Morgunblaðið - 21.02.1967, Síða 23

Morgunblaðið - 21.02.1967, Síða 23
MORGUHBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. 23 Minning: Minning: Klemens Samúeisson bóndi og kennari MTÐVIKUDAGINK 15. febrúar gl. lézt á heimili sínu Gröf í Mið dala'hreppi í Dalasýslu, Klemens Samúelsson, bóndi og barna- kennari, faeddur 27. ágúst 1879. Hann ólst upp með foreldrum sínum Samúel Jósúarsyni í Bæ og Gróu Klemensdóttur frá Gröf, ásamt 7 systkinum við erfiða lífsafkomu eins og þá var tíðast, einkum þar sem bövn voru mörg og mikils þurfti með til lífsbjargar, jafnvel þó ailt væri sparað til hins ítrasta. Níu ára gamall varð Klemens að fara að heiman til þess að vinna fyrir sinu daglega brauði, sem smali á kvíaám yfir sumartím- ann, mun svo hafa verið í nokk- nr ár. Á unglingsárum var hann ársmaður i 6 ár á sama bæ, og þótti trúverðugur og góður verk maður. Um aldamótin var stofnaður alþýðuskóli í Búðardal. I>á greip Klemens tækifærið og fór í þann skóla til náms og menningar, því bæði var hann vel greindur og hafði löngun til menntunar; hef- ir því eflaust notað sér vel þá fræðslu er veitt var, og taldi hann sig hafa fengið þar þá fræðslu er varð honum ómetan- leg á lífsleiðinni, enda sá eini skólalærdómur er hann naut 1:1 nndirbúnings kennarastarfinu er hann byrjaði veturinn 1904—05 1 Skógarstrandarihreppi, og héit því starfi áfram til 1949 á ýms- um stöðum meðal annars nokk- ur ár í Barðastrandarsýslu. Nokkur ár féllu þó úr á þsssum tíma vegna búskaparanna, og starfsemi í opinberum máium í sveit hans er hann var kjörinn tíl, Meðal annars var Klemens lengi formaður sóknarnefndar, 1 hreppsnefnd, skattanefnd, o.fl. trúnaðarstörfum. Allsstaðar vel látinn, samvinnufús gætin og glöggur. Hann þótti ágætur barnafræðari, og lagði álúð í starfið ekki síður við þau börn er áttu erfiðast með að læra. >ess má og geta, að þegar ung- mennafélag var stofnað í hreppn tim heima, gerðist Klemens strax félagi í því, og ef mig minnir rétt, var hann í því til dauöa- dags, seinustu árin líklega he:ð- ursfélagi. Hann var áVallt ungur í anda og vildi fylgjast með í tækni og framfarffmálum hvrrs tíma, gestrisihn með ágætum, enda þjóðvegur um bæjarhlaðið eftir að fólksflutningar hófust með föstum áætlunarferðum til Vestfjarða, og muna margir veg farendur minnast þess að hafa fengið góðgerðir í Gröf, jafnvel á nótt sem degi. Hann var glað- ur á góðri stund meðal vina og kunningja og gat haft frá mörgu að segja, sögufróður og minnug- ur vel á fyrri alda bókmenntir bæði í ljóðum og lesmáli. Klemens byrjaði búskap á fæð ingarstaðnum Bæ, árið 1907, eft ir lát föður sins. Bjó þar fyrstu árin með móður sinni, kvæntist þar eftirlifandi konu sinni Sesselju Daðadóttur, Daníelsson ar frá Setbergi og Maríu Andrés dóttur, er lézt háöldruð í Stykk isthólmi, eins og getið var um bæði í dagblöðum og útvarpi, en Maria var systir hinna lands- kunnu skáldkvenna Ólínu og Herdísar. Sesselja er hugljúf ágætiskona er annaðist um heim ilið með sívakandi umhyggju, ásamt bræðrum Klemensar alla þá vetur er maður hennar var að heiman við kennslustörfin. Árið 1915 fluttu þau hjónin að Gröf er Klemens hafði þá keypt. >ar hafa þau búið síðan. I>eim hjónum varð ekki barna auðið, en tóku sér fósturdóttir nýfædda er þau ólu upp. Einnig ólu þau upp tvö systkinabörn hans. Tvö hin seinustu árin hefir sonur fósturdóttur þeirra tekið við jörð og búi er þau aflhentu hon- um, og verið i skjóli hans þar síðan. Nokkur hin seinustu ár var Klemens nær alblindur og farinn að heilsu. Hefir Sesselja þá verið hans ástríka og um- hyggjusama hjúkrunarkona til hinztu stundar. Klemens hafði aldrei stórt bú, en lét fóðra vel allan búfénað, og reyndi að kynbæta hann og fékk því hinn ágætasta arð af búfénu einkum sauðfé, gat því bætt jörð sína að mörgu leyti, ræktað og ræst fram til stækk- unar túni, girt það vel, og að nokkru leyti bithaga líka, byggt við og endurbætt gamalt íbúðar hús og endurbyggt öll penings- hús, vera þó efnalega vel stæður að lokum, frá því að hafa alist upp í sárustu fátækt. Það segir til um að mikið var í hann spunnið. Að síðustu vil ég minnast þess að við Klemens vorum nágrann- ar um 40 ára skeið, og deildum aldrei um búfjárhaga eða neitt annað viðkomandi nágrenninu og fór þó fénaðurinn oft yfir mörkin. Hann var hinn ágætasti granni sem hægt er að fá, hjálp- fús og velviljaður. Ég þakka þeim