Morgunblaðið - 18.02.1967, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967.
15
Menntaskdlanemar sýna höggmyndir
Samtöl við þrjá listamenn, sem eiga
myndir á sýningunni
LISTAFÉLAG Menntaskól-
ans í Reykjavík hefur af
lofsverðri framtakssemi
komið á fót sýningu högg-
mynda, sem opnuð verður
í dag og standa mun næsta
báifan mánuð. Sýningin
verður opin frá kl. 15 dag
hvern til kl. 23. Er hún í
sýningarsail í nýbyggingu
Menntaskólans.
Á sýningunni sýna þessir
listamenn:
Ásmundur Sveinsson sýnir
f jögur listaverk, HöfuSlausn
(eik 1948), í tröllahöndum (eik
1949), Eva dansar (eik 1959) og
Öldugjláfur (brons (1952). Öll
verkin eru í eigu listamannsins
sjálfs.
Guðmundur Elíasson sýnir
fimm höggmyndir, Andlitsmynd
(weltex 1967), Myndbreyting
(járn 1967), og þrjár myndir,
sem allar bera sama heitið, Til-
brigði um stef (weltex 1967).
Öll verkin eru til sölu.
Jón Gunnar Árnason sýnir
tvö listaverk, 3/6, flokkur K
(stáltré 1967) og listaverk, sem
er óskírt (1966—67). Verk Jóns
eru til sölu.
Nína Sæmundsson, eftir hana
eru tvær myndir á sýningunni.
Stúlka og konumynd í gipsi.
Fyrri myndin er í einkaeign,
en hinn síðari á Listasafn ís-
lands.
Ólöf Pálsdóttir á fjórar högg-
myndir á sýningunni, Torkel
(brons 1952), Greta (gips 1955),
Ballerína (terrakotta 1956),
Útigangshestar (frumdrög, gips
1959). Allar myndirnar eru í
eign listakonunnar, nema sú
fyrsttalda er eign Búnaðar-
banka íslands.
Sigurjón Ólafsson sýnir á sýn
ingunni sjálfri fjórar högg-
myndir, en fimrnta myndin er
utan dyra, eins konar táknmynd
sýningarinnar. Nefnist hún
Maðurinn og dýrið (grágrýti
1951). Hinar fjórar eru Gríma
(gips 1946), Eikarsúla með
skrauti (1965), Fjölskyldan
sýning myndhöggvara, sem
haldin er hérlendis. Einnig voru
viðstaddir þrír listamannanna,
sem eiga verk á sýningúnni
þau, Ólöf Pálsdóttir, Ásmundur
Sveinsson og Jón Gunnar Árna-
son. Við notuðum tækifærið og
spjölluðum lítillega við lista-
strakt, heldur meiri áherzla
vera lögð á sjálft gildi verks-
ins. Hver dæmir t.d. gildi skáld
skapar eftir bókmenntastefnu?
Hér er eins og nokkurs ótta
gæti við _ það að fylgja
ekki straumum, ef svo
mætti að orði komast.
Sannleikurinn er sé að það
er brotaminna fyrir menntaðan
listamann að tjá sig í svoköll-
uðu abstrakt formi, það getur
Listafólk, stjórn Listafélagsinsog aðrir, sem unnið hafa við sýninguna, talið frá vinstri: Margrét
Reykdal, Kristín Hannesdóttir Sverrir Haraldsson listmálari, frú Ólöf Pálsdóttir myndhöggv-
ari, Stefán Stefánsson, forseti Listafélagsins, Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, Jón Gunnar
Arnason, myndhöggvari og K istinn Daníelsson, ljósameistari.
er eftir Ólöfu Pálsdóttur, en styttan til vinstri er eftir Ásmund
(brons 1966) og Samstæða (eir
1966). Verkin eru öll í eigu
listamannsins.
Blaðamönnum var í fyrradag
boðið að skoða sýningunna og
var þá stödd í sýningarsalnum
stjórn myndlistardeildar Lista-
félagsins ásamt forseta þess
Stefáni Stefánssyni. Kom þar
fram að sýningin er fyrsta sam-
3/6, flokkur K, efttr Jón Gunnar Arnason.
fólkið og fyrst tökum við tali
frú Ólöfu Pálsdóttur.
