Morgunblaðið - 26.02.1967, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
BILA
LEIGA
MIAGNÚSAR
SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190
eftir lokun slmi 40381
siM11-44-44
ímfíBiR
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir iokun 34936 og 36217.
f7==*BfiAir/trAM
RAUOARÁRSTIG 31 SfMI 22022
BÍLALEIGAN
EKILL sl.
Kópavogi.
Sími 40145
V'ÞR0STUR%
Ökukennslo
Upplýsingar í síma
14996
Bezt að auglýsa
í Morgunblainu
^ Börnin — umferðin
Eftirfarandi bréf hefur
borizt:
„í tilefni bréfs, sem birt var
í dálki yðar, miðvikudaginn 15.
febr. sl., þar sem gagnrýnd
var spurningarkeppni skóla-
barna, viljum við biðja yður
að birta eftirfarandi:
Þriðjudaginn 7. febr. sl., fór
fram miðhluti spurninga-
keppni skólabarna um um-
ferðarmál, þar sem börn úr 12
ára bekkjardeildum barnaskól-
anna í Reykjavík kepptu. Er
þetta í annað skipti, sem keppn
in fer fram, en í fyrra sigraði
skólalið Laugarnesskólans.
Með góðum fyrirvara, var
skólastjórum eða öðrum for-
ráðamönnum skólanna tilkynnt
um, að í miðhluta skyldu
mæta, þau fimm börn frá
hverjum skóla, ásamt tveim til
vara, sem bezt höfðu staðið
sig í skriflegu prófi innan skól
ans. Þá var sömu aðiium skýrt
frá, hvað það væri, sem
áherzla yrði lögð á, að börnin
kynntu sér fyrir keppnina og
væri það m.a. umferðarlög,
lögreglusamþykkt, Umferðar-
bókin, ásamt öðrum þeim
fræðsluritum og gögnum, sem
lögreglan og Umferðarnefnd
hafa dreift til skólabarna nú í
vetur.
Fyrst og fremst var leitazt
við að miða spurningarnar við
þann aldursflokk, sem þátt tók
í keppninni, en að sjálfsögðu
má lengi um það deila, hvaða
spurningar eigi að velja og
hverjum að sleppa. Spurning-
arnar voru 20 talsins og sumar
í mörgum liðum þar af
voru fjórar úr „Vegastafróf-
inu“, en það er kver, sem gefið
var út skömmu fyrir áramót.
Megin tilgangur kversins var,
að festa í huga barnsins í
formi mynda og ljóðlína nokk-
ur heilræði, sem miklu máli
skiptir að það muni vel, enda
verður að mega telja það sjálf-
sagt og eðlilegt, að börnin
kynni sér þau gögn, sem lög-
reglan og fræðsluyfirvöldin af
henda þeim.
Þar sem í umræddu bréfi
mun vera átt við Laugarnes-
skólann, skal það skýrt tekið
fram að þó svo s kólaliðið
hefði svarað öllum spurningun-
um fjórum úr Vegastafrófinu
réttum, hefði það ekki nægt
skólanum til þess að komast
í úrslit.
Spumingarkeppnin sé ekki
höfð keppninnnar vegna, held-
ur fyrst og fremst til þess að
vekja almennan áhuga meðal
skólabarna um umferðarmál,
en það er nú einu sinni svo, að
ekki geta allir sigrað.
Virðingarfyllst,
Ásmundur Matthíasson
Pétur Sveinbj arnarson."
★ Passíusálmarnir
Suðurnesjamaður skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi!
Ég kann illa við þessa löngu
þögn, sem kemur strax, þegar
búið er að lesa Passíusálmana
og þá ekki að heyra tilheyrandi
lag á eftir. Ég meina ekki þessi
ókunnu lög frá fyrri öldum,
því þau þekki ég ekkert, enda
sakna ég þeirra ekkL Sigvaldi
Kaldalóns samdi lag við „1
Betlehem er barn oss fætt“.
Það lag er fallegt og hátíðlegt,
sem vænta mátti frá þim höf-
undi. Það var gefið út sérprent
að svd að hefur sennilega
heyrzt víða. Samt hefur mað-
ur hvergi heyrt það á jólum.
Það kann að vera að það hafi
verið einhvers staðar haft fyr
ir stólvers. En það getur auð-
vitað aldréi komið í staðinn
fyrir okkar gamla kæra lag.
Síðan ég var ungur, hefur alltaf
verið í mínum huga ákveðið
lag við hvern sálm í Passíu-
sálmunum. Þar geta engin önn
ur lög hæft jafnvel; enda hef
ég fengið að heyra flest þeirra
á undanförnum árum í Ríkis-
útvarpinu, þegar Passíusálm-
arnir hafa verið lesnir. Ég
vona, að á flestum heimilum
sé kyrrlát helgistund meðan
Passíusálmurinn er lesinn og
það ætti ekki að draga úr
hátíðleik þeirrar stundar, að
spila viðkomandi lag eftir lest
urinn, og auðvitað helzt, að
sungið væri líka.
Viltu nú gjöra svo vel, Vel-
vakandi minn, að koma þeirri
ósk minni á framfæri við for-
ráðamenn Ríkisútvarpsins, að
við fáum nú að heyra það, sem
ég hef minnzt á það sem eftir
er af föstunni. Og að svo verði
framvegis í sambandi við lest-
ur Passíusálma. Ég vonast eft-
ir að þessari málaleitun verði
sinnt.
Með fyrirfram þökk.
Suðurnesj amaður."
★ Bréf frá ungum
mönnum
„Kæri Velvakandi!
Viltu gjöra svo vel og birta
eftirfarandi bréf frá okkur
undirrituðum, í von um að
Barnaverndarnefnd Reykjavík-
ur taki þessar línur til vin-
samlegrar athugunar.
Okkur bréfritara langar til
að minnast með fáum orðum
á framkvæmdir ykkar í kvik-
myndahúsum upp á síðkastið.
Vð lögðum leð okkar í ónefnt
kvikmyndahús síðastliðinn
laugardag.
Er við höfðum keypt okkur
aðgöngumiða og við hugðumst
halda inn, vorum víð, ökkur
til mikillar undrunar, stöðvað-
ir í dyrunum af tveim lög-
régluþjónum og spurðir um ald
ur. Þar sem við höfðum ekki
alveg náð tilskyldum aldri, var
okkur vísað út. Þarna kom
einnig bekkjarfélagi okkar,
sem er aðeins tveimur mán-
uðum eldri en við, en hefur
náð tilsettum aldri. Þessi mála
lok voru okkur ekki að skapi,
og okkur langar til þess að
spyrja:
Hvað eiga unglingar á okk-
ar aldri að gera um helgar, þeg
ar varla er hægt að komast 1
kvikmyndahús, að minnsta
kosti ekki til þess að sjá þær
myndir, sem eitthvrt púður er
í?
Og hvað um danshúsin?
Við leggjum til, að Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur
taki þessi mál til athugunar á
nýjan leik og afgreiði þau með
því að heimilia unglingum,
sem náð hafa 14 áira aldri að
sækja hvaða kvikmyndahús,
sem þeir kjósa sjálfir, og enn-
fremur leggjum við til, að ald-
urstakmark danshúsa vrði mið
að við 15 ára aldur.
Verði Barnaverndarnefnd við
þessum óskum okkar, hættum
við að trúa því, að hún sam-
anstandi af eintómum elliærum
kerlingum'ðg karlmönnum, sem
varla eigi slíkt nafn skilið.
Með beztu kveðju,
Loftur Þorsteinsson.
Ólafur Jónsson."
Eldhúsvaskar
Ný sending af eldhúsvöskum er komin. Skoðið í
dag. Kaupið á morgun.
BURSTAFELL, byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3 — Sími 38840.
IVIarz
Fólksbílaeigendur
Eigendur leigubifreiða
Við klæðum bílinn að innan FLJÓTT og VEL.
Jeppaeigendur
Við klæðum alla jeppa að innan. Greiðsluskil-
málar eftir samkomulagi. Úrval áklæða, fljót og góð
afgreiðsla.
BÉLAKLÆÆJÐNING, SMÁRAHVAMMI, KÓPl
Ekið Fífuhvammsveg, skilti á hægri hönd.
Símar á kvöldin 35180 og 33869.
karlmannaskór
Vestur-þýzk gæðavara
Nýkomin í góðu úrvali
Skóverzlunin í Domus Medica.
Vélgæzlustjóri óskast
Óskum eftir að ráða vélgæzlu- og ketilhússtjóra
að Landsspítalanum. Vélstjóramenntun nauðsyn-
leg. Laun samkvæmt kjaradómi. Staðan veitist
frá 1. apríl 1967. Umsóknir með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu
ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 15. marz n.k.
Reykjavík, 24. febrúar 1967.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.