Morgunblaðið - 18.02.1967, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967,
JR 0 * íjum WnMfo
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar 0g afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
HEIMDALL UR
40 ÁRA
¥Teimdallur FUS er 40 ára
“ um þessar mundir. Fé-
lagið var stofnað 16. febrúar
1927 og minnist afmælisins
með hófi í kvöld," en innan
Skamms kemur út myndar-
legt afmælisrit.
Félög ungs fól'ks hafa lengi
haft mikilvægu hlutverki að
' gegna í íslenzku stjórnmála-
lífi. Þar hefur Heimdallur
jafnan verið fremstur í flokki.
Fyrsta stefnuskrá félagsins,
sem þeir Gunnar Thoroddsen
og Thor Thors áttu meginþátt
í að móta, einkenndist af
djörfum hugmyndum á þeirra
tíma mælikvarða og um
bótaanda sem hafði smátt og
smátt grundvallaráhrif á
stefnu og starf Sjálfstæðis-
flokksins.
Mikilvægi stjórnmálafélaga
ungs fólks liggur ekki ein-
ungis í því, að þau eru frarn-
verðir stjórnmálaflokkanna í
baráttunni um fylgi nýrra
kynslóða, heldur einnig og
ekki síður, að þau eiga að
vera uppspretta nýrra hug-
sjóna, endurnýjunarkraftur,
sem tryggi, að flokkarnir
sjálfir staðni ekki í gömlum
tíma og úreltum hugsunar-
hætti. Þessu hlutverki hefur
Heimdallur, framar öllum
öðrum, gegnt fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn.
Á fyrstu árum félagsins
var fullveldi þjóðarinnar
■ ungt að árum og hún var að
þreifa sig áfram á erfiðum
tímum. Þá hafði hugsjónaeld-
ur nýrrar kynslóðar ómetan-
legt gildi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Styrjaldarárin og
árin á eftir voru miklir um-
byltingartímar í sögu þjóðar-
innar. Þá voru áhrif Heim-
dallar einnig mikil. Þegar
grundvöllur var lagður að
utanríkisstefnu Íslands og
varnarsamningur gerður við
Bandaríkin var styrkur Heim
dallar andstæðingunum mik-
ill þyrnir í augum. Og nú á
síðustu árum hafa ungir
Sjálfstæðismenn séð Við-
reisnarstjórnina hrinda í
framkvæmd baráttumálum,
sem þeir hafa um margra ára
skeið lagt vaxandi áherzlu á.
En ytri aðstæður hljóta að
hafa mikil áhrif á stefnu-
mótandi starf ungs fólks. Síð-
ustu ár hafa verið fram-
kvæmdaár, að verulegu leyti
í anda ungra Sjálfstæðis-
manna. Þess vegna hefur
þörfin fyrir stefnumótandi
áhrif þeirra ekki verið jafn
rík og stundum áður. En nú
bendir margt til þess, að þjóð
in standi enn á krossgötum.
Veröldin er að breytast. Ný
viðhorf móta skoðanir manna
í nágrannalöndum okkar.
Myndun tveggja viðskipta-
bandalaga, sem líklegt er að
þróist í eina stjórnmólalega
heild, geta íslendingar ekki
Mtið afskipt*lausa.
Um leið og íslenzk þjóð er
staðráðin í að vernda sjólf-
stæða tungu og menningar-
arfleifð í breyttum heimi,
verður hún að hafa þor til
að taka djarfa afstöðu til
framvindu þeirra miála.
Hér er verkefni fyrir Heim-
dall, verðugt og heillandi við-
fangsefni nýrrar kynslóðar,
sem á komandi áratugum
hlotnast það hlutskipti að
stýra þessu landi örugga leið í
breyttum heimi. Með ósk um,
að félagið verði þess umkom-
ið nú, eins og svo oft áður,
að brjóta nýjar og óþekktar
brautir, sendi Mbl. Heim-
dalli og félagsmönnum hans
•beztu árnaðaróskir í tilefni
afmælisins.
HÖFT OG BÖNN,
KJÖRORÐ
FRAMSÓKNAR
OG KOMMÚN-
ISTA
F'ramsóknarmenn og komm-
* únistar hafa enn einu
sinni sýnt, að þeir hafa ekkert
lært af „gulu bókar“ ævin-
týrinu fræga. Á borgarstjórn-
arfundi sl. fimmtudag settu
þeir Guðmundur Vigfússon
og Einar Ágústsson fram
kröfu um, að íbúðarbygging-
ar yfir tiltekinni stærð yrðu
ýmist bannaðar eða háðar
leyfisveitingum, eins og var
á tímum hins illræmda f jór-
hagsráðs og sagði borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins, að
hann sæi ekkert athugavert
við þá skipan mála, sem þá
ríkti að þessu leyti.
Þessi krafa Framsóknar-
manna og kommúnista sýnir
glögglega, að skömmtunar-
hugsunarhátturinn mótar enn
allar skoðanir þeirra. Hið
opinbera skal að þeirra dómi
segja .fólki fyrir um hvað
stórt það megi byggja. En
óhætt er að fullyrða, að slík-
ur hugsunarháttur er fjar-
lægur öðrum íslendingum nú
á tímum.
Geir Hal'lgrímsson, borgar-
stjóri, mótmæliti harðlega
þessum skömmtunar- og bann
kröfum Framsóknarmanna og
kommúnista og sagði, að inn-
an marka byggingar- og skipu
lagsákvæða ætti fól'ki að
vera heimilt að byggja, svo
sem hugur þess stæði ti'l. Þeir
sem vildu byggja stórt ættu
að gera það fyrir eigið fjár-
magn og á eigin áhættu og ef
ein fjölskylda vi'ldi leggja
mikið að sér fyrir myndar-
leg hýbýli og neita sér þá
jafnvel um annað, ætti henni
að vera það heimilt. Undir þá
skoðun borgarstjóra munu
vafalaust aðrir landsmenn
taka.
