Morgunblaðið - 21.02.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.02.1967, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. Sjdmannasamtokin fá hlut tíeild í útflutningsgjaldi ÍJtflutnmgsglald fellt niður af loðnumjöli og loðnulýsi 1967 LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp, sem felur í sér þá breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum að sjó- mannasamtökin fá sömu hlut deild í útflutningsgjaldinu og LÍÚ. Ennfremur eru í frum- varpinu bráðabirgðaákvæði þess efnis að útflutningsgjald af loðnumjöli og loðnulýsi skuli ekki greitt af fram- leiðslu ársins 1967 og er það í samræmi við yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar þar um. Ný múl Steingrímur Pálsson (K) hefur lagt fram í Neðri deild frv. um kaup og rekstur á Vestfjarða- skipi. Skv. frv. munu sjómannasam- tökin fá 0,79% af útflutnings- gjaldi og er það sama hlutfall og IÍÚ. Eru breytingar þessar í sam ræmi við yfirlýsingu sjávarút- vegsmálaráðhenra á Alþingi sl. vetur og eru þær gerðar skv. ein dreginni ósk sjómannasamtak- anna. í greinargerð frv. segir um niðurfellingu útflutningsgjalds af loðnulýsi og mjöli: Sökum hins mikla verðfalls, sean orðið hefur á loðnumjöli og loðnulýsi frá síðustu loðnuvertíð, hrekkur verðmæti þessara afurða ekki fyrir algjörum lágmarks- kostnaði við veiðarnar og vinnslu aflans, nema útflutningsgjald af afurðunum verði gefið eftir. * Samkvæmt þeim útreikningum sem oddamaður yfinefndar verð lagsráðs við ákvörðun loðnu- verðs á komandi vertíð hefur lagt fram, nemur algjör lágmarks kostnaður við að gera út báta á loðnuveiðar, fremur en að leggja þeim, um 40 aurum á hvert kg veiddrar loðnu, og er þá miðað við reynslu bátaflotans af loðnu- veiðum síðasta árs. Tilsvarandi lágmark kostnaðar við bræðsl- una er 55 aurar á hvert kg hrá- efnis. Til viðbótar kemur kostn- aður við akstur frá skipshlið að verksmiðjuþró, 5 aurar á hvert kg. Afurðaverðmætið þarf því að Þingmál í gær Efri deild Efri deild. Frumvarp um breyting á lög- um um vernd barna og ung- menna var tekið til þriðju um- ræðu. Enginn kvaddi sér hljóðs og frumvarpið samþykkt og sent til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Frumvarp Guðlaugs Gísla- sonar um breyting á lögum um Stýrimannaskólann í Vestmanna eyjum var tekið til fyrstu um- ræðu. Enginn kvaddi sér hljóðs og var frv. vísað til annarrar umræðu og mnntamálanefndar. nema kr. 1.00 á hvert kg hráefn- is, svo að svari lágmarki kostnað ar við að veiða og vinna loðn- una. Til samanburðar skal tekið fram, að heildarkostnaður, að meðtöldum öllum föstum kostn- aðarliðum, er ekki breytast með úthaldstíma báta eða vinnslutíma verksmiðja, mundi samkvæmt áætlunum beggja aðila nema kr. 1.51 eyri á hvert kg hráefnis, ■ einnig að meðtöldum aksturs- kostnaði. Afurðaverðmæti nemur sam- kvæmt áætlun kaupenda 87 aur- um á hvert kg hráefnis. Eftirgjöf þess mundi hækka áætlun afurða verðmætisins upp í 93 aura á hvert kg hráefnis. Með tiliti til þess mikilvægis, sem veiðar og vinnsla loðnunnar getur haft fyrir þá, er þann at- vinnuveg stunda, er lagt til að á yfirstandandi ári verði fellt nið ur útflutningsgjald á loðnumjöli Dagskrá Alþingis * dag EFRI DEII..D 1. Útflutningsgjald af sjávar- afurðum. 2. Fávitastofnanir. 3. Verðlagsráð sjávarútvegs- ins. 4. Jarðræktarlög. NEDRI DEILD 1. Veiting ríkisborgararéttar. 2. Landhelgisgæzla. 3. Varnir gegn útbreiðslu sauð fjársjúkdóma. 4. Tekjustofnar sveitarfélaga. 5. Löggilding á verzlunarstað í Egilsstaðakauptúni. 6. Launaskattur. 7. Vestfjarðaskip. 