Morgunblaðið - 16.02.1967, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.02.1967, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967. — í fordyri Dartmouthháskóla Þorsteinn Þorsteinsson, sem frægur varð fyrir afrek sín í hlaupum sl. sumar, stundar nú nám við Prineton háskólann í Bandaríkjunum. Hann tekur virkan þátt í frjálsíþróttakeppni skólans og skrifar hér skemmti- legt bréf um eina keppniför sína með skólaliðinu. 1 linum sem fylgdu með segir Þorsteinn: Eg veit ekki hvort íslendingar gera sér grein fyrir því að Vilhjálm- ur Einarsson var 3 ár í Dart- mouth við nám og keppti fyrir skólann á meðan hann var þar. Hann stóð sig alveg sérstaklega vel og var mjög vel liðinn náms- maður og íþróttamaður: Og hér er bréf Þorsteins: stökki á nema einu stóru móti, Pennsylvania Relays, en það hefði Vilhjálmur líka unnið auð veldlega. Svo keppti Vilhjálmur víst í langstökki og jafnvel einu sinni í grindahlaupi en Noyes sagði að hvergi hefði hann ver- ið sterkari heldur enn í þrí- stökki. Núna er keppt í þrístökki og Noyes sagðist vilja gefa mik- ið fyrir að hafa stökkvara eins . góðan eins og þrístökkvarann frá Egilsstöðum. Þótt að Noyes, og kannski Vil- hjálmi líka, finnist það leiðin- legt þá sigraði Princeton Dart- mouth 68 gegn 41. Mynd af Vilhjálmi r á heiðursstað Þegar við lögðum af stað frá Princeton til Dartmouth til þess að keppa þar bjóst ég við að þetta mundi vera mjög venjulegt mót. En þegar ég gekk inn í Davis Varsity House á Dart- mouth þá brá mér þegar það fyrsta sem ég sá þar var stór mynd af Vilhjálmi Einarssyni. En þegar ég fór a ðkvá fékk ég að vita að Vilhjálmur hefði sett þar skólamet í þrístökki sem hefur staðið síðan 1956. Elliot Noyes er þjálfari á Dart mouth og hann sagði mér að Vilhjálmur hefði fyrst komið til Dartmouth með styrk til eins árs náms. Hann sagði að Vil- hjálmur hefði strax gerzt vin- sæll á skólanum. Fyrsta árið var honum ekki leyft að keppa fyrir skólann af því að hann var útlendingur en svo meðal annars vegna hans var þeim reglum breytt. Svo þegar árið var liðið þá veitti Dartmouth College hon um styrk til að klára námið. Noyes sagði að Vilhjálmur hefði verið duglegur námsmaður og hefði klárað fjögra ára nám á þremur árum. Þjálfarinn sagði að því miður hefði ekki verið keppt í þri- Dáleiöir Clay möther ja sína ? Þekktur brezkur sálfræðingur telur engan vafa leika á að svo sé ÞEKKTUR brezkur sálfræð ingur hefur látiff svo um mælt að hann telji að Cassi- us Clay vinni sína mörgu sigra með hjálp dáleiðslu. Dr Peter Tarnesby, ráðgef- andi sálfræðingur við mörg sjúkrahús í London, kvaðst sannfærður um að Clay hefði dáleitt Ernie Terrell fyrir kappleik þeirra í Texas á dög unum. — Mér finnst enginn vafi leika á því, að Terell hafi verið undir áhrifavaldi Clays, er þeir börðust, sagði dr. Tamesby. Vel getur verið að Clay hafi dáleiðsluhæfileika, án þess að hann geri sér það ljóst sjálfur. Dr. Tarnesby, sem er 46 ára gamall, kvað sér fyrst hafa dottið þessi möguleiki í hug eftir að hann sá kvikmynd af siðari kappleik Clays og Sonny Liston. Clay rotaði þá Liston með mjög umdeildu höggi, og sumir sérfræðingar í hnefaleikum vilja alls ekki viðurkenna að um neitt högg hafi verið að ræða. — Hann upphefur dáleiðsl- una, er hann mætir keppi- naut sínum við vogina dag- inn fyrir kappleikinn. Þá starir hann á duiarfullan hátt í augu mótherjans og ég tel, sagði sálfræðingurinn að í þessu augnaráði búi dá- leiðslukraftur. — Liston var eins og í leiffslu alllengi eftir að hann hafði „verið talinn út". Þó var „rothöggið" ekki kraft- meira en þaff, að það hefði varla sakað smábam. Þetta leit allt út eins og Clay gæfi merki með töfrahendi sinni og allur máttur var úr List- on. D. Tamesby kveðst hafa grandsl oðað kvikmyndir og Ijósmyndir frá siðasta kapp- leik. — Það hafa birzt margar myndir, vægast sagt drama- tiskar, frá því þeir hittust við vogina Clay og Terrell, sagði Tarnesby. Þar sézt á hvern hátt Clay starir í augu mótherja sins. Meðal dáleið- ara er þessi aðferð þekkt og talin hin klassiska dáleiðslu- aðferð. 