Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967.
Sögulegt
sumarfrí
eftii Stephen
Ransome
þess ekki nógu ein'beittur ....
Hún stanzaði við dyrnar og benti
út um gluggan, út í myrkrið.
— Sérðu ljósin þau arna? Það
er bátur, sem er að koma upp
eftir ánni, og beygir fyrir tang-
ann og í áttina til Lang-hússins.
Walker sagði, að við mættum
búast við honum fyrir dögun, og
þarna er hann að taka til slæði-
tækin. Þeir ætla að fara að slæða
ána, eftir líkinu af henni Evvie,
undir eins og bjart er orðið.
— Áin mundi ekki hæfa Evv-
ie, sagði ég. — Hún mundi koma
upp úr henni heldur illa útlít-
andi — ekki annað en hárlokkur
og beinagrind — og Evvie
mundi ekki vilja lita þannig út,
eða heldurðu það?
Fý, Steve!
— Góða nótt, elskan. Sofðu
veli
9. kafli.
Fyrir hádegisverð, mánudag.
Fyrir eitthvað klukkustund
kom ég í Lindarkrána í Cross-
gate, og rakst þá á óhugnanlegt
atvik.
Það þarf ekki að hafa staðið í
neinu sambandi við hvanf Evvie.
Það er aðeins eitt, sem minnir
á það og það er, hve ruddalegt
það var og einmitt þessi rudda-
skapur gæti sett það í samband
við hitt atvikið. En að minnsta
kosti vakti það nægilega eftir-
tekt mina, til þess að taka það
með í þessa skýrslu.
Ég herf ef til vill sofið eins og
tvær klukkustundir þennan
morgun. Ég er ekki alveg viss
un það. Sjáifum fannst mér ég
alls ekki hafa sofið. órólegar
hugsanir kvöldu mig. Á vissan
hátt hef ég fengið það embætti
að vaka yfir Kerry, aleinn og all
an sólarhringinn.
Þegar ég því kom á fætur
klukkan níu, lét ég það verða
mitt fyrsta verk að gá að henni.
Dyrnar voru aflæstar og hún
svaraði engu þó að ég berði var-
lega að dyrum.
Hjónaherbergið var mann-
tómt. Brad og Glenda voru kom-
in á fætur fyrir löngu.
Ég fór til setustofunnar, niður
bakdyrastigann og vonaði að
sleppa út án þess að hitta nokk-
urn mann.
Einhver hvinur niðri gaf til
kynna, að Kate væri með ryk-
suguna í gangi. Enginn var í
eldhúsinu. Þegar ég kiom að bíl-
skúrnum, sá ég að opni bíllinn
hennar Glendu var þar ekki —
kannski hafði hún farið á mark-
aðinn í Crossgate. Inni í vinnu-
stofu Brads var tónlist. Hann hef
tsr oft plötuspilarann í gangi
tímunum saman, méðan hann er
að vinna við stóra teikniborðið
sitt. Ég fór að velta þvf fyrir
mér, hvaða efni hann hefði valið
í nýja myndaflokkinn sinn.
Ég heyrði hávaða utan af
ánni, sem lét illa í eyrum og var
nú með háværasta móti. Bátur-
inn, sem var að slæða, hafði haf-
ið startf sitt framundan Lang-
landareigninni, farið til vesturs
og beygt fyrir tangann, og var nú
að verki fram undan landi Brads.
Innan skamms mundi hann
koma í hylinn, sem var framund
an kjúklingagörðunum — þess-
um hvimleiða stað — hvort sem
nokkuð væri upp úr því að hafa
.... En að minnsta kosti höfðu
mennirnir einskis orðið varir
enn sem komið var.
15
Ég ók til Crossgate, án þess
að hafa bragðað vott eða þurrt.
Og ástæðan var sú, að ég hafði
allan morguninn verið að hugsa
um aðkomand iðjuleysingja að
nafni McNeary.
— Hann ekur oft langa túra
eftir þjóðveginum, hafði George
sagt mér u>m þennan dularfulla
mann ....... — Alltaf einn síns
liðs og mest að næturlagi ....
Bíllinn hans heíur hvað eftir
annað sézt standa á einhverjum
stað þar sem lítið ber á honum,
bætti George við. — Stundum
situr hann í honum. Og stundum
er bíllinn bara þarna mannlaus.
Hvert fór McNeary á þessu
næturgöltri sínu? Það var það,
sem ég vildi komast að.
Sex eða átta bílar stóðu á
stæðinu við krána, og einn þeirra
var með New York númerum.
