Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967.
- HÖGGMYNDIR
Framhald af bls. 15
mentum, þessum stálkúrfum,
upp í þessa kompósition. En
aftur á móti, ef einhver kaup-
ir myndina eða eignast hana
eða ég held áfram að eiga hana
sjálfur, þá hef ég full yfirráð
yfir holunum og elementunum,
þannig að ég get alltaf raðað
þeim upp í ný form. Þessi mynd
er ein úr 6 mynda flokki. Tvær
eru erlendis, önnur er seld, en
hin er í láni, var á sýningu í
Þýzkalandi þar til fyrir
skömmu.
Aðalatriðið 1 myndinni er
kannski það, að áhorfandinn
eða maðuriinn, sem hefur hana
hjá sér, hann verður aktífur
um leið — meiningin er sú að
ef honum líkar mín kompósi-
sion þá er allt í lagi, en ef hann
heldur að hann geti gert betur
sjálfur, þá gjöri hann svo vel.
— Svo myndinni má breyta?
— Það má hann einmitt. Hin
myndin mín á þessari sýningu
er einnig þannig að ég vil ein-
dregið að fólk komi við hana
og hreyfi hana.
— Úr hverju er hún?
— Hún er úr eir, stáli, kross-
viði og nælon og hún er nafn-
laus. Hvað viljið þið láta hana
heita?
— Eru myndir yðar yfirleitt
þannig breytanlegar?
— Nei, en ef þær eru gerð-
ar í því formi, þá er það al-
veg sjálfsagt mál að fólk breyti
þeim, sagði Jón Gunnar að lok-
um.
Ásmundur Sveinsson gengur
um salinn og skoðar listaverk-
in. Við spyrjum hann hvernig
honum lítist á salinn sem sýn-
ingarsal, og hann svarar:
— Jú, jú, með því að hafa
ljós að sjálfsögðu, þá er dálítið
gaman að því að lýsa svona
upp, en það er vandasamt. Ég
hef reglulega gaman af því að
unga fólkið skuli hafa komið
þessari sýningu upp og eigin-
lega hef ég alltaf beðið eftir
því, að einhverjir færu að
intressera sig fyrir höggmynda
list, því að það veður allt út í
málverkum. Eiginlega eru allir
drepnir, sem fara út í högg-
myndalist.
Leiklistin í dag er allt-
af að gera sig meira og
meira gildandi sem mynd-
list. — Nú er það ekki
bara orðið sem gildir. Það á að
sjá þetta líka og leiklistin ger-
ir meiri og meiri kröfur. Sfað
setning á öllu, sem á sviðinu
birtist undirstrikar á/hrifin.
Hingað til hefur litterafurinn
kæft allar aðrar listgreinar og
fslendingar eru nú fyrst að
byrja að sjá hinar greinarnar.
Ég man eftir því í minni
sveit, þegar verið var að
spyrja eftir börnunum, foreldr-
ana og gat barnið gert visu, var
það álitið andlegt, en ef strák-
urinn eða stelpan voru að búa
til dúka eða strákurinn að
smíða eitthvað, þá fékk hann
eða stelpan engan annan
vitnisburð, en handlægni, eng-
um datt í hug að þetta væri
andlegt. Ég hef verið að bera
þetta undir sálfræðinga núna,
hvort það væri ekki alveg eins
mikil andleg raun að raða sam-
an formum, línum og litum,
eins og að raða saman orðum.
Ég er hræddur um að þeir hafi
andann líka þar.
Það er að verða gildandi
þetta fyrir augað. Það hefur
verið ríkt í fólkinu, ríkt í stofn
inum að móta hugsanir sínar
í myndum. Maður man eftir
mæðrum okkar. Þær gátu ekki
lifað án þess að vera að búa
til eittihvað fallegt, teppi og
annað í allri sinni fátækt. List-
in lifir í fólkinu, en það þarf
að örva hana.
— En í gamla daga hafði fólk
meiri tíma.
— Jú, víst var það, en mað-
ur verður þó að gæta þess að
þessar konur, sem gerðu þessi
fallegu teppi og voru sívefandi
og prjónandi, þetta var fátækt
fólk, sem hafði tnikið að gera.
Samt gerði það þetta af skraut
fíkni eða einhverju. Það var
viðleitnin fyrir augað.
Annars er það gaman með
listina. Það er gaman að vera
svolítið djarfur, og auðvitað
getur maður stundum brugðizt
en þetta er leiðin að gera til-
raunir. Myndlistin vinnur í
framtíðinni á með ljósinu eins
og það t.d. er notað hér í
kvöld, því að eiginlega er högg
myndalist ekkert annað en sam
spil Ijóss og efnis. Það er ekk-
ert annað en spil ljóssins við
efnið. Svo er hitt, hvort við
getum ráðið við þessi tilbúnu
ljós og notað þau sem hjálpar-
meðal í myndlistinni — ég veit
það ekki, en þeir eru farnir
að gera það í leikihúsunum.
