Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 28
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967 Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Kærir Grænmetisverziunin Neyt- endasamtökin ? MBL. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá Grænmetis- verzlun landbúnaðarins: „Með bréfi til sjó- og verzl- unardóms Reykjavílkur, dags. 28. júlí sl., kærði stjórn Neytenda- samtakanna Grænmetisverzlun landbúnaðarins fyrir meint brot á lögum nr. 84/1933 um varnir gegn ólögmætum verzlunarhátt- um, sem stjórn samtakanna taldi að Grænmetisverzlunin hefði gerzt sek um í sambandi við sölu á innfluttum kartöflum. Kæruatriði voru þau, að kart- öflur þessar hefðu verið meira og minna skemmdar og hefðu verið seldar í lokuðum umbúðum meðvillandi einkennum. í kæru Neytendasamtakanna var ekki beint fram tekið, hvaða grein eða greinar fyrrnefndra laga Grænmetisverzlunin væri talin hafa brotið en væntanlega var þar átt við 1. gr. þeirra, sem bannar að gefa út villandi upp- lýsingar um vörur í þeim til- gangi að hafa áhrif á eftirspurn þeirra eða sölu. Rannsókn á máli þessu lauk hinn 20. október sl. og var það sent sakisóknara ríikisins til fyrir- sagnar 9. nóv. sl. Með bréfi, dags. 19. janúar sl., hefir saksóknari tilkynnt, að af hálfu ákæru- valdsins séu ekki fyrirskipaðar frekari aðgerðir í máli þessu. Af þessu tilfelli vill stjórn Grænmetisverzlunarinnar taka fram, að hún telur, að stofnunin hafi orðið fyrir algerlega órétt- mætri gagnrýni og aðkasti í sambandi við þetta mál. Einkum telur hún vítavert, að fyrir- svarsmenn Neytendasamtakanna skyldu hafa þann hátt á rekstri málsins að rjúka með það fyrst í blöðin og kveða upp áfellis- dóm fyrirfram yfir stotfnuninni og reyna þannig að gera mál þetta að æsingamáli. Grænmetisverzlun landbúnað- arins vill að sjálfsögðu eiga sem bezt samstarf við viðskiptamenn sína, kaupmenn og neytendur, og reyna etftir megni að koma Framhald á bls. 27 Slysaalda í Bolungarvík EINS og sagt er á öðrum stað S blaðinu slasaðist maður alvar- lega í Bolungarvík síðastliðinn áólarhring. Þetta var þó ekki eina slysið í þessu kauptúni, þvi að þrir aðrir slösuðust. Ellefu ára gömul stúlka var að vaða yfir á, er hún datt og fingurbrotnaði, piltur datt af 'hestbaki og handleggsbrotnaði og maður datt á hálku og hlaut skurð á hendi. Samikvæmt upplýsingum Halls Sigurbjörnssonar urðu og nokk- ur smærri slys í Bolungarvík. Banaslys um borö í bv. Júpiter BANASLYS varð um borð í tog- aranum Júpíter í gær, þar sem hann var staddur út af Patreks- firði. Annar vélstjóri, Bjarni 'Pálsson, fór í tannhjól og lézt Samstundis. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur getað aflað sér mun Bjarni heitinn hafa misst klút niður og beygt sig til þess að ná í hann, en um leið hafi hann festst í tannihjóli sem dró hann til sín. Lézt hann sam- stundis. Bjarni heitinn var fæddur 1906, sonur Páls Bergssonar frá Hrísey og Svanhildar Jörunds- dóttur (Hákarla-Jörundar). — Hann lætur eftir sig eiginkonu, Matthildi Þórðardóttur, og þrjú uppkomin börn. Synir hans tveir eru við nám erlendis. Dóttir hans Svanihildur Bjarnadóttir er eigin- kona Sigurðar A. Magnússonar, blaðamanns. Bjarni Pálsson Unnið að löndun úr Gísla Ar 'na í gærkvöldi, en báturinn kom inn með 300 tonn af loðnu í gær. Alvarlegt slys í Bolungarvík í GÆR siasaðist maður alvar- lega er hann datt frá borði Þýzka skipsins Zeadler, er var að lesta skreið í höfninni á Bolungarvík. Maðurinn var að fara frá borði, er hann hrasaði, en hásjávað var og mun fallið hafa verið um 4-5 metrar. Verfíðarfréttir frá Grundarfirði Grundarfirði, 17. febrúar. í GÆR fóru Grundarfjarðar'bát- ar í síðasta róður á línuvertíð, en þá hafði verið landlega í 'hálfan mánuð. í dag eru allir bétar á sjó, 6 að tölu, að taka um borð þorskanet, sem þeir leggja í sjó í kvöld og morgun. Nokkuð er komið af aðkomu- fólki, einkum Færeyingum og öðrum útlendingum. — Emil. Samkvæmt upplýsingum Halls Sigurbjörnssonar er maðurinn Guðmundur' Jónsson rafvirkja- meistari og féll niður á milli skips og bryggju, en í fallinu mun hann hafa slegizt í bryggj- una eða skipshliðina. Hlaut hann mikið höfuðhögg og skurð í andliti