Morgunblaðið - 18.02.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967.
3
„Finnst Vöiuspá mest íslenzkra fornijóða",
segir W. H. Auden í samtali við Morgunblaðið
Vinnur að þýðsngum
d öllum Eddukvæðum
ENSKA stórskáldið W. H.
Auden hefur undanfarið
unnið að þýðingu Vcilu-
spár á enska tungu, eins
og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu. Auden tók
ástfóstri við foman íslenzk
an skáldskap þegar á há-
skólaárum sínum og hefur
haldið orðstír hans hátt á
loft æ síðan, eins og þeir
vita sem fylgzt hafa með
ferli hans.
Morgunhlaðið átti sím-
tal við Auden í gær um
þýðingu hans á Völuspá og
gat hann þess, að hann
nyti aðstoðar brezks nor-
rænufræðings að nafni
Paul Taylor. Sagði skáld-
ið að þeir væru nú þeg-
ar búnir að þýða sex Eddu
kvæði og hygðust halda
þýðingum sínum áfram,
því að í ráði væri að gefa
út heildarsafn af Konungs
bók Sæmundareddu á
enska tungu. Það er ekki
að orðlengja að mikill
fengur verður að þessari
þýðingu þeirra, því að
Auden er eitt af höfuð-
skáldum enskrar tungu og
allt sem hann tekur sér
fyrir hendur vekur mikla
athygli.
f samtalinu við Morgun-
blaðið s.\iði Auden, að þeir
félagar væru búnir að þýða
Völuspá, Völundarkviðu,
Þrymskviðu, Guðrúnarhvöt,
Draum Baldurs og eitt ljóð
enn, sem hann mundi ekki
í svipinn hvað heitir.
„Eru það kannski Háva-
mál“?
„Nei“, svaraði Auden. „Við
erum ekki búnir að þýð-a
Ifávamál, en ég vonast til
að við tökum þau næst fyrir.
Við ætlum að þýða öll Eddu-
kvæði og láta prenta þau í
góðri útgáfu."
„Lítið þér svo á, að þessi
forníslenzku ljóð séu mikill
skáldskapur?"
„Já, það er ég sannfærður
um.“
„Og hvert þeirra teljið þér
mestan skáldskap?"
„Sennilega er Völuspá
mest þessara ljóða."
„Finnst yður erfitt að þýða
þessi gömlu ljóð?“
„Allar þýðingar eru erfið-
ar, eins og þér vitið. í sam-
bandi við þessi fornu ljóð
reynum við auðvitað að halda
bragarhætti þeirra, og það er
erfiðleikum bundið.“
„Teljið þér að áhugi sé á
því að fá þessi fornu ljóð í
nýrri þýðingu á enska
tungu?“
„Það veit maður aldrei. Ég
held ekki að almenningur í
enskumælandi löndum þekki
mikið til fornra íslenzkra
ljóða, en fólk þekkir sögurn-
ar aftur á móti. En mér þyk-
ir ljóðin góð, og það er hið
eina sem skiptir mig máli.“
„Og það er auðvitað ástæð-
an til að þér eruð nú að vinna
að þessum þýðingum?"
„Já auðvitað. Ég álít að all-
ir eigi að þekkja þessi ljóð.
Margir þekkja einstakar sög-
ur, en Eddukvæðin eru flest-
um lokuð bók.“
„Þér verðið sextugur inn-
an tíðar, Md. Auden?“
„Já. Ég verð sextugur næst
komandi þriðjudag.“
„Eruð þér ánægður með
það?“
„Ég hef ekkert á móti því.“
„Hvenær ætlið þér að koma
næst til íslands?“
„Ég veit það ekki. Mig lang
ar til að koma aftur hið
fyrsta, en guð einn veit hve-
nær það getur orðið. Ég vona
samt að af þvi verði.“
„Hvar ætlið þér að vera
á afmæli yðar?“
„Ég er núna á fyrirlestrar-
og upplestrarferð um Banda-
ríkin og verð í Eugen, Oreg-
on á afmælisdaginn. Það er í
norð-vesturhluta Bandaríkj-
anna.“
„Og hvað ætlið þér að lesa
upp næstu daga?“
„Ég ætla að lesa ljóð. Ég
hef mest gert af því að lesa
ljóð.“
Misjafn afli
í Faxaflóa
Slöðugar ógæftir v/ð Vestmarmaeyjar
AÐ undanförnu hefur verið
mikið gæftaleysi við Suðvestur-
landið, en nú hafa bátar frá Faxa
flóa hafið róðra að nýju. Við
Vestmannaeyjar var hins vegar
enn í gær gæftaleysi og
hafði landlega þá staðið síðan á
fimmtudag í fyrri viku.
