki
þótt það gerði Brad erfiðara fyr-
ir .... Þetta var óþarflega mik-
ið sjálfstraust, fannst mér.
— Það getur vel verið, að það
sé ekki nærri eins illt fyrir Brad
og þú heldur sjálf, Glenda ....
ég á við þetta, sem þú vilt ekki
segja frá. En það er betra að
lofa mér að athuga það, Ég er
einskonar atvinnumaður í þess-
ari grein, eins og þú veizt.
Hún hristi höfuðið.
— Sjáðu nú til, Glenda. Það
getur vel komið til, að Brad
þurfi bráðum að ná sér í lög-
fræðing, og þið verðið að
minnsta kosti að segja honum
alla söguna. Og hversvegma ekki
mér eins vel?
Hún hristi aftur höfuðið og nú
einbeittari á svipinn. Þessari rök-
ræðu var lokið. Þetta var ekki aí
því, að hún vantreysti mér. Hún
vissi mætavel, að þau Brad bæði
gátu treyst vináttu minni, gegn
um þykkt og þunnt. En hún var
bara sannfærð um það með
sjálfri sér, að það gæti ekki orð-
ið Brad að neinu gagni að segja
neinum alla söguna af því, sem
hún hafði séð þetta kvöld —
hvorki mér né öðrum.
— Jæja, gott og vel, þú vilt
þá ekki segja mér það, sagði ég
snöggur í bragði. — Þá er bezt
að ég segi þér alla söguna.
Glenda rétti sig upp í sætinu.
Hún vissi, að ég ætlaði að pína
sannleikann út úr henni og herti
sig upp gegn því.
— Þú sagðir, að þegar Evvie
fór inn í vinnustofuna til Brads,
hafi hún verið hálffull og augna
ráðið dálítið æðisgengið. Með
öðrum orðum gaf hún til kynna,
að einhver vandræði væru í að-
sigi — en svt) var hún ekki hjá
honum nema nokkrar minútur
— rétt nógu lengi til að kveðja
hann, eins og gert er í sápu-
óperunum. Svo þegar hún fór þá
stefndi hún ekki heim á leið. —
— kannski vegna þess, að hún
var þó búin að aftala stefnumót
við Brad. Svo gekk hún áleiðis til
árinnar — framhjá hlöðunni og
var ein, að því er þú sagðir.
— Já, svaraði Glenda lágt.
— Og hún kom ekki fram um
kvöldið. Og kemur ekki framar.
13
Hún anaði beint á eitthvað, sem
varð henni að bana, þar á staðn-
um. Og sennilega hefur sá stað-
ur verið einthvers staðar á hans
landareign, sennilega rétt þar
hjá sem skórinn fannst.
— Aðalspurningin er auðvitað
sú, hvern hún hefur rekizt á og
hvers vegna hún hefur verið
myrt. Það vitum við auðvitað
ekki, en ég býst við, að við get-
um getið okkur nærri til um
það, sem fram fór eftir þetta.
— Eitthvað á þessa leið: Þarna
úti um nóttina var Evvie dauð
og strax varð líkið vandamál
fyrir morðingjann. Hann var
neyddur til að leyna þessu
morði, kannski af þeirri ein-
földu ástæðu, að ef hann leyndi
líkinu, gæti það tafið fyrir rann-
sókn málsins og hjálpað honum
til að sleppa frá öllu saman. Ég
sé hann alveg fyrir mér standa
þarna yfir líki Evvie, að hugsa
sig um, hvernig hann geti bezt
leynt morðinu. En hvað sem
hann hefur ákveðið, þá hefur
hann gert það rækilega, því að
hingað til hefur ekkert komið
fram til að benda á, hvar líkið
sé falið. Bn hann var nógu snið-
ugur til þess að láta ekki þarna
við sitja.
— Næsta ákvörðun hans var
að fara heim til Lang og athuga,
hvernig ástatt væri þar. Þetta
var honum mikilvægt Ef til
dæmis Dick væri heima, mundi
hann verða órólegur og hefja
leit að Evvie. Morðinginn fór sér
því varlega, og lét engan sjá sig,
GL AUM B ÆR 1
í KVÖLD SKEMMTA
THé ftONlOYfl SKT0W
ERNIR leika og syngja
GLAUMBÆR
Gvendur! Sýndu föður þinum fulla virðingu!
og þarna var hann heppinn. Dick
var farinn í verzlunarferð til
Baltimore, og svo var frídagur
hjá Ellu, svo að húsið var mann
laust.