Nú kemur Jón Gunnar Árna
og segir:
— Ég kenni í brjósti um efn-
ið, þegar ég sé farið illa með
það í ljósL
— Jú, segir Ásmundur — en
við verðum bara að gæta að þvi
að efni er alveg dautt án ljóss.
Eitthvert ljós verður það að fá.
— Jlá, segir Jón — en þegar
búið er að húða efnið með ein-
hverju öðru efni þá finnst mér
BO’RÐÞANTAAMR
í S/MA 17759
—- Þetta eru einkennileg viðskipti.
Ekki gára á haffletinum, og samt sem áð-
ur kaus stóri maðurinn að veðja á skipið,
sem hægja mun ferðina á morgun. Ein-
hver hefur sagt honum eitthvað.
Stóri maðurinn yfirgaf salinn ásamt
félaga sínum. Það var eitthvað við hann,
sem kom mér kunnuglega fyrir sjónir.
En Tiffany vakti mig af hugrenning-
um mínum.
— Skiptu þér ekki af þessum deiium,
James. Ég er búin að fá meira en nóg af
þessum stað — farðu með mig eitthvað
annað.
KVIKSJÁ K— — — — — —■*— )<— FRÓÐLEIKSMOLAR
Árið 1842 sigldi ungur
skozkur smiður að nafni AU-
an Pinkerton til Ameríku. —
Eftir ársdvöl í Chicago settist
hann að í Dundee í Kane-
fylki. Þegar hann dag einn
var í skógarhöggsferð á eyði-
eyju einni komst hann að því
hvar glæpamannaflokkur
nokkur hafði aðsetur sitt.
Seinna tókst honum að hand-
sama flokk þennan. Varð
þetta til þess að hann varð
kjörinn lögreglustjóri í Kane
og síðar í Cook með aðsetri
í Chicago. 1850 hafði honum
tekizt að handsama svo marga
glæpamenn og ná svo miki-
um frama að hann stofnaði
sína eigin leynlögregluskrif-
stofu, sem átti eftir að veita
honum enn meiri frama í bar
áttunni gegn lestarþjófum,
sem þá voru fjölmargir. Á
meðal þeirra afreka, sem
skrifstofa Pinkerton gerði var
að ná aftur 700.000 dollur-
um, sem stolið hafði verið frá
Adams Express Co. Einnig
tókst honum og mönnum hans
að koma í veg fyrir skipu-
lagða árás á forsetaefnið Lin-
coln árið 1861.
það breyta þeirri mynd, sem
listamaðurinn vildi fá fram,
þegar blæbrigðunum er breytt
með ljósinu.
— Já, segir Ásmundur — það
er nú eittihvað til í þessu. Ég
t.d. get ekki séð að það sé eir
í þessari styttu við þetta ljós.
Eir er annað hvort grænn eða
ljós.
— Nei, segir Ásmundur, og
beinir tali sínu að Jóni Gunn-
ari — ég skal segja þér eitt í
sambandi við ljós. — Ég man
eftir því, hvað ég stúderaði
mikið Bourdelle í París og ég
þóttist þekkja hann veL Hann
var kennari minn þar, en svo
var sýnd filma eftir Frakkana
í myndlistarskólanum og þá
hrökk ég við, þegar ég sá
hversu miklir meistarar Frakk-
ar eru að geta rifið verk hans
svo vel fram. Eingöngu með
ljósi. Það er gaman að vita það
að með ljósi er hægt að rífa
skúlptúr svona fallega fram, en
það er vandi að gera það og það
er ekki á hvers manns færL
— íslendingar hafa verið
abnorm í menningu til þessa
dags, af því að þeir hafa bara
trúað á orðið, aðrar listgreinar
máttu ekki komast að, en nú
. er þetta að lagast og til þess
að þeir verði normal eins og
aðrar þjóðir, þá þarf að skóla
þá svolítið tiL Ekki svo að
skilja að mér finnst íslendingar
ekki hafa verið menningarþjóð,
þeir hafa heldur verið fremur
þröngsýnir, en þetta lagast og
menningin færist út á breiðara
svið.
— Grundvöllur málverks,
skúlptúrs eða ritverks er að
færast saman eins og þú veizt
Ásmundur — segir Jón Gunn-
ar.
— Já, en það getur líka undir
strikað hvert annað. Hugsiom
okkur t.d. í leikriti. Auðvitað
eiga orðin að heyrast, en það er
ekki sama í hvaða umhverfi
þau eru sögð og ekki sama einu
sinni á hvaða stað maðurinn
sténdur í þessu mótívL Til þess
að undirstrika öll áihrfin verð-
ur að vinna þetta allt saman.
Ég vil ekki fara að verða eins
og litteratarnir að heimta allt
fyrir skúlptúrinn, heldur bara
að (hann fái að vinna með og
þess vegna hef ég gaman af
þessari sýningu hér og sýna
bara skúlptúr, sagði Ásmund-
ur að lokum.
— mf.