Morgunblaðið - 26.02.1967, Page 5
MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUÐAGUR 2«. FEBRUAR 1967.
5
HELDUR er nú farið að lifna
yfir umræðum og tillöguflutn-
ingi á AlþingL Miklar umræður
hafa orðið um utanríkismál og
er þeim ekki lokið enn og sl.
miðvikudag urðu víðtækar um-
ræður um sjávarútvegsmál og þó
sérstaklega um vandamál minni
bátanna. Þess er og nokkuð farið
»ð gæta í tillöguflutningi þing-
manna að kosningar eru í nánd.
í sl. viku voru 7 lagafrv. lögð
fyrir þingið. Ríkisstjórnin lagði
fram tvö frv. og einstakir þing-
menn fimm, fjögur þeirra voru
flutt í Neðri deild og eitt í Efri
deild. Eitt frv. var lagt fram af
þingmanni Alþýðuflokksins, tvö
af þingmönnum Framsóknar-
flokksins og tvö af hálfu Alþbl.
Þrjár þingsályktunartillögur
voru lagðar fram, tvær af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins og
ein af þingmönnum úr hópi Sjálf
stæðisflokks og Alþýðuflokks.
Ennfremur voru tvær fyrir-
spurnir lagðax fram í »1. viku.
Stjórnarfrv. sem lögð voru
fram um Búreikningastofu land-
búnaðarins og breytingu á lög-
um um útflutningsgjald af sjáv-
arafurðum. Skv. síðarnefnda frv.
munu sjómannasamtökin nú fá
hlutdeild í útflutningsgjaldi til
jafns við Landssamband ísl. út-
vegsmanna, sem um nokkurt
skeið hefur fengið hlut af þessu
gjaldi og mun það hafa runnið
til þess að standa straum af
kostnaði við starfsemi þess, og
hafa sjómannasamtökin talið
réttmætt að þau fengju þá einnig
sinn hlut. Óneitanlega virðist
vera farið hér inn á nokkuð
hæpna braut og hugsanlegt að
það eigi eftir að draga dilk á
eftir sér. Gjald þetta er að vísu
tekið af sjávarútveginum, þótt
það renni til hans aftur með
ýmsum hætti. En þegar ríkis-
valdið hefur á annað borð tekið
að sér innheimtu m. a. fyrir hags
munasamtök sjómanna og út-
vegsmanna, þyrfti a. m. k. eng-
an að undra, þótt fleiri hags-
munasamtök fylgdu í kjölfarið
og teldu sig eiga rétt á sömu
fyrirgreiðslu.
Af þingmannafrv. mun frv.
Benedikts Gröndals um Sements
verksmiðjuna vekja einna mesta
athygli en skv. því á starfsfólk
verksmiðjunnar að hafa rétt til
þess að kjósa tvo fulltrúa í stjórn
hennar. Kallar flutningsmaður
fyrirkomulag þetta atvinnulýð-
ræði. Mun tilgangurinn með því
einkum sá, að fulltrúar starfs-
fólks hafi aðstöðu til þess að
hafa áhrif á ákvarðanir, sem sér-
staklega snerta starfslið fyrir-
tækisins. Draga verður í efa, að
mikið gagn yrði að slíku fyrir-
komulagi. Áhrif starfsfólksins á
rekstur verksmiðjunnar yrðu
betur tryggð með því að breyta
rekstrarformi verksmiðjunnar og
gera hana að opnu hlutafélagi,
sem allur almenningur gæti
gerzt þátttakandi í þ.á.m. starfs-
fólk verksmiðjunnar. Það er
orðið tíambært fyrir íslenzka
ríkið að losa sig við margvísleg-
an atvinnurekstur, sem það
Cætið að velferð barnana
veljið þeim rétta skó. Aka 64 er rétta
lausnin.
Kaupið skóna hjá skósmið
Skóverzlun og skóvinnustofa Sigurbjörns
Þorgeirssonar, Verzlunarhúsinu, Miðbæ,
Háaleitisbraut 58—60.
Góð bílastæði.
hefur með höndum og fylgja þar
með þeirri þróun, sem nú er að
verða víða um lönd, að stórfyrir
tæki verða í reynd eign almenn-
ings og að hann hafi bein áhrif
á stjórn þeirra og rekstur. En
frv. Benedikts mun þykja nýstár
legt og líklegt til þess að vekja
menn til umhugsunar um það,
hvert rekstrarform sé heppileg-
ast fyrir stórfyrirtæki hér á landi
á borð við Sementsverksmiðj-
una.
Lúðvík Jósefsson fylgir hins
vegar gamla tímanum og flytur
frv. um þjóðnýtingu olíuverzl-
unarinnar í landinu. Það mun
vafalaust eiga litlu fylgi að
fagna, þótt sú skoðun sé hins
vegar útbreidd, að samkeppni
milli olíufélaganna þriggja mætti
að skaðlausu vera meiri en nú
er.
Fimm þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins undir forustu og að
frumkvæði Jóns Árnasonar flytja
mjög gagnlega þingsályktunartil
lögu um auknar sjúkratrygging-
ar til sjúklinga, sem þurfa að
leita læknishjálpar erlendis.