Samkvæmt upplýsingum frétta
ritara Mbl. á Akranesi, Júlíusar
Þórðarsonar komu þrír línubátar
að í fyrrakvöld með 3-8 lestir.
Netabátar vitjuðu um net sín í
fyrsta sinij en fengu sáralítinn
afla. Reru þeir aftur í gær. Loðna
veiddist í Faxaflóa fyrir nokkr-
um dögum og landáði bátur í
Reykjavík 2000 tunnum. Tveir
bátar af Akranesi fengu hluta af
aflanum og beittu þeir loðnu.
í fyrradag var afli línubáta úr
Keflavik mjög sæmilegur, sam-
kvæmt upplýsingum fréttaritara
Mbl. Helga S. Jónssonar. Flestir
bátanna voru með 7-8 lestir og
komust hæst upp í 10. Einn bát-
ur frá Keflavík er byrjaður neta
veiðar og fékk hann í fyrradag
1,5 lestir.
Keflavíkurbátai voru á sjó í
gær, en komu seint að, en það
sem heyrzt hafði til þeirra í gær
dag var mjög svipað og í fyrra-
dag. Var veður sæmilegt.
Frá Vestmannaeyjum hefur
ekki gefið á sjó síðan á fimmtu-
dag í fyrri viku, að sögn Björns
Guðmundssonar fréttaritara
Mbl., og hefur verið stanzlaus
landlega alla tíð síðan. Við
Vestmannaeyjar er stöðugt stór-
viðri, 7-8 vindstig, mikill sjór og
straumur og eru menn orðnir
leiðir á að komast ekki á sjó.
AkUREYRI
ÁRSHÁTÍÐ Sj álfstæðisfélag-
anna á Akureyri verður haldin
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og
hefst með borðhaldi M. 19. Ávörp
flytja Magnús Jónsson, fjármála
ráðherra og Bjartmar Guð-
mundsson, alþm. Sigurður D.
Fransson og Les Conradi
skemmta. Einnig verður happ-
drætti. Miðasala er í skrifstofu
fslendings, Hafnarstræti 107 ( út-
vegsbankahúsinu) til kl. 3 e.h.
Ekið á aldraða
konu
EKIÐ var á aldraða konu á
gatnamótum Hofsvallagötu og
Hringbrautar í fyrrakvöld kl.
hálf níu. Konan, Guðbjöfg ólafs-
dóttir til heimilis að Eiríksgötu 9,
reyndist fótbrotin og hafði feng-
ið höfuðhögg, Hún er 73 ára og
var flutt í Landakotsspítala, þar
sem hún liggur enn.
Fræðslufundir
um vinnurann-
sóknir
STJÓRNUNARFÉLAG íslands
efnir til þriggja fræðslufunda
um vinnurannsóknir og verður
sá fyrsti í -dag kl. 2—5 e.'h. í
Leifsbúð á Hótel Loiftleiðum.
Fundarefni er vinnuaðferða-
rannsóknir. Flutningsmenn verða
Ágúst Elíasson, hagræðingar-
ráðunautur Vinnuveitendasam-
bands íslands og Kristmundur
Halldórsson, hagræðingarráðu-
nautur Alþýðusambands íslands.
Vinnuaðferðarrannsóknir miða
að því að endurbæta vinnu-
brögð, rannsaka verkstað, vélar,
verkfæri, efni flutninga, vinnu-
skilyrði og sjálfa vinnuaðferð-
ina í því skyni að gera hana ein-
faldari og léttari og ákveða hag-
stæðustu aðferðina.
Næsti fræðslufundur fjallar um
Tafarannsóknir og sá síðasti um
ákvæðisrannsóknir.
TRYGGING
ER
NAUÐSYN
ALMENNAR TRYGGINGAR 2
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700
©
Hvad er
„Stór tr ifgging ” ?
Stórtrygging er sérstaklega hagkvæm
LÍFTRYGGING, sem Almennar Tryggingar hafa
selt á undanförnum árum. Ræðið við umboðsmenn
vora um þessa athyglisverðu líftryggingu,
sem er sniðin eftir nútíma þörfum og óháð
verðbreytingum.
