Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1967 Drengjum bjargað af tunnufleka ÞBEMUR ungum drengjum var í gær bjargaö af tunnufleka, þar sem þá rak stjórnlaust út Kópa- voginn. Lögreglunni í Kópavogi barst laust fyrir kl. átta í gærkvöldi tilkynning um, að drengina ræki stjórnlaust út voginn, og gerði hún þegar ráðstafanir til þess að þeim yrði bjargað. Fóru menn út á árabát fyrst í stað, en síðar voru fengir til aðstoðar nokkrir hraðibátaeigendur, sem búa við Sunnubraut, svo og þilfarsbátur frá bryggjunni í Kópavogi og bátur frá Reykjavíkurflugvelli. Skuggsýnt var orðið, og hafði það í för með séx að flekinn með drengjumum fannst ekki fyrr en eftir um hálftima frá því að til- kynningin barst. I>að var einn hraðbátanna sem fann drengina, en þeir voru þá komnir út á móts við skipasmíða stöðina Stálvík í Arnarvogi. Drengjunum varð ékkert meint af þessum hrakningum, en voru á hinn bóginn mjög óttaslegnir. Lögreg.lan í Kópavogi sagði í samtali við Mbl. að hvað eftir annað sköpuðust vandræði út af því, að drengir útbyggju fleka og væru að sigla þeim í vogin- um. Líkan af nýbyggingu Handritastofnunarinnar og Háskóla fslands. Nybygging fyrir Handrita- w stofnun og Háskóla Islands Framkvæmdum lokid seint á næsta ári — Fjármagn tryggt til að Ijúka þeim í einum áfanga S V - landssíldin friðuð í vetur? ÞAÐ kom fraan í sjónvarps- þættinum „í brennidepli“ í gærkvöldi þar sem Haraldur J. Hamar ræddi við Jón Sig- urðsson formann Sjómanna- samb. íslands, að verðlags- nefnd sjávarútvegsins myndi leggja til að ekki yrði veidd síld hér suðvestan lands í vet- ur. Sagði Jón ennfremur að sjómannasamtökin m y n d u ekki leggjast gegn þeirri til- Á FUNDI blaðamanna og byggingarnefndar Handrita- stofnunar íslands í gær voru sýndir og skýrðir uppdrættir af fyrirhugaðri byggingu Handritastofnunarinnar, sem nýlega hafa verið samþykktir af skipulagsnefnd Reykjavík- urborgar. Hefur Háskólaráð samþykkt í samráði við skipu lagsyfirvöld borgarinnar og borgarverkfræðing, að ætla húsinu stað á óbyggðu svæði suður af íþróttahúsi Háskól- Ungir leihtogar l fél- agsmálum. á móti h.ér Um 400 erlendir gestir munu sœkja mótio FYRSTU átta dagana í ágúst nk. verður haldið hér á landi mót ungra norrænna leiðtoga á sviði félags-og atvinnumála Norður- landa. Norrænufélögin á Norður- löndum standa að þessu móti, og Yfirlæknar við fyrirhug- aða taugadeild Landsp. TVEIR sérfræðingar í tauga- sjúkdómum, læknarnir Kjartan R. Guðmundsson og dr. Gunnar Guðmundsson hafa verið skipaðir yfirlæknar við taugadeild Lands spítalans, en þar er sem kunnugt er fyrirhuguð ný taugadeild í nýja spítalanum, sem er í bygg- ingu. Á taugadeildin að vera á 1. hæð í nýju álmunni. Báðir hafa læknarnir lengi starfað í Reykjavík að sérgrein er gert ráð fyrir að það sæki um 400 manns frá öllum löndum, þar af um 20 frá Færeyjum. Verða flestir mótsgesta á aldrinum milli tvítugs og þrítugs. Af íslands hálfu munu um 100 manns sitja fundi mótsins, en ætlazt er til að hinir erlendu gestir fái að kynnast sem flestu ungu fólki hér, sem framarlega stendur á sviði þjóðmála. T. d. mun leiðtogum stjórnmálafélaga á hinum Norðurlöndunum gefast kostur á að kynnast skoðana- bræðrum sínum hér, norrænum skátum gefst kostur á að kynn- ast fulltrúum hinnar íslenzku skátahreyfingar o.s.frv. Vinnur nú undirbúningsnefnd að skipu- lagningu mótsins. ans næst Suðurgötu (Mela- vegi) og í sömu húsalínu og Þjóðminjasafnið á norðan- verðu svæðinu. Formaður byggingarnefnd- ar, skipaður af