Þetta gaf honum tækifæri il
að skoða sig betur um. í setu-
stofunni fann hann ófullgerða
bréfið frá Evvie, utan við papp-
írskörfuna. Þar hafði hún skrif-
að: „Ég verð að fara burt“. Og
það kom eins og kallað fyrir
morðingjann. Það var upplagt
til þess að tefja fyrir því, að
hennar yrði leitað strax. Og á
því byggðist öll áætlunin hans.
Glenda hlustaði vandlega á
hvert orð, sem sagt var.
Lögreglan mundi nú segja, að
morðinginn hefði enga þörf haft
á þessu bréfi, — að hann vissi
þegar, að hún hefði ákveðið að
fara.
Og Glenda vissi vel, að þá gat
ekki um annan verið að ræða en
Brad.
Ég hélt áfram: — En við viss-
vel, að það var ekki Brad — eða
réttara sagt, við trúum því svo
staðfastlega, að það er sama, sem
vissa.
— Þessi óþekkti morðingi okk
ar lét það því líta svo út, sem
Evvie hefði farið til borgannn-
ar. Hann fyllti tvær töskur með
fötum, sem hann gat náð í í flýt-
inuim, en gleymdi hinsvegar að
taka handtöskuna líka, og enn-
fremur sást honum yfir skóna.
Svo kom hann bílnum fyrir á
stöðinni í Crossgate og hefur svo
vafalaust gengið til baka — enda*
er það ekki svo langt. Yfirleitt
var þetta sniðuglega að farið —
að minnsta kosti gat það blekkí
alla í stíheilar tvær vikur.
Já, þangað til sniðug stúlka,
að nafni Kerry, potaði þumal-
fingrinum í kökuna.
— Þetta liggur að minnsta
kosti ljóst fyrir, Glenda. En
lengra kemst ég ekki. En þá
skulum við byrja á úþp'hafinu
á þessari atvikaröð — þegar
Ewie fór frá Brad í vinnustoí-
unni.
Glenda virtist þegjandi þrjósku
leg, er hún sagði: — Já, hvað um
það, Steve?
— Þú segir, að hún hafi geng-
ið þaðan ein síns liðs. Gott og
vel, trúðu því. En fór ekki Brad
á eftir henni?
Glenda fölnaði allt i einu, ein«
og henni yrði illt.
— Já, var það ekki það, sem
raunverulega gerðist, Glenda?
Brad fór á eftir henni í áttina til
kjúklingagarðanna. En svo
skömmu síðar sástu hann koma
aftur, í æstu skapi — og einan.
Glenda ætlaði að hreyfa ein-
hverjum mótmælum.
— Góða barn, vertu ekki að
þræta við mig um þetta. Lofaðu
mér heldur að finna skýringu á
því. Þá ....
Allt í einu voru báðir armar
Glendu komnir utan um hálsinn
á mér. Þetta var hjálparbeiðni
— og hræðsla, og, að ég held,
fulkomið traust á mér. Hún
hékk þannig um hálsinn á mér,
eins og stjörf, rétt eins og ég
væri eitthvað fast til að hanga
á. Ég hafði aldrei vitað Glendu
sleppa sér svona — en nú leið
henni raunverulega illa .... En
eftir andartak jafnaði hún sig
og leit á mig, eins og til sam-
þykkis, og að nú ætlaði hún að
vera fullkomlega hreinskilin við
mig.
— Þetta var nú tilgáta úti i
loftið, Glenda, en lá annars sæmi
lega beint við. Þetta fer varla
fram hjá lögreglunni heldur.
Hún flýtti sér að segja: —
Þetta var einmitt alveg eins og
þú segir, Steve. En Brad veit
ekki, að ég sá það. Hann hefur
ekki sagt mér af því — eitt eitt
orð um það, sem þarna gerðist.
Afgreiðslustarf
Piltur óskast nú þegar til starfa í kjöt-
verzlun. — Upplýsingar í síma 12112.
Lokað vegna
flutnings
Skrifstofur vorar verða lokaðar vegna
flutnings frá hádegi fimmtudaginn 16.
febrúar og föstudaginn 17. febrúar.
Opnum aftur á laugardag að Reykjanes-
braut 12 (næsta húsi við nýju Slökkvi-
stöðina).
ísarn hf Landleiðir hf