Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí jr eftir Stephen Ransome Sannast að segja virtist hann hafa meira sjálfsöryggi — og vera orðinn færari um að bera harm sinn, og feginn því, að áhyggja hans var ekki lengur neitt einkamál, eftir að réttvís- in hafði skorizt í leikinn. Svo var Kerry fyrir að þakka og slettirekuskapnum í henni. Walker bauð okkur til sætis og kom hornóttum líkama sín- um fyrir í stólnum, bak við skrif borðið. — Áður en við byrjuðum á aðaiefninu, Kerry — þá mundu eftir að koma við í húsinu á leið inni heim aftur. Ég hef þjgar sagt dómaranum, að þú munir gera það, svo að hann byst við þér — og með mikilli eftirvænt- ingu. Eins og flestir þarna í ná- grenninu, kallaði Walker Martin föður ginn aldrei annað en „dóm arann“. Og meðan þú ert hérna, Steve, akulum við atlhuga atriði, sem þú hefur sjálfur komið upp með. Án þess að útskýra þetta frekar, sneri hann sér aftur að Kerry. — Jæja, elskan, ei.is og ég sagði Glendu og Brad, þá skaltu ekki fara of snemma að gera þér áhyggjur. Enn sem kom ið er, vitum við ekki einu sinni hvernig málið stendur. — >að er nú einmitt þess vegna, sem mig langaði að taia við þig, Walker, sagði Kerry. Þetta er mjög flókið mál og gef- ur tilefni til allskonar rugiings. Ég á við, að það er alveg sér- stakt í sinni röð, af því að við erum öll vinafólk, og þctð goðír vinir, frá gamalli tíð. Það breyt- ir talsverðu, finnst þér ekki Walker? — Vissulega gerir það það, samiþykkti Wal'ker vingjarnlega, og fléttaði saman löngu, mjóu fingurna á borðinu. — En á þessu frumstigi málsins veit eng inn hvaða flækjur geta komið upp í því. Nú þegar er eitt, sem ég er alveg viss um, og það er þetta: Ég get sagt ykkur alveg Nýjung í ostagerð frá Mjólkurbúi Flóamanna Selfossi FYRST UM SINN VERÐUR OSTUR ÞESSI AÐEINS SELDUR í OSTÁ-OG SMJÖRBUÐINNI _______SNORRABRAUT 54____ Osta og smjörsalan s.f. ákveðið, að ef málið skyldi skip ast þannig, að Brad yrði grun- aður um morð, mundi ég aldrei ákæra hann. Kerry greip andann ofurlí’ið á lofti. Við Dick réttum úr okk- ur. Walker brosti að þessari undrun okkar. — En hvað áttu við með bví? flýtti Kerry sér að segja. — Það er ósköp einfalt mál. Getið þið hugsað ýkkur mig fara fram á það við dómara að hann sendi Brad í rafmagnsstólinn? Vitanlega ekki. Það gæti ég aldrei hugsað mér, jafnvel þó ég væri sannfærður um sekt hans — og það býst ég sízt af öllu við að verða nokkurntíma. — En ef hann kemur fyrir rétt, Walker, sagði ég, — hvað annað geturðu þá gert? — Sagt af mér. — Já, en, Ealker! gaus upp úr Kerry. — Þetta embætti, sem er grundvöllurinn undir stjórnmóla fram þínum. Þú gætir þó aldrei farið að fórna allri framtíð þinni........ 21 ■.•*t**!*****t**t4 .j* «j. »j« »•» — Þú ert að gera þetta að ein- hverju drengskaparbragði, sagði Walker brosandi og hristi höfuð ið. — Það væri það raunveru- lega alls ekki. Þetta emibætti hef ur kennt mér, að ég er enginn stjórnmólamaður, innst inni. Op inber embætti eru illa launaður og illa þakkaður þrældómur. Miðlungs lögfræðingur eins og ég, getur haft miklu betur upp út sér, efnahagslega, með mál- flutningi, auk þess hvað það er nú miklu skemmtilegra. En við skulum vona að til þess þurfi aldrei að koma, Brads vegna, bætti hann við og sleppti því að gera sjálfan sig frekar að umtals efni. — Já, en útlitið er nú samt svart hjá honum, sagði Kerry. — Að vissu leyti er það svart, satt er það, en þó byggist það ekki á neinum sérlega gildum PASKAFERDIR 1967 RHOI 16 DAGAR 10S . 