Það var sjálfsagt bíll mannsins,
sem ég var að leita að. Þessi
óþvegni tveggjadyra bíll var
áreiðanlega sá sami, sem Mc
Neary hafði verið í þegar hann
var að elta okkur Kerry kvöldið,
sem við komum .... Ég hafði
nú lítinn á'huga haft á því þá,
en áhuginn hafði vaknað síðan.
Ég gekk að bílnttm og ætlaði
að athuga hann lauslega, en sá
mig snögglega um hönd, því að
einmitt í sama bili skaut Mc
Neary upp, út um aðaldyrnar á
kránni. Hann gekk hratt, en
stanzaði snöggt á glápti á mig.
Á laugardagskvöldið þarna á
kránni, hafði hann komið Kerry
fyrir sjónir, sem undirförull
bragðarefur, en mér hafði sýnzt
hann vera eins og maður, sem
breytir aldrei »vip, hvað sem
fyrir kemur. En hann var ekk-
ert undirförull á svipinn þennan
morgun. Hann var gramur, af
einhverjum ástæðum, og lá ekk-
ert á því, heldur var honum ná-
kvæmlega sama um, hver sæi
það. Hann stóð þarna kyrr og
glápti á mig og magurt andlitið
var eldrautt.
Þetta, hvernig hann glápti á
mig, var næg ástæða fyrir mig
til að hætta við fyrirætlun mína.
Hatrið skein út úr andlitinu.
Svipurinn bar það með sér, að
honum þætti ekki vænt um neinn
í heiminum, og allra sízt mig.
Hann sagði, að hann vissi allt
um mig og gerði sér alveg ljóst
tiltæki mitt, og væri hundleiður
á því, svo að mér væri ráðleg-
ast að fara mér varlega.
Ég gat ekki skilið, svona al-
veg fyrirvaralaust, þetta snögg-
lega fjandsemis-uppþot í Mc
Neary, en hitt var alveg sýnilegt,
að hann var ekkert í því skapi
að fara að svara nærgöngulum
spurningum. Líklega fræddist ég
fullt eins mikið með því að fylgj
ast með öllum hreyfingum hans
og orðum — það kynni að vera,
að hann glopraði einihverju út úr
sér. Einhver hafði sýnilega náð
í hann á undan mér, svo að hann
þurfti ekki mikið til að þjóta
upp.
f annarri hendinni hélt hann
á páfagauksbúrinu, en fuglinn
gat ég ekki séð, vegna þess að
breitt var yfir búrið.
George kom út á eftir Mc
Neary, og var í hvítum mat-
sveins-sloppi. Jafnskjótt sem
hann kom til MeNeary, fóru þeir
eittihvað að spjalla saman í hálf-
um hljóðum, — sýnilega var
þetta framhald af einhverjum
viðræðum, sem höfðu hafizt með
an þeir voru inni, og af talsverð-
um ákafa.
Ég gat ekki heyrt til þeirra þar
eð ég var ekki nógu nærri þeim,
svo að ég lét mér nægja að horfa
á þá, er þeir gengu gaman út úr
forskálanum og yfir bílastæðið,
og báðir yoru óðamála og pötuðu
út I loftið. Svipurinn á George
var eins og á einhverjum ör-
þreyttum diplómat, en á Mc
Neary var hann illkvittnislegur
og ósveigjanlegur.
Þeir gengu út að bílskúrnum,
setm var notaður fyrir verkfæra-
geymslu. George seildist inn og
kom með garðskótflu og stakk
henni í lausu höndina á Mc
Neary. Svo yppti hann öxlum
með uppgjafarsvip, en McNeary
gekk öfugur með skófluna, út að
afgirtum bletti að húsabaki, þar
sem verið var að brenna rusl í
brennara, og hrúga atf blikkdós-
um beið eftir sorphreinsaranum.
Ég gekk í veg fyrir önnum
kafinn gestgjafann og spurði:
— Hvað er hér á seyði, George?
— Maður gæti haldið af kjaft-
æðinu í honum, að þessi fugl-
skratti væri milljóna virði,
sagði George, stórhneykslaður.
— Já, hvað er um fuglinn?
sagði ég.
— Ég skyldi með énægju
kaupa nýjan fugl handa honum,
ef það gæti þaggað, niður í hon-
um, sagði George.
— Það geta nú komið óhöpp
fyrir menn, sagði ég. — Og fyrir
skeppnur líka, hunda og ketti, og
því þá ekki líka fyrir fugla?
