Morgunblaðið - 26.02.1967, Side 3
MOftGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1967.
3
Jón Auhuns dómprófastur:
í höll landstjórans
f Laterankirfcjunni í Rómaborg
eru marmaratröppur háar. Þaer
nefnast „Sancta scala“, hin helgu
þrep. Arfsögnin segir þessar háu
tröppur komnar úr höll Pílatus-
ar, og „hin helgu þrep“ nefnast
þaer vegna þess að Jesús á að
hafa gengið þaer.
Trúaðir menn ganga ekki þess-
ar tröppur, þeir skríða þaer á
hnjám, nema öðru hvoru staðar
©g lesa, unz komið er á efsta
þrep.
Trúað kaþólskt fólk ber mikla
lotningu fyrir þessum „helgu
þrepum" og trúir því, að þessi
mikli marmarastigi hafi verið i
höllinni, þar sem Jesú var leidd-
ur á fund Pílatusar til yfir-
heyrslu.
Við skulum láta Sancta scala
í Róm eiga sig, en nema staðar
í huganum þar sem Jesús var
leiddur á fund Pílatusar. Fyrir
neðan marmaraþrepin háu standa
prelátar Gyðinga. Trúarhátíð
þeirra er í nánd, páska'hátiðin,
og þeir mega ekki saurgast af
því að ganga inn í heiðins manns
hús.
Vopnaðir verðir eru við hverj-
ar dyr. Við göngum fram hjá
þeim upp marmaraþrepin mörgu
og komum inn í allmikinn sal.
Þar situr drembilegur maður í
viðhafnarsæti. Hann er naumast
vaknaður, og honum þykir kær-
an á hendur þessa fjötraða fanga
ekki svo merkileg, að það taki
því að vakna upp til hennar svo
árla dags.
Þessi maður er Pílatus.
Fyrir neðan pallskörina stend-
ur fangi í fjötrum. Þetta er mað-
ur í fegursta blóma manndóms-
áranna. Hann var ekki vakinn
of snemma, eins og Pílatus. Hann
hefir enga næturhvíld fengið,
engan blund. Hann horfir hljóð-
ur á bundnar hendur sínar, en
engin geðshræring er sjáanleg
á honum. Þessi dæmalausa ró-
semi hefir fylgt honum frá því,
er hann stóð upp frá bæninni í
Getsemane snemma þessarar
ægilegu nætur. Það er eins og
orð og ásjóna engilsins, sem
vitjaði hans þar, hafi fylgt hon-
um, unz harmleiknum á Golgata
var lokið.
Pílatus virðist hafa misskilið
málið og haldið að hér væri
um venjulegan uppreisnarmann
eða pólitískan ævintýramann að
ræða. Það var nóg af þeim í
Gyðingalandi bæði þá og fyrr.
Hann spyr fangann háðslega:
„Ert þú þá konungur Gyðinga“?
Ungi bandinginn lætur sem
hann heyri ekki spott Pílatusar.
Augnaráð hans verður fjarrænt
eins og það leiti órafjarlægra
markmiða, og hann svarar: „Mitt
ríki er ekki af þessum heimi“.
Nú stekkur Pílatusi bros. Slíkt
konungsríki þótti honum ekki
merkilegt og konungstign slík
næsta brosleg.
Kristur hafði sagt, að guðs-
ríkið væri hið innra í mönnun-
um. Þar átti konungsstóll hans
að standa. Það var engi'n von til
þess að Pílatus gæti skilið það,
að mannshjartað ætti að rúma
háleitustu konungshugsjónina,
eins og þessi umkomulausi fangi
hélt blákalt fram. Fyrir hásæti
keisarans í . Róm hefði þessi
bandingi ekki gefið einn kopar-
pening, en Pílatus hefði gefið fyr
ir það sæti öll auðæfi heima, ef
hann hefði átt þeirra völ.
Þó vill fjötraði maðurinn vera
konungur. En hvar?
Að konungshöll kýs hann
mannlega sál, að hásæti kýs hann
sér mannlegt hjarta.
