Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1967.
ÆSESESSI
Sr. Sigurðar Einarssonar
í Holti minnzt á Atþingi
f UPPHAFI þingfundar í gær
minntist Birgir Finnsson forseti
sameinaðs þings séra Sigurðar
Einarssin í Holti, er lézt í fyrra-
dag, með þessum orðum:
„Áður en gengið verður til
dagskrár, vil ég minnast nokkr-
uffl orðum fyrrverandi alþingis-
manns séra Sigurðar Einarssonar
í Holti, sem lézt í gær í sjúkra-
Ihúsi hér í borg, 68 ára að aldri.
Sigurður Einarsson var fædd-
ttr 29. okt. 1696 á Arngeirsstöðum
í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru
Einar bóndi þar og síðar í Móa-
koti í Gaxðalhverfi Sigurðsson
bónda á Fagurhóli í Landeyjum
Einarssonar og kona hans, María
Jónsdóttir bónda á Arngeirsstöð-
tim Erlendssonar. Hann lauk
stúdentsprófi frá mexmtaskólan-
um í Reykjavík vorið 1922,
stundaði síðan guðfræðinám við
Háskóla íslands og lauk prófi
snemma árs 1928. Snemma á því
ári fór hann utan til námsdvalar
og kynnti sér uppeldis- og skóla-
mál í ýmsum löndum Evrópu um
nær tveggja ára skeið. Hann var
eftirlitsmaður með kennslu í
æðri skólum 1929—1930, kennari
við kennaraskólann 1939—1937,
dósent í guðfræði við Háskóla
íslands 1937—1944, skrifstofu-
stjóri fræðslumálaskrifstofunn-
ar 1944—1946 og loks sóknar-
prestur í Holti undir Eyjafjöll-
um frá 1946 til dauðadags. Jafn-
framt þessum aðalstörfum var
hann fréttamaður erlendra frétta
ríkisútvarpsins 1931—1937 og
fréttastjóri ríkisútvarpsins 1937—
1941. í útvarpsráði átti hann
sæti 1949—1947. Hann var lands-
kjörinn alþingismaður fyrir Al-
þýðuflokkinn 1934—1937, sat á
fjórum þingum alls.
Sigurður Einarsson varð þjóð-
kunnur af störfum sínum við
ríkisútvarpið á fyrstu árum þess.
Hann flutti þar mál sitt af þrótti
og mælsku, og orðsins list lá
honum létt á tungu í*essum
hæfileikum beitti hann í rikum
mæli í öllu ævistarfi sínu, í
kennslustofum, útvarpi, í sölum
Alþingis og í kirkjum. Hann var
einarður og djarfmæltur, og stóð
fyrrum styr um ýmsar skoðanir
hans, er hann sótti mál sitt og
varði í ritdeilum og kappræðum.
Hann átti sæti í fjárveitinga-
nefnd og menntamálanefnd Al-
þingis og lét þar mörg málefni
til sín taka. Ritverk hans eru
mikil að vöxtum og margvísleg.
Hann samdi kennslubækur, rit-
gerðir um ýmis málefni líðandi
stundar, skáldsögur og leikrit og
orti ljóð. Einnig var hann mikil-
virkur þýðandi erlendra bóka.
Hann var víðförull, og miðlaði
löndum sínum óspart í ræðu og
rti fróðleik um framandi lönd og
þjóðir.
Sigurður Einarsson var af-
burða kennari og kennimaður,
vinsæll og dáður af flutningi tal-
aðs orðs í útvarpi og á öðrum
vettvangi, snjall rithöfundur,
ágætt skáld og skemmtilegur í
viðræðum. Við fráfall hans á
þjóð vor á bak að sjá miklum
hæfileikamanni.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Sigurðar Ein-
arssonar með því að rísa úr
sætum.
Kviðlingar fuku á Alþingi í gær
— um umræður um afnám f álkaorðunnar
SKÚLI Guðmundsson (F) mælti
í gær fyrir þingsályktunartillögu
er hann flytur um afnám fálka-
orðunnar. Var ræða Skúla
skemmtileg og full andríki.
Menntamálaráðherra svaraði
ræðu Skúla með nokkrum
hnittnum vísum.
Skúli Guðmundsson (F):
Fálkaorðan hefur nú verið við
lýði í nærri 46 ár. Var hún stofn-
uð með konungsbréfi 3. júlí
1921, er konungur vor Kristján
tíundi var hér á ferð ásamt
drottningu sinni, Alexandrínu.
Bréfið hefst á orðunum: Vér
Kristján konungur hinn tíundi
af guðs náð konungur íslands og
Danmerkur, og svo framvegis.