og ennfremur marðist hann á handleggjum og brjósti. Við læknisrannsókn kom i ljós, að maðurinn er höfuð- kúpubrotinn og í gærkvöldi, þegar Mbl. hafði síðast fréttir af líðan hans mókti hann og vax fremur þungt haldinn. Guðmundur liggur í sjúkra- skýlinu í Bolungarvík og að óbreyttu ástandi telur læknir- inn ekki unnt að flytja hann til Reykjavíkur. Nýskipan sjúkrafiutn- inga í borginni — verð/ athugaðir af sérstakri nefnd Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöldi var samþykkt tillaga frá borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins um að nefnd yrði skipuð til þess að kanna hvort breyta þyrfti fyrirkomulagi sjúkraflutninga í borginni LOÐNA ER BYRJUÐ AÐ VEIÐAST Um 20 bátar fengu afla út af Reykjanesi i gær IiOÐNAN er byrjuff aff veiff- ast! Síðdegis í gær komu fimm bátar til Reykjavíkur meff allsæmilegan loðnuafla, sem fengizt hafffi út af Reykja nesi. Um 20 bátar munu hafa veriff á veiðum þarna á þess- Um slóffum í gær, og fengu flestir allgóðan afla. Bátarnir fimm sem til Reykjavíkur komu, voru: Gísli Árni, Sig- urvon RE, Vigri GK, Arnar RE og Þorsteinn RE. Var Gísli Árni hæstur þeirra effa meff um 300 tonn, þrir þeir næstu meff um 170 tonn hver, og Þorsteinn með um 100 tonn. Þaff var mikið um að vera út á Grandagarði, þegar blaða maður Mbl. lagffi leið sína þangað seint í gærkvöldi. Var þá verið að landa úr bátunum «g milli 10 og 20 stórir vöru- 'bílar fluttu loðnuna frá báts- Ihlið til sildarbræðslunnar í Örfirisey. Við brugðum okkur um borff í Gísla Árna, og náff- Um þar tali af stýrimannin- um: — Þetta er fyrsta loffn- an, sagði hann, sem við kom- um með. Viff fengum hana grunnt undan landi út af Hafnarbergi og Sandvík í dag. Þaff er erfitt aff átta sig á því, hvort um verulegt magn er aff ræða þarna, en Við ætlum að fara þangað strax og við erum búnir að 'landa. Um borff í Vigra GK hittum við Sigurð Guðmundsson, stýrimann, sem tjáði okkur, aff báturinn hefði fengiff 170 tonn á líkum slóðum og Gísli Árni. — Ég gæti ímyndaff mér, sagði hann, að það hefðu ver- iff um 20 bátar þarna að veiff- (im, og ég held að flestir þeirra hafi fengið allsæmileg- an afla. — Þetta er fyrsta loðnan, sem þiff fáiff? — Já, við erum búnir að vera í tveggja mánaða fríi, eftir aff síldveiðunum lauk, og þetta því fyrsti aflinn á þessu ári. — Er ekki kominn veiði- 'hugur í ykkur? — Æ, nei. Þaff er lítið var- ið í að veiða þetta helv. ..., þetta er ekkert verð sem mað- ur fær fyrir loðnuna. — Heldurðu að þarna sé eitthvert magn af loffnu? — Já, manni virtist vera þarna hinar sæmilegustu torf- ur. — Hvenær farið þiff út aft- ur? — Strax og búiff er aff landa, svona um kl. 1—2 í nótt, og þá beint á sama stað. Sömu sögu höfðu þeir aff segja á Sigurvon RE. Við hitt- um þar að máli einn skip- verja, sem tjáði okkur að bát- urinn hefffi komið inn kl. 6 með 170 tonn og að þeir ætl- Uðu út aftur kl. 3 í nótt. Hann kvaff þá hafa fengið aflann í tveimur köstum um miðjan dag, og taldi hann, að þarna út af Reykjanesi væri um tals vert magn af loffnu að ræffa. með tilliti til væntanlegs flutnings Slysavarðstofunnar í Borgarsjúkrahúsið. Úlfar Þórðarson (S), sagði að í Borgarsjúkrahúsinu mundi ný Slysavarðstofa hafa til afnota 32 sjúkrarúm og ennfremur yrði þar svonefnd „intensiv-care*4 deild fyrir meðvitundarlaust fólk. Þarna mundi því skapast góð aðstaða til meðhöndlunar á fólki, sem yrði fyrir slysum. En alla hlekki í þeirri keðju, sem ætti að skapa borgurunum trygga meðhöndlun ef þeir yrðu fyrir slysum, yrði að athuga og mikilvægur liður í því væri að- búnaður á slysastað og flutning- ur þaðan. Borgarfulltrúinn kvaðst ekki þeirrar skoðunar að í þessum efnum væri einhverju ábótavant nú en þó yrði að kanna hvort hægt væri að treysta þennan hlekk. Páll Sigurffsson (A) kvaðst Framhald á bls. 27 Varðskip með lækni í Grímsey LÆKNIR er ekki í Grímsey, en læknirinn á Siglufirði reynir að komast í eyna þegar þörf er á. Nú um helgina mun varðskip fara með lækninn út í eyna, ísf gefur og flytja hann til baka. Ekki er þetta þó neitt neyðartil- felli, aðeins nokkuð um pestir og og lasleika í Grímsey eins og annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.