— Mér finnst mjög skemmti-
legt og virðingarvert af nem-
endum Menntaskólans að koma
þessari sýningu upp. Högg-
myndalistin hefur verið hálf-
gerð hornreka í íslenzku lista-
lífi. Henni er t.d. ekki ætlað
annað rúm í Listasafni íslands
en anddyrið svo eiginlega hef-
ur hún ekki fengið ennþá inn-
göngu í sjálft listasafnið. Ég
vona að þessi sýning, sem þetta
unga og áhugasama skólafólk
hefur farið á stað með verði til
þess að vekja aukna athygli á
höggmyndalist. En hún er ef-
laust í senn erfiðust og dýrust
allra listgreina og getur þess
vegna aldrei orðið almennings-
eign í sama mæli og t.d. mál-
verkið.
— Finnst yður hið opinbera
gera of litið fyrir þessa list-
grein?
— f því sambandi vil ég ekki
aðeins ræða um höggmyndalist
ina, heldur einnig um málara-
list og byggingarlist. Það er
skoðun mín að alltof sjaldan sé
efnt til samkeppni um ýms
verkefni, og þá einnig með þátt
töku erlendra listamanna,
bæði í samkeppni og dómnefnd
um. Ég álít að bæði listamenn-
irnir og þeir, sem njóta vilja
verka þeirra, myndu græða á
því. Samkeppnin á að vera op-
inber, sýna á öll þau verk, sem
berast til þátttöku og koma
þannig á stað rökræðum um
þau. Með því myndi færast
meira líf í þessar listgreinar.
— Hvað um listgagnrýnina?
— Að því er varðar högg-
myndalist má segja að mér
vitanlega eru hér engir, sem
hafa reynslu og þekkingu til
þess að gagnrýna þá listgrein,
þar sem þeir fáu myndhöggv-
arar, sem hér eru hafa ekki
fengizt við það. Höggmynda-
listin er það frábrugðin málara
list að þar kemur töluvert ann
að til greina.
— Nú eru myndir yðar aðal-
lega naturalistiskar. Hvað
vilduð þér segja um abstrakt
list?
Erl. virðist mér minria spurt
um þetta, abstrakt eða ekki ab-
Styttan fyrir framan fólkið
Sveinsson. (Ljósm. ól.K.M.)
stundum gefið mönnum tæki-
færi til að fela vankunnáttu
sína. Enginn má þó skilja orð
mín svo að ég kunni ekki að
meta góða abstrakt list. Hún
getur ekki síður náð þroska og
hæð en hið naturalistiska list-
form.
— Hvað um þessar myndir
yðar hér á sýningunni?
— Þær minni eru fyrst og
fremst frumdrög. Hestarnir eru
gerðir að vetrarlagi úti í mó-
um uppi á Hvanneyri, unnir í
gips á staðnum í eins miklu
augnabliki og myndhöggvari
gétur handsamað. Þeir eru það
nýjasta, sem er eftir mig á
þessari sýningu. En því miður
hefi ég ekki getað unnið neitt
að ráði undanfarið vegna veik-
inda.
— Er ekki erfitt fyrir konu
að stunda höggmyndalist?
— Læknir í Danmörku sagði
einu sinni við mig að það ætti
að banna kvenfólki að fást við
höggmyndalist, en hvað mig
Tilbrigði um stef eftir Guðmund
Elíasson
snertir er það nú of seint, seg-
ir listakonan og brosir. Karl-
menn hafa það oft fram yfir
konur í þessari listgrein að þeir
eru þaulæfðir handverksmenn
áður en þeir leggja út á þessa
braut, auk þess sem þeir eru lík
amlega sterkari. T.d. mun því
þannig varið með suma af okk-
ar myndhöggvurum.
— Hvað finnst yður um lýs-
inguna hér?
— Það er athyglisvert að
sjá, hvað ljósameistarinn hérna
getur fengið fram. En sterkt
ljós og skuggar, ásamt lituðum
ljósgeislum eiga bezt við verk-
in, sem eru unnin sem skraut-
list (dekoration), segir Ólaf að
lokum.
—O—
Næst tökum við tali Jón
Gunnár Árnason og spyrjum
hann hvað honum finnist um
sýningarsalinn sem slíkan.
Hann svarar:
— Hann er ágætur, en
kannski full lágur fyrir skúlp-
túr. Það, sem er sérstaklega
sekmmtilegt í sambandi við
þessa sýningU er hvernig mynd
irnar eru lýstar upp. Það finnst
mér athyglisverðast.
— Þér eigið tvær myndir hér.
Vilduð þér skýra þær?
— Þessi hérna, segir Jón
Gunnar og bendir á mynd, sem
merkt er í sýningarskrá: 3/6,
flokkur K og gerð er úr stáli
og tré — hún er byggð þannig
upp að það eru 7000 göt í þess-
ari tréplötu og ég raða 300 ele-
Framhald á bls. 20
Gríma eftir Sigurjón Ólafsson.