í bréfinu segir að stofna skuli
orðu hins íslenzka fáika og
sæma henni þá menn og
konur, sem fram úr skari í
stöirfum fyrir þjóðfélag vort,
einnig má sæma erleinda menn
orðunni.
>að vekur eftirtekt, að guð er
skrifaður með litum staf, en Vér
Þingmál í gær
Björn Jónsson mælti fyrir upp skipuleg þjálfun sjómanna-
þingsályktunartillögu, er hann efna, m.a. með því að reka skóla
flytur um húsnæðismál. Er hún skip.
þess eðlis, að Alþingi skori á Björn Jónsson flutti enn fram-
ríkisstjómina að láta ákvæði sögu fyrir þingsályktunartillögu.
gildandi laga um Húsnæðisstofn- í þetta sinn var hún um fisk-
unina um byggingar hagkvæmra eldisstöðvar, er reisa eigi á hent-
fbúða, er láglaunafólk í verka- ugum stöðum.
lýðsfélögum hafi forkaupsrétt Björn Pálsson (F) flutti fram-
að, koma til framkvæmda utan sögu fyrir þingsályktunartillögu
Reykjavíkur. er hann flytur ásamt Jóni Skafta
Þingmaður ræddi um það í syni um að Alþingi álykti’ að
ræðu sinni, að nauðsyn bæri til gkora á ríkisstjómina að láta
að hefja bygingar íbúðarhúsa fyr iækka dráttarvexti í fiskveiða-
ir verkafólk utan Reykjavíkur, sjóði og stofnlánadeild Búnaðar-
eins og áformað er að gera í þankans.
Reykjavík. Gísli Guðmundsson (F) flutti
Umræðu var frestað og málinu framsögu fyrir þingsályktunar-
vísað til allsherjarnefndar. tillögu er hann flytur ásamt fleiri
I»á flutti Ingvar Gíslason fram- framsóknarmönnum um að Al-
«ögu fyrir þingsályktunartillögu þingj álykti að skora á ríkis-
er hann flytur ásamt Ólafi Jó- stjómina að láta svo fljótt sem
hannessyni (F) um, að Alþingi kostur er gera ráðstafanir til að
élykti að kjósa nefnd til að gera lengja tækninám, svo að hægt sé
tillögur um stofnun opinberra ag taka fullnaðarpróf í tækni-
listasafna utan Reykjavíkur og ' fræði hér í Reykjavík eigi síðar
jafnframt kanna möguleika á, að en 1970.
komið verði upp fleiri listsýn- Benedikt Gröndal (A) flytur
ingum utan höfuðborgarinnar. framsögu fyrir þingsályktunar-
Björn Jónsson (K) flutti fram- tillögu, er hann flytur ásamt
sögu fyrir tillögu er hann flyt- nokkrum flokksbræðrum um,
ur ásamt nokkrum flokksmönn- ag Alþingi álykti að skora á rík-
um sínum um uppbyggingu sjón- isstjórnina að bæta lænkisþjón-
varps. ustu fyrir síldarsjómenn.
Ingvar Gíslason flutti fram- Ingvar Gíslason mælti fyrir
oögu fyrir þingsályktunartillögu þingsályktunartillögu, er Hjörtur
er hann flytur ásamt tveimur Eldjárn lagði fram. Fjallar hún
flokksbræðrum um að Alþingi um að kannaðar verði leiðir til
élykti að skora á ríkisstjórnina að bæta þungaflutninga í snjó.
*ð vinna að því að tekin verði I
með stórum. Þá eru konur ekki
taldar með mönnum, heldur sér-
staklega. Á þessu fyrsta ári
hljóta 61 orðuna, 33 innlendir
og 26 erlendir. Af þeim innlendu
hljóta 16 embættismenn og opin
berir starfsmenn orðuna, en að-
eins tvær konur, er nefndar eru
ekkjufrúr. Erlendar eru tvær
konur, hoffröken nokkur og
Lovisa ekkjudrottning, er þá var
hniginn að aldri og fékk orðuna
á sjötugsafmæli fyrir erilssama
ævi. Blessuð sé hennair minnig.
Eftir stofnun lýðveldis er gefið
út forsetabréf þann 11. júlí 1944
og eru þar ákvæði um orðuveit-
ingar lik. í október 1964 eru
414 handlhafar fálkaorðunnar,
innlendir 376 karlao- og 36 kon-
ur. Mest eru það emibættismenn
og opinberir starfsmenn. Af
konunum eru ráðherxafrúr flest-
ar.
Ég þekki marga orðuhafana og
þetta eru margt mestu mann-
kostamenn, en ekki er hægt að
segja, að thópurinn skari fram úr
í heild fyrir þjóðholl störf.