8. Læknaskipunarlög. og loðnulýsi, en í núgildandi lög um, er gjald þetta 6% af f.o.b. verðmæti. IXieðri deild Frumvarp ríkisstjórnarinnar um námslán og námsstyrki var tekið til þriðju umræðu. Að lok- inni lítilsháttar umræðu var frumvarpið borið undir atkvæðL Voru breytingartillögur mennta málanefndar samþykktar, en tillögur Ragnars Arnalds og Einars Olgeirssonar felldar. Frumvarpið var síðan samþykkt þannig breytt og það sent for- seta efri deildar til fyrirgreiðslu. Frumvarp Sigurðar Bjarna- sonar um breyting á lækna- skipunarlögunum var tekið til annarrar umræðu. Framsögu- maður heilbrigðis- og félagsmála nefndar, Matthías Bjarnarson, mælti fyrir nefndarálit'i og lagði nefndin einráma til að frv. yrði samþykkt, með þeirri breytingu að aðsetur læknanna verði ekki bundið við síldarleitar- eða rann sóknarskip. Var breytingartillagan sam- þykkt samhljóða og frv. vísað til þannig breyttu til þriðju um- ræðu. Fram var haldið fyrstu um- ræðu um frv. um uppsögn varn- arsamningsins. Einar Olgeirsson tók til máls og varð ræðu hans ekki lokið. Verður ræðunnar getið síðar ásamt þeim umræð- um, er á eftir kunna að koma. Til fyrstu umræðu var frv. Benedikts Gröndal og fleiri um breyting á lögum um lögtak. Frumvarpið felur í sér, að verka- lýðsfélögum verði heimilt að innheimta greiðslur atvinnurek- enda í sjúkra- og styrktarsjóði verkalýðsfélaga með lögtaki eð- ur fjárnámi án undangengis dóms eða Sáttar. Frumv. var vís að til annarrar umræðu og alls- herjarnefndar. „Faðir kjarnorku- sprengjunnar" látinn Princeton, N. J., 19. feb. NTB-AP BANDARÍSKI eðlisfræðingur- inn J. R. Oppenheimer, sem nefndur var „faðir kjarnorku- sprengjunnar“, lézt að heimili sínu í Princeton aðfaranótt sunnudags, 62 ára gamall. Opp- enheimer stjórnaði tilraunum með kjarnorkuvopn meðan á annarri heimsstyrjöldinni stóð, en var á tímum McCarthys og óamerísku nefndarinnar útilokað ur frá hvers konar kjarneðlis- fræðilegum rannsóknum á veg- um Bandaríkjastjórnar, sakaður um að vera í tengslum við komm únista. heimer árið 1953, en hann neit- aði því eindregið að hann væri eða hefði verið kommúnisti. Hann var útilokaður frá kjarn- eðlisfræðilegum rannsóknum ár ið eftir, þegar óameríska nefnd- in hafði rannsakað afstöðu hans gagnvart framleiðslu vetnis- sprengjunnar. Vildi Oppenhe'im- er ekki framleiða slíka sprengju og var þar á öndverðum meiði við manninn, sem kallaður hefur verið „faðir vetnissprengjunnar“ dr. Edward Teller. Það var að tilhlutan dr. Tellers, að Oppen- heimer fékk Fermi verðlaunin, sem áður er getið. Atómeðlisfræðingar og Nó- belsverðlaunahafar á sviði eðl- isfræðirannsókna hafa látið í Ijós harm sökum fráfalls Opp- enheimers. J. R. Oppenheimer. Dánargjöf varið til uppgræðslu í Þjórsárd. Oppenheimer vakti á ný heimsathygli, er honum voru út- hlutuð Enrico Fermi verðlaunin árið 1963 fyrir starf sitt á sviði eðlisfræðinnar. Við þessum verðlaunum tók hann úr hendi Johnsons Bandaríkjaforseta. Oppenheimer hóf þó ekki á ný að starfa fyrir Bandaríkja- stjórn. Kommúnistaákærurnar voru bornar fram á hendur Oppen- Tvær gjafir BARNAVINAÚTGÁFAN hefur ákveðið að láta börn þau, sem safnað hafa til Hnífsdalssöfnun- arinnar og barna, sem orðið hr.fa fyrir heilsutjóni, fá tvö af verk- um þeim, sem útgáfan hefur gef ið út. Eru það kvæðin „Skóla- bjallan" og „Til barnanna", eftir Sigfús Elíasson, stofnanda útgáf- unnar. Afgreiðsla útgáfunnar (sími 19401) gefur upplýsingar um hvernig börnin geti nálgast þessi verk. FRÚ Jóhanna Jórunn Einars- dóttir, sem andaðist 8. júlí bað tengdason sinn, Brynjólf Ingólfs son, ráðuneytisstjóra, skömmu fyrir andlát sitt að sjá til þess, að tíu þúsund krónur úr búi sínu yrðu eftir hennar dag greiddar til styrktar landgræðslu á íslandi. Eins og kemur fram í bréfi Brynjólfs Ingólfssonar, þá kvaðst Jóhanna sál. nýlega hafa lesið grein um árangur þann, sem náðst hefur í sandgræðslu hér á landi, °g hefði það vakið mikinn og einlægan áhuga hennar á málinu. Ég vil fyrir hönd