Slíka konungshugsjón gat auð-
UR VERINU
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
VEÐRH) var sæmilegt síðustu
viku, þar til hann brældi á norð
austan á föstudaginn.
Netaibátar enu nú flestir búnir
að leggja, en þeir, sem eftir eru,
gera það næstu daga.
Aflabrögð hafa verið heldur
treg, þó hefur verið ljós í því
hjá einstaka bát. Má þar nefna
Ásþór, Ásgeir og Húna, sem kom
ust upp í milli 26 og 35 lestir í
tveimur lögnum.
Ásþór er hæstur af netabátun-
um með rúmar 100 lestir.
Enginn rær nú lengur með
línu.
Margir loðnutoátar hafa komið
til Reykjavíkur, og var stöðug
löndun alla vikuna 800—100 lest
ir á dag.
5400 lestum hefur verið land-
eð af loðnu.
Engin löndun var I vikunni og
lítið um togarakomur.
Afli var góður við Grænland, en
upp á síðkastið hefur verið þar
mjög slæm tíð og skipin ekki
getað verið að.
Á heimamiðum hefur fisk helzt
verið að fá á Selvogstoankaruum.
Þar hafa togararnir fengið ufsa
og ýsu.
Þessir togarar seldu afla sinn
erlendis í síðustu viku:
Lest. Kr. Kg.
Mal 290 3.324.349 11/47
Þorm. goði 169 1.656.585 9/80
Jón Þorl 134 926.324 6/94
Kaldtoakur Keflavík. 133 1.367.885 10/21
Róið var flesta daga vikunnar.
Afli hjá línubátum var frekar
tregur en þó heldur skárri síðari
hluta vikunnar, 5-7 lestir algeng-
ast.
Afli hjá netatoátum, sem eru
á heimamiðum, hefur verið 6-8
lestir og komizt upp í 12 lestir.
Síðari hluta vikunnar lönduðu
3 netabátar sem höfðu verið í
Breiðubugtinni, 37-41 lest af fiski
'hver og var það úr tveimur
lögnum.
3720 lestum hefur verið land-
að af loðnu, og er Örn RE. 1 með
mestan afla, um 1000 lestir, auk
um 300 lesta, sem hann landaði
annars staðar. Er þessi afli úr
5 róðrum.
Akranes.
Róið var 5 daga vikunnar. Afli
var frekar rýr hjá línubátum,
algengast 5-6 lestir.
Ennþá er sáratregt hjá neta-
bátunum. Hafa þeir verið að
koma með 4-6 lestir og komizt
upp í 10 lestir. Enn er ekki far-
inn að berast að neinn fiskur úr
Breiðubugtinni.
2560 lestum hefur verið land-
að af loðnu. »
Sandgerði.
Róið var 4 daga vikunnar. Afli
var heldur lítill á línuna framan
af vikunni, en á fimmtudaginn
var sæmilegur afli, 8-9 lestir og
komst upp í 12% lest. Þetta er
bezti afladagurinn á vertíðinni
fram að þessu.
Netabátarnir eru ekki farnir
að fiska neitt að ráði. Flestir eru
með 4-5 lestir í róðri og hafa
komizt upp í 8 lestir.
2270 lestium hefur verið land-
að af loðnu.
Vestmannaeyjar.
Sæmilegur afli hefur verið
hjá þeim bátum, sem róa með
línu, og á fimmtudaginn almennt
um 9 lestir á bát komist upp
í rúmar 11 lestir
Netaveiði er ekki byrjuð, að
heitið geti, aðeins 4 bátar eru
búnir að leggja. Hafa þeir feng-
ið 4-12 lestir í umvitjun. Er afl-
inn eingöngu ufsi.
Sjómenn telja nú meiri fiski-
von en áður, ef einhvern tíma
gaeti á sjó, en tíðin hefur verið
með eindæmum stirð, þannig
voru nærri hálfsmánaðar frátök
í einu. Sérstaklega þykir mönn-
um línuafli vera betri niú en þeir
eiga að venjast, en línuiútgerð
hafði nærri lagzt niður.