— Þetta var nú ekkert óihapp,
sagði George skuggalegur á svip
inn, — en hann hefur bara ekk-
ert uppá mig að klaga atf því til-
efnL Hann játar sjálfur, að hann
hafi enga hugmynd um, hvernig
það gerðist. Ég held því fram, að
það hafi ekki getað skeð hérna í
hótelinu minu. Að minnsta kosti
ekki innan læstra dyra.
Þetta hlaut að vera eittlhvað
alvarlegt. Ég hætti öllum gaman
yrðum en lét George hafa orðið.
— Það hlýtur þess vegna að
hafa gerzt, þegar hann var úti
með fuglinn í nótt sem leið. Hann
viðurkennir, að hann hafi skilið
hann eftir í bílnum, í yfirbreiddu
búrinu, meðan hann tfékk sér svo
lítirwi göngutúr. Hvað var hann
að vilja í göngutúr um hánótt?
Hver er kominn til að segja það?
En á meðan var þetta gert.
Hvenær hefði það annars átt að
geta verið?
— Það er nú ekki nema rök-
rétt að halda það, sagði ég.
— Það gat ekki verið í öðrum
tárna, fullyrti George. Hann tók
ekki eftir því, þegar hann kom
aftur, af því að búrið var yfir-
breitt — hafði enga hugmynd
um það fyrr en hann tók ofan atf
búrinu í morgun. Svo fer hann
að djöflast í mér. Hvers vegna?
Eins og nokkur hér í hótelinu
hafi gert þetta? Og etf út í það er
farið, myndi nokkur maður
nokkurs staðar taka upp á öðru
eins og þessu?
George fórnaði hörvdunn, svo
sem eins og til að þvo þær algjör
lega aí páfagauknum, og stikaði
til eldfaússins þar sem hann
þurfti fyrst og fremst að hugsa
um lambasteikina sina og kalkún
ana.
Ég gekk að húsabaki og að
umgirta blettinum, sem þar var.
Þar í einu horninu var MoNeary
að moka. Hann hafði grafið
gryfju á stærð við hattöskju.
Hann hamaðist við vinnu sína,
bálreiður — heyrði mig ekki
nálgast — og tók nokkrar skóflu
stungur áður en hann komast að
þeirri niðurstöðu, að gryfjan
væri mátulega djúp. Svo héft
hann skóflunni í annarri hendi,
en seildist til með hinni og VóK
yfirbreiðsluna af búrinu.
Litli pátfagaukurinn lá þar á
gólfinu — hreyfingarlaus fjaðra-
hrúga.
McNeary seildist til og tók
hann úr búrinu og lagði hann i
gryfjuna. Fyrst skrokkinn. Síð-
an höíuðið.
Fuglinn hafði verið skorinn á
háls.
MoNeáry stirðnaði upp, er
hann sá mig, rétti úr sér og glápti
á mig.
— Þetta er óþokkaverk, sagði
ég. — Hafið þér nokkra hug-
mynd um, hver hefur gert það?
Augnatillitið var ónotalegt.
grunaði hann kanrtski að ég væri
ófreskjan, sem hafði skorið uppá
haldið hans á háls? Ekki sagði
hann það. Hann sagði yfirleitt
ekki neitt,
— Eða hvers vegna? nauðaði
ég. — Eða hvar?
— Hann glápti á mig fjand-
samlegum hefndaraugum.
Það að finna McNeary þarna
bograndi yfir svörtu grytfjunni
hafði minnt mig ískyggilega á
annað atvik, sem ég hafði rekizt
á í dögun nýlega — það var
þegar Brad var að leggja sundur
limaða árflogahanana sína í aðra
gryfju. Þetta var svo einkenni-
lega líkt, en svo var Hka veru-
legur munur á. Hanar Brada
hötfðu allir verið drepnir í heið-
arlegum bardaga við aðra hana,
en ósjálfbjarga fugl þessa mannt
hafði verið myrtur í laumi. Ég
fór að hugsa mig aðfarir þessa
manns og ég varð óstyrkur á
augunum.
— Hafið þér hugsað yður að
fara með þetta mál hérna yfir
götuna? sagði ég. — Ég á við til
hans Walker Martins, sakskókn-
ara?
Höndin á skórflunni harðnaði
og hvítnaði.
Mér fannst ráðlegast að haf*
mig á brott, með lagL Að vísu
hefði Mc Neary líklega ekki kiotf
ig mig í herðar niður með skófÞ
unni, en svipurinn á honum, var
eins og hann langaði til þess.
MTJNIÐ KONUDAGINN