menntamála- ráðherra, dr. Jóhannes Nor- dal, bankastjóri, skýrði frá því, að kostnaður við bygg- inguna væri áætlaður milli 40—50 millj. kr. íslenzka rík- ið hefur gefið fyrirheit um 13—14 millj. króna og rennur sú f járhæð til þess hluta húss ins, þar sem Handritastofn- unin mun hafa aðsetur. í hús- inu verða einnig kennslu- stofur og vinnustofur Háskól ans og kostar Happdrætti Há- skóla íslands þann hluta hússins. Skýrði dr. Jóhannes Nordal frá því, að þegar væri tryggt nægilegt fé til að ljúka byggingarframkvæmdum í einum samfelldum áfanga. Á blaðamannafundinum í gær sagði dr. Jóhannes m.a.: „Árið 1963 var samþykkt af Alþingi og ríkisstjórn að veita ákveðna fjárhæð til byggingar yfir Handritastofnun íslands í sambandi við fyrirhugaða aukn- ingu á húsrými Háskólans og í samvinnu við hann. Bygging þessi skyldi vera á lóð Háskóla íslands og í tengsl- um við aðrar kennsludeildir, og þannig gerð, að hluta Handrita- Framh. á bls. 5 Unnið að fyrstu höfninni í Flatey Hijs verkamanna brann UNNIÐ er að hafnarframkvæmd- um í Flatey á Skjálfanda. Er grafið fyrir höfn í lóni suðaust- an á eynni. Nú er engin höfn í Flatey, aðcins bryggjustúfur og þora menn ekki að hafa bátana heima yfir veturinn. Höfnin sem verið er að gera, á að verða nokkuð góð, og er ætlunin að hún verði tilbúin á næsta hausti. 4-5 menn hafa unnið við hafnarframkvæmdirnar síðan í ágúst. Þeir hafa búið í steinihúsi með timburklæðningu að innan, sem ríkisjóður átti. Meðan þeir voru í fríi brann húsið nú í vik- unni. Þetta gerðist sl. þriðjudag. Ráðskonan hafði brugðið sér frá um kl. 10.30 um morguninn. Var Jón Kjartansson hefur aflai fyrir 2,9 millj. kr. f rá áramótum Er hœttur síldveiðum við Fœr- eyjar, og fer á netaveiðar SlLDVEIÐISKIPIÐ Jón Kjart ansson er nú hætt síldveið- um við Færeyjar, og í gær var hann kominn til Eskifjarð- ar, sem er heimahöfn hans. Þar náði Mbl. tali af skipstjóranum, Alfreð Finn- bogasyni, og spurðist frétta. Alfreð kvað Jón Kjartans- son vera búinn að fá 2300 tonn frá því um áramót, þar af 1250 tonn við Færeyjar. Væri verðmæti aflans áætlað um 2,9 milljónir króna og kvaðst hann vera allánægður með árangurinn. Alfreð sagði, að talsvert magn af síld hefði fundizt við Færeyjar, og að Færeyingar teldu það jafnvel meira en á sama tíma í fyrra. En erfitt væri við hana að eiga, því að mikil birta væri á miðunum, og stæði síldin því djúpt. Ennfremur væru margir tog- arar og rússneskir rekneta- bátar komnir á miðin með net sín og erfitt að athafna sig. Að endingu sagði Alfreð að Jón Kjartansson myndi nú fara á netaveiðar. húsið þá skyndilega alelda og brann að mestu, aðeins útveggir standa. Er ekki kunnugt um eldsupptök, en talað um að e.t.v. hafi orðið sprenging 1 kyndi- kerfi. Flateyingar eiga nú 3 stærri báta og trillu. Eru bátarnir að heiman enn. Veiðarnar 'heima byrja venjulega í marz. Hurðflskþjófor dregnir undun borði TVEIR innbrotsþjófar, báðir með munninn troðl'ullan af harð- fisk voru hanteknir í Kjötverzlun Tómasar um miðnætti í fyrra- kvöld. Þegar götulögreglan kom á staðinn reyndu þeir að fela sig undir borði en fundust brátt og voru dregnir þaðan undan. Þeir höfðu farið inn um glugga á bak hlið hússins og ekki unnizt tími til að ná sér í neitt nema harð- fiskinn. Þyrln tekur bát ÞVRLA landihelgisgæzlunnar, TF-EIR, tók vélbátinn Kára GK 146 að meintum ólöglegum tog- veiðum út af Grindavík kl. 17,41 á fimmtudag. Mál skipstjórans verður tekið fyrir hjá sýslumannsembættinu í HafnarfirðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.