Loðnuveiðin.
Athyglin beinist nú að loðn-
unni. Þetta er svo stórt í snið-
um eins og á síldveiðunum, eitt,
tvö, þrjú hundruð lestir hjá bát.
Mikil loðna væri komin á land,
ef tíðin hefði verið skapleg frá
því „Kristján Valgeir" fékk
fyrstu loðnuna 8. febr. En þá
kom 10 daga ógæftakafli með
svo hörðum veðrum, að ekki var
viðlit að stunda neinar veiðar
nema á togurum.
Þó að verðið sé talið lágt —
skiptir það miklu máli, að loðn-
unni er yfirleitt landað daglega
og oftast fullfermi. 250 lestir af
loðnu, sem er algengur farmur,
er álíka að verðmæti og 25 lestir
af netafiski.
Minni álögur á sjávarútveginn.
Þegar þrengir að hjá sjávar-
útveginum, fara menn að velta
því fyrir sér, 'hvaða álögum megi
létta af honum, sem hlaðið hefur
verið á hann linnulaust undan-
farna áratugi.
Eitt af slíkum viðbrögðum
birtiist í frumvarpi þeirra Björns
Pálssonar og Jóns Skaftasonar
um breytingu á lögum um launa
skatt. Þar er lagt til, að 1%
launaskattur á útgerð 150 lesta
fiskiskipa og minni svo og
fiskvinnslustöðvar verði felldux
niður.
Flutningsmenn benda enn-
fremur á, að ríkisvaldið geti án
beinna fjárframlaga bæitt hag
útvegsins og fiskvinnslunnar með
þvi að lækka vexti, afnema launa
skatt, fella niður síðustu 1%
orlofshækkun, hætta að inn-
'heimta aðstöðugjöld af tap-
rekstri, hætta greiðslum
til atvinnuleysistryggingarsjóðs,
lækka viðgerðarkostnað og fella
niður tolla af nauðsynjum sjáv-
arútvegsins.
100%.
Þegar menn heyrðu um söl-
una hjá togaranum Maí í vik-
unni, ætluðu þeir vart að trúa
sínum eigin eyrum. Salan var
um 2 milljónum króna hærri en
algengt er og um 1 miUjón hærri
en hæstu sölur fram að þessu.
„Mikið hlýtur útgerðin að
græða, sjálfsagt einar 2 milljón-
ir króna", sögðu menn og bæbtu
við, „og svo er verið að tala um
að selja slíkt skip“.
En hvað skyldi nú útgerðin
hafa átt eftir, þegar hver hafði
fengið sitt? Sá reikningur lítur
út eitthvað á þessa leið:
Sala ...............kr. 3.300.000
-e 25 % löndunark.
og tolilur erlendis .. — 825.000
Netto kr. 2.476.000
Kaup
skipsh. br. 1.100.000
Fæði — 05.000
Líf-
eyrissj — 05.000
Launask.
sj.sjgj.
I og tr. 40.000 kr. 1.270.000
*y\FSTOFfl „
Spánn
Ítalía
Júgóslavía
FERÐASKRIFSTOFA
RlKISIWS
16 daga flugferð á hina vinalegu baðströnd Miðjarðarhafsins, Costa
Brava frá kr. 10.750.—
16 daga flugferð til Ítalíu um Kaup mannahöfn. Vika í Rómaborg og
sólarvika í Sorrento við Napólíflóann frá kr. 11.950.—
16 daga flugferð á Júgóslavnesku Rivierunni við hlýtt og tært Adría-
hafið frá kr. 12.670.—
Gistingar, 3 máltíðir á dag og flugvallask. innif. Viðkoma í Kaup-
mannahöfn, London eða Glosgow á heimleið, ef óskað er. Pantið
tímanlega! — Sætafjöldinn er takmarkaður!
LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540
vitað enginn skilið þeirra manna,
sem stóðu umhverfis Krist og
Pílatus þennan morgun. En hefir
nokkur skilið hana síðar?
Hverjir?
Þeir sem mestan arf hafa þegið
þeirrar auðlegðar, sem Kristur
lét heiminuim eftir. Þeir sem
mest hafa endurspeglað af hon-
um í dagfari sínu og dýpst sam-
félag við hann hafa átt.
Þótt enn hafi aldrei verið tll
kristið þjóðfélag á jörðu, hafa
kristnir einstaklingar verið tfl.
Sumir þeirra voru sem borg á
fjalli, sem gat ekki dulizt. Aðrir
leyndust með verðmæti sín, sinn
dýra fjársjóð, og lifðu í kyrrþei
heilögu lífi.
1 hjarta þessara einstaklinga
stóð konungsstóll Krists. En þess-
ir hafa verið fáir og eru fáir.
Það liggja ekki allar leiðir ta
hans, þótt við nafn hans séu
kenndar.
Það er auðvelt að skríða á
hnjánum upp „hin helgu þrep“
í Rómaborg. Hitt er erfiðara, að
sækja á brattan, neðan frá
breyskum manni Krists. og upp ta
Olía — 200.000
Véiðarfæri — 150.000
Viðhald — 100.000
Útflutiningsgj. — 140.000
ís — 60.000
Aðstöðugj. — 26.000
Ýmislegt — 26.000
Vextir af kaupv. ca.
50 millj. miðað við
20 mill. kr. ársafla — 415.000
kr. 2.385.000
Afgangs til
útgerðarinnar — 90.000
Kr. 2.475.000
Hér er ekki meðtalinn neinn kostnaður í landi, svo sem
mannahald við umsjón og fram-
kvæmdarstj., skrifstofukostn o.fl.
Hér er ekki tekið tillit til ríkis-
styrksins, um 2% millj. króna né
fyrningar.
Öllu er skipt upp 190%, og svo
halda menn, að hægt sé að öllu
óbreybtu, að gera út togara fra
fslandi.
Barlómur — Bjartsýni.
Nú fara kosningar í hönd, og
þá eru stjórnmálamennirnir
bjartsýnir. Háttvirtir kjósendúr
vilja ekki, að fjandinn sé málað-
ur á vegginn, og það er ósköp
skiljanlegt. Þeir eiga margir
allt sitt undir velgengni at-
vinnulífsins og þjóðartoúsins 1
heild. Þeir þurfa að hafa stöðuga,
vel borgaða atvinnu, þeir standa
ef til vill í stórræðum, svo sem
hústoyggingnu og mega ekki við
neinum skakkaföllum af völdum
samdráttar og kreppu.
Og auðvitað hlýtur hver ríkis-
stjórn, því oftast eru það þær,
sem móta stefnuna, að miða að
því að auka almenna velmegum.
Það verður bezt gert með því að
stuðla að velgengni atvinnuveg-
anna, auka framleiðsluna og fram
leiðnina eins og nú er sagt
Svo koma útgerðarmenn og
frystihúsamenn og segja sánar
farir ekki sléttar. Margir segja
þá vera með barlóm, þegar þeir
kvarba undan, að útgerðin beri
sig ekki, freðfiskurinn falli 1
verði, tilkostnaðurinn vaxi og
þeir séu í hinum verstu krögg-
um.
Hvað á almenningur að hugsa,
þegar hann hlustar á hinn bjart-
sýna stjórnmálamann, sem sér
alla vegi færa, og svo framleið-
andann, sem ekki sér fram úr
daglegum erfiðleikum. Fólk vrll
mega trúa því, sem óskhyggjan
segir, en rekur sig óþyrmilega á
staðreyndirnar, eins og stundum
vill verða í lífinu. Allt getur ver
ið tvíeggjað. Bjartsýni, sem ekki
er raunhæf, getur verið varbuga
verð. Hún ýtir undir kröfur og
aukna verðbólgu, sem er stjórn-
málamönnunum öllu öðru erfið-
ara viðfangs. Almenningur verð-
ur því að taka fullyrðingar um
áframhaldandi góðæri og svo
atftur spádóma um kreppu eins
og maður, sem fær fisk á disk-
inn sinn. Hann borðar fiskinn, en
skilur beinin eftir