En þessi krafa Framsóknar-
manna og kommúnista sýnir
glögglega, að kæmust þeir til
valda, mundi þeirra fyrsta
verk vera að. setja höft og
bönn á framtak fólksins.
ÞJÓÐNÝTINGAR-
LEIFAR LAGÐAR
NIÐUR
Oíkisstjórnin hefur nú lagt
fram á Alþingi frv. þess
efnis, að Viðtækjaverzlun rík-
isins verði lögð niður. Þessu
frv. mun almennt fagnað,
enda löngu orðið tímabært að
leggja niður þessar leifar
þjóðnýtingaráranna.
Viðtækjaverzlunin hefur
eingöngu verið innheimtu-
stofnun hin síðari ár, sem
ríkissjóður hefur þar að auki
orðið að greiða með. Þannig
var halli á rekstri hennar
1964 tæp ein milljón króna,
auk vaxta af 7 mil'ljón króna
skuld við ríkissjóð.
í framhaldi af þessu skrefi
er einnig eðlilegt, að lögð
verði niður járnsmiðja sú,
sem ríkið hefur rekið um
margra ára skeið, Lands-
smiðjan, og er ekki-ástæða til
annars en að ætla, að einka-
framtakið í landinu sé full-
fært um að annast þá þjón-
ustu, sem járnsmiðjur sjá um.
Líf ið í T rjatoppahóteli
HÆTTUMERKIÐ, hvítur
fáni, blakti í frumskógargol-
unni. Stúlkan og þrír vopn-
aðir fylgdarmenn hennar gáfu
þvi engan gaum heldur ruddu
sér braut til hótelsins gegn-
um þykkan frumskógargróður
inn. I nálægu vatnsbóli óðu
fimmtíu fílar og gáfu frá sér
geigvænlegan lúðraþyt. Fíla-
hjörð, sem samanstendur mest
megnis af mæðrum með unga
sína, er hættuleg og hikar
ekki við að gera árás. En það,
sem dró að sér athygli fjór-
menninganna var stór kýr,
sem stóð við stigann, er lá upp
i tréhúsið. Fimmtíu metrar
af þykkum gróðri lágu á
milli stúlkunnar og öryggis-
ins. Hún gekk áfram hljóð-
lega. í átta skrefa f jarlægð frá
fílnum náði hún til stigans og
klifraði upp í öruggt skjól.
Stúlkan var Elizabet Bret-
landsprinsessa og gestgjafi
hennar, Eric Sherbrooke
Walker, hafði byggt þetta
trjátoppahótel. Dagurinn var
5. febrúar 1952.
„Ég hef stundum farið með
fólk eftir skógarstígum, þar
sem fílar hafa verið í grennd,
en þeir höfðu aldrei verið svo
nálægt áður“, sagði Walker
við hinn konunglega gest: „Ef
þér horfizt í augu við fram-
tíðina með ámóta hugrekki
og þér umgengust fílana, þá
erum við heppin þjóð“.
Hvorki Walker né Elizabet
vissu þá, að hann hafði ávarp
að núverandi drottningu Bret
lands.
Er Elizabet ók á brott ásamt
eiginmanni sínum Filip prins
kallaði hún til Walker ,„Ég
mun koma aftur“.
Það var ekki fyrr en um
miðjan dag, að það fréttist í
Kenya, að Georg VI. faðir
Elizabetar hefði dáið um nótt
ina.
Veiðimaðurinn Jim Corbett,
sem fylgdi hinu konungborna
fólki til hótelsins, skrifaði í
dagbók þess: „í fyrsta sinni í
sögunni hefur ung stúlka
klifrað upp í tré sem prinsessa
lýst því sem mest æsandi
ævintýri sínu, og komið niður
úr trénu næsta dag drottning
— guð blessi hana“.
Walker, sem var flugmað-
ur í fyrri heimsstyrjöldinni og
bruggari á bannárunum í
Ameríku, byggði þetta hótel
árið 1932. Það er í hlíðum
Aberdare fjallanna, og útsýni
er yfir vatnsból, þangað sem
dýr skógarins korna um sól-
setur til að drekka.
Mau Mau hreyfingin
brenndi hótelið árið 1954, en
Walker byggði upp á ný, enn
þá betra hótel. Þar er svefn-
pláss fyrir 42, og þar er fram
reidd fyrsta flokks villidýra-
bráð. Engin gluggatjöld eru
á kvennasalerninu en á skilti
þar stendur ritað: „Hafið
engar áhyggjur. Aðeins aparn
ir geta séð.“
Á næturnar lýsir tunglið
upp frumskóginn í kring.
Þegar sólin sezt fara dýrin á
kreik, og kom fram úr frum-
skóginum eitt og eitt, stað-
næmast aðeins við frumskógar
jaðarinn og hlusta eftir hljóð
um, sem boðað gætu hættu.
Walker eyddi meira en 30
árum í að fylgjast með dýra
lífinu frá svölum Trjátoppa-
hótelsins síns. Áður en hann
dró sig í hlé fyrir tveimur ár-
um, skrifaði hann: „Bf maður
horfir á lifnaðarhætti dýranna
sérstaklega fílanna finnur
maður meir og meir til sam-
kenndar með manninum, sem
sem sagði: „Því betur sem ég
kynnist mönnunum, þeim mun
vænna þykir mér um hundinn
minn“.
E. S. Walker, stofnandi Trjátoppahótels ásamt Jim Corbett fyrir framan hótelið. (AP-mynd).