Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 24

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1S67, - KENNEDY Framhald af bls. 1. að því að þetta var sami maður inn og sá, sem handtekinn var fyrir morðið á Kennedy. f fylgd með honum voru tveir menn, sem virtust vera annað hvort frá Kúbu eða Mexíkó. Og næsta dag hringdi annar þessara manna til hennar og sagði að Oswald hafi áður verið í landgönguliði banda riska flotans og skarað fram úr I skotfimi. Hafi maðurinn það eftir Oswald að í rauninni hefði átt að myrða Kennedy forseta eft ir hina misheppnuðu innrásartil raun flóttamanna við Svínaflóa á Kúbu árið 1961. Frú Odio sikýrði Warren nefnd inni frá því að þremenningarnir hefðu sagzt koma frá New Orle- ans. Nefndin dró framburð henn ar í efa, og fól alríkislögreglunni, FBI, að rannsaka málið. Áður en rannsókn FBI lauk fór Warren- skýrslan í prentun, og var þá ekíki gert meira í málinu, segir Wheeler. Gremja vegna Svínaflóa. Einn af aðstoðarmönnum Garri sons ríkissaksóknara við rann- sóknina er Bernardo Torres, 32 ára flóttamaður frá Kúbu. Hann hefur áður starfað hjá banda- rísku leyniþjónustunni, og að- stoðaði m.a. við að gæta Kenne- dys í Miami fjórum dögum fyrir morðið. Torres er enn búsettur í Miami ásamt fjölda annara flóttamanna og sagði við frétta- menn á sunnudag að rannsókn Garrisons ætti eftir að velta stoðunum undan skýrslum Warr- ennefndarinnar og FBI u-m morð ið. Þegar Kennedy heimsótti Miami var Torres einn þeirra tíu flóttamanna frá Kúbu, sem leyni þjónustan fékk til liðs við sig til að gæta forsetans. Var það aðalhlutverk þeirra að hafa eftir lit með öðrum flóttamönnum, sem þóttu grunsamlegir. Segir Torres að leyniþjónustan hafi þá óttazt að tilraun yrði gerð til að ráða Kennedy af dögum, því mikil gremja var meðal margra flóttamanna vegna viðbrögða forsetans þegar innrásartilraunin var gerð við Svínaflóa. Torres segir að Garrison hefði ráðið sig til að rannsaka fortíð nokkurra kúbanskra flótta- manna, sem sagt var að hefðu verið með Oswald skömmu fyrir morðið. Hafði Torres séð Ijós- myndir af Oswald, sem teknar voru í New Orleans fyrir morðið, og var hann þar í fylgd með nokkrum Kúbubúum. Ekki kvaðst Torres hafa þekkt þessa menn. í sambandi við rannsókn Garri sons hefur Torres ferðast oft milli Miami og New Orleans. Kvaðst hann vinna að rannsókn inni í þágu alþjóðar, kauplaust, en Garrison endurgreiddi honum útlagðan kostnað. Hann neitaði að svara því hvort Oswald hefði komið til Miami til viðræðna við flóttamenn þar. Ekki vildi hann heldur ræða þá staðhæfingu að sumir flóttamannanna, sem voru æfir út í Kennedy fyrir að hafa ekki skorizt í leikinn þegar inn- rásartilraunin var gerð, hafi rætt um það að ráða forsetann af dög um. Torres tók sjálfur þátt í inn- rásinni. , Fjórir eða fimm menn. Dave Lewis, sem sagt er að sé vitni í þessu máli Garrisons, starfar við strætisvagnamiðstöð í New Orleans. Sagði hann frétta- mörmum í dag að fjórir eða fimm menn væru viðriðnir samsærið, MarfineCarol lálin FYRIR viku lézt í Monte Carlo franska kvikmyndaleik konan Martine Carol, 46 ára gömul. Banamein