STAKSTEINAR
Kommúnistar
úr jafnvægi
Greinilegt er að þeir Þjóðvilj*
menn hafa af einhverjum ástæð-
um komizt úr jafnvægi vegna
ræðu þeirrar, sem Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra, flutti
á Alþingi s.l. fimmtudag um utan .
ríkis- og varnarmál. Forsíða t
Þjóðviljans 'í gær ber þess glöggt
vitni. Ekki er ólíklegt, að Þjóð-
viijamenn missi stjórn á skapi
sínu á forsíðu blaðsins í gær,
vegna ummæla forsætisráðherra
í upphafi ræðunnar en Bjarni
Benediktsson sagði: „Það er nú af
ýmsu ljóst, að Einar Olgeirsson
er að undirbúa sína pólitísku
erfðaskrá, ef svo má segja. Hann
lýsir því yfir hér fyrir nokkrum
vikum, að því er menn skyldu,
að þetta væri hans síðasta þing
og ýmis konar tillöguflutningur
síðan bendir til þess, að hann
vilji láta sína hrottför verða eftir
minnilega. Segja má, að nærri
samtímis hafi komið frá hans
hendi tvær tillögur, önnur um
það efni, sem hér um ræðir og
hins vegar tillaga til þingsálykt- 9
unar, þar sem fslendingum er
ætluð forustu í því að bjarga
öðrum þjóðum og þó einkanlega
Norðmönnum frá einokunarklóm
auðhringanna. Tillagan er merki
leg í sjálfu sér og greinargerðin
ekki síður, því að það kemur
ljóst fram, að Einar Olgeirsson
telur sjálfan sig hafa mun betur
vit á því, ekki einungis hvað
íslenzku þjóðinni henti heldur
einnig hvað norsku þjóðinni
henti, heldur en forustumenn
' Norðmanna sjálfra". Síðan raktt
forsætisráðherra afstöðu norska
stórþingsins til ákveðinnar samn
ingsgerðar og sagði svo: „Ég drep
á þetta hér vegna þess, að það
sýnir hversu háttvirtur þingmað-
ur í raun og veru ætlar sér stór-
an hlut. Hann lætur sér ekki
nægja að halda yfir okkur föð-
urlegar áminningarræður og
veita okkur ýmis konar fræðslu,
heldur er hann nú kominn á
það stig, að verða einskonar al-
heimskennari og hafa betur vit
á innanríkismálum annarra hióða
en kjörnir fulltrúar þeirra
sjálfra“.
Ábyrgð Einars
Þá er ekki ólíklegt að það
hafi gramizt komúnistum mjög,
að forsætisráðherra vakti athygli
á því í ræðu sinni, að Einar Ol-
geirsson hefur raunverulega tek-
ið fulla ábyrgð á dvöl varnar-
liðsins hér ásamt öðrum.
Um þetta sagði Bjarni Bene-
diktsson: „Varðandi vamarsamn-
inginn þá hefur Einar Olgeirs-
son raunar síðar tekið fulla á-
byrgð á honum með öðrum.
Hann var einn af öruggustu
stuðningsmönnum vinstri stjórn-
arinnar 1956. Ég efast ekki um,
það að Einar Olgeirsson ætlaðist
til þess, að þeirri samþykkt yrði
fylgt eftir að varnarliðið færi,
þegar hann gerðist stuðnings-
maður vinstri stjórnarinnar sum
arið 1956. En það leið ekki fullt
hálft ár þangað til stjórnin gerði
samning um það að afturkalla
alla tilburði í þá átt að segja
varnarsamningnum upp. Þetta
gerði vinstri stjórnin með vit-
und og þar með á stjórnskipu-
lega ábyrgð allra ráðherra, bæði
Lúðvíks Jósefssonar og Hanni-
bals Valdimarssonar.
Þeir samþykktu þennan samn-
ing, en um leið og þeir sam-
þykktu hann var sagt í Þjóð-
viljanum: „Silfurpeningarnir eru
alltaf 30“. Það fylgdi nefnilega *
með , að Bandaríkjamenn áttu
að veita lán, sem í fyrstu var
sagt að væri 30 milljónir dollara,
en reyndust nú eitthvað töluvert
minna. En Einar Olgeirsson vissi
ósköp vel að þarna var verið að
kaupa stjórnina til þess að falla
frá sinni ákvörðun, en hann hélt
áfram að styðja stjórnina allan
i tiraann.