Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967. % * BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOlTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 ” siH11-44-44 mmim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingólfsstraeti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. lÆz/L/y/œp RAUDARÁRSTlG 31 SiMI 22022 BÍLALEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 V'ÞR0STUR% *-* 22-1-75 i BíLALEIGAN GREIÐI Lækjarkinn 6 — Hafnarfirði. Sími 51056. Fjaðiir, fjaðrablóð, hljóðkútai púströr o.fl. varahlutir j margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐBIN Laugavegi 168. — Simi 24180. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu • Cybulsky Vegna fyrirspurnar hér 1 dálkunum um það, hvort pólski kvikmyndaleikarinn Zbigniew Cybulsky, sem lék í myndinni „Att alska“, er hér var sýnd fyrir stuttu, sé látinn, hefur Velvakanda verið send úrklippa úr dönsku blaði. Þar er skýrt frá því, að hann hafi látizt 8. jan. sl. í borginni Breslau í Schlesíu, þegar hann reyndi að stökkva upp í hraðlestina til Varsjár, sem komin var á nokkra ferð. Hann varð 41 árs, og er það því ékki rétt, sem í efnisskránni hér stóð, að hann væri „nú 37 ára gamall“. í hinni dönsku grein eru tald ar upp ýmsar kvikmyndir, sem Cybulsky lék í, svo sem Aska og demantar, Kanal, Næturlest in. Sagt er, að hann hafi verið orðinn eins konar pólskur James Dean að lokum, hold- tekja hinnar órólegu og rót- lausu æsku kommúnistaríkj- anna í Ausfcur-Evrópu, sem eigi sér enga lífsskoðun nema e.t.v. nihilsma. Á ferðum sínum á Vesturlöndum hafi hann orðið vinsæll meðal listamanna og rithöfunda, þar sem hann hafi verið laus við þá formlegu og varkáru framkomu, sem ein- kenni oft útsenda menningar- sendiherra járntjaldsríkjanna. • Tannviðgerðir í barnaskólum „Barnakarl í Sólheimum" skrifar: „Velvakandi góður. Vegna skrifa í dálkum þínum um „fjárplógstarfsemi“ tann- lækna, hefur rifjazt upp hjá mér einn þáttur þjónustu þeirra sem borgin kostaði þ.e. tann- viðgerðir í barnaskólum. Mörg um mun enn í ferisku minni, þegar þessi þjónusta fór út um þúfur. Ástæðurnar, sem lágu til þeirra umskipta, skulu ekki raktar hér, en málið er senni- lega báðum aðilum til skamm- ar, og það sem verra er, mörgu barninu til varanlegs tjóns. í öllum barnaskólum borgar innar er hópur barna, sem bet- ur fer ekki mjög stór, en þó hópur barna, sem eiga foreldra, sem af einhverjum ástæðum, („fátækt", sinnuleysi, drykkju- skap eða einhverri viðloðandi óreglu), geta ekki komið börn- um sínum til tannlæknis. Það er tilgangslaust að rétta þessum börnum miða eftir „tannskoðun“ í skólanum. Sá miði er ekki til annars en að undirstrika enn befur aumingja hátt foreldranna í augum barns ins, einkum ef það er stálpað. Þessi börn eru fleiri en ó- kunnugan grunar. Spyrjið kennara og skólastjóra. Það má skella skuldinni á foreldra barnanna, sem er rétt, en ástandið breytist ekki. Þörf in er sú sama. Það er skortur á raunsæi að ætla foreldrunum framkvæmdir. Þessum börnum þarf að hjálpa, og þetta er bara eitt svið. Hver getur hjálpað þeim, lesandi góður? Eflaust margir. Vilja tannilæknar skipuleggja þessa hjálparstarfsemi í sam- ráði við skólana og láta sér nægja sem greiðslu þann hélm- ing, sem borgin þegar er reiðu búin að greiða? Eða eigum við að láta fræðsluyfirvöldum eft- ir Vandann? Barnakarl i Sólheimum". • Einkennilegir erum við íslendingar „Velvakandi. Hefur þú tekið eftir því, hvað við íslendingar erum bráðlátir á ýmsum sviðum? Menn, sem annars geta verið og eru yfir- leitt rólegheitarmenn. Ég ætla að minnast á nokkur atriði, þessari hugdettu minni til stuðn ings, atriði, sem koma mér í hug, en eru alls ekki tæmandi sannanir fyrir þessari stað- reynd. 1. Þegar „landinn" ætlar að skemmta sér, þykir í mörgum tilfellum æskilegt (enda nauð- syn) að fá sér eina „bokku" til halds og trausts. Þegar þessi bokka er opnuð, er tími oft svo naumur, að ekiki gefst tóm til að opna hana eftir hinum oft- ast auðveldu leiðum, sem fram- leiðandi hefur af mikilli hug- vitssemi ákveðið svo að oft er tappanum ýtt niður í flöskuna og er þar eins og illa gerður hlutur þann oftast stuttan tíma sem það tekur að tæma innihald ið — þrátt fyrir tappann, sem veldur nokkurri truflun á tæm ingu. 2. Það má telja til undantekn inga, ef nútíma íslendingur hef ur tíma til að lesa stuttan leiðar vísir, sem oftast fylgir hvers konar tækjum, bæði til heimilis nota og á öðrum sviðum. Þetta er talinn óþarfi og ekki farið að rýna í leiðarvísinn, fyrr en eitthvað þykir ábótavant. 