Landgræðslu ríkisins þakka af alhug þá rækt arsemi og hlýhug, sem felst í þessari gjöf, því hugarfar gef- andans er mér kærkomnast. f samráði við erfingja hinnar þjóð ræknu konu, svo og landbúnaðar ráðuneytið, hef ég ákveðið að verja þessum fjármunum til upp græðslu í Þjársárdal. Mikill hluti af Þjórsárdal er eins og eyðimörk þrátt fyrir nærri þrjátíu ára friðun Skógræktar rlkisins. Eins og stendur, er ekki veitt sérstakt ríkisframlag til landgræðslu í dalnum, en þó er fyrirhugað að hefjast þar handa nú þegar og þá fyrst og fremst fyrir fé, sem kæmi annars staðar að en úr ríkissjóði. Páll Sveinsson Sögur úr Skarösbók Þriðja bindið í flokki íslenzkra merkisrita frd fomum tíma og nýjum FLESTIR kannast af orðspori við þá bók, sem keypt hefur verið dýrust til íslands, og margir hafa léitt hana augum eftir að hún fluttist heim úr langri útlegð. Aftur á móti hefur almenningur átt þess lítinn kost að kynna sér efni hennar af eigin lestri, þar til nú, að út eru komnar Sögur úr Skarðsbók, en það er briðja rit- ið í Bókasafni AB, hinum nýja flokki íslenzkra merkisrita frá fornum tíma og nýjum, sem hófst fyrir skemmstu með Kristrúnu frá Hamravík, eftir Guðmund G. Hagalín, og Lífi og dauða, eft- ir Sigurð Nordal. Það er Ólafur Halldórsson cand mag. sem séð hefur um saman- tekt og útgáfu þessarar forvitni- légiu bókar, en hann stendur flest um íslendingum framar að kunn áttu í þeim efnum, er lúta að íslenzkri ritmennsku og bókar- gerð til forna. Ritar hann skil- merkilegan inngang að sögunum þar sem saman er komið mikið af skemmtilegum fróðleik — og sumpart allnýstárlegum. Svo er t.d. um þá upphafskafla, sem greina frá tæknilegri hlið fornr- ar bókagerðar allt frá fyrstu verk um þeirra skinna, sem ætluð voru til bókfells, og þar til bókin var fullskráð og bundin, en um alla þá merkilegu hluti, sem þar til heyrðu, hafa íslenzk fræðirit og kennslubækur látið sér furðulega hljótt. Eða hvað eru þeir margir, sem vita, að blekið var búið til úr sortulyngi, svo sem reyndar tíðkaðist allt fram á þessa öld, en það virðist einmitt hafa átt sér ýmsa merkilega eðliskosti, auk styrkleiks og endingar. Þá rekur útgefandinn sögu Skarðs- bókar frá upphafi og loks efni hennar, en það eru postulaævir og helgisögur, og „allar þýddar úr latínu að því er bezt verður vitað“ Við val efnisins í Sögur úr Skarðsbók kveðst útgefandinn hafa einkum haft fremst í huga: „f fyrsta lagi, að velja það, sem skemmtilegast er aflestrar, í öðru lagi þá kafla sem bera af að stíl og málfari, og í þriðja lagi hafa verið teknir með fáeinir kaflar sem gefið geta hugmynd um trú- fræðilegar vangaveltu: og hug- myndaheim þeirra manna sem sömdu sögurnar. Textinn er prentaður með nútímastafsetn- ingu, en þó eru ýmsar beygingar myndir og orðsmyndir teknar ó- breyttar eftir handritinu. . . . “ Sögur úr Skarðsbók eru að ajálfsögðu misjafnar að list- gildi, en þar sem bezt lætur nær stíll þeirra og frásögn slíkum hreinleika, að helzt minnir á tig inn einfaldleik fornrar helgilistar Og sennilega er það hvergi of- mælt, sem útgefandinn segir i lok hinnar merku ritgerðar sinn ar, að „þeir sem gerðu þýðingar helgar hafa sumir hverjir verið mestu stilsnillingar allra alda á voru máli. Vér höfum ekki efni á að setja ljós þeirra undir mæli- ker“. (Frá AB). Skip fellir vita Split, Júgóslavíu, TYRKNESKT flutningaskip feildi í dag vita við innsigl- inguna til borgarinnar Split við Adrialhafið. Stormur var á þessum slóð- um og lá flutningaskipið „Tam 2“ fyrir akkerum ná- íægt vitanum. Skipið er 10.800 fonn, og beið eftir lestun. Snemma í morgun slitnaði skipið upp og rak á land. Lenti það á vitanum, sem hrundi og gjöreyðilagðist. Verið er að reyna að ná skip- inu á flot.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.