hennar var hjartabilun. Leikkonan var nýkomin til Monte Carlo að vera við frumsýningu á nýrri ítalskri mynd, „Arrivederci Baby“ en sótti ekki frumsýn- inguna vegna lasleika og lézt um nóttina. Martine Carol var ein kunn asta kvikmyndaleikkona Frakka og fegurðardís á ár- unum eftir heimsstyrjöldina síðari og var oft í gamni köll- uð „bezt fáklædda kona Frakklands". Hún hóf leik- feril sinn á sviði eftir nám við École des Beaux Arts í París en sneri sér fljótlega að kvikmyndaleik og hlaut af mikla frægð og vinsældir. Meðal kunnustu kvikmynda sem hún lék í um dagana má nefna myndirnar „Caroline Chérie“, „Adorables Créatur- us“, „Nathalie", „La fran- caise et l’amour" og „Don Juan de la Cote d’Azur". og byggju sumir þeirra enn 1 New Orleans. Gefið er í skyn að Lewis hafi haft vitneskju um samsærið, en hann kvaðst hafa fengið ströng fyrirmæli um að segja ekki of mikið. ,Ég skýri ekki frá nöfnum mannanna fyrr en ég fæ heimild Garrisons ríkis saksóknara til þess, en full-ljóst er að um samsæri var að ræða og að fleiri en Oswald áttu þátt í morðinu", sagði hann. Aðspurður Martine Carol var fjórgift, síðast brezkum kaupsýslu- manni, Mike Eland, sem var með henni í ferðinni til Monte Carlo og kom að henni lát- inni fyrstur manna. Fyrri eig inmenn Martine voru Stephen Crane, Christian Jacques og André Rouveix. Martine Carol hafði mjög fengið að kenna á algengum fylgikvilla skjótrar frægðar, taugaveiklun og m.a. tvisvar reynt að fremja sjálfsmorð. Hún dró sig í hlé frá kvik- myndaleik fyrir nokkrum ár- um, dvaldist síðan lang- dvölum á Suðurhafseyjum, þar sem hún giftist þriðja manni sínum, en skildi fljót- lega við hann, kom aftur heim og hugðist hefjast handa á nýjan leik en fara sér hægt. Hún giftist Mike El- and í júní sL og var ekki að því er síðast fréttist tekin til við kvikmyndaleik í alvöru og sögðu sumir hana á báð- um áttum um hvort hún ætti að láta verða af þvL hversvegna hann hefði e!kki skýrt FBI frá samsærinu, svaraði hann því til að enginn hefði spurt sig. Lögfræðingurinn Mar!k Lane, sem sjálfur hefur skrifað bók til að mótmæla niðurstöðum Warren nefndarinnar, sagði á fundi með fréttamönnum í Róm í dag, að ný rannsókn í New Orleans gæti leitt til þess að samsærið, sem Garrison segir að gert hafi verið BRÆÐUENIR KAMPAKÁTU —-X— —X — TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN $ T 1 Tiffany var farin til klefa síns. Sím- fam vakti mig. Loftskeytamaður hér, herra. Ég hef dulmálsskeyti fyrir þig merkt: ,JVfjög áríffandi.* Gjöriff svo vel og sendiff þaff niffur. Ég settist niffur viff aff þýffa skeytiff og þaff fór um mig hrollur. KVIKSJÁ -X X~ FRÖÐLEIKSMOLAR mrnnwwwMí'úi i gjjig ip Örlög Ieikaranna Enska leikkonan, frú Carg- fl, fór áriff 1782 til Indlands, þar sem hún lék viff mikinn fögnuff áhorfenda, og fór síff- mn heim með 1500 pund. Á heimleiðinni strandaffi skipið i Kyrrahafinu, en henni varff 1 bjargað ásamt litlu barni, sem hún hélt í fangi sínu. Hinn mikli leikari Samuel Foot varff fyrir því óláni eitt sinn er hann var á veiffum meff hertoganum af York, aff falla af hestbaki og fótbrotna. — Hann