1 kappleiknum sjálfum beitti Clay hins vegar „tal- aðferðinni", endurtók sömu setningarnar við keppinaut sinn æ ofan í æ allan leik- inn: 1 þessu tilfelli var það: — ,Hvaff heiti ég. — Hvað heiti ég. Nefndu nafnið mitt, — Nefndu nafnið mitt“. Þetta er einnig viðurkennd dáleiðsluaðferð. Sé henni beitt á réttan læknisfræðileg- an hátt, heldur hún þeim, sem henni er beitt gegn, undir dá- leiðsluvaldi, segir hinn brezki sálfræðingur. Þorsteinn Þorsteinsson. Þannig starði Clay a Terrell við vogina. — Góöur árangur ungra drengja í frjálsum 6. Stefán Jóhannsson Á Keppendur voru 21. Langstökk án atrennu 1. Árni Sigurðsson ÍA 2. Elías Sveinsson ÍR 3. Skúli Arnarson ÍR 4. Þorvaldur Baldurss. KR 5. Helgi Helgason KR 6. Steinar Jóhannsson ÍBK Keppendur voru 21. 7,49 2,73 2,71 2,62 2,62 2,57 2,54 — ----_____— ------------+ ! Dönshu og þýzku melst- ururnir unnu Auk Honved hafa nú þýzku meistararnir og dönsku meist ararnir tryggt sér sæti í 8 liða keppni um Evrópubikarinn í handknattleik. Þýzku meist- ararnir Gummersbach, mættu hollenzka meistaraliðinu, Sittardia. Þjóðverjar unnu fyrri leikinn, sem fram fór í Þýzkalandi með 30; 10 og þann siðari í Hollandi með 29:20 eða samtals 59 mörk gegn 30. HG, Danmerkurmeistarnir mættu Frakklandsmeisturun- um, Ivry. Fyrri leikurinn fór fram í París og unnu Danir með 20-14. Síðari leikinn Danir með 20-16 og eru dönsku blöðin mjög óánægð með leik liðsins — segja hann langt fyrir neðan toppklassa og langt að baki þeim hand- knattleik sem HG sýndi fyrr í vetur og skipaði sér þá í algeran sérflokk meðal danskra handknattleiksliða. SVEINAMEISTARAMÓT ís- lands í frjálsum iþróttum var háð í Keflavík sl. sunnudag. — Náðist góður árangur í mótinu og mjög ánægjulegt var hve mikil þátttaka var meðal drengj- anna. Margir mjög efnilegir pilt- ar voru þarna á ferð. Árni Sig- urðsson frá Akranesi sigraði í tveimur greinum, Skúli Árna- son, ÍR, sigraði í hástökki með atrennu og var í verðlaunasæti í öllum greinunum fjórum. — Björn Kristjánsson, KR, sigraði í hástökki án atrennu og einnig vakti mikla athygli Elías Jóns- son, ÍR, þó ekki ynni hann sigur. Fleiri mætti og nefna. Ef til vill er það skemmtilegast að flestir þessara drengja eru svo ungir að þeir verða áfram í sveinaflokki næsta ár. Skúli og Elías t.d. eru 14 ára. Úrslit í einstökum greinum urðu: Hástökk án atrennn M 1. Björn Kristjánsson KR 1,35 2. Skúli Arnarson ÍR 1,35 3. Elías Sveinsson ÍR 1,25 4. Kristinn Aðalsteinss. ÍR 1,20 5. Ólafur Sigurðsson KR 1,20 6. Þorsteinn Kristinss. ÍR 1,20 Þáttakendur voru 13. Hástökk með atrennn 1. Skúli Arnarson ÍR 1,60 2. Stefán Jóhannsson Á 1,60 3. Elías Sveinsson ÍR 1,60 4. Björn Kristjánsson KR 1,50 5. Ólafur Sigurðsson KR 1,50 6. Þorvaldur Baldurss. KR 1,45 Þáttakendur voru 16. Þrístökk án atrennu 1. Árni Sigurðsson ÍA 8,25 2. Skúli Arnarson ÍR 8,04 3. Þorvaldur Baldurss. KR 8,02 4. Elías Sveinsson ÍR 7,66 5. Helgi Helgason KR 7,56 Clny gegn Folley CASSIUS Clay hefur undir- ritað samning um að verja heims meistaratitil sinn fyrir Zora Folley frá Chandler í Arizona og fer viðureignin fram í Mad- ison Square Garden miðvikudag inn 22. marz. Þetta verður í 9. sinn sem Clay ver titil sinn frá því hann vann heimsmeistaratitilinn af Sonny Liston 25. febrúar 1964. Leiknum verður sjónvarpað um öll Bandaríkin — nema New York sem verður „skermuð út“. Aðgöngumiðar munu kosta 8-50 dali. Þetta verður fyrsti heimstitil bardaginn í Madison Square Garden síðan 1951. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Clay ver titil sinn í New York. ! Fredensborg vann 19-14 Noregsmeistararnir í hand- knattleik, liðið Fredensborg, tekiu þátt í Evrópubikarkeppni meistaraliða í handknattleik. I gærkvöldi mættu þeir júgóslav- neksu meisturunum, Medves- cak, í Osló og unnu Norðmenn með 19 mörkum gegn 14. Þetta var fyrri leikur liðanna í þess- ari umferð. Eins og kunnugt er mættust FH og Fredensborg í Evrópu- keppninni í fyrra og vann FH báða leikina og sló Fredensborg úr keppninni. 4 efstu liðin keppu í kvöld í kvöld verður móti 1. deildar í körfúknattleik fram haldið í íþróttahölinni og hefst keppnin kl. 20.15. í sviðsljósinu verða í kvöld fjögur efstu liðin í 1. deild Fyrst leika ÍR-ingar við KFR og síðan KR-ingar við ÍKF. Þó KR og IR séu líklegir sigurveg- arar í leikjunum gefst áhorf- endum kostur á að sjá það bezta sem hér er til í körfuknattieik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.