Morgunblaðið - 18.02.1967, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967,
SÍÐAN
1 VMSJÁ BALDVINS JÓNSSONAR
Hondknattleikir
nnga iólksins
Síðastliðið miðvikudagskvðld var fslandsmótinu í handknattleik haldið áfram,
að Hálogalandi.
Þá voru háðir 2 leikir í 1. flokki kvenna, 3 leikir í 3. flokki karla og 1 leikur
1 1. flokki karla.
1. flokkur kvenna: VALUR — VÍKINGUR 14—1
Þetta var leikur kattarins að músinni.
Valsliðið var mun sterkara, enda mátti sjá þar nokkrar beztu handknatt-
leiksstúlkum okkar í dag þ. m. Sigrúnu Ingólfsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur
sem báðar hafa leikið með landsliði kvenna í handknattleik. Mörkin skoruðu,
fyrir Val: Sigríður 4, Sigrún 3, Þóranna 3, Elínborg 2, Guðbjörg 1 og Ólöf 1.
Mark Víkings koraði Guðrún.
Dómari var Óli Olsen og hefði hann mátt gera betur.
PRAM ÁRMANN 5—5
Næsti leikur var milli Fram og Ármanns I 1. flokki kvenna. Þar áttust við
þrautreyndar stúlkur úr Ármanni og reynslulitlar stúlkur úr Fram.
í upphafi leiks hefði mátt halda, að lið Ármanns ætti auðvelt með sigur, enda
byrjuðu þær mjög vel og skoruðu 4 fyrstu mörkin, en þá var eins og Fram-liðið
vaknaði og skoraði næstu 5 mörkin. Fyrst skoraði Guðrún 2 mörk og ung og
mjög efnileg stúlka, Oddný skoraði næstu 3, en Díana skoraði 5. mark Ármanns
á síðustu mínútu.
Dómari var Sigfús Sigurgeirsson, og dæmdi hann þennan leik nokkuð vel.
3. flokkur karla: VIKINGUR — BREIÐABLIK 10—5
Þessi leikur var mjög skemmtilegur, og var leikinn af nokkuð miklum hraða
hjá báðum liðum, þó sérstaklega Víking og bar þar mest á Páli og Bjarna. Lið
Breiðabliks er nokkuð skemmtilegt, en auðsjáanlega reynslulítið. Markmenn beggja
diða stóðu sig mjög vel. Dómari var Óskar Einarsson og dæmdi hann veL
S. flokkur karla: FRAM — VALUR 9—6
í þessum leik mættust 2 sterkustu liðin í þriðja flokki. Strax í byrjun ríkti
mikil taugaspenna hjá báðum liðum. Valsmenn byrja að skora og þar var Stefán
að verki. Næst skorar Ingvar fyrir Fram. Stefán skorar annað mark Vals úr víta-
kasti, Axel jafnar fyrir Fram og Jón Helgi skorar 3. mark Fram, og eftir þennan
kafla náði Fram yfirhöndinni og hélt henni til leiksloka. Mörk Fram skoruðu,
Axel 4, Ingvar 3, Jón Helgi 1 og Gunnar 1. Fyrir Val, Stefán 4, Vilhjálmur 1 og
Geirharður 1.
Dómari var Sigfús Sigurgeirsson og var hann mjög lélegur, og kannski ekki
nema von, þar sem hann reynslulítill tók að sér þriggja manna starf (línuvarða
og dómara) í jafn erfiðum leik og þessi var.
3. flokluir karla: ÁRMANN — f.R. 14—5
Þessi leikur hafði ekki upp á margt að bjóða. Ármannsliðið var nokkuð gott
en skortir skipulag. Í.R. liðið er og algerlega reynslulaust og var því ekki hægt
að búast við miklu.
í Ármannsliðinu voru beztir þeir Jón, Vilberg og Ólafur Sig. sem er mjög efni-
legur. í Í.R. liðinu bar mest á Tómasi.
1. flokkur karla: FRAM — f.R. 15—11
Þetta var síðasti leikur kvöldsins og var hann nokkuð skemmtilegur. f Fram-
liðinu var Gylfi Hjálmarsson beztur, en hjá Í.R. bar mest á Jóni Sigurjónssyni
og einnig stöð markvörðurinn sig mjög vel og varði hann hin ótrúlegustu skot.
Dómari var Þorvaldur Björnsson og hefði hann mátt gera betur.
Næstu leikir í yngri flokkunum fara fram að Hálogalandi í kvöld og verða þá
leiknir þessir leikir:
II. fl. kvenna A-riðill: VALUR — VÍKINGUR.
II. deild kvenna: BREIÐABLIK — GRINDAVÍK.
L fl. karla A-riðili: ÁRMANN — F.H. VALUR — VÍKINGUR.
ÍSLAND:
1 (3) I’m A BELEVER ....... MONKEES..
2 (4) HAPPY JACK ........... THE WHO
3 (1) DANDY ............... THE KINKS
4 (-) Oh WHAT A KISS THE ROKING CHOSTS
5 (5) NO MILK TO DAY .... HERMAN HERMITS
6 (9) IN THE CONTRY .... CLIFF RICHARD
7 (6) FRIDAY OUR MY MINO .. EASYBEATS
8 (7) DEAD END STREEY ......... KINKS
9 (10) YOU KEEP ME HANGIN’ON .. SUPREMES
10 (8) EAST WEST ..... HERMAN HERMITS
ENGLAND:
1 (19) THIS IS MY SONG. PETULTA CLARK
2 (1) I’m A BELIVER ......... MONKEES
3 (2) MATTHEW AND SUE ... CAT STEVENS
4 (11) RELASE MY ENGELBERT HUMPERDINCK
5 (3) LETS SPEND THE NIGHT
TOGETHER ........ ROLLING STONES
6 (5) I’VE BEEN A BAD BOY .... PAUL JONES
7 (14) SUGAR TOWN ..... NANCY SINATRA
8 (10) I’m A MAN.. SPENCER DAVIS CROUP
9 (4) NIGHT OF FEAR........... . MOVE
10 (6) HEY JOE ........... JIMI HENDRIX
Hérna sjáum við albúmið af hinni nýju plötu
bitlanna.
Eins og sjá má er það mjög sérkennilegt sem
er mjög sjaldgæft í 2 laga plötum.
Platan kom til fslands í dag.
STEVE
IVFQUEEN
Aldur: 36 ár.
Hæð: 180 cm.
Háralitur: Ljós.
Augu: Blá.
Æviágrip: Hörð, áflogasöm
æska varð til þess að hann var
flutningavagnaibílstjóri og síðan
fór hann í sjóher USA, áður en
hann sló í gegn í kvikmynda-
'heiminum. Hans aðaláhugamál
er kappakstur og bifhjólaakstur
og hefur hann margbrotið á sér
nef og skorið í sundur á sér varir
í þeim leik. Hann hefur verið
kvæntur í 10 ár.
Fyrsta stórmyndin í Englandi:
Sjóhetjur.
Næsta mynd: The day of the
Champion.
Þess má að lokum geta, að
Steve leikur niú um þessar mund
ir í hinni stórfengulegu mynd
Nevada Smith sem sýnd er 1
Háskólabóó.
TELJIÐ ÞIÐ RÉTT, AÐ LÆKKA
KOSNINGAALDUR í 18 ÁRA?
Svör sendist til Mbl. merkt: „Spurning vikunnar" eigi
síðar en 22. febrúar 1967.