hjónum margra ára vin- áttu mér og mínum auðsýnda. Óska Sesselju og öllum aðstand- endum blessunar um ókomin ár, og mínum látna vini góðrar heimkomu í nýjum bústað eilífð arinnar. Jón Sumarliðason, frá Breiðabólstað. Kvenstúdenlafélag íslands Fundur f kvenstúdentafélagi íslands verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudaginn 22. febrú- ar kl. 8,30. Fundarefni: Staða konunnar í nútímaþjóðfélagi. Svava Jakobsdóttir B. A. Ingimar M. Björnsson KVEÐJA FRÁ ÁST'TNUM Nú er brugðið birtu burt er vinur farinn. Geymir margar myndir minninganna arin. Eins og leiftur logi lífið framhjá streymir. Þó að dagur dvíni Drottinn engum gleymir. Þegar sorgin sára svellur innst í barmi. Þá er trúartraustið tryggt, að létta harmi. Margt er þér að þakka, það ei tálkað getum. Þó til æfienda — elskum þig og metum. Vinur: Guð þig geymL Góður faðir varstu, fórn og fyrirhyggju fram til gjafa barstu. Sár var sjúkdómsþrautin sem þú líða máttir. Þrek í reynslu og raunum ríkan mæli áttir. Kveðjustund er komin hvílurúmi yfir. Er það örugg vissa andinn glaður lifir. Vertu sæll að sinni, sigri fagna eigum. Öll í eilífðinni aftur hittast megum. bezti afi, enda elskaður af þeim öllum. Eiginmaður og faðir var hann með afbpigðum, góður og umhyggjusamur. Þau hjónin eignuðust tvö börn, dreng og stúlku, og urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn ellefu ára gamlan, og veit ég að Ingimar beið þess aldrei bætur, þó hann flíkaði því ekki, enda karlmenni mikið. Dóttirin Jó- hanna Þórunn naut allrar hans ástúðar og umhyggju. Hún stund ar nú nám í Kennaraskóla ís- lands, og hafa þær mæðgur misst mikið, það skarð verður aldrei fyllt og bið ég þann sem öllu ræður að styðja þær og styrkja í þeirra miklu sorg. Guði er ekk- ert ómáttugt. Ingi minn (eins og við kölluðum hann) þegar ég sezt niður og ætla að skrifa kveðjuorð frá mér og fjölskyldu minni, sem erum búin að búa í sama húsa í hart nær tuttugu og fimm ár, þá veit ég ekki á hverju á að byrja, það er svo margt að þakka, því aldrei bar skugga á sambúðina. Þú varst alltaf sami góði drengurinn, en sérstakar þakkir vil ég þó færa þér fyrir þá miklu velvild og umhyggju sem þú barst til dótt- ur okkar. Þú varst alltaf sem stóri bróðir, Guð blessi þig fyr- ir það. Við söknum þín öll mik- ið og biðium þér allrar Guðs blessunar í nýjum húsakynnum. Ég veit og trúi að þú fáir góða heimkomu. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. Sigríður Hannesdóttir. f DAG verður til moldar bor- inn Ingimar Magnús Björnsson, vélvirki, Meðalholti 9. Hann and aðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 14. þ. m. Ingimar var fæddur í Reykja- vík 5. júlí 1904, foreldrar hans voru hjónin Margrét Vigfúsdótt- ir og Björn Jóhannsson verka- maður. Inigmar ólst upp í stór- um systkinahópi. Á þeim árum var erfitt að framfleyta stórri fjölskyldu, það var lítil vinna og þeim mun minna kaupið, en Björn var einn af þeim fáu í þá daga sem skildu tilgang verka- lýðsbaráttunnar og hélt því til dauðadags. Það kom því fljótt í hlut elztu sonanna að fara að vinna þegar kraftar leyfðu, og veit ég að Ingimar "hefur ekki látið sitt eftir liggja, enda mat hann foreldra sína mikils og þeirra lífsbaráttu, enda var hann með foreldrum sínum allt til árs- ins 1937 er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Mariu Hannesdóttur, sem þá var ekkja með tvö börn, 13 og 14 ára, sem eru Herdís handavinnukennari í Kópavogi og Hannes félagsfræð- ingur. Og er óhætt að segja að beim reyndist hann sem bezti faðir, enda mundu þau ekki föður sinn, því hann dó frá þeim tveggja og þriggia ára. Og börn- um þeirra reyndist hann sem Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða duglega stúlku hálfan daginn. Ensku og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 17, þ.m. merkt: „8595“. , Vil kaupa vel tryggð fasteignaveðbréf til skamms tíma. Tilboð er greini vexti, veð og lánstíma sendist blaðinu merkt: „Verðbréf — 8661“. Kópavogur Aðalfundur byggingasamvinnufélags Kópavogs, verður haldinn í Félagsheimilinu miðvikudaginn 1. marz n.k. kl. 20,30. Dagskró: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Leyndardómur ánægjulegra nýrra og mildari reykinga Krystaltært munnstykki H54 filter^v Orvals milt vindlatóbak ^ ■VMJTIER PERFECTO FiLTER VINDLAR PAKKI MEO FIMM KR. 35.50 STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.