3. Það má telja til urtdanfcekn ingar eða tilviljunar hvort -ein- dós, hvort sem hún inniheldur. mjólk, ávexti eða annað, sé opnuð í þann enda, er áletrun bendir til að til sé ætlazt, held- ur eins og hún snýr, þegar hún kemur í hendur þessa bráðláta fólks, — myndir og lesmál á hvolfi. 4. Iðnaðarmaður tekur oft járnbút eða eitthvað tiltækt til þess að nota sem hamar í stað þess að ná í heppilegt og rétt áhald, þ,e. hinn alþekkta ham- ar, sem oftast er tiltækur í seil ingar-fjarlægð. Ég er ekki að segja, að þessi tilfærðu dæmi skipti miklu máli, en þó virðist mér, að það, sem hér er átt við, bendi til einhvérs, sem .mér geðjast ékki að og sparar sjaldnast tinía í raunveruleikanum, tíma, sem allir virðast hafa of lítið af. Það er oftast fljótlegra að opna flösku með eðlilegum hætti en að rífa tappann og ýta honum niður eftir alls konar tiltektir við að reyna að slá hann upp með hressilegum höggum á botn flöskunnar. Sama gildir um dósamat. Botninn er sjaldnast aðgengi- legri en hið raunverulega lok og lítið átak að snúa dósinni í hendi sér til þess að botninn snúi niður. Það að lesa ekki leiðarvísi, sem framleiðandi telur nauðsyn legan, veldur hins vegar oft stórtjóni, og þegar iðnaðarmað- ur grípur til næsta hlutar til þess að nota sem verkfæri, er- um við komnir út í fúsk, eða aftur í steinöld. Elliði“. Ljósmóður vantar í Seyðisfjarðarumdæmi 1. maí næstkomandi. Umsóknir sendist undirrituðuni, sem gefur nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn í Seyðisf jarðarkaupstað. Snyrtidömur • Auglýst eftir einkaritara Bréfritari skrifar: „Þar sem ég um langt skeið hef verið bréfritari. lít ég oft á a-uglýsingar þar sem óskað ei eftir bréfritara eða einkaritara, og nærri alltaf verð ég jafn hissa á því hvernig- auglýst er. Nýlega var til dæmis auglýsing í blaði yðar, þar sem „Stórt þjónustufyrirtæki í Reykjayík1* vill ráða „fullfærann einkarit- ara“. Auglýsingin var löng, og þar stóð m.a. þessi setning: „Viðkomandi þarf að hafa fullt vald á vélritun á íslenzku og ensku og helzt að auki hraðrit- un eða „speed writing“.“ Mér finnst það liggja í augum uppi, að „fullfær einkaritari" hafi „fullt vald á“ vélritun á móðurmálinu og einu erlendu máli að minnsta kosti. Hrædd er ég um að það þýddi lítið að sækja um einkaritarastarf utan lands, ef maður ekki væri van- ur bréfaskriftum á að m.k. tveimur til þremur tungumál- um og hraðritun á viðkomandi málum. Svo er það hraðritunin. Það kemur tæplega fyrir, að það sé tekið fram í auglýsingum á hvaða máli eigi að hraðrita. Allir, sem til þekkja vita að sjálfsögðu að maður verður að læra hraðritun á hverju máli fyrir sig. Þó stúlkan hafi t.d. verið á verzlunarskóla í Eng- landi og lært enska hraðritun, þá getur hún ekki hraðritað á íslenzku, án þess að læra það sérstaklega. Það kann að vera að mörg fyrirtæki skrifi aðeins á en-sku til þéirra landa, sem þau skipta við, en þá væri líka rétt að taka það fram í auglýsingu eftir bréfritara, að hann þurfi að kunna enska hraðritun. Stundum er lika auglýst eftir bréfritara og aðeins tekið fram, að viðkomandi þurfi að hafa stúdentspróf, en ekkert minnzt á að hann hafi neina sérmenrnt un eða þekkingu á starfinu. Mig hefur oft furðað á þess- um auglýsingum og verið að velta því fyrir mér, hvort þetfca sé aðeins fljótfærni hjá þeim, sem óska eftir að ráða bréfrit- ara, eða hvort þeir viti ekki betur. Það skal þó viðurkennt, að sumir atvinnuveitendur taka það skýrt og skilmerkilega fram hvers er óskað í væntanlegu starfi, en ég held mér sé óhætt að segja, að þeir teljist frekar til undantekninga. Reykjavík, 8. febr. 1967 Bréfritari". Páskaferðin 10 dagar í Torre- molinos hitium fræga skemmtana- og bað- strandarbæ á SÓLAR- STRÖND SPÁNAR. Til leigu nú þegar húsnæði fyrir snyrtistofu á 2. hæð í verzlunarsamstæðu í Kópavogi. Hárgreiðslustofa við hliðina. — Upplýsingar gefur Haraldur Einars- son, í síma 41611. Bezta loftslag í Evrópu. 4 dagar í LONDON á heimleið. — Síðustu forvöð að tryggja sér far. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.