varff að gangast inn á að fóturinn yrði siðar tckinn af honum. Hertoginn gaf hon um á þeirri forsendu leyfi til aff reka Haymarket-leikhúsiff, þar sem hann hélt áfram að leika með tréfót, viff mikla aðdáun almennings, það sem eftir var ævinnar. Sarah Bernhard, hin franska heims- kunna leikkona, varð einnig fyrir því óláni árið 1915 aff fótbrotna og missa annan fót- inn. En einnig hún hélt þrátt fyrir það áfram að leika, meira að segja á ferðalagi í Ameríku 1917 og í Englandi 1922. Þar lék hún 77 ára göm- ul ungan mann. Hún lézt árið eftir. Martine Carol til að myrða Kennedy, verðl aj gjörlega afhjúpað. „Rannsóknin, sem Garrison hefur hafið, er mjög mikilsverð, og getur ledtt til stórmerfcra afhjúpana“, sagði Lane. Telur hann að Warren- nefndin hafi I skýrslu sinnl minnzt á ýmsar þær uppl., sem fram koma í rannsókn Garrisons. Ríkislögreglunni hafi verið kunn ugt um þær, en ekkert gert 1 mál inu. Kvaðst Lane vona að Garri- son stjórnaði sjálfur framhallds- rannsókn málsins, en léti ekkl bandarísk yfirvöld taka við. Það eina sem yfirvöldin gætu nú væri að flækjast fyrir Garrison. Afhendir ekki stjórninnl málið. Fullyrðingar Garrisons um samsæri hafi verið tefcnar trúan- lega víða erlendis, en í Banda- rífcjunum er yfirleitt lagður trún aður á skýrslu Warren-nefndar- innar um að Oswald hafi verið einn að verki. Segir W. C. Crider, fréttaritari AP í New Orleans, að Garrison hafi frá því hann tófc við embætti fyrir rúmum fjórum árum, átt í mifclum deilum m.a. við lögregluna, borgarstjórann I New Orleans, þing Louisiana- rikis, og jafnvel átta dómara við safcadóminn í New Orleans. Var deilum hans við dómarana vis- að til hæstaréttar BandarSkjanna í Washington, þar sem Garrison vann málið. Bendir Crider á að Garrison hafi öðlast mikla frægð heima fyrir með baráttu sinni, en aldrei gefizt tækifæri til af- skipta af stærri málum, sem varða þjóðina alla. Nú geri hann sér hinsvegar vonir um að úr þvl rætist. Aðrar heimildir I New Orleans telja einnig að vafasamt sé að treysrta Garrison, þvi hann hafi mestan hug á að auglýsa sjálfan sig. Hvað sem því líður, þá hefur Garrison lítið látið á sér bera frá þvi á laugardag, og er erfitt að fá frekari upplýsingar frá hon- um. Taísmenn hans segja þó að framhaldsrannsókn sé nú hraðað eftir því sem unnt er. Gerald R. Ford, þingmaður republikana- flofcksins, sem sæti átti í Warr- en-nefndinni, fór þess á leit við Garrison að hann afhenti dóms- málaráðherra landsins upplýs- ingar sínar til þess að Johnson forseti gæti kynnt sér þær. Þessu hafnaði Garrison í dag, og lét það fylgja að það væri hann sjálf ur, sem stjórnaði rannsókninnl, en hvorki forsetinn né dómsmála ráðherrann. „Við erum að af- hjúpa samsærl, sem gert var i New Orleans, og þeir (í Wash- ington) hafa ekkert með málið að gera. Ef þeir vilja veita mér aðstoð, þigg ég hana með þöfck- um, en ég ætla ekki að gefa nein um sfcýrslu um málið", sagði Garrison. Bætti hann því við að ef aðilar í Washington yrðu dregnir inn í málið, yrði það til þess eins að seinka rannsókninnL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.