19. MARZ NflRI 9 DAGAR EGflR . 21. MARZ LONI S DAGAR I0N . 25. MARZ FERÐASKRIFSTOFAN LÓ N D & LE 1 D 1 R H F. ADAL&TRATI 8 REYKJAViK SiMAH 243 1 3 70800 Utgeröarmenn — Skipstjórar AUTRONICA SPEIMIMUSTILLAR fyrir fiskiskip Fjöldi fiskiskipa hér á landi og á hinum Norðurlönd- unum eru útbúinn með AUTRONISA spennustillum. Ný sending á leiðinni. — Varahlutir ávallt fyrirliggj- andi — Viðgerðaþjónusta. Einkaumhoð: Laugavegi 15 — Sími 1-1620. LUDVIG STORR — Ja, það eru heldur fréttir s em ég faeri: Urengurinn getur farið á fætur á morgun. rökum. Það lítur illa út, aðeins vegna þess, að með þeirri stefno, sem málið hefur tekjð, kemur það heim við ýmsar illgjarnieg- ar grunsemdir. par á ég við, að það var ýmislegur grunur á lofli áður en neitt benti til þess, að glæpur hafði verið framinn, en nú koma ýmsar slíkar upplýs- ingar fram í dagsljósið, sem koma heim við íyrirfram tilbú- inn orðróm. — Og Brad í óhag. — Ekki meðal þeirra, sem vita um það, sem máli skiptir. Ég geng að sjálfsögðu að þessu með hlutlausum huga — sem er ekki nema sjálfsögð skylda min — því að það er ekki skylda saksóknarans að snapa uppi upp- lýsingar, sem geti sannað sök til te'kins manns, og láta sér fá:t um finnast allar aðrar uppiýs- ingar. Hans hlutverk er að safna saman öllum staðreyndum, alveg án tillits til þess, hvort þær koma heim eða ekki heim við hina eða þessa kenningu um mál ið. — En jafnvel þótt svo sé, greip ég fram í lágt, — liggjr samt loka ákvörðunin hjá sak- sóknaranum og dómgreind hans. — Já, alveg rétt, sagði Walk- er og brosti einkennilega. — Bf hann ákveður að láta málið niður falla, þá er því lokið og ekkert hægt meira að gera í málinu. — Það er samvizkuatriði sak- sóknarans. — Og eins og málið nú stend- ur, finnst þér ekki ástæða til neinna aðgerða gegn Brad. — Ég sé ekki að ástæða sé il neinna aðgerða gegn einum eð« neinum — til þess eru of mörg atriði í vafa. Kerry sneri sér að Dick. — Hvað finnst þér um þetta? Ég á við, Dick, að við skulum tala hreinskilnislega um það. Ef Evvie hefur verið myrt, he'd- urðu þá, að Brad hafi myrt hana? Þetta var bein spurning, sem krafðist beins svars. Dick leit alvarlega á Kerry, áð ur en hann svaraði: — Nei, það held ég ekki. Kerry hallaði sér að bonum með alvarlegum bænarsvip. — Þú ert nú lögfræðingur, Dick, og það góður lögfræðingur. Ef Brad kæmi fyrir rétt vilduvðu þá verja hann? Við gláptum allir á hana. Dick var ekki við þessu bú- inn og stamaði: — Bað Brad þig um að spyrja mig að þessu? — Nei, það var algjöriega mia eigin hugmynd. Við störðum enn meir, meðan við vorum að átta okkur á þessu. Þarna hafði þessi einkennilegi Nýju BRILLO svamparnir gljáfægja pönnurnar fljótt og vel. Aðeins með BRILLO er hægt að gljá- fægja pönnur og potta, auðveldlega, vandlega og undra-fljótt. BRILLO’S drjúga sápulöður leysir alla fitu upp á augabragði og pönnur og pottar gljá og skína og svo endist BRILLO svo lengi af því að í hverjum svampi er efni, sem hindrar ryðmynd- un. Brillo sápusvampar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.