Hitt mun verra, að konur eru
ekkj, taldar eins mikilvægar fyr-
ir þjóðfélagið og mennirnir eins
og sést í hlutfalli í orðuveiting-
um. Þó hafa konurnar kannski
einhverju þýðingarmesta hlut-
verki að gegna í þjóðfélaginu
með sínum uppeldis og matgerð-
arstörfum. Og þar eð slíkar kon-
ur eru svo settar hjá, varð það
mér ekki sízt til ástæðu að flytja
þessa tillögu.
Fálkaorðan hefur 1 för með
sér nokkurn kostnað fyrir ríkið.
Hann er að vísu ekki mikill, en
vel mætti spara hann með öllu.
Ætti fjármálaráðherra að taka
það til athugunar, ekki sízt þar
sem hann hefur talað um sparn-
að í ríkisrekstrinum. En ekki er
ég viss um undirtektir ráðherra,
þar sem hann hefur fyrir löngu
farið úr sparnaðarbuxunum.
Ég sé ekki nokkra ástæðu til
að starfrækja lengur þessa ríkis-
verksmiðju í krossagerð, og þyk-
ir ekki sæma forseta vorum
vera afgreiðslumaður í slíkri
stofnun. Ættu þeir, svo svo mik-
ið tala gegn þjóðnýtingu, og nú
eru að leggja niður Viðtœkja-
verzlun ríkisins að afnema
frekar Krossaverksmiðju ríkis-
ins, sem er svo bágborin, að hún
gefur ekki einu sinni af sér arð.
Væri það í samræmi við hug-
sjónir þessara manna, að þarna
verði komið í fót einkaframtaki
og menn látnir kaupa sér sjálfir
skraiut til að bera. Væri þá hægt
að hafa meir fjölbreytni í gerð
glingursins.
En ef menn vilja ekki láta af-
nema krossaverksmiðjuna er
ekki um annað að ræða en gefa
út nýtt forsetabréf um fálkaorð-
una og segja í því, að orðan sé
einkum veitt þeim mönnum, er
veizilur sitji með fyrirmönnum.
Bandaríkin og Sviss veita
engar orður, nema hernaðarorð-
ur. Er Bandaríkjamönnum í op-
inberri þjónustu bannað að bera
erlend heiðursmerki. Væri okk-
ur nær að fylgja Bandaríkja-
mönnum á því sviðL
Að lokum las Skúli greinar-
gerð sína fyrir tillögunni og
hljóðar hún svo:
Hér er farið fram á það
að fella niður
orðuveitingar og spara
útgjöldin, sem til þess fara.
Orðan barst frá okkar grönnum,
eins og fleira
þarflaust tildur. Þeir eru vanir
þessu, t. a. m. Danir.
Og sagt er, að Rússar sæmi ýmsa
svona skrautL
Það er hengt á vildarvini
valdhafanna, í heiðursskynL
Þó að sumir þrái kxossa,
þá munu fleiri
mæla, að enginn fslendingur
ætti að dýrka þannig glingur.
Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar:
Hér er bæði merkt og mikið
mál á ferðum.
Hugsjón glæst í heiminn borin.
Herör djarfleg upp er skorin.
Upp frá þessu ei skal nýjar
orður veita.
Hér er hin sanna framsókn falin.
Frelsisást það líka er talin.
En því vill flutningsmaður þessa
þarfa máls síns
láta orður áfram lafa
á þeim, sem þær núna hafa?
Skyldi ’hann eiga einh'vern vin,
sem yrði hryggur,
ef hann mætti ekki sína
orðu láta á brjósti skina?
Fyrstu viðskiptavinirnir í útsölu AXVR í Keflavík.
Áfengisútsala opnuð
í Keflavík í gær
Keflavík 24. febrúar.
OPNUÐ var í dag í Keflavík
útsala frá Áfengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins. Verzlunin er í
nýbyggðu húsl vélsmiðjunnar
Óðinn sf. við Hafnargötu 88.
Innréttingar og útbúnaður allur
er vandaður og smekklegur og
húsnæðið stórt, því að ráðgert
er að öll afgreiðsla á vörum
einkasölu fyrir Suðurnesin verði
þar.
í nætsta umhverfi eru um 20
þúsund manns, svo að þetta er
til mikilla þæginda. Atkvæða-
greiðsla um opnun vínbúðar fór
fram samtímis bæjarstjórnar-
kosningum og hlaut þá yfir-
gnæfandi meirihluta. Útsölustjóri
er Jón Bárðarson, fyrrum útsölu-
stjóri á Isafirði. 1 morgun þegar
opnað var, vax enginn þröng eða
'biðröð, og enginn óeðlileg að-
sókn í dag. Útsalan er til mikilia
þæginda fyrir Suðurnesjabúa á
mörgum sviðum.
— KsJ.