Morgunblaðið - 18.02.1967, Side 18

Morgunblaðið - 18.02.1967, Side 18
MORGtrN'ÉLAÐIÐÍ LAÚGARÖAGUR 18. FÉÖRÚAR Í96Í. 1« Ingólfur Jónsson loft- skeytamaour — Minning MÖNNUM er ávallt kveðinn harmur að láti góðs vinar og skiptir þá sjaldnast miklu um aldur, aðstæður eða aðdraganda. Aldrei verður þó erfiðara að koma auga á nokkrar þær stað- reyndir, er verða mæítu til styrks eða fróunar, e’.) þegar lifs- glaður atorkumaður er hrifinn burt frá hálfnuðu ævistarfi, úr hamingjusömu hjónabandi og frá hópi ungra barna, fyrirvara- laust í hræðilegu slysi. í dag verður borinn til moldar Ingólfur Jónsson, loftskeytamað- ur, til heimilis að Bogahlið 16, hér í borg. Ingólfur var fæddur 13. marz 1930 í Reykjavík og var því 36 ára að aldri, er hann lézt laugardaginn 11. febrúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Vig- dís Sigurðardóttir og Jón Kristó- bertsson, frá Súðavík, sem bæði eru látin fyrir nokkrum árum. Þessi mætu hjón, sem bæði voru dugnaðar og sómafólk fluttust t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Páll Ingi Gunnarsson Brávallagötu 16 A, andaðist í Borgarspítalanum 15. febrúar. Gunnhildur Pálsdóttir, Kristinn Einarsson, Esther Pálsdóttir, Friðrik Friðriksson, Gyða Pálsdóttir, Haraldur Kristmannsson, og barnabörn. t Systir mín Elinborg Aðalbjarnardóttir kennari, Hjarðarhaga 20, andaðist 16. febrúar. Fyrir hönd vandamanna Sigrún Aðalbjarnardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Kristján Eysteinsson Hjarðarbóli, Ölfusi, andaðist á Landsspítalanum 16. þessa mánaðar. Halldóra Þórðardóttir, börn tengdabörn og barnaböm. hingað til Reykjavíkur skömmu fyrir 1930 og bjuggu hér æ síðan. Þeim varð sjö barna auðið og var Ingólfur þeirra yngstur. Árið 1946 lauk hann gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskólan- um við Lindargötu og innritaðist strax sama ár í loftskeytaskól- ann. Þaðan útskrifaðist hann ár- ið 1948 og hóf störf hjá Lands- síma íslands, að loftskeytastöð- inni á Rjúpnahæð. Ingólfur var afbragðs gáfum gæddur og gekk vel nám. Hann hefði þvi náð langt sem skólamaður, hefði hug- ur hans staðið til þess, en hann hafði það lundarfar sem athafna- og atvinnulífið dregur og kaus heldur að afla sér sérmenntunar á ýmsum sviðum af eigin ramm- leik. Hann náði mjög góðum árangri og færleik í starfsgrein sinni og var ávallt vel látinn og virtur af samstarfsmönnum sín- um og atvinnuveitendum. Ingólfur kvæntist árið 1952 eftirlifandi konu sinni, Petru Þórlindsdóttur, sem ættuð er frá Fáskrúðsfirði. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru hin mann vænlegustu; er það elzta fjórtán ára en hið yngsta 2ja ára. Petra var Ingólfi heitnum sú trausta stoð og ástúðlegi förunautur sem góð eiginkona er jafnán manni sínum og heimilið sem þau bjuggu hvort öðru og börnum sínum, mótað af glaðværð, til- litsemi og hlýju, var sá horn- steirm, sem lífi ungra barna er nauðsynlegri og dýrmætari en allt annað. t Minningarathöfn um Jakob Jakobsson, skipstjóra, verður haldin í Fossvogs- kirkju mánudaginn 20. febrú- ar kl. 10,30. Athöfninni verð- ur útvarpað. Jarðsett verður frá Norðfjarðarkirkju mið- vikudaginn 22. febrúar. Þeim sem vildu minnast hin látna er vinsamlega bent á Slysa- varnafélag íslands. Börn og tengdabörn. t Jarðarför Kristínar Tómasdóttur Hafsteini, Stokkseyri, sem lézt 12. þ.m. fer fram frá Stokkseyrarkirkju þriðjudag- inn 21. þ.m. og hefst með hús- kveðju að heimili hinnar látnu kl. 1,30. Börn hinnar látnu. t Eiginmaður minn, Klemens Samúelsson, andaðist á heimili sínu, Gröf, Miðdölum þann 15. þ.m. Jarð- arförin hefur verið ákveðin þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13,30 að Kvennabrekku. — Blóm og kransar afbeðið, en þeir sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Bíl- ferð verður frá Umferðarmið stöðinni sama dag kl. 8. Sesselja Daðadóttir. t Jarðarför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu Ilalldóru Sigurðardóttur frá Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðar- kirkju mánudaginn 20. þ.m. kl. 2 e.h. Guðný Þorsteinsdóttir, Anna Hallgrímsdóttir, Ásmundur Þorsteinsson, Bjarni Þorsteinsson, Pétur Þorsteinsson, Þorvaldur Þorsteinsson, tengdabörn og barnabörn. Ingólfur var maður skraf- hreyfinn og skemmtilegur við- ræðu og hinn bezti heim að sækja. Fyrir réttum mánuði vor- um við hjónin gestir hans á glað- værri kvöldstund, en fylgjum í dag látnum vini til grafar í þög- ulli og sárri en þó óljósri vitund um algeran viðskilnað. í lifandi lífi hefði fátt verið Ingólfi vini mínum meiri skap- raun en tilhugsunin um skjall og skrúðmælgi um hann látinn. í samræmi við anda hans hef ég því orð þessi ekki fleiri, en votta að lokum eiginkonu hans og börnum, svo og öðrum aðstand- endum hina innilegustu hlut- tekningu og samúð í hinni djúpu sorg, sem missir ástvina mun ávallt verða okkur dauðlegum mönnum. B. E. Háa skilur hnetti bimingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær eilífð aldrei aðskilið. Ingólfur Jónsson loftskeyta- maður er horfinn sjónum vorum og svo skyndilega að erfitt er að átta sig á hlutunum. Hann var í blóma lífs síns, 36 ára að aldri. Allir sem kynntust Ingólfi eru sammála um hans miklu mann- kosti, þrotlausri einlægni hans og leit að meiri þroska og stærri átaka í lífsbaráttunni. Slíkir drengskaparmenn eru of fáir með al vor. Hann er harmdauði öll- um er hann umgengust. Sárust er þó sorg hans eigin- konu, 5 mannvænlegra barna og öðrum ættingjum. Við biðjum þess að þeirra harmur verði mild aður af æðri máttarvöldum í minningu um góðan dreng og um hyggjusaman föður. Ingólfur Jónsson var einn geð þekkasti og elskulegasti maður, sem ég hefi kynnzt. Blessuð sé hans minning. Guðm. Egilsson. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minn- ar og móður minnar Önnu Lilju Lýðsdóttur Sveinn Ólafsson, Anna Vala Hinriksdóttir. ...... ' t Innilegar þakkir fyrir vin- arhug og virðingu vottaða minningu Þorsteins Sveinssonar Kjarval Fyrir hönd vandamanna Karitas Bjargmundsdóttir. Nanna Þ. Gíslason Miniiing NANNA Þ. Gíslason kaupkona, Þingholtsstræti 17 hér í Reykja- vík, andaðist sl. sunnudag, hinn 12. febrúar. Útför hennaor fór fram í gáer. Nanna var fædd í Reykjavík 15. september Í906, dóttir Þór- unnar Pálsdóttur og Þorsteins Gíslasonar ritstjóra. Hún vax hin 3. í aldursröð af 6 börnum þeirra hjóna og einkadóttir. Á lífi eru nú fjórir bræður hennar, allir búsettir í Reykjavík. Nanna ólst upp í foreldrahúsum, var raunar alla ævi til heimilis í Þingholtsstræti 17 og dvaldist ekki langdvölum annars staðar, nema meðan hún var við nám erlendis. Faðir hennar féll frá 1938, og eftir það hélt Nanna heimili með móður sinni og þrem bræðrum. Einn þeirra var Ingi kennari, sem andaðisf 1956. Móðir hennar dó 14. janúar 1966 88 ára að aldri og hafði þá átt við bága heilsu að búa um ára- bil. Hafði Nanna annazt um hana á heimili þeirra af mikilli alúð og hlýju. Sams konar um- hyggju hefur hún sýnt Frey bróður sínum, sem átt hefur við vanheilsu að stríða. Þótt Nanna Þ. Gíslason hefði ærin verkefni við hússtjórn, stundaði hún jafnan störf utan heimilis. Hún var við náun í menntaskólanum um hríð, en fór síðan Ung að aldri til Kaup- mannahafnar til hannyrðanáms, enda listfeng og smekkvís. Lagði hún nokkra stund á kennslu eftir heimkomuna, en aðalstarfið varð þó við verzlun með hann- yrðavörur. Var Nanna lengi við afgreiðslustörf í Silkibúðinni, sem þá var á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Fyrir tæpum 15 árum stofnaði hún eigin hann- yrðaverzlun í Þingholtsstræti 17 og rak hana síðan. Nanna hafði góða þekkingu á því, er þarf til útsaums og annarra hannyrða, ,og var greiðvikin og áhugasöm kaupkona. Fyrirtækið var ekki stórt, en dafnaði þó vel, og munu hannyrðakonur í borginni og raunar víðar á landinu hafa talið sig eiga við hana góð viðskiptL Margar þeirra þekkti hún per- sónulega, sumar frá löngu liðn- um árum, og hafði ánægju af þeim kynnum. Nanna Þ. Gíslason var ein þeirra kvenna, sem allir henni kunnugir hljóta að minnast, þeg- ar fórnfýsi og dugnaðar er getið. Hún hafði agað fas, var jafnan kjaikmikil, hlý og glaðleg í við- móti. Þrátt fyrir tafsama vinnu við verzlunarþjónustu, annaðist hún um heimili sitt og skyld- menni af hinni mestu natni og fórnfýsi. Slíkt er sem betur fer ekki dæmalaust, en það er jafn- an aðdáunarvert og fagurt. Um sjálfa sig hugsaði Nanna minna. Á sl. ári þótti vinum og ættingj- um hennar ljóst, að henni væri brugðið, en hugðu, að þar myndi segja til sín ofreynsla við störf. Hún fékkst loks til að taka sér leyfi og heimsækja gamla vini í Kaupmannahöfn, en brátt kom fram, að hún hafði tekið alvar- legan sjúkdóm, sem ekki verður læknaður. Eftir skurðaðgerð er- lendis lá hún í hálfan fjórða mánuð í Landspítalanum. Hún hefur nú verið kvödd hljóðlega eins og bróðir hennar og móðir á sínum tíma. Var það mjög 1 samræmi við líf hennar allt, há- vaðalaust starf hennar og hlé- drægni. Síðustu orðin, sem sá, er þessar línur setur á blað, heyrði hana segja með fullri meðvitund, voru kveðjur til kunningja hennar, sem komið höfðu að sjúkrabeðnum. Vafa- laust hefði hún viljað biðja fyrir kveðjur til allra kunningja'sinna og vina og þakka þeim sam- fylgdina. Við, sem þekktum Nönnu Þ. Gíslason, erum þakk- lát fyrir þau kynni og geymum bjartar minningar um góða konu. Þór Vilhjálmsson. Gísli Gíslason Stokkseyri Kveðja frá dætrum hans. Kvöld er komið. Sól er sigin síðasta dagsbrún nú er hnigin bak við himins bláan hjúp. Söknuð heitan hjörtun geyma. Helgan frið þig mun þó dreyma út við hafsins dulardjúp. Þig við kveðjum, kæri faðir. Kærleik þinn um áraraðir munum geyma í hjörtum hljótt. Eftir að móðir mætust kvaddi, mest þú veittir, sem að gladdi og gerði allt svo gott og rótt. Öll þín sakna afabörnin alltaf var þeim hlýjust vörnin, sem þín færði föðurfhönd. Enginn var þeim afa betri. Oft þú breyttir dimmu og veiri þeim í sólblíð sumarlönd. Oft við horfðum út á hafið ógnum fyllt og stormum vafið. bár í faðmi bátinn þinn. Drottinn varði voði og grandi veika skel og bar að landi bléssun djúpsins, „babbi minn“. Það var stundum þungur róður, þú vart alltaf hlýr og góður börnúm þeiih, sém bTðú þTn. Litlum dætrum brosi og hlíðu bentir þú í góðu og striðu að geyma hjarta gullin sín. Elsku pabbi, elsku þina ávallt heitt við finnum skina þótt horfinn sértu hér af jörð. Orðum þínum aldrei gleymL Ástbros þín í hjarta geymL Þér við færum þakkargjörð. Drottinn tekur. Drottinn gefur. Dauðans engill þig nú hefur lukt í faðmi ljúft og hljótt. Far þú heill til furðustranda fley þitt ber til sólarlanda. Góði pabbL góða nótt. á. n. Öllum þeim mörgu, sem minntust mín á áttræðisaf- mæli mínu þann 9. þessa mánaðar með skeytum, blóm- um og dýrum og veglegum gjöfum, votta ég innilegast þakklæti mitt. Jónas Rafnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.