Tillaga þessi er flutt vegna þess,
að það færist nu mjög í vöxt að
leita verði læknisaðgerða erlend-
is vegna hjartasjúkdóma og hef-
ur oft sinnis verið efnt til al-
mennra fjörsöfnunar til þess að
greiða kostnað af slíkum aðgerð-
um, sem hefur þurft að fram-
kvæma á börnum. Tillaga Sjálf-
stæðisþingmannanna fimm er
þess efnis, að endurskoðuð verði
lagaákvæði um almannatrygg-
ingar með það fyrir augum, að
sjúkrasamlögin og Trygginga-
stofnunin greiði fyrir slíkum
læknisaðgerðum í ríkara mæli en
nú er. Þetta er hið nytsamasta
mál og fagnaðarefni, að það hef-
ur verið komið fram á Alþingi.
Þá mó einnig nefna þingsálykt
unartillögu, sem Sigurður Bjarna
son, Matthías Bjarnason og
Birgir Finnsson flytja um þara-
þurrkstöð á Reykhólum. Stofn-
kostnaður slíkrar stöðvar, sem
framleiddi 1000 tonn af þurrk-
uðum þara á ári er talinn um 3
milljónir króna og markaður
fyrir hendi í Noregi og Frakk-
landi. Mál þetta mun þegar hafa
verið rætt í hinu nýstofnaða Iðn-
þróunarráði.
Nú má telja líklegt, um um-
ræður hefjist' á Alþingi um hag
og rekstur dagblaða hér á landi,
þar sem Einar Olgeirsson hefur
borið fram fyrirspurn á Alþingi
um könnun á hag dagblaðanna.
í byrjun vikunnar var haldið
áfram umræðum þeim um utan-
ríkismál, sem hafnar voru í fyrri
viku og flutti Einar Olgeirsson
langa ræðu í Neðri deild sl.
mánudag, sem hann hafði ekki
lokið við, þegar fundartími
dildarinnar var búinn. Var Einar
kominn fram á daga Marshall-
hjálparinnar þegar hlé var gert
á fundi og málið ekki verið tekið
á dagskrá síðan, en vafalaust
eiga enn eftir að verða töluverð-
ar umræður um þessi mál.
Sl. miðvikudag urðu svo mikl-
ar umræður í Sameinuðu þingi
um tillögur vélbátaútgerðar-
nefndarinnar svokölluðu og
skýrði Eggert Þorsteinsson sjáv-
arútvegsmálaráðherra frá því
hvað liði framkvæmd einstakra
liða í tillögum nefndarinnar. Af
hálfu stjórnarandstæðinga töluðu
einkum þeir Jón Skaftason og
Lúðvík Jósefsson og töldu að
skýrsla sjávarútvegsmálaráð-
herra sýndi, að svo til ekkert
hefði verið framkvæmt af tillög-
um nefndarinnar en ljóst var af
ræðu Eggerts Þorsteinssonar að
lítillar sanngirni gætti í þeirri
túlkun. Hér er um að ræða mikið
vandamál, sem skapazt hefur
vegna gjörbreyttra aðstæðna í út
vegsmálum en ríkisstjórnin hefur
þegar beitt sér fyrir verulegum
umbótum fyrir eigendur þessara
skipa. Sverrir Júlíusson, for-
maður LÍÚ benti á, að fulltrúar
sjómanna og útvegsmanna í
Verðlagsráði sjávarútvegsins
sjávarútvegsins hefðu samþykkt
8% meðaluppbót á fiskverðið,
sem ríkisstjórnin gaf fyrirheit
um og Matthías Bjarnason, einn
skeleggasti talsmaður sjávarút-
vegsins á Alþingi, vakti athygl^
á þeirri staðreynd, að Verðlags-
ráðinu bæri, lögum skv. að taka
tillit til verðlags á erlendum
markaði við ákvörðun fiskverðs-
ins en verðfall á frystum fiski
næmi nú um 12%. Ríkisstjórnin
hefði hins vegar gripið inn í á
myndarlegan hátt með fyrirheiti
um verðuppbætur á fiskverðið,
sem næmi rúmlega eitt hundrað
milljónum króna.
Styrmir Gunnarsson.
HEILDSALA
Rýmingarsala á hinum þekktu
kjólum og drögtum, sem má
þvo, fer fram gegnum okkur,
SPARIÐ NÚNA ....
Aldrei eins góðir skibnálar.
Mánudag, þriðjudag, mið-
vikudag.
Muverzlunin L 0 L ¥
Vesturveri.
Skaftfellingamót
Skaftfellingafélagið í Reykjavík og ná-
grenni efnir til Skaftfellingamóts að Hót-
el Borg laugardaginn 4. marz n.k.
Mótið hefst með borðhaldi kl. 7 stundvís-
lega.
Allir Skaftféllingar eru velkomnir með
gesti sína meðan húsrúm leyfir. Til
skemmtunar verður m.a.:
Ræða: Séra Páll Þorleifsson.
Skemmtiþáttur: Gunnar og Bessi.
Dans.
Aðgöngumiðasala og borðapantanir á
Hótel Borg (suðuranddyri) miðvikudag,
fimmtudag og föstudag fyrir mótsdag,
kl. 5—7 e.h.
STJÓRNIN.
Æskulýðsvika í
Laugarneskirkju
K.F.U.K. K.F.U.M.
Samkomur á hverju kvöldi vikunnar 26.
febr. — 4. marz.
í kvöld talar Ástráður Sigursteindórsson
skólastjóri.
Á mánudagskvöld tala: Katrín Guðlaugs-
dóttir kristniboði og Jóhannes Ólafsson,
læknir. Ungt fólk tekur til máls á hverju
kvöldi. Mikill söngur og hljóðfærasláttur.
Allir velkomnir.
»• vaei-a
iVjfo
SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA
ÁRMÚLA 3